Vikumatseðill 29. október - 3. nóvember
/Mánudagur:
Kalt pastasalat með filé bitum frá Hälsans kök, sólþurrkuðum tómötum, hvítlauk, vorlauk, brokkólí og gulum baunum. Borið fram með hvítlauksbrauði.
Þriðjudagur:
Kartöflu- og púrrulaukssúpa toppuð með brúnum linsubaunum og Oatly sýrðum rjóma. Súpuna ber ég svo fram með hrökkbrauði og hummus. Uppskrift af súpunni er að finna hérna á gamla blogginu mínu.
Miðvikudagur:
Bulgursalat með kjúklingabaunum og ofnbökuðu grænmeti, svo sem papriku, eggaldin, kúrbít og rauðlauk. Borið fram með tahinisósu.
fimmtudagur:
Snarl: Gott brauð með vegan osti, papriku og gúrku. Borið fram með jarðarberjajógúrt.
fösturdagur:
Enchiladas með svörtum baunum og sætum kartöflum. Borið fram með tortilla flögum og Oatly sýrðum rjóma.
Laugardagur
Heimabökuð pizza með vegan pepperóní, sveppum, rauðlauk, ólífum, döðlum og Oatly rjómaosti.
Sunnudagsbakstur:
Eplakaka borin fram með þeyttum kókosrjóma.