Ítölsk samloka með grænu pestói

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af svokallaðri “pizzasamloku” sem er ótrúlega einfalt að gera frá grunni og er ómótstæðilega gómsæt. Samlokan er með ítölskum innblæstri, einföldu áleggi sem leikur við bragðlaukana.

Þessi skemmtilega samloka hefur verið mjög vinsæl á samfélagsmiðlum á síðustu misserum og langaði mig því að prófa að gera mína eigin og gera hana á vegan máta. Það er alls ekkert mál með græna pestóinu frá sacla og góðum vegan ostum.

Í samlokuna setti ég vegan rjómaost, grænt pestó frá Sacla Italia sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur, klettasalat, tómata, pikklaðan rauðlauk, vegan parmesan og balsamik edik. Græna pestóið er bragðmikið og passar fullkomlega með ferskum tómötunum, klettasalatinu og parmesaninum. Rjómaosturinn gefur samlokunni rjómakenndan grunn. Það má þó að sjálfsögðu leika sér að vild með fyllingu í samlokuna og nota hvað sem leynist í skápunum heima.

Fyrir ekki svo löngu keypti ég mér pizzastál en það hefur verið ein bestu kaup sem ég hef gert lengi og hefur sett pizzabaksturinn á heimilinu upp á nýjar hæðir. Það gerir heimagerðar pizzur svo ótrúlega góðar og baksturinn svo einfaldan. Þessa samloku þarf til dæmis ekki að baka nema í sirka 6-7 mínútur og verður botnin stökkur að utan og mjúkur að innan.

Ítölsk pestó samloka

Ítölsk pestó samloka
Fyrir: 1
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 Min: 1 H & 30 M: 1 H & 40 M
Dásamleg, einföld ítölsk samloka með grænu pestói. Skemmtileg loka til að bjóða uppá í matarboðum eða hvers konar hittingum eða til að brjóta upp á hversdagslegan kvöldmat.

Hráefni:

Pizzadeig f/ 1 samloku
Ítölsk pestó samloka
Pikklaður rauðlaukur

Aðferð:

Pizzadeig
  1. Hrærið þurrgerinu og sykrinum saman við volgt vatnið
  2. Bætið restinni af hráefnunum saman við og hnoðið saman í hrærívél eða höndunum
  3. Gerið kúlu úr deiginu og leyfið því að hefast í 40-60 mínútur.
  4. Slátið kúluna niður og hnoðið aðeins. Rúllið aftur í kúlu og leyfið því að hefast aftur í 15 mínútur. (Ef þið gerið meira en eina samloku í einu þá er það hér sem þið skiptið deiginu í jafn margar kúlur og samlokurnar eiga að vera og leyfið þeim síðan að hefast í 15 mínútur)
  5. Notið hendurnar til að "fletja" út deigið með því að þrýsta því út í kantana og í hringi og móta það þannig í hringlaga deig (hægt að sjá á instagram hjá okkur myndband)
  6. Setjið örlítið af ólífuolíu yfir botnin og brjótið hann saman
  7. Ég baka deigið á pizzastein/pizzastáli og þá þarf það einungis um 6-7 mínútur í ofninum. Ef deigið er bakað á venjulegri plötu verið búin að forhita ofninn í 220°C og bakið síðan bökuna í 18-20 mínútur eða þar til hún verður fallega gyllt að ofan.
Ítölsk pestó samloka
  1. Smyrjir vel af rjómaosti og grænu pestói inn í brauðið. Setjið restinni af hráefnunum í því magni sem hver og einn vill í samlokuna. Berið fram.
  1. Skerið laukinn niður í þunna strimla. Ekki saxa hann. Ég sker hann í tvennt og svo í strimla.
  2. Blandið sykri, vatni og ediki saman í pott og látið hitna þannig að sykurinn leysist upp.
  3. Setjið laukinn í hreina krukku og hellið vökvanum yfir.
  4. Látið standa í klukkustund.
  5. Laukurinn geymist í allt að 2 vikur í ísskáp.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla á Íslandi -

 
 

Hvít pizza með kartöflum og timían

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að hvítri pizzu eða pizza bianco, með sýrðum rjóma, kartöflum, rauðlauk, timían og chiliflögum. Eftir baksturinn er hún svo toppuð með klettasalati, ristuðum möndlum, vegan parmesanosti og sítrónuberki. Þetta er mín allra uppáhalds pizza sem slær í gegn í hvert skipti sem ég býð vinum og fjölskyldu upp á hana. Ef þið hafið ekki prófað hvíta pizzu mæli ég með því að gera það á næsta pizzakvöldi.

Ég útbjó einfalt og gott pizzadeig sem bæði er hægt að gera í hrærivél og með höndunum. Ég nota aðferðina “slap and fold” sem mér finnst mjög þægileg til að fá gott deig. Í myndbandinu hér að neðan sjáið þið hvernig ég nota þá aðferð.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hagkaup og þar fáiði allt sem þarf í þessa gómsætu pizzu. Hagkaup standa sig svo vel í að bjóða upp á spennandi vegan vörur og við erum ekkert smá stoltar af því að fá að vinna með þeim.

Úr deiginu koma tvær pizzur sem ég myndi segja að hver um sig sé nóg fyrir tvær manneskjur. Sem gerir það að verkum að uppskriftin er fyrir fjóra EN ef þið eruð svakalega svöng, sem margir eru þegar verið er að baka pizzu mæli ég með því að gera tvöfalda uppskrift.

Mörgum finnst eflaust tilhugsunin um kartöflur á pizzu svolítið skrítin, en um leið og þið prófið munið þið sjá hversu ótrúlega gott það er. Galdurinn er að skera kartöflunar mjööög þunnt. Ég notaði mandólín. Ef þið eigið ekki svoleiðis og eigið erfitt með að skera sneiðarnar virkilega þunnt er ekkert mál að skella þeim á pönnu í stutta stund áður en þær fara á pizzuna. Við viljum nefnilega ekki hafa kartöflurnar hráar.

Athugið að á myndinni hér að ofan hef ég sett ristuðu möndlurnar á hana áður en ég bakaði hana. Það geri ég oft en þær eiga það til að brenna við, svo ég prófaði á seinni pizzunni sem ég bakaði að setja þær eftir á og þar sem möndlurnar eru þegar ristaðar og saltaðar fannst mér það betra svoleiðis.

Timían og kartöflur eru guðdómleg blanda að mínu mati. Þar sem pizzan er hvít er engin pizzasósa en í stað hennar smurði ég botninn með sýrðum rjóma sem ég hafði blandað við hvítlauk og smá salt. Ekkert smá gott!!

Vantar þig hugmynd af geggjuðum eftirrétti að bera fram eftir pizzuna? Hér er uppskrift af æðislega góðri súkkulaðimús með appelsínubragði.

Hvít pizza með kartöflum og timían

Hvít pizza með kartöflum og timían
Höfundur: Helga María
Hvít pizza eða pizza bianco, með sýrðum rjóma, kartöflum, rauðlauk, timían og chiliflögum. Eftir baksturinn er hún svo toppuð með klettasalati, ristuðum möndlum, vegan parmesanosti og sítrónuberki. Mín allra uppáhalds pizza sem slær í gegn í hvert skipti sem ég býð vinum og fjölskyldu upp á hana. Ef þið hafið ekki prófað hvíta pizzu mæli ég með því að gera það á næsta pizzakvöldi.

Hráefni:

Pizzadeig fyrir tvær pizzur
  • 500-550 g hveiti (byrjið á því að setja 500 og bætið við ef deigið er mjög blautt)
  • 6 g þurrger
  • 2 tsk salt
  • 2 tsk sykur
  • 4 msk ólífuolía
  • 350 ml vatn (35-37°c)
Hvít pizza með kartöflum og timían
  • Tvö pizzadeig annaðhvort heimagerð eða keypt
  • 250 ml sýrður rjómi frá Oatly
  • 1 hvítlauksgeiri
  • Salt
  • 200 gr rifinn epic mature cheddarostur frá Violife
  • 1 rauðlaukur
  • Kartöflur eftir smekk. Ég notaði sirka 2 litlar á hverja pizzu
  • Ferskt timían
  • Smá ólífuolía
  • Salt og chiliflögur
  • Eftir bakstur:
  • Klettasalat
  • Ristaðar og saltaðar möndlur
  • Hvítlauksolía
  • prosociano (parmesan) ostur frá Violife
  • Rifinn sítrónubörkur

Aðferð:

Pizzadeig fyrir tvær pizzur
  1. Hrærið saman hveiti, þurrgeri, sykri og salti í skál.
  2. Bætið vatni og ólífuolíu saman við.
  3. Deigið mun vera blautt í fyrstu, en hafið ekki áhyggjur. Ef þið notið hærivél hnoðið þar til deigið sleppist frá skálinni. Ef þið hnoðið með höndunum byrjið á því að setja svolítið af hveiti á borðið og hnoða það með blautum höndum og notið svo aðferðina slap and fold. Það er svolítið erfitt að útskýra aðferðina en í myndbandinu hér að ofan sjáiði hvernig ég geri. Þetta geri ég í svolitla stund eða þar til deigið fer frá því að vera blautt í að verða slétt og fínt.
  4. Látið deigið hefast í sirka einn klukkutíma í skál.
  5. Deila deiginu næst í tvennt og útbúið tvær kúlur með því að draga saman kantanna á deiginu. Þetta sýni ég líka í myndbandinu hér að ofan. Leggið viskastykki yfir kúlurnar og leyfið þeim að hefast í 20-30 mínútur í viðbót. Hitið ofninn, pizzasteininn eða pizzastálið á meðan á hæsta hita sem ofninn býður uppá.
  6. Fletjið deigið ekki út með kökukefli heldur notið hendurnar til að fletja út pizzurnar.
  7. Toppið deigið með því sem þið ætlið að hafa á (uppskrift af því hér að neðan) og bakið þar til pizzan hefur fengið lit og osturinn vel bráðnaður. Ég nota pizzastál sem ég hita á hæsta hita með ofninum í sirka 40 mínútur. Ég hef stálið hátt í ofninum og baka pizzuna beint á stálinu. Ég set 2 ísbita eða lítið eldfast mót með vatni í botninn á ofninum og loka honum svo. Það tekur mig bara 3-4 mínútur að baka pizzuna á stálinu. Þetta sýni ég líka í myndbandinu hér að ofan.
  8. Ef þið eigið ekki pizzastál og pizzaspaða myndi ég setja deigið á smjörpappír áður en þið toppið hana með álegginu og rennið því svo beint á ofnplötu.
Hvít pizza með kartöflum og timían
  1. Hrærið sýrðum rjóma saman við hvítlauksgeira og smá salt og smyrjið á pizzadeigið.
  2. Bætið rifnum osti yfir.
  3. Skerið kartöflurnar virkilega þunnt. Ég nota mandolin svo þær verða mjög þunnar. Ég held að ostaskeri ætti líka að geta virkað. Ef þið eigið ekki mandólín eða eigið erfitt með að skera kartöflurnar mjög þunnt er ekkert mál að steikja skífurnar örlítið fyrir svo að þær verði alls ekki hráar þegar pizzan er tilbúin. Skífurnar verða svo þunnar með mandolini að það er engin þörf á að steikja þær fyrir.
  4. Bætið rauðlauk og timían á pizzuna og toppið að lokum með smá ólífuolíu, salti og chiliflögum.
  5. Rennið pizzunni á pizzaspaða ef þið eigið svoleiðis. Mér finnst það enn erfiðasti parturinn en er að æfa mig. Bakið pizzuna þar til hún er orðin gyllt og osturinn vel bráðnaður. Ég skrifa hér að ofan í uppskriftinni að pizzadeiginu hvernig ég baka mínar pizzur á stálinu.
  6. Takið hana út og toppið með klettasalati, vegan parmesanosti, ristuðum og söltuðum möndlum, hvítlauksolíu, sítrónuberki og salti.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

Takk fyrir að lesa og vona að þér líki uppskriftin!

-Helga María

-Þessi færsla er gerð í samstarfi við Hagkaup-

 
 

Pítsa með rauðu pestó og ceasar dressingu.

Pítsur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og líkt og hjá mörgum hef ég oftar en ekki pítsu í matinn á föstudagskvöldum. Eftir að ég varð vegan fór ég að prófa mjög mikið af msimunandi hráefnum ofan á pítsur og elska ég að finna nýjar samsetningar sem koma vel út. Þegar ég bjó í Danmörku kynntist ég því að setja grænt salat og salatdressingar ofan á pítsur og það hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér núna síðustu mánuði.

Ég hef mikið verið að nota salat dressingarnar úr vegan línunni frá Sacla en þær eru ótrúlega ferskar og góðar og passa fullkomlega ofan á pítsur. Áður en ég fékk þær í hendurnar notaði ég oft majónessósur í þetta en ég fékk alltaf smá ógeð eftir nokkrar sneiðar þar sem majónessósur eru mikið feitari og þyngri að mínu mati. Þess vegna hef ég verið í skýjunum eftir að ég fékk Sacla sósurnar. Bæði Ceasar sósan sem ég nota í þessari uppskrift og Blue cheese sósan frá þeim passa fullkomlega ofan á pítsu. Ég nota venjulegt salat ofan á, frekar en klettasalat þar sem mér finnst það passa betur með salatdressingunum.

Hráfeni:

  • Pítsadeig (annað hvort heimagert eða keypt deig)

  • Rautt pestó úr vegan línu Sacla Italia

  • Rauðlaukur

  • Rauð eða gul papríka

  • Rifinn vegan ostur (ég nota alltaf origianl violife ostinn)

  • 3 msk olífuolía + örlítið salt

  • Grænt salat

  • sirka 1/2 flaska Ceasar sósa frá Sacla italia

Aðferð:

  1. Stillið ofnin á 220°C blástur

  2. Fletjið út pítsadeigið og smyrjið með vel af rauða pestóinu.

  3. Skerið rauðlaukinn og papríkuna í strimla og dreyfið á deigið. Dreyfið ostinum yfir, hellið ólífuolíunni yfir ostinn og stráið smá salti yfir.

  4. Bakið pítsuna í ofninum þar til osturinn bráðnar og deigið verður fallega gyllt í könntunum. Tekur sirka 12 mínútur.

  5. Skerið salatið niður og dreyfið yfir pítsuna þegar hún kemur út úr ofninum. Hellið sósunni yfir pítsuna, notið það magn sem hver og einn vill.

Takk fyrir að lesa og njótið vel.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi

 
sacla-logo.png
 

Buffalo pizza með Blue Ch**se dressingu frá Sacla Italia

IMG_9414-2.jpg

Pizzur eru í mjög miklu uppáhaldi hjá mér líkt og örugglega hjá mjög mörgum öðrum. Ég elska að prófa mig áfram með alls konar hráefni þar sem pizzur eru einn af þeim réttum sem hægt er leika sér endalaust með og hver og einn getur gert eftir sínu höfði. Vegan hráefnin sem eru í boði í dag í pizzagerð eru ekkert smá fjölbreytt og góð og því er ekkert mál að gera ótrúlega góðar vegan pizzur!

IMG_9424-2.jpg

Ein af mínum uppáhalds pizzum hefur lengi verið Buffalo pizzan á Íslensku Flatbökunni og þegar ég fékk í hendurnar þessa frábæru Blue Ch**se sósu frá Sacla Italia sem líkist einna helst gráðaostasósu vissi ég að ég þyrfti að prófa að gera buffalo pizzu heima. Ég er mjög mikið fyrir það að setja einhvers konar salat yfir pizzur hvort sem það er bara venjulegt iceberg eða klettasalat, og góða svona auka sósur yfir. Þessi sósa er fullkomin í slíkt, hvort sem að fólk vill buffalo pizzu eða einhvers konar öðruvísi pizzu með smá extra “gúrmi” yfir þá hentar hún fullkomlega.

IMG_9444-2.jpg
IMG_9448-2.jpg

Þessi pizza kemur ekkert smá vel út og er sósan alveg æðislega góð. Hún var rosalega auðvelt en ég keypti bara tilbúið deig út í búð til að gera eldamennskuna ennþá þægilegri en í dag geri ég alltaf sjaldnar og sjaldnar pizzadeig frá grunni heima þar sem það eru komin svo mikið af frábærum tilbúnum pizzadeigum í búðir sem eru bara svo góð. Við erum þó að sjálfsögðu með frábæra uppskrift af pizzadeigi hérna á síðunni sem má líka nýta í þessa uppskrift. Blue Ch**se sósan er það sem tekur pizzuna upp á annað stig en ég hef líka verið að prófa hana í alls konar rétti, t.d. einföld salöt og með buffalo blómkálsvængjum og get ég alveg 100% mælt með henni!

IMG_9467-2.jpg

Hráefni:

  • 100 ml pizzasósa

  • 2 msk vorlaukur

  • 100 gr soyjakjöt

  • 100 ml sterk buffalo sósa (buffalo hot sauce)

  • 1 dl vegan ostur

  • 1 bolli niðursaxað gott salat

  • ½ krukka blue cheese sósa frá Sacla Italia

Aðferð:

  1. Hitið ofnin í 220°C

  2. Fletjið pizzadeigið út og smyrjið það með pizzasósunni. Drefið síðan ostinum yfir sósuna.

  3. Blandið soyjakjötinu saman við buffalo sósuna og raðið yfir ostinn ásamt vorlauknum.

  4. Bakið pizzuna við 220°C í 12 mínútur eða þar til osturinn fer að bráðnar og skorpan verður fallega gyllt. Mér finnst gott að hella smá ólífuolíu eða hvítlauksolíu yfir pizzuna áður en ég baka hana en þannig finnst mér osturinn bráðna betur.

  5. Skerið salatið niður og dreifið yfir pizzuna þegar hún kemur úr ofninum og hellið síðan yfir vel af Blue Cheese sósunni frá Sacla Italia.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi.

 
Sacla_HR.png
 

Vegan pizzasnúðar á tvo vegu

IMG_1137-2.jpg

Hæ!

Nú erum við loksins mættar aftur á bloggið eftir svolitla pásu. Mörg ykkar sem lesið færslurnar okkar fylgið okkur líka á samfélagsmiðlum og vitið því hvað við höfum verið að gera síðan um jólin. Við héldum meðal annars útgáfuhóf fyrir bókina okkar í janúar og fórum í allskyns viðtöl til að kynna hana. Ég (Helga) eyddi öllum janúar á Íslandi og það var æðislegt. Við náðum að gera svo margt skemmtilegt saman, bæði í tengslum við bókina og annað.

IMG_1024-2.jpg

Nú er ég hinsvegar komin aftur til Svíþjóðar og eins og staðan er núna er háskólanámið mitt kennt í fjarnámi sem er ekkert svakalega hentugt fyrir okkur sem erum í tónlistarnámi sem snýst mikið um að syngja og spila með öðru fólki. Ég hef verið lítil í mér uppá síðkastið og á þessum skrítnu tímum sakna ég fjölskyldunnar og á svolítið erfitt með alla óvissuna sem ríkir þessa stundina. Það huggar mig þó örlítið að finna hvað við stöndum öll mikið saman og ég reyni að muna að þetta ástand er tímabundið.

Ég hef eytt miklum tíma í eldhúsinu síðustu vikur og hef reynt að vera dugleg að sýna frá því á Instagram. Við erum einnig byrjaðar að gera matreiðslumyndbönd og þau finniði á Instagram TV og svo á YouTube þar sem við heitum Veganistur. Ég viðurkenni þó að ég hef saknað þess að blogga og er svakalega glöð að vera loksins komin með uppskrift handa ykkur.

Uppskrift dagsins er af þessum dásamlegu pizzasnúðum. Ég ákvað að gera bæði pizzasnúða og hvítlaukssnúða og guð minn góðurrr hvað þeir eru góðir. Færslan er í samstarfi við Hagkaup og þar fáiði allt sem þarf í snúðana. Í Hagkaup er gríðarlegt úrval af góðum vegan mat og ekkert smá gaman að prófa nýjar og spennandi vörur t.d. úr frystinum þeirra. Ég ákvað að nota Pulled Oumph! í snúðana mína en það er auðvitað hægt að nota eitthvað annað ef þið viljið. Ég mæli þó eindregið með því að þið prófið að nota Oumphið.

IMG_1057.jpg

Eins og ég sagði hér að ofan er ég rosalega glöð að vera loksins að blogga aftur og ég er búin að gera langan lista yfir það sem ég vil gera á næstunni. Ég hef verið svolítið mikið í bakstrinum uppá síðkastið en lofa því að það fer að koma meira af réttum hérna inn sem gott er að elda t.d. í kvöldmat. Þið megið líka alltaf senda okkur ef þið viljið sjá eitthvað sérstakt á blogginu hjá okkur.

Fyllingin í snúðana alls ekki heilög og lítið mál að breyta henni eins og maður vill. Ég hef líka útbúið snúða með sveppum, ólífum og sólþurrkuðum tómötum og þeir voru ekkert smá góðir. Í rauninni virkar að setja bara það sem manni þykir gott á pizzu.

fyrir ofninn.jpg

Hveeersu girnilegir?!

Ég ákvað á seinustu stundu að útbúa hvítlaukssnúða með og var ekki viss um að þeir myndu yfir höfuð heppnast vel. Þeir komu mér þvílíkt á óvart og smökkuðust dásamlega. Það var alveg fullkomið að gera báðar tegundirnar og borða saman.

hvítlaukssmjör.jpg
hrært smjör.jpg

Ég hef oft bakað hvítlauksbrauð heima og mér hefur aldrei þótt það jafn gott og það sem ég panta á veitingastöðum en mér þótti þessir snúðar það. Þeir urðu dúnmjúkir og góðir að innan og voru akkúrat eins og ég vildi hafa þá. Ég mæli því mikið með því að þið prófið.

hvítl. snúðar.jpg

Ég vona að ykkur líki vel og ef þið prófið að baka snúðana megiði endilega láta mig vita hvað ykkur fannst. Við elskum þegar þið eldið og bakið af blogginu og úr bókinni okkar og taggið okkur á instagram svo við sjáum afraksturinn. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um það og það gefur okkur mikinn kraft í að halda áfram að útbúa nýjar og spennandi uppskriftir. Síðan bókin okkar kom út höfum við fengið svo mikið af fallegum skilaboðum frá ykkur, við erum ykkur endanlega þakklátar.

En hér kemur uppskriftin loksins!!

IMG_1147.jpg

Pizzadeig:

Hráefni:

  • 320 ml vatn við líkamshita

  • 1/2 pakki þurrger (6 gr)

  • 1 tsk salt

  • 2 msk ólífuolía

  • 450-500 gr hveiti

Aðferð:

  1. Hellið vatninu í skál og stráið þurrgerinu yfir og leyfið því að leysast upp í vatninu

  2. Bætið salti og ólífuolíu út í skálina

  3. Bætið hveitinu við í skömmtum þar til auðvelt er að hnoða deigið án þess að það klessist. Ég bætið því við í skömmtum því það er alltaf hægt að bæta við ef þarf en alls ekki gott að setja of mikið.

  4. Hnoðið deigið og leyfið því svo að hefast í 90 mínútur.

Ég skipti þessu deigi í tvennt og gerði pizzasnúða úr helmingnum og hvítlaukssnúða úr restinni. Ef þið ætlið bara að gera pizzansúða þá tvöfaldiði uppskriftina af fyllingunni.


Pizzasnúðar:

Hráefni:

  • Helmingurinn af pizzadeiginu

  • Pizzasósa eftir smekk

  • Rifinn vegan ostur eftir smekk. Það er mjög misjafnt hversu mikinn ost fólk vill hafa, en ég notaði Violife og setti sirka 150 grömm á pizzasnúðana og svipað á hvítlauks.

  • Hálf lítil rauð paprika

  • hálfur lítill rauðlaukur

  • Hálfur poki af pulled Oumph!

  • Vegan rjómaostur eftir smekk. Ég notaði påmackan frá Oatly

  • Þurrkað oregano

  • Þurrkuð basilika

  • Gróft salt

  • Fersk basilika til að toppa snúðana með

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Fletjið deigið út og passið að hafa svolítið hveiti á borðinu svo deigið festist ekki við það.

  3. Smyrjið eins mikilli sósu og þið viljið á deigið. Mér finnst gott að setja vel af henni.

  4. Stráið ostinum yfir, því næst Oumphinu, og svo grænmetinu.

  5. Setjið rjómaostinn á. Mér finnst best að taka smá með skeið og setja litlar klípur yfir allt deigið.

  6. Stráið kryddunum yfir.

  7. Rúllið upp og skerið í snúða. Það komu sirka 13 snúðar hjá mér og þá tel ég með þessa ljótu úr endunum.

  8. Raðið á ofnsplötu með smjörpappír og bakið í 12-15 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir vel gylltir að ofan. Ég byrjaði að fylgjast með mínum eftir svona 10 mínútur.

Hvítlaukssnúðar:

Hráefni:

  • Hinn helmingurinn af pizzadeiginu

  • 100 gr. vegan smjörlíki

  • 2 hvítlauksgeirar

  • Rifinn vegan ostur (ég setti sirka 150 gr.)

  • 1 msk þurrkuð steinselja

  • 1 -2 msk saxaður graslaukur

  • Spínat eftir smekk. Ég raðaði bara yfir deigið en mældi ekkert sérstaklega (sjá mynd)

  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið smjörlíkið í skál (best að hafa það við stofuhita svo auðvelt sé að hræra það og smyrja)

  2. Pressið eða rífið hvítlaukinn út í og hrærið saman við smjörlíkið ásamt steinseljunni og graslauknum.

  3. Saltið aðeins ef þarf.

  4. Fletjið deigið út og smyrjið hvítlaukssmjörinu á.

  5. Stráið ostinum yfir.

  6. Raðið spínatinu yfir.

  7. Rúllið upp og skerið niður.

  8. Bakið í 12-15 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir vel gylltir að ofan. Ég byrjaði að fylgjast með mínum eftir svona 10 mínútur.

Takk fyrir að lesa

Helga <3

 
hagkaup_orange_sv_meirasvona.png
 

-Þessi færsla er í samstarfi við Hagkaup og fást öll hráefnin þar-

Vegan Domino's pizza!

IMG_2545.jpg

Janúar hefur fljótt orðið stærsti mánuður grænkera með átakinu Veganúar. Með hverju ári fjölgar þáttakendum Veganúar gríðarlega og í kjölfarið hafa veitingastaðir og matvöruverslanir brugðist við með fjölbreyttara úrvali. Nú í ár taka Domino's þátt í fyrsta skipti, okkur og öðrum til mikillar gleði, og bjóða upp á vegan ost á pizzurnar sínar. Það hafa margir beðið eftir því að geta keypt sér glóðvolga pizzu á þriðjudagstilboði með vegan osti.

IMG_2435.jpg
IMG_2460-3.jpg

Domino's býður upp á einn vegan botn en það er sá lauflétti. Á matseðlinum er að finna Grænmetisparadís, en á henni eru kirsuberjatómatar, spínat, sveppir, svartar ólífur, hvítlaukur og rauðlaukur. Hingað til hefur verið hægt að fá hana vegan með því að sleppa ostinum en vegan osturinn setur algjörlega punktinn yfir i-ið. Auk hennar setti Júlía saman sína eigin pizzu og á henni var rauðlaukur, sveppir, ólífur, nachos og bbq sósa. Báðar pizzurnar smökkuðust æðislega sérstaklega með hvítlauksolíunni sem okkur þykir ómissandi á pizzu. Eins og er bjóða Domino's einungis upp á vegan ost í janúar af tilefni Veganúar en vonandi ef viðtökur eru góðar halda þau honum á matseðlinum. 

Hver er þín uppáhalds vegan samsetning á pizzu? 

IMG_2524.jpg
a36a75faea87c5253c9212e18f1504e0.png

        þessi færsla er unnin í samstarfi við Domino's 

Heimagerð Pizza

IMG_2187.jpg

Þegar ég segi fólki að einn af mínum uppáhaldsmat sé pizza, verður það oft mjög hissa eða finnst það hljóma mjög óspennandi. Það sér þá oft fyrir sér einhverja hollustupizzu með engu á nema sósu og spínati. Föstudagspizzan okkar lítur hins vegar alls ekki þannig út, þar sem það er orðið ótrúlega auðvelt að fá fullt af alls konar góðum ostum og áleggi svo pizzan verður virkilega bragðgóð og ekki síðri en venjulegar pizzur. Það kemur fólki einnig oft á óvart að pizzadeig líkt og flest brauð er nánast alltaf vegan og því ekkert mál að bæði panta pizzu og fá tilbúið pizzadeig út í búð sem er vegan. Pizzasósa er annað sem er eiginlega alltaf vegan og þetta er því ekkert flóknara en svo að kaupa pizzadeig og álegg og skella því í ofninn.

Webp.net-gifmaker.gif

Við systur ákváðum því í samstarfi við Krónuna að sýna ykkur hvernig við gerum okkar uppáhalds heimagerðu pizzur. Við vildum hafa pizzurnar eins auðveldar og hægt er og notuðumst því við keypt pizzadeig og tilbúna pizzasósu, en það gerum við til að sýna fram á að vegan matargerð geti verið virkilega auðveld og ekki svo frábrugðin annarri matargerð. Við ákvaðum að gera þetta í samstarfi við Krónuna þar sem þau hafa mikið og fjölbreytt úrval af vegan ostum og ættu því allir að geta fundið ost við sitt hæfi. Við settum saman tvær pizzur, eina sem er mjög auðveld og þarf ekki mikið af hráefni og síðan eina örlítið flóknari útgáfu. Það sem okkur finnst hins vegar best við pizzur er að það er hægt að setja nánast allt sem að hugurinn girnist á þær og því oft til eitthvað sniðugt í ísskápnum til að skella á pizzadeig. 

IMG_2216.jpg
IMG_2361.jpg

Auðveld útgáfa:

Aðferð:

  1. Rúllið deiginu út á plötu og dreifið pizzasósunni yfir

  2. Okkur finnst best að setja ostin næst og hitt áleggið síðan þar ofan á, þó er gott að geyma smá ost til að setja síðast en það er ekki nauðsynlegt

  3. Gott er að leyfa Oumphinu aðeins að þiðna og skera það niður áður en því er dreift yfir

  4. Bakið pizzuna í u.þ.b. 20 mínutur við 200°C

Fyrir flóknari útgáfu bætið ofan á:

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

Vikumatseðill 22.okt til 27.okt

IMG_1398.JPG

Matseðill 22-27 október

Sunnudagur:
Pasta með rjómasósu, grænmeti og Oumph!

Mánudagur:
Kókoskarrýpottréttur borin fram með tamaritofu, hrísgrjónum, salati og soyjajógúrt tzaziki sósu.

Þriðjudagur:
Ikeagrænmetisbollur, kartöflur, salat og hvítlauksjógúrtsósa

Miðvikudagur:
Shepert´s pie: pottréttur með grænmeti og linsum borin fram með kartöflumús

Fimmtudagur:
Taco, með blómkálshakki, sætum kartöflum, fersku grænmeti, ostasósu, salsasósu, guacamole og hrásalati.

Föstudagur:
Pizzakvöld: Heimagerð pizza með Oumph!, sveppum, lauk, ólífum og vorlauksrjómaosti.

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg