Hvít pizza með grænu pest

Hvít pizza með kúrbít, kastaníusveppum og vegan grænu pestói.

Síðustu mánuði hef ég verið mikið að gera svona “hvítar” pizzur þar sem ekki er notað pizzsósu heldur sýrðan rjóma sem hefur verið kryddaður með hvítlauk. Á þessa pizzu set ég sýðan kúrbít, kastaníusveppi og grænt pestó sem gerir hana að algjörri bragðupplifun. Við mælum með að baka pizzuna í pizzaofni eða á pizzasteini/pizzastáli en ef slíkt er ekki til staðar má að sjálfsögðu baka hana venjulega í ofni.

Hvít pizza með kúrbít, sveppum og grænu pestó

Hvít pizza með kúrbít, sveppum og grænu pestó
Fyrir: 2
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 5 Min: 5 Min
Æðisleg hvítlaukspizza með kúrbít, kastaníusveppum og grænu pestói frá sacla

Hráefni:

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra saman sýrðum rjóma, salti, hvítlauk, hvítlauksdufti og steinselju í skál.
  2. Fletjið út pizzadeig.
  3. Smyrjið sýrðum rjóma á botninn.
  4. Rífið ostin yfir og raðið kúrbít og sveppum yfir.
  5. Setjið rjómaost og grænt pestó yfir pizzuna með teskeið hér og þar. Stráið örlítið af salti og chilli flögur yfir.
  6. Setjið smá ólífuolíu yfir pizzuna um leið og hún kemur úr ofninum.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur