Í dag deilum við með ykkur uppskrift að gómsætu grænu karrýi með tófú, graskeri, brokkóli og sykurertum. Þetta er bragðmikill réttur sem ég elska að gera í stórum skömmtum og eiga afganga fyrir næstu daga. Sjálft karrýið inniheldur tilbúið grænt karrýmauk, vorlauk, kókosmjólk, grænmetiskraft, sojasósu, limesafa, sykur, salt og chiliflögur. Ég vara ykkur við. Rétturinn rífur svolítið í, svo það er þess virði að fara svolitið varlega í karrýmaukið ef þið eruð viðkvæm. Ég notaði 2 msk í réttinn og mér finnst það passlegt. Ég vona að þið njótið!