Nú er ég hinsvegar komin aftur til Svíþjóðar og eins og staðan er núna er háskólanámið mitt kennt í fjarnámi sem er ekkert svakalega hentugt fyrir okkur sem erum í tónlistarnámi sem snýst mikið um að syngja og spila með öðru fólki. Ég hef verið lítil í mér uppá síðkastið og á þessum skrítnu tímum sakna ég fjölskyldunnar og á svolítið erfitt með alla óvissuna sem ríkir þessa stundina. Það huggar mig þó örlítið að finna hvað við stöndum öll mikið saman og ég reyni að muna að þetta ástand er tímabundið.
Ég hef eytt miklum tíma í eldhúsinu síðustu vikur og hef reynt að vera dugleg að sýna frá því á Instagram. Við erum einnig byrjaðar að gera matreiðslumyndbönd og þau finniði á Instagram TV og svo á YouTube þar sem við heitum Veganistur. Ég viðurkenni þó að ég hef saknað þess að blogga og er svakalega glöð að vera loksins komin með uppskrift handa ykkur.