Spæsí buffaló vöfflur með nöggum
/Næsta laugardag, 25.mars er alþjóðlegi vöffludagurinn og því deilum við með ykkur í dag gómsætri útfærslu af vöfflum með spæsí buffaló nöggum, “ranch” sósu og fersku grænmeti.
Við erum í samstarfi með Hagkaup og því ákvað ég að fara og þangað og athuga úrvalið af vöfflujárnum. Þar sá ég að þau eru að selja vöfflujárnið sem ég var búin að dreyma um lengi en það er járn frá merkinu Wilfa, en það gerir fullkomnar, stórar vöfflur sem henta einstaklega vel í svona “matar”vöfflur.
Ég gerði hefðbundnu uppskriftina okkar af vöfflum sem klikkar aldrei og úr henni komu um það bil 6 stórar vöfflur. Ég ákvað að gera “ranch” dressingu sem er mild og bragðgóð með alls konar kryddjurtum en hún passar fullkomlega á móti buffaló sósunni sem ég notaði á naggana.
Ég ákvað að kaupa naggana frá merkinu peas of heaven en þeir eru soja lausir sem hentar einstaklega vel þar sem dóttir mín er með soja óþol. Það er hins vegar mjög mikið úrval af góðum vegan nöggum í Hagkaup og þessi uppskrift passar með flestum þeirra.
Uppskriftina af vöfflunum sjálfum má finna hér.
Spæsí buffaló vöfflum með vegan nöggum
Hráefni:
- 3 vöfflur
- 1 pakki Peas of heaven naggar
- sirka 1 dl Frank RedHot wings buffaló sósa
- "Ranch" sósa
- Fersk salat
- 1 avócadó
- 1/2 rauðlaukur
- Ferskur kóríander
- Lime
- 2 dl vegan majónes
- 2 dl oatly sýrður rjómi
- 1 msk hvítlauksduft
- 1 msk laukduft
- 1 msk niðursaxaður graslaukur
- 1 tsk dill
- 1 tsk þurrkuð steinselja eða kóríander
- salt og pipar eftir smekk
Aðferð:
- Gerið vöffludeigið tilbúið
- Setjið naggana í ofninn við 200°C og bakið í 16 mínútur
- Útbúið "ranch" sósuna eftir uppskrift hér að neðan á meðan að naggarnir bakast
- Hitið vöfflujárnið vel og bakið síðan vöfflurnar
- Þegar naggarnir eru tilbúnir setjið þá í skál, hellið buffalósósunni yfir og veltið þeim vel upp úr henni.
- Skerið rauðlaukinn og avócadóið í þunnar sneiðar
- Setjið Ranch sósu, salat, rauðlauk, avócadó, nagga, ferskan kórander og lime sósu á hverja vöfflu.
- Saxið graslaukinn
- Hrærið öllu saman í skál og smakkið til salti og pipar
- Uppskriftin er unnin í samstarfi við Hagkaup -