Tandorri tófúspjót með vegan raita og pönnubrauði

Einföld Tandorri tófúspjót sem eru svo ótrúlega gómsæt og svíkja engan.

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af tandorri tófúspjótum sem hægt er anars vegar að baka í ofni eða skella á grillið. Þessi spjót er svo ótrúlega einfalt að útbúa en bragðast alveg lygilega vel. Ef þið eruð mikið fyrir indverskan mat líkt og við systur verðið þið alls ekki svikin af þessum gómsætu spjótum. Við notuðum æðislega tófúið frá YIPIN en það passar einstaklega vel þar sem það er “extra firm” og heldst þar af leiðandi fullkomlega á grillspjótunum.

Tadorri tófúspjót með pönnubrauði og raita

Tadorri tófúspjót með pönnubrauði og raita
Fyrir: 2
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 30 MinEldunartími: 30 Min: 2 Hour: 3 Hour
Ótrúlega einföld tandorri spjót sem hægt er annað hvort að baka í ofni eða skella á grillið.

Hráefni:

Tandorri tófúspjót
Vegan raita
Einfalt pönnubrauð

Aðferð:

Tandorri tófúspjót
  1. Blandið saman í skál gríska jógúrtinu, tandorri kryddiblöndu, salti og pressuðu hvítlauksrifi.
  2. Skerið hvorn kubb af tófúi í 9 frekar stóra bita
  3. Setjið tófúið út í jógúrtið og veltið því upp út svo það hylji vel.
  4. Setjið plastfilmu yfir og marenerið í ísskáp í að minnsta kosti 2 klukkutíma.
  5. Setjið kubbana á 3-4 grillspjót og bakið í ofni við 210°C í 15 mínútur, takið spjótin út og snúið þeim við og bakið í 15 mínútur í viðbót.
  6. Einnig má grilla spjótin en þá er gott að velta þeim aðeins um svo þau grillist á öllum hliðum.
Vegan raita
  1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið saman.
Einfalt pönnubrauð
  1. Hitið pönnu á frekar háum hita
  2. Blandið saman þurrefnunum.
  3. Hellið vatninu og olíunni saman við og blandið saman þar til þið fáið flott deig.
  4. Skiptið deiginu í fjóra hluta.
  5. Stráið smá hveiti á borðið og fletjið deigið úr.
  6. Steikið brauðið í nokkrar mínútur á hvorri hlið á þurri pönnu.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Klassískt ceasar salat


Klassískt ceasar salat í vegan útgáfu með VFC “kjúklinga”lundum

Ótrúlega gott, einfalt salat með vegan ceasar dressingu. Ég elska að fá mér gott salat á sumrin en þetta er akkúrat fullkomið sumarsalat að mínu mati. “kjúklinga”lundirnar frá VFC passa fullkomlega í salati en þær eru með stökkum, bragðgóðum hjúp sem gefur salatinu extra “kröns”. Uppskriftin er fyrir eitt salat sem er nóg sem heil máltíð og svo er ekkert mál að margfalda eftir því hversu margir munu borða.


Klassískt ceasar salat með heimagerðri dressingu

Klassískt ceasar salat með heimagerðri dressingu
Fyrir: 1
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 22 Min: 32 Min

Hráefni:

Ceasar salat
Heimagerð vegan ceasar dressing

Aðferð:

Ceasar salat
  1. Byrjið á því að rista brauðteningana við 220°C á grillstillingu í ofni. Fylgist vel með og hristið þá aðeins til þegar þeir eru orðnir gullnir efst. Þetta tók sirka 6 mínútur á hvorri hlið hjá mér, 12 í heildina.
  2. Setjið VFC lundirnar í ofn á 200°C í 14 mínútur
  3. Útbúið sósuna.
  4. Skerið salatið niður, setjið út í brauðteninga og lundirnar. Blandið sósunni vel saman við og rífið parmesan yfir.
Heimagerð vegan ceasar salat
  1. Blandið öllum hráefnum nema vatninu saman í skál. Bætið örlitlu vatni út í þangað til þið fáið þá þykkt sem þið viljið. Smakkið til með salti og pipar.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi fersla er unnin í samstarfi við VFC -

Bruchetta með hvítlauksbökuðum tómötum og rjómaosti


Gómsætur forréttur sem leikur við bragðlaukana í hverjum bita.

Í dag deilum við ykkur uppskrift af klassískum forrétti sem er svo dásamlega góður. Hvítlauksbakaðir tómatar á ristuðu súrdeigsbaguette með rjómaosti, parmesan, balsamik gljáa og ferskri basilíku. Alveg ótrúlega einfalt en svo æðislega gott. Réttin má bera fram bæði heitan eða kaldan og hentar því einstaklega vel á veisluborðið eða í matarboðin.


Bruchetta með heitum tómötum og rjómaosti

Bruchetta með heitum tómötum og rjómaosti
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 50 Min: 40 Min: 1 H & 40 M
Einfaldar tómatbruchettur með heitum tómötum, rjómaosti og hvítlauk. Fullkomið í brönsin, á veisluborðið eða sem forréttur.

Hráefni:

Aðferð:

  1. Skerið hvítlauksgeirana í þunnar sneiðar. Setið vel af ólífuolíu, tómatana, 2 tsk salt og hvítlaukinn í eldfast mót og bakið í ofni í 45 mínútur við 200 gráður.
  2. Skerið baguette brauðið þversum í tvennt. Hellið smá ólífuolíu yfir ásamt örlitlu salti og bakið á grill stillingu í ofninum við 220 gráður í 6-8 mínútur. Eða þar til fallega ristað.
  3. Smyrjið vel af vegan rjómaosti yfir hvora sneiðina, ég set sirka 1/2 dollu á hvort brauð.
  4. Raðið tómötunum og hvítlauknum jafnt yfir hvora sneið, stráið vegan parmesan yfir ásamt balsamik gljáanum og ferskri basilíku.
  5. Skerið í bita.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Sumar SMASH hamborgari með grilluðum ananas

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af sumarlegum SMASH hamborgara með æðislegu hamborgarabuffunum frá Oumph! Borgarinn er einfaldur en ótrúlega bragðgóður og ekkert smá sumarlegur.

Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að nota ávexti í matargerð og er grillaður ananas í einstöku uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hann passa mjög vel með bbq sósunni og léttu hvítlauksmajói. Ég steikti borgarana á pönnu en það er ennþá betra að skella þeim á grillið.

Smash hamborgabuffin frá oumph eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér þar sem þeir eru soyjalausir en það er ein með soyjaofnæmi á heimilinu. Við erum því mikið með þessara borgara í matinn og held ég að þeir verði staðarbúnaður í grillveislurnar hjá okkur í sumar.

Sumarlegur SMASH hamborgari með grilluðum ananas

Sumarlegur SMASH hamborgari með grilluðum ananas
Fyrir: 2
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 5 MinEldunartími: 10 Min: 15 Min

Hráefni:

Hvítlauksmajó

Aðferð:

  1. Steikið borgarana á annari hliðinni á meðalhita þar til þeir verða fallega steiktir
  2. Snúið þeim á pönnuni og pressið(smashið) hverjum og einum aðeins niður, stráið smá salti og pipar yfir hvern og einn og penslið með bbq sósu. Setjið vegan oft yfir og lok á pönnuna og leyfið borgurunum að steikjast og ostinum að bráðna.
  3. Skerið ferskan ananas í þykkar sneiðar, takið miðjuna úr og grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. (Einnig hægt að steikja á mjög heitri pönnu)
  4. Raðið borgurun saman með hvítlauksmajói, kletta salati, rauðlauk og ananasnum en ég setti tvö buff í hvorn borgara.
Hvítlauksmajó
  1. Rífið hvítlaukinn fínt
  2. Blandið öllu saman í skál
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oumph! -

 
 

Ítölsk samloka með grænu pestói

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af svokallaðri “pizzasamloku” sem er ótrúlega einfalt að gera frá grunni og er ómótstæðilega gómsæt. Samlokan er með ítölskum innblæstri, einföldu áleggi sem leikur við bragðlaukana.

Þessi skemmtilega samloka hefur verið mjög vinsæl á samfélagsmiðlum á síðustu misserum og langaði mig því að prófa að gera mína eigin og gera hana á vegan máta. Það er alls ekkert mál með græna pestóinu frá sacla og góðum vegan ostum.

Í samlokuna setti ég vegan rjómaost, grænt pestó frá Sacla Italia sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur, klettasalat, tómata, pikklaðan rauðlauk, vegan parmesan og balsamik edik. Græna pestóið er bragðmikið og passar fullkomlega með ferskum tómötunum, klettasalatinu og parmesaninum. Rjómaosturinn gefur samlokunni rjómakenndan grunn. Það má þó að sjálfsögðu leika sér að vild með fyllingu í samlokuna og nota hvað sem leynist í skápunum heima.

Fyrir ekki svo löngu keypti ég mér pizzastál en það hefur verið ein bestu kaup sem ég hef gert lengi og hefur sett pizzabaksturinn á heimilinu upp á nýjar hæðir. Það gerir heimagerðar pizzur svo ótrúlega góðar og baksturinn svo einfaldan. Þessa samloku þarf til dæmis ekki að baka nema í sirka 6-7 mínútur og verður botnin stökkur að utan og mjúkur að innan.

Ítölsk pestó samloka

Ítölsk pestó samloka
Fyrir: 1
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 Min: 1 H & 30 M: 1 H & 40 M
Dásamleg, einföld ítölsk samloka með grænu pestói. Skemmtileg loka til að bjóða uppá í matarboðum eða hvers konar hittingum eða til að brjóta upp á hversdagslegan kvöldmat.

Hráefni:

Pizzadeig f/ 1 samloku
Ítölsk pestó samloka
Pikklaður rauðlaukur

Aðferð:

Pizzadeig
  1. Hrærið þurrgerinu og sykrinum saman við volgt vatnið
  2. Bætið restinni af hráefnunum saman við og hnoðið saman í hrærívél eða höndunum
  3. Gerið kúlu úr deiginu og leyfið því að hefast í 40-60 mínútur.
  4. Slátið kúluna niður og hnoðið aðeins. Rúllið aftur í kúlu og leyfið því að hefast aftur í 15 mínútur. (Ef þið gerið meira en eina samloku í einu þá er það hér sem þið skiptið deiginu í jafn margar kúlur og samlokurnar eiga að vera og leyfið þeim síðan að hefast í 15 mínútur)
  5. Notið hendurnar til að "fletja" út deigið með því að þrýsta því út í kantana og í hringi og móta það þannig í hringlaga deig (hægt að sjá á instagram hjá okkur myndband)
  6. Setjið örlítið af ólífuolíu yfir botnin og brjótið hann saman
  7. Ég baka deigið á pizzastein/pizzastáli og þá þarf það einungis um 6-7 mínútur í ofninum. Ef deigið er bakað á venjulegri plötu verið búin að forhita ofninn í 220°C og bakið síðan bökuna í 18-20 mínútur eða þar til hún verður fallega gyllt að ofan.
Ítölsk pestó samloka
  1. Smyrjir vel af rjómaosti og grænu pestói inn í brauðið. Setjið restinni af hráefnunum í því magni sem hver og einn vill í samlokuna. Berið fram.
  1. Skerið laukinn niður í þunna strimla. Ekki saxa hann. Ég sker hann í tvennt og svo í strimla.
  2. Blandið sykri, vatni og ediki saman í pott og látið hitna þannig að sykurinn leysist upp.
  3. Setjið laukinn í hreina krukku og hellið vökvanum yfir.
  4. Látið standa í klukkustund.
  5. Laukurinn geymist í allt að 2 vikur í ísskáp.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla á Íslandi -

 
 

Bao buns með vegan asískum bbq "kjúkling"


Ótrúlega einfaldur réttur sem heillar alla upp úr skónum.

Í dag deilum við með ykkur þessari ótrúlega einföldu uppskrift af bao buns eða “gufusoðnum bollum, með spæsí bqq “kjúkling”, fersku grænmeti og kóríander. Þetta er réttur sem auðvelt er að “henda” saman á nokkrum mínútum en bragðast hins vegar eins og það hafi verið dundað í eldhúsinu í marga tíma. Það besta við þennan rétt er að hann hentar við hvaða tilefni sem er og ekki síst á veisluborðið. Í réttinn nota ég vegan kjúklingalundir frá VFC sem eru fullkomin stærð í bollurnar og svo ótrúlega bragðgóðar. Til að krydda bbq sósuna er síðan algjört möst að nota soyasósuna frá KIKKOMAN.


Spæsí barbíkjú bao buns með asísku ívafi

Fyrir: 2 fullorðnir (3 buns á mann)
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 5 MinEldunartími: 12 Min: 17 Min

Hráefni:

Spæsí bbq "kjúklingalundir"
Spæsí barbíkjú bao buns með asísku ívafi

Aðferð:

Spæsí bbq "kjúklingalundir"
  1. Bakið kjúklingalundirnar við 200°C í 12 mínútur
  2. Setjið á pönnu restina af hráefnunum og hitið að suðu, leyfið að "bubla" í 5-6 mínútur á vægum hita og hrærið í allan tíman. Passið að hafa ekki of háan hita þar sem bbq sósan getur auðveldlega brunnið við.
  3. Takið pönnuna af hellunni og hrærið lundirnar í sósunni þar til þær þekkjast alveg í sósunni.
Spæsí barbíkjú bao buns með asísku ívafi
  1. Gufusjóðið Bao buns samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunum.
  2. Útbúið kjúklingalundirnar, skerið rauðlaukinn þunnt niður og rífið gulrótina.
  3. Fyllið hverja "bollu" fyrir sig og berið fram með ferskum kóríander og hvítlauksmajónesi
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við VFC og KIKKOMAN

 
 

Grænt karrý með tófú og grænmeti


Matarmikill réttur sem yljar bæði kropp og sál.

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að gómsætu grænu karrýi með tófú, graskeri, brokkóli og sykurertum. Þetta er bragðmikill réttur sem ég elska að gera í stórum skömmtum og eiga afganga fyrir næstu daga. Sjálft karrýið inniheldur tilbúið grænt karrýmauk, vorlauk, kókosmjólk, grænmetiskraft, sojasósu, limesafa, sykur, salt og chiliflögur. Ég vara ykkur við. Rétturinn rífur svolítið í, svo það er þess virði að fara svolitið varlega í karrýmaukið ef þið eruð viðkvæm. Ég notaði 2 msk í réttinn og mér finnst það passlegt. Ég vona að þið njótið!



Grænk karrí með tófú og grænmeti

Grænk karrí með tófú og grænmeti
Fyrir: 4
Höfundur: Helga María

Hráefni:

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c.
  2. Skerið niður butternut grasker í bita og setjið í eldfast mót með olíu, salti og pipar. Bakið þar til graskersbitarnir eru mjúkir í gegn.
  3. Útbúið karríið á meðan graskerið bakast. Hitið olíu í potti, skerið niður hvíta hlutann af vorlauk og steikið í nokkrar mínútur þar til hann hefur mýkst.
  4. Bætið karrímauki við og steikið í nokkrar mínútur í viðbót á meðan þið hrærið vel.
  5. Bætið kókosmjólk, vatni og grænmetiskrafti saman við ásamt sojasósu og sykri. Leyfið því að malla í sirka 15-20 mínútur á lágum hita.
  6. Sjóðið hrísgrjón á meðan.
  7. Sjóðið vatn í öðrum potti með smá salti. Skerið niður brokkólí og nokkrar af sykurertunum. Ég hafði nokkrar heilar og nokkrar niðurskornar. Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til það er akkúrat tilbúið. Ég vil frekar hafa það smá stökkt en mauksoðið. Takið grænmetið úr vatninu og setjið beint í ískalt vatn svo það hætti að eldast.
  8. Setjið graskerið, soðna grænmetið og tilbúið steikt tófú frá Yipin ofan í karríið. Leyfið því að hitna upp á hellunni og kreistið limesafa út í. Smakkið til og bætið við salti ef þarf. Toppið svo með salthnetum, græna hlutanum af vorlauknum, kóríander og lime.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Uppskriftin er unnin í samstarfi við Yipin á Íslandi-

 
 

"Marry me" Oumph! með orzo (risoni)


Hinn fullkomni kvöldmatur!

Í dag deilum við uppskrift af rjómkenndum rétti með orzo (risoni), oumph, sólþurrkuðum tómötum og spínati. Rétturinn er innblásin af vinsælum rétti sem kallast “marry me chicken.” Þetta er fljótlegur og gómsætur réttur sem minnir mikið á risotto en er mun auðveldara að útbúa.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Oumph á Íslandi og ég notaði Thyme & garlic Oumph í uppskriftina. Ég nota Oumph gríðarlega mikið í mína matargerð og elska að sjá hvað úrvalið stækkar ört hjá þeim. Thyme & garlic mun samt alltaf vera í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég toppaði með basiliku, vegan parmesan, sítrónuberki og chiliflögum. Þið trúið því ekki hversu góð lykt var í eldhúsinu á meðan þessi gómsæti réttur var að malla. Útkoman er þessi rjómakenndi gómsæti réttur sem er fullkomið að bera fram með góðu baguettebrauði. Ég hlakka til að gera fleiri útgáfur af þessum rétti, kannski oumph með risoni og góðri sítrónusósu. Ég get líka vel trúað því að það væri virkilega gott að setja rjómaost út í.



"Merry me" Oumph! með orzo (risoni)

"Merry me" Oumph! með orzo (risoni)
Fyrir: 2-3
Höfundur: Veganistur

Hráefni:

  • 1 msk olía frá sólþurrkuðum tómötum
  • Smá vegan smjör (má nota olíu)
  • 1 pakki Oumph garlic & thyme
  • 2 skalottlaukar
  • 3 hvítlauksgeirar
  • Chiliflögur eftir smekk
  • 250 gr orzo (risoni)
  • 100 gr sólþurrkaðir tómatar
  • 1 dl hvítvín eða hvítt matreiðsluvín
  • 1-2 msk dijonsinnep (ég notaði eina kúfulla)
  • 700 ml vatn
  • 1 grænmetisteningur
  • 1 dl rifinn vegan parmesanostur
  • 65 gr babyspínat
  • 1/2 dl basilika
  • 250 ml vegan matreiðslurjómi
  • 1 msk sítrónusafi
  • Salt og pipar ef þarf
  • Gott baguette að bera fram með

Aðferð:

  1. Látið Oumphið þiðna aðeins og skerið það niður í aðeins minni bita.
  2. Hitið olíu frá sólþurrkuðu tómötunum og vegan smjör í potti.
  3. Steikið Oumphið í nokkrar mínútur á meðalháum hita eða þar til það mýkist vel.
  4. Skerið niður lauk og pressið eða rífið hvítlaukinn og bætið út í pottinn ásamt chiliflögum og steikið í nokkrar mínútur svo laukurinn og hvítlaukurinn mýkist vel. Hrærið reglulega í svo að laukurinn brenni ekki.
  5. Skerið sólþurrkuðu tómatana niður og bætið út í ásamt risoni og steikið í sirka tvær mínútur á meðan þið hrærið vel í.
  6. Bætið víninu og dijonsinnepinu út í og látið steikjast í nokkrar mínútur í viðbót.
  7. Hellið vatninu út í ásamt grænmetisteningnum og látið malla í 10-15 mínútur eða þar til risoniið er orðið mjúkt. Hrærið reglulega í svo að það festist ekki í botninum.
  8. Bætið spínati, rjóma, parmesanosti, basiliku og sítrónusafa út í og leyfið að hitna svolítið áður en þið berið fram. Smakkið til og bætið salti og pipar ef ykkur finnst þurfa. Toppið svo með basiliku, parmesanosti og sítrónuberki.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Færslan er unnin í samstarfi við Oumph! á Íslandi-

 
 

Kalt kínóasalat með hnetusmjörssósu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að virkilega fljótlegu og einföldu köldu kínóasalati með hnetusmjörssósu. Salatið er fullkomið sem bæði kvöldmatur og hádegismatur og hentar vel í nestisboxið þar sem það er borið fram kallt. Það er stútfullt af góðu grænmeti og sósan er bragðmikil og góð og inniheldur hnetusmjör, sojasósu, hvítlauk, engifer, sesamolíu og hlynsíróp. Virkilega gott!

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Kikkoman og við notuðum sojasósuna frá þeim í sósuna. Sojasósan þeirra er okkar “go to” og við notum hana mikið í allskyns matargerð. Við erum því alltaf jafn spenntar fyrir því að vinna með þeim.

Hnetusmjörssósan er algjört lostæti og við elskum að nota hana í allskonar núðlurétti, salöt, tófúrétti og hrísgrjónarúllur. Fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir jarðhnetum er ekkert mál að nota annað hvort tahini eða möndlusmjör.

Grænmetið sem við notuðum í þetta skipti var paprika, edamamebaunir, gulrætur, rauðkál, vorlaukur og kóríander. Það má að sjálfsögðu leika sér endalaust með það og nota það sem manni lystir. Þetta salat er einnig tilvalið til að nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum.

Við vonum innilega að ykkur líki uppskriftin. Þetta er réttur sem við systur höfum verið með algjört æði fyrir í langan tíma. Endilega látið okkur vita í kommentunum hvað ykkur finnst!

Kínóa salat með hnetusmjörssósu

Fyrir: 2
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 20 Min: 30 Min

Hráefni:

  • 1 1/2 dl óeldað kínóa
  • 1/2 rauð paprika
  • 2 litlar gulrætur (eða 1 stór)
  • 2 vorlaukar
  • Sirka 1 dl af þunnt skornu rauðkáli
  • 1 dl edamame (passa að kaupa afhýddar)
  • fersk kóríander (magn eftir smekk, má sleppa)
  • Hnetusmjörssósa
Hnetusmjörssósa
  • 1 dl hnetusmjör
  • 1 dl vatn
  • 1/2 dl KIKKOMAN soya sósa
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 cm engiferrót
  • 1 msk sesam olía
  • 1 msk hlynsíróp
  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða kínóað eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Sjóðið edamame baunirnar í vatni í 4-5 mínútur og setjið til hliðar og leyfið að kólna.
  3. Skerið í þunna strimla gulrætur, papríku, rauðkál, vorlauk og kóríander.
  4. Útbúið sósuna.
  5. Blandið öllu saman í stóra skál.
Hnetusmjörssósa
  1. Byrjið á því að hræra saman vatninu og hnetusmjörinu en það tekur smá tíma að ná því sléttu.
  2. Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið saman.
  3. Smakkið til með salti og pipar, en einnig má bæta við smá soyasósu ef hver og einn vill.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Færslan er unnin í samstarfi við Kikkoman-

 
 

Súkkulaði- og kókostart með Pólókexbotni

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að gómsætri súkkulaði- og kókostart með Pólókexbotni. Hinn fullkomni eftirréttur sem mun slá í gegn í matarboðinu, veislunni eða bara fyrir framan sjónvarpið. Fyllingin er dúnamjúk á meðan botninn er stökkur og góður. Ofan á er svo gómsætt súkkulaðiganache. Dásamlega gott!

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Frón og við notum pólókex í botninn. Við höfum unnið með Frón í svolítinn tíma og okkur finnst alltaf jafn gaman að prófa nýjar hugmyndir með Pólókexinu. Það hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur síðan við urðum vegan 2011. Á þeim tíma var Pólókex eitt af fáum tegundum af kexi sem var vegan. Það hefur því alltaf átt sérstakan stað í okkar hjarta og við elskum að nota það í eftirrétti og fleira.

Í botninn þarf einungis tvö hráefni; Pólókex og smjörlíki. Kexið er malað í matvinnsluvél og bræddu smjörlíki hrært saman við. Blöndunni er svo þrýst í botninn á tart formi og bakað í 8 mínútur. Gæti virkilega ekki verið einfaldara.

Fyllingin er svo gerð með því að þeyta vanillusósu og bæta svo sykri, condenced kókosmjólk og bráðnu súkkulaði saman við í mjórri bunu á meðan þið þeytið á meðalstyrk. Fyllingunni er svo helt yfir botninn þegar hann hefur fengið að kólna og sett í frysti í sirka hálftíma áður en súkkulaðiganachinu er helt yfir.

Kakan er svo látin standa í frysti í sirka fjóra tíma. Það er gott að leyfa henni svo að standa í sirka hálftíma áður en skorið er í hana!

Útkoman er þessi dásamlega rjómakennda og góða súkkulaði- og kókostart. Við lofum ykkur að hún veldur ekki vonbrigðum!

Við vonum svo innilega að þið prófið og að ykkur líki vel! <3

Súkkulaði og kókostart með pólókexbotni

Súkkulaði og kókostart með pólókexbotni
Fyrir: 10
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 15 MinEldunartími: 8 Min: 4 Hour: 4 H & 23 M
Dúnamjúk og ljúffeng súkkulaðitart með kókoskeim og pólókex botni

Hráefni:

Pólókexbotn
  • 200 gr pólókex
  • 75 gr vegan smjör eða smjörlíki
Súkkulaðikókos fylling
  • 1 ferna vanillusósa sem þeytist
  • 1 dós condenced coconut milk
  • 150 gr suðusúkkulaði
  • salt á hnífsoddi
Súkkulaðiganache
  • 1 dl vegan rjómi
  • 100 gr suðusúkkulaði

Aðferð:

Pólókexbotn
  1. Hitið ofnin í 180°C
  2. Byrjið á því að mala kexið niður í matvinnsluvél eða blandara.
  3. Bræðið smjörlíkið og hrærið saman við kexið.
  4. Þrýstið kexinu í botninu á "tart" kökuformi sem og upp alla kannta svo það þekji formið vel.
  5. Bakið í 8 mínútur.
  6. Taka úr ofninum og leyfið botninum að kólna alveg áður en fyllingin fer ofan í.
Súkkulaðikókos fylling
  1. Byrjið á því að þeyta vanillusósuna þar til hún verður vel loftkennd
  2. Bætið saltinu, kókosmjólkinni og bráðnu súkkulaðinu saman við í mjóum bunum á meðan þið þeytið á meðalstyrk. Þeytið aðeins áfram.
  3. Hellið fyllingunni yfir pólókex botnin þegar hann hefur fengið að kólna alveg.
  4. Setjið í frysti í 30 mínútur áður en þið hellið súkkulaði ganache ofan á.
  5. Frystið í kökuna í að minnsta kosti 4 klst áður en hún er borin fram.
  6. Best er að taka kökuna úr frysti, taka hana strax úr forminu og leyfa henni að hvíla í 30 mínútur áður en hún er borin fram.
Súkkulaðiganache
  1. Hitið rjóman í litlum potti þar til hann fer aðeins að bubla.
  2. Taka af hitanum og hellið súkkulaði dropum eða söxuðu súkkulaði út í, látið rjóman þekja súkkulaðið alveg og leyfið þessu að hvíla í 5 mínútur.
  3. Hrærið vel saman þar til allt súkkulaðið er bráðið.
  4. Hellið yfir kökuna og dreyfið úr, setjið kökuna aftur í frysti.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Frón-

Vegan smash borgarar!

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að djúsí vegan smash borgurum með piparmæjónesi, laukhringjum og vegan beikoni sem steikt er uppúr sírópi. Fullkomnir borgarar að gera um helgina og bera fram með stökkum frönskum. og ísköldum drykk að eigin vali.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Oumph á Íslandi. Við höfum verið gríðarlega spenntar fyrir því að smakka nýju smash borgarana frá þeim og þeir ollu svo sannarlega ekki vonbrigðum. Við systur elskum svo sannarlega vörurnar frá Oumph og erum mjög spenntar fyrir því að fá þann heiður að vinna með þeim. Ofan á borgarann setti ég svo steikta smokey bites frá þeim sem ég steikti upp úr olíu og sírópi. Það kom virkilega vel út.

Ég vildi gera tvöfalda borgara svo ég setti vegan ost á tvo þeirra. Ég kryddaði þá einungis með salti og pipar í þetta skipti. Þetta voru virkilega með þeim betri vegan borgurum sem ég hef smakkað. Svo djúsí!!

Ég elska að setja laukhringi á borgara. Ég vissi að ég vildi hafa sykrað vegan beikon og piparmajónes og mér datt í hug að laukhringir myndu passa vel með. Það var algjörlega raunin og þeir pössuðu fullkomlega með. Auk þess setti ég kál, tómata og rauðlauk. Eins og ég skrifaði hér að ofan gerði ég tvöfalda borgara. Ég viðurkenni að það var mest gert fyrir myndatökuna, mér hefði alveg þótt nóg að hafa þá einfalda.

Takk innilega fyrir að lesa og ég vona að ykkur líki uppskriftin vel! <3

-Helga María

Vegan smash borgarar

Vegan smash borgarar
Höfundur: Veganistur
djúsí vegan smash borgarar með piparmæjónesi, laukhringjum og vegan beikoni sem steikt er uppúr sírópi. Fullkomnir borgarar að gera um helgina og bera fram með stökkum frönskum. og ísköldum drykk að eigin vali.

Hráefni:

  • 4 stk smash borgarar frá Oumph
  • Olía að steikja upp úr
  • Salt og pipar eða annað krydd að eigin vali
  • vegan ostur
  • Hamborgarabrauð
  • Kál, tómatar og rauðlaukur
  • Laukhringir (passa að þeir séu vegan)
  • Smokey bites frá Oumph
  • 1 tsk síróp
  • Smá salt
  • Piparmajónes (uppskrift hér að neðan)
  • Franskar
Piparmajónes
  • 1 dós majónes (250gr)
  • 1/2 dl vegan sýrður rjómi
  • 1 msk malaður pipar
  • 1/2 tsk sinnep
  • 1 tsk laukduft
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1/2 tsk salt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn og bakið franskar og laukhringi eftir leiðbeiningum á pökkunum.
  2. Hitið olíu á pönnu og steikið vegan beikonið í nokkrar minútur. Bætið salti og sírópi út á og steikið þar til það verður svolítið stökkt. Smakkið til og bætið við sírópi ef ykkur finnst þörf á.
  3. Steikið borgarana á pönnu upp úr olíu og saltið og piprið. Snúið borgurum og setjið ostasneið á, nokkra vatnsdropa og lok yfir svo osturinn svitni og bráðni betur.
  4. Hitið brauðið í ofninum í nokkrar mínútur.
  5. Skerið niður grænmeti og setjið borgarana saman.
Piparmajónes
  1. Hrærið öllum hráefnum saman í skál og smakkið til.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Oumph á Íslandi-

 
 

Sticky teryaki tófú með brokkólí og sesamfræjum

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að guðdómlega góðu sticky teryaki tófú með brokkólí, vorlauk og sesamfræjum. Dásamlega braðgóður, einfaldur og saðsamur réttur sem tekur aðeins 20 mínútur að útbúa og inniheldur örfá hráefni.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Kikkoman á Íslandi og hvítlauks teryakisósan þeirra gegnir lykilhlutverki í réttinum. Það er mikill heiður að fá að vinna með Kikkoman því við systur höfum notað vörurnar frá þeim í mörg ár.

Þessi réttur er einn af þeim sem tekur bókstaflega enga stund að skella í, en smakkast alls ekki svoleiðis. Tófúið er einfaldlega steikt á pönnu ásamt engiferinu, brokkólíið gufusoðið og svo er sósan sett á ásamt maísmjöli. Tófúið er svo borið fram með grjónum, vorlauk, sesamfræjum og kóríander. Einfaldara gerist það ekki!

Við erum spennar að nota Kikkoman teryakisósuna í fleiri rétti. Það er til dæmis hægt að leika sér með þennan rétt og bæta við meira grænmeti. Þunnt skornar gulrætur og paprika myndi til dæmis passa virkilega vel að okkar mati.

Sticky teryaki tófú með brokkolí og sesam fræjum

Sticky teryaki tófú með brokkolí og sesam fræjum
Fyrir: 4
Höfundur: Veganistur

Hráefni:

  • 400 gr tófú
  • 4 msk hitaþolin ólífuolía
  • 1 cm engifer (sirka 1 tsk þegar búið er að saxa það mjög smátt)
  • 1/2 haus brokkolí
  • 1 flaska TERIYAKI sauce with roasted garlic frá Kikkoman
  • 1 kúfull msk maísmjöl
  • sesam fræ, ferskt kóríander og niðursneiddur vorlaukur til að bera fram með réttinum
  • U.þ.b. 200 gr hrísgrjón

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin eftir leiðbeiningum á pakkningunum.
  2. Saxið engifer niður mjög smátt og skerið tófúið í kubba. Skerið brokkolí"blómin" frá stilknum.
  3. Setjið vatn í pott og leyfið suðunni að koma upp, setjið brokkolíið út í og sjóðið í 7 mínútur.
  4. Hitið olíuna á pönnu og bætið síðan út á engiferinu og tófúinu ásamt örlítið af salti. Steikið saman þar til tófúið verður fallega gyllt að utan.
  5. Bætið teriyaki sósunni út á pönnuna ásamt borkkolíinu og leyfið suðunni að koma upp. Stillið helluna á lágan hita og stráið maísmjölinu yfir og hrærið strax vel saman við.
  6. Berið fram með soðnum hrísgrjónum, sesamfræjum, vorlauk og ferskum kóríander.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Takk fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki uppskriftin!

-Veganistur

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Kikkoman á Íslandi-

 
 

Súkkulaðijógúrt með pólókex mulningi

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af gómsætum og einföldum morgunmatur sem hentar fullkomlega við betri tilefni, um helgar eða með brönsinum til dæmis. Rétturinn samanstendur af unaðslegri, hollri súkkulaðijógúrt með banana og pólókex mulningi sem bætir smá sætu og krönsi í réttinn.

Úrvalið af vegan jógúrti er orðið mjög gott og fannst mér því tilvalið að gera mjög einfalt tvist á tilbúið jógúrt sem gerir það líkt og það sem heimagert. Frosnu bananarnir gefa smá sætu í jógúrtið og gera það ískalt og ferskt.

Póló kex hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum en það hefur verið vegan frá upphafi. Það er mátulega sætt að mínu mati og virkar fullkomlega með jógúrtinni þar sem hún er ekki sæt. Kexið gefur gott kröns í réttinn og gerir hann smá sparilegan.

Súkkulaðijógúrt með pólókexi

Súkkulaðijógúrt með pólókexi
Fyrir: 2 litlar krukkur
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 Min: 10 Min
Gómsætt súkkulaðijógúrt með pólókexi og kókosflögum. Æðislegur spari morgunmatur sem hentar fullkomlega um helgar eða með brönsinum til dæmis.

Hráefni:

  • 10 pólókex
  • 1 frosin banani
  • 400 ml hreint vegan skyr eða vegan grískt jógúrt (eða annað þykkt jógúrt)
  • 1 msk kakó
  • Jarðaber og ristaður kókos til að skreyta (eða það sem hver og einn vill nota)

Aðferð:

  1. Setjið í blandara vegan jógúrtið, bananan og kakóið. Blandið þar til jógúrtið verður alveg slétt og laust við alla kekki. Getið þurft að stoppa á milli og skafa niður hliðarnar þar sem blandarinn getur átt erfitt með frosna bananan í byrjun.
  2. Myljið kexið annað hvort í blandara eða með því að setja það í ziplock poka og brjóta það niður.
  3. Setjið smá af kexmulning í krukku eða lítið glas, hálf fyllið glasið með jógúrtinni og setjið síðan meiri kexmulning og að lokum meira jógúrt.
  4. Skreytið með því sem hver og einn vill
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Pólókex/Frón -

 
 

Hátíðleg aspassúpa

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af æðislega góðri rjómalagaðri aspassúpu. Ótrúlega klassísk og einföld súpa með fáum hráefnum sem hver sem er getur auðveldlega útbúið.

Í okkar fjölskyldu er þessi súpa borin fram í forrétt á aðfangadagskvöld og á hún því mjög sérstakan stað í okkar hjarta. Hún er argjörlega ómissandi fyrir okkur á jólunum en hentar að sjálfsögðu vel hvenær sem er á árinu með góðu brauði.

Færslan er unninn í samstarfi við ORA en okkur finnst sá aspas lang bestur í súpuna. Súpan er bökuð upp frá hveitibollu og mjög einföld í matreiðslu.

Við mælum með að bera súpuna fram með hvítu fransbrauði við hátíðartilefni en það passað ekkert smá vel. Einnig er nauðsynlegt að gera stóran skammt til að eiga afganga á jóladag að okkar mati.

Rjómalöguð hátíðar aspassúpa

Rjómalöguð hátíðar aspassúpa
Fyrir: 4-5 í aðalrétt (um 8 í forrétt)
Höfundur: Veganistur
Eldunartími: 30 Min: 30 Min

Hráefni:

  • 125 gr vegan smjör eða smjörlíki
  • 2 dl hveiti
  • 3 dósir aspas
  • 2 lítrar ósæt hafra eða sojamjólk
  • 1 líter hafrarjómi
  • 3 grænmetisteningar
  • salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða smjörið í potti.
  2. Bætið hveitinu út í smjörið og hrærið vel saman. Slökkvið undir.
  3. Bætið út í safanum af aspasinum í 3 skömmtum, (Þægilegast er að setja vökvan úr 1 dós í einu) og hrærið vel í á milli með písk svo ekki myndist kekkir. Hrærið þannig að "deigið" sem alveg slétt áður en þið bætið næsta skammti að vökva saman við. (Setjið aspasinn sjálfan til hliðar).
  4. Bætið 1/2 líter af mjólk út í og hrærið vel með písknum. Kveikið aftur undir pottinum á lágum hita.
  5. Bætið restinni af vökvanum saman við, ásamt grænmetisteningum og salti.
  6. Leyfið súpunni að hitna að suðu á lágum hita og hrærið vel í reglulega þar sem súpan getur auðveldlega brunnið við.
  7. Smakkið til með salti og bætið aspasinum saman við.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Færslan er unnin í samstarfi við ORA -

Vegan hakk og spaghetti

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að dásamlega góðu vegan hakki og spaghetti. Þetta er hinn fullkomni hversdagsmatur að okkar mati þar sem það tekur enga stund að útbúa hann og það er auðvelt að útbúa stóran skammt og eiga í afgang.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Anamma og við notuðum hakkið frá þeim í hana. Við erum alltaf jafn glaðar að fá að vinna með Anamma því við elskum vörurnar frá þeim og notum þær mikið í okkar matargerð.

Hakk og spagettí er klassískur heimilsmatur og ætli það séu ekki öll heimili með sína uppáhalds uppskrift sem alltaf er fylgt. Hakk og spagettí er einnig réttur sem er fullkominn réttur til að bjóða fólki upp á sem er svolítið efins með kjötlausa lífsstílinn. Ég hef boðið fólki upp á það sem fattaði alls ekki að um væri að ræða vegan hakk.

Okkur finnst virkilega gott að hafa rjómaost og smá pestó í sósunni. Það gerir hana svo rjómakennda og góða. Við mælum virkilega með því að prófa. Ólífur eru einnig algjört möst að okkar mati, en við vitum vel að það eru skiptar skoðanir á því, svo við skiljum vel ef þið veljið að sleppa þeim hehe. Það tekur enga stund að skella í þessa bragðgóðu og mettandi hakksósu.

Við toppum svo yfirleitt með vegan parmesanosti eða heimagerðum kasjúhnetuparmesan. Uppskrift af honum finnurðu hér að neðan.

Ertu að leita að fleiri góðum pastaréttum? Prófaðu þá:

Ofnbakað gnocchi bolognese

Vegan rjómalagað sítrónupasta

Ofnbakaður pastaréttur með kúrbít, pestó og rjómaosti

Takk innilega fyrir að lesa og við vonum að þér líki uppskriftin

-Veganistur

Gómsætt vegan hakk og spaghetti

Gómsætt vegan hakk og spaghetti
Fyrir: 4
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 5 MinEldunartími: 15 Min: 20 Min
Dásamlega gott vegan hakk og spaghetti. Þetta er hinn fullkomni hversdagsmatur að okkar mati þar sem það tekur enga stund að útbúa hann og það er auðvelt að útbúa stóran skammt og eiga í afgang.

Hráefni:

Vegan hakk og spaghetti
  • 2 msk ólífuolía
  • 1/2 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 msk oregano
  • 1 msk þurrkuð basilíka
  • 1/2 msk salt
  • 1 pakki anamma hakk
  • 400 ml tomat passata (maukaðir tómatar)
  • 1 lítil dós tómatpúrra
  • 1 kúfull msk rautt vegan pestó
  • 150 gr vegan rjómaostur
  • 1 grænmetisteningur
  • 350 gr ósoðið spaghetti
Heimagerður parmesan toppur
  • 1 dl kasjúhnetur
  • 2 msk næringarger
  • 2 tsk salt
  • 1 tsk laukduft

Aðferð:

Vegan hakk og spagettí
  1. Byrjið á því að sjóða pastað eftir leiðbeiningum á pakkningunum.
  2. Saxið niður laukinn og pressið hvítlaukinn.
  3. Hitið olíuna í smá stund á pönnu og mýkið síðan laukinn. Bætið kryddunum og hakkinu saman við og steikið þar til hakkið er nánast tilbúið.
  4. Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið vel svo rjómaosturinn blandist vel saman við. Sjóðið kjötsósuna í sirka 5 mínútur.
  5. Berið fram með baguette brauði og parmesan toppinum
Heimagerður parmesan toppur
  1. Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og malið saman.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Uppskriftin er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi-

 
 

Heimsins besta vegan gulrótarkaka með rjómaostakremi

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að hinni fullkomnu gulrótarköku. Hún slær í gegn í hvert skipti sem við bökum hana, enda er hún dúnmjúk, ómótstæðilega bragðgóð og toppuð með rjómaostakremi sem er ávanabindandi. Það er einnig virkilega einfalt að baka hana og enn einfaldara að háma hana í sig.

Í þetta sinn bakaði ég kökuna í skúffuformi sem er 42x29x4 cm. Það er þó ekkert mál að baka hana í tveimur 24 cm hringlaga formum. En ég elska allt sem er fljótlegt og einfalt svo ég baka oftast í þessu stóra formi, sérstaklega ef ég er að baka fyrir hóp af fólki. Ég veit vel að þriggja hæða tertur eru mun fallegri, en það er miklu minna vesen að baka, bera fram og borða kökur gerðar í skúffuformi. Svo ég vel þægindin yfirleitt fram yfir útlit. Ég vil taka það fram að hér er Helga að skrifa því Júlía er, eins og þið flest vitið, meistari í að gera fallegar margra hæða tertur.

Ég lýg ekki þegar ég segi að þessi kaka slær í gegn hvar sem hún er borin fram. Ég birti hana fyrir yfir ári síðan á sænska blogginu mínu og hún hefur verið langvinsælasta uppskriftin þar síðan. Ég vona að hún hitti í mark hjá ykkur líka.

Ef þið hafið áhuga á að baka fleiri góðar kökur mæli ég með eftirfarandi:

Vegan rjómaterta með jarðarberjum

Klassíska súkkulaðitertan okkar (hér sjáum við dæmi um hversu fallegar kökur Júlía bakar. Ég baka þessa uppskrift yfirleitt í skúffuformi heh)

Stór súkkulaðibitakaka með karamellusósu

Takk innilega fyrir að lesa og ég vona að ykkur líki uppskriftin!

-Helga María

Heimsins besta vegan gulrótarkaka

Heimsins besta vegan gulrótarkaka
Fyrir: 10-12
Höfundur: Helga María
Hin fullkomna gulrótarköka. Hún slær í gegn í hvert skipti sem við bökum hana, enda er hún dúnmjúk, ómótstæðilega bragðgóð og toppuð með rjómaostakremi sem er ávanabindandi. Það er einnig virkilega einfalt að baka hana og enn einfaldara að háma hana í sig.

Hráefni:

  • 7.5 dl hveiti
  • 3.5 dl sykur
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 2 msk kanill
  • 5 dl vegan mjólk (ég notaði haframjólk)
  • 6 dl rifnar gulrætur
  • 1.5 tsk vanilludropar
  • 1.5 msk eplaedik
  • 1.5 dl bragðlaus matarolía
Rjómaostakrem
  • 200 gr vegan rjómaostur
  • 100 smjörlíki við stofuhita
  • 500 gr flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°c.
  2. Hellið olíu og sykri í stóra skál og hrærið.
  3. Bætið restinni af blautu hráefnunum við og hrærið saman.
  4. Bætið þurrefnunum við og hrærið þar til deigið er laust við kjekki.
  5. Bætið rifnum gulrótum út í og hrærið varlega saman við með sleikju.
  6. Hellið í annaðhvort skúffuform klætt smjörpappír (mitt er 42x29x4 cm) eða tvö 24 cm hringlaga form.
  7. Bakið í 20-30 mínútur eða þar til kökupinni kemur hreinn út.
  8. Látið kökuna kólna og gerið kremið á meðan.
  9. Gerið kremið með því að hræra hráefnunum saman í hrærivél og setjið á kökuna þegar hún hefur kólnað.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Graskers- og sætkartöflusúpa með vegan pylsum

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að graskers- og sætkartöflusúpu með steiktum vegan pylsum. Súpan er rjómakennd og yljandi og steiktu pylsurnar gera hana enn matarmeiri og seðjandi. Við mælum með að bera hana fram með góðu brauði. Ertu að leita að uppskrift fyrir kvöldmatinn, prófaðu þá þessa einföldu og gómsætu súpu.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Anamma á Íslandi og við notuðum pylsurnar þeirra í uppskriftina. Við notum vörurnar frá Anamma mikið í okkar matargerð og pylsurnar eru í miklu uppáhaldi. Við erum alltaf jafn stoltar af því að vinna með þeim.

Pylsurnar stöppuðum við og steiktum svo þær urðu að nokkurskonar hakki eða kurli. Það er algjör snilld að steikja pylsurnar á þennan hátt og nota í súpur, rjómapasta eða aðra rétti. Með þeim hætti gefa pylsurnar smá beikon “fíling.”

Hér er önnur æðisleg uppskrift með stöppuðum pylsum.

Súpan er svo maukuð með töfrasprota eða í blandara þegar rótargrænmetið er soðið í gegn.

Við toppuðum súpuna með steiktu pylsunum og spírum. Það er líka virkilega gott að gera brauðteninga og toppa með eða bera súpuna fram með góðu brauði.

Takk innilega fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki uppskriftin

-Veganistur

Sætkartöflu-og graskerssúpa með vegan pylsum

Fyrir: 4
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 30 Min: 40 Min
Gómsæt haustleg súpa sem yljar og er fullkomin á köldu haustkvöldi

Hráefni:

  • 2 msk ólífuolía
  • 3 litlir laukar (eða 1 og 1/2 venjulegur)
  • 1 heill hvítlaukur (eða 4 hvítlauksrif)
  • 2 frekar litlar sætar kartöflur
  • 1/2 grasker
  • 1 og 1/2 líter vatn
  • 2 dósir kókosmjólk
  • 1 tsk karrýduft
  • 1 tsk túrmerik
  • 1/2 - 1 tsk chilli flögur
  • 2 tsk salt
  • 2 grænmetisteningar
  • 20 gr vegan smjör eða 2 msk ólífuolía
  • 1 pakki anamma pylsur
  • Spírur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita olíuna í potti og mýkja laukinn og hvítlaukinn aðeins ásamt kryddunum.
  2. Skerið sætu kartöfluna og graskerið í grófa teninga og bætið út í pottin ásamt vatninu, kókosmjólkinni og grænmetisteningunum.
  3. Leyfið suðunni að koma upp, lækkið hitan og sjóðið í 30 mínútur.
  4. Á meðan súpan sýður, stappið pylsurnar þar til þær verða að mauki. Fínt er að afþýða pyslurnar aðeins í örbylgju ef þær eru teknar beint úr frysti.
  5. Hitið pönnu með vegan smjörinu og steikið pylsumaukið. Hrærið vel í allan tíman og bútið niður maukið jafn óðum og það steikist þar til það verður að eins konar kurli.
  6. Maukið súpuna og berið fram með pylsu kurlinu. Við mælum með að hver og einni setja pylsurnar út á diskinn sinn sér.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Fljótlegt kartöflusalat með rauðu pestói

Uppskrift dagsins er af kartöflusalati með rauðu pestói, radísum, vorlauk, ristuðum furuhnetum, sítrónusafa og sítrónuberki. Kartöflusalatið er einstaklega fljótlegt og passar bæði sem aðalréttur eða sem meðlæti með t.d. góðum grillmat.

Færsla dagsins er í samstarfi við Sacla á Íslandi og við notuðum rauða tómatpestóið þeirra í kartöflusalatið. Þessi uppskrift er jafn góð með rauðu og grænu pestói en við vorum í stuði fyrir það rauða í þetta sinn. Við elskum pestóin og sósurnar frá Sacla og erum alltaf jafn spenntar fyrirn því að fá að vinna með þeim.

Oft eru kartöflusalöt gerð úr soðnum kartöflum og majónesi, en við vildum breyta út af vananum og bökuðum kartöflurnar í ofni upp úr ólífuolíu, salti og pipar. Eins slepptum við því alfarið að setja majónes í salatið og vildum hafa það aðeins léttara.

Í salatið settum við þunnt skornar radísur, vorlauk og ferska basiliku. Planið var að hafa klettasalat líka, en við gleymdum því. Ég get ímyndað mér að það komi mjög vel út í salatinu. Sítrónusafinn og börkurinn gefa salatinu mjög ferskt og gott bragð.

Ristuðu furuhneturnar gefa salatinu svo þetta extra “krisp.” Það má að sjálfsögðu skipta þeim út fyrir t.d. kasjúhnetur, valhnetur, graskers- eða sólblómafræ. Ég mæli þó mikið með að hafa eitthvað stökkt í salatinu.

Takk innilega fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki uppskriftin. Endilega skellið kommenti undir færsluna ef þið prófið.

-Veganistur

Kartöflusalat með rauðu pestói

Kartöflusalat með rauðu pestói
Höfundur: Helga María
Fljótlegt kartöflusalat með rauðu pestói, radísum, vorlauk, ristuðum furuhnetum, sítrónusafa og sítrónuberki. Kartöflusalatið er einstaklega fljótlegt og passar bæði sem aðalréttur eða sem meðlæti með t.d. góðum grillmat.

Hráefni:

  • 1 kg af íslenskum kartöflum
  • Olía að steikja upp úr
  • Salt og pipar
  • 3/4 krukka af rauðu eða grænu vegan pestó frá Sacla
  • 1 poki af radísum (ca 125 gr)
  • 1-2 vorlaukar
  • Fersk basilika eftir smekk
  • 1 msk sítrónusafi
  • Börkur af hálfri sítrónu
  • Ristaðar furuhnetur eftir smekk
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn i 220°c.
  2. Skerið kartöflurnar í tvennt, stráið olíu, salti og pipar yfir og bakið á ofnplötu í 30 mínútur eða þar til þær hafa fengið gylltan lit og eru mjúkar í gegn.
  3. Skerið niður vorlauk og basiliku og sneiðið radísurnar.
  4. Leyfið kartöflunum að kólna aðeins og setjið þær svo í stóra skál ásamt pestói, grænmetinu, sítrónusafa og rifnum sítrónuberki.
  5. Ristið furuhneturnar í nokkrar mínútur á pönnu og passið að þær brenni ekki.
  6. Toppið salatið með ólífuolíu, furuhnetum, salti og pipar. Smakkið til hvort þið viljið bæta einhverju við.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við Sacla á Íslandi-

 
 

Hummus með krydduðu hakki

-Samstarf-

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að hummus með krydduðu steiktu hakki, tómötum, lauk, steinselju, ristuðum furuhnetum og ólífuolíu. Þennan rétt er tilvalið að bera fram með volgu pítubrauði, steiktu pönnubrauði eða vefjum. Fullkomið þegar þið viljið gera hummusinn ykkar aðeins matarmeiri.

Færsla dagsins er í samstarfi við Anamma á Íslandi og við notuðum að sjálfsögðu hakkið frá þeim í uppskriftina. Við notum vörurnar frá Anamma virkilega mikið og hakkið þeirra er að okkar mati það langbesta á veganmarkaðnum. Við erum því alltaf jafn stoltar af því að fá að vinna með þeim.

Við systur elskum að útbúa stóran skammt af hummus og nota á brauð og í matargerð. Það er til dæmis virkilega gott að gera pastasósu úr hummus, en sósan verður virkilega rjómakennd og góð. Eins gerir hann samlokur og vefjur seðjandi og góðar. Í uppskrift dagsins má auðvitað nota keyptan hummus, það er líka dásamlega gott, en við mælum auðvitað mikið með að útbúa hann sjálf því það er bæði betra að okkar mati og ódýrara.

Eins og ég sagði er þetta hin fullkomna leið til að gera hummusinn matarmeiri. Ég smakkaði svipaðan rétt á veitingastað erlendis fyrir mörgum árum og varð mjög hrifin. Mér finnst mjög gott að toppa hummus með allskonar góðgæti.

Ef þið viljið fleiri hugmyndir mæli ég með þessu kúskússallati með hummus og steiktum kjúklingabaunum.

Ofan á hakkið settum við tómata, lauk, tabascosósu, ristaðar furuhnetur, steinselju og slatta af ólífuolíu. Það er auðvitað hægt að toppa með öllu því sem ykkur þykir gott, eða bera fram með salati. Ég get líka ímyndað mér að það sé mjög gott að setja smá tahinisósu yfir allt saman.

Takk kærlega fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki uppskriftin.

Veganistur

Hummus með steiktu hakki

Hummus með steiktu hakki
Fyrir: 4-6
Höfundur: Helga María
Dásamlegur hummus með krydduðu steiktu hakki, tómötum, lauk, steinselju, ristuðum furuhnetum og ólífuolíu. Þennan rétt er tilvalið að bera fram með volgu pítubrauði, steiktu pönnubrauði eða vefjum. Fullkomið þegar þið viljið gera hummusinn ykkar aðeins matarmeiri.

Hráefni:

Steikt hakk:
  • Olía að steikja upp úr
  • 1 poki hakk frá Anamma
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 tsk malað kóríanderkrydd
  • 1 tsk malað broddkúmen
  • 1 tsk paprikuduft
  • 1 tsk laukduft
  • 1/2 tsk kanill
  • Salt og pipar
  • 1/2-1 dl vatn
Hummus:
  • 3 dósir kjúklingabaunir skolaðar
  • 2 dl tahini (ég mæli með að kaupa ekta tahini frá t.d. Instanbul market. það er langbest að mínu mati)
  • 3 hvítlauksgeirar
  • Safi úr enni sítrónu
  • 1/2-1 tsk broddkúmen
  • Salt eftir smekk. Mér finnst gott að salta hummusinn vel
  • 2 klakar
  • ískalt vatn eftir þörfum. Mér finnst gott að hafa vatn með klökum og bæta við 1 msk í einu ef hummusinn er of þykkur. Það fer mikið eftir bæði tahini og merki á baununum hversu þykkur hann er.
  • Hlutir að toppa með: Steikta hakkið, tómatar, laukur, tabascosósa, fersk steinselja eða kóríander, ristaðar furuhnetur, ólífuolía.
  • Gott að bera fram með: Pítubrauði, djúpsteiktum pítuflögum, vefjum, steiktu pönnubrauði.

Aðferð:

Steikt hakk:
  1. Hitið olíu á pönnu.
  2. Bætið hakkinu út á og steikið í sirka 2 mínútur.
  3. Bætið pressuðum eða rifnum hvítlauk út á ásamt kryddunum og steikið í nokkrar mínútur í viðbót.
  4. Bætið vatninu á pönnuna og steikið þar til það er gufað upp og hakkið orðið tilbúið.
Hummus:
  1. Skolið kjúklingabaunirnar og setjið í matvinnsluvél ásamt restinni af hráefnunum. Bætið vatni við eftir þörfum á meðan matvinnsluvélin vinnur.
  2. Bætið við salti og kryddum eftir smekk.
  3. Smyrjið á fat og toppið með hakkinu og því sem ykkur langar í. Hugmyndir sjáiði hér að ofan.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Vegan jógúrtskál með heimagerðu granóla, marmelaði og ávöxtum

-Samstarf-

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að jógúrtskál með heimagerðu granóla, kókosjógúrt, mangó- og ástaraldinmarmelaði og ferskum ávöxtum. Þetta er tilvalinn morgunmatur og passar einnig vel sem millimál þar sem í skálinni, eða glasinu í þessu tilfelli, er gríðarlegt magn af gómsætum og næringarríkum hráefnum. Granólað inniheldur meðal annars haframjöl, hnetur, möndlusmjör og hlynsíróp og kókosjógúrtin er virkilega mettandi og góð. Marmelaðið og ávextirnir gefa síðan ferska og góða sætu.

Færsla dagsins er í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi og í jógúrtskálina notaði ég mangó- og ástaraldinmarmelaðið þeirra. Eitt af því sem ég elska mest við St. Dalfour marmelaðið, fyrir utan bragðið að sjálfsögðu, er að það inniheldur ekta ávexti og engan hvítan sykur. Ég kaupi það miklu frekar en hefðbundna sultu því mér finnst það mun ferskara og betra. Þess vegna er ég svo stolt af því að fá að vinna með þeim.

Við borðum jú með augunum og þess vegna finnst mér skemmtilegt að bera einfaldan morgunverð sem þennan fram á fallegan og skemmtilegan hátt. Áttu von á gestum í brunch? Þá er fullkomið að útbúa litlar skálar eða glös af jógúrt, granóla, marmelaði og ávöxtum. Það er fullkomið til að gefa smá ferskleika á móti restinni af brunchinum, sem oft er svolítið djúsí.

Vantar þig fleiri hugmyndir fyrir brunchinn? Prófaðu þá eftirfarandi:

Döðlupestó og pestósnúðar

Gósmætt kjúklingabaunasalat

Bestu vegan vöfflurnar

Vegan pylsuhorn

Takk innilega fyrir að lesa og ég vona að þér líki uppskriftin. Endilega taggaðu okkur á Instagram og skrifaðu athugasemd hér undir ef þú prófar. Við elskum að heyra frá ykkur! <3

-Helga María

Vegan jógúrtskál með heimagerðu granóla, mangó- og ástaralaldinmarmelaði og ávöxtum

Vegan jógúrtskál með heimagerðu granóla, mangó- og ástaralaldinmarmelaði og ávöxtum
Höfundur: Helga María
Geggjuð jógúrtskál með heimagerðu granóla, kókosjógúrt, mangó- og ástaraldinmarmelaði og ferskum ávöxtum. Þetta er tilvalinn morgunmatur og passar einnig vel sem millimál þar sem í skálinni, eða glasinu í þessu tilfelli, er gríðarlegt magn af gómsætum og næringarríkum hráefnum.

Hráefni:

Jógúrtskál með granóla, marmelaði og ávöxtum
  • Kóksjógúrt
  • Granóla - heimagert eða keypt (uppskrift hér að neðan)
  • Mangó- og ástaraldinmarmelaði frá St. Dalfour
  • Ferskir ávextir eftir smekk. Ég notaði mangó, kiwi og ferskjur. Ég toppaði svo með ristuðum kókosflögum.
Heimagert granóla
  • 4 dl haframjöl
  • 3 dl hnetur að eigin vali (ég notaði möndlur, heslihnetur og pistasíuhnetur)
  • 1 dl kókosmjöl
  • 1 dl niðurskornar döðlur
  • 2 kúfaðar msk kókosolía
  • 1 kúfuð matskeið möndlusmjör
  • 1,25 dl hlynsíróp
  • smá salt

Aðferð:

Jógúrtskál með granóla, marmelaði og ávöxtum
  1. Berið annaðhvort fram í skál eða gerið eins og ég og setjið lög af öllu í skál eða glas og toppið með ávöxtum.
Granóla
  1. Hitið ofninn í 150°c
  2. Skerið hneturnar niður og setjið á skál með haframjöli og kókosmjöli.
  3. Setjið kókosolíu, möndlusmjör, hlynsíróp og smá salt í pott og hitið og hrærið í þar til það hefur bráðnað saman.
  4. Bætið út í skálina og hrærið saman við þurrefnin með sleif eða sleikju.
  5. Skerið döðlurnar niður og hrærið saman við.
  6. Bakið í 15 mínútur og hrærið þá varlega saman til að viðhalda "klumpum" í granólanu.
  7. Bakið í 5-10 mínútur í viðbót og takið svo út og látið kólna.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Uppskriftin er unnin í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi-