Sumarlegt pastasalat með hvítlauks vinagrette dressingu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af ótrúlega sumarlegu pastasalati. Þetta salat er virkilega bragðmikið og hentar fullkomlega á sumardegi, hvort sem það er í hádeginu, kvöldmat eða sem millimál. Salatið geymist einnig vel í kæli og er því tilvalið að eiga það til að grípa með sér.

Í salatinu eru alls konar hráefni sem saman gera það einstaklega bragðgott. Ég ákvað að nota stökka bacon bita en þeir eru bragðmiklir og innihalda vel af próteini. Síðan setti ég fetaost til að fá smá “creamy” áferð og milt bragð á móti beikon bitunum. Ferskjurnar bæta síðan við sætu og toppaði ég það síðan með ótrúlega bragðgóðri salat dressingu frá hagkaup sem er slgjört must.

Ég elska svona rétti sem hægt er að gera mikið af í einu og eiga afgang í nesti daginn eftir en þetta salat er einnig alveg fullkomið til að eiga í ísskápnum til að grípa í. Það geymist mjög vel og er gott í tvo daga í ísskáp eftir að það er búið til. Þetta er hinn fullkomni sumarréttur sem tekur enga stund að græja.

Sumarlegt pastasalat með hvítlauks vinagrette dressingu

Sumarlegt pastasalat með hvítlauks vinagrette dressingu
Fyrir: 4
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 10 HourEldunartími: 12 Hour: 22 Hour
Virkilega sumarlegt og einfalt pastasalat með stökkum "beikon" bitum, ferskjum, vegan fetaosti, fersku grænmeti og hvítlauks vinagrette dressingu.

Hráefni:

  • 300 gr pastaslaufur
  • 150 gr vegan bac*n bits frá oumph
  • sirka 15 gr af vegan smjöri
  • 1 pakki vaxa salatblanda
  • 1 lítill kassi kirsuberjatómatar
  • 1/3 gúrka
  • 1/3 violife fetaosta kubbur
  • 1/2 rauðlaukur
  • 2 þroskaðar ferskjur
  • 1 flaska hvítlauks vinagrette dressing frá stonewall kitchen

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða pastað eftir leiðbeiningunum á pakkningunum. Kælið pastað vel með köldu vatni þegar það er alveg soðið.
  2. Steikið bac*n bitana upp úr vegan smjöri þar til þeir verða smá stökkir. Setjið til hliðar.
  3. Saxið salatið niður. Skerið gúrkuna, ferskjurnar og fetaostin í kubba. Skerið tómatana og tvennt og saxið rauðlaukinn í mjög þunnar sneiðar.
  4. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið. Hellið sósunni yfir og hrærið vel saman við.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hagkaup og fást öll hráefnin þar -

 
 

Sítrónuostakaka

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af ótrúlega gómsætri og sumarlegri sítrónuostaköku sem slær svo sannarlega í gegn. Kakan hefur virkilega gott sítrónubragð en er á sama tíma mátulega sæt og ekkert smá loftkennd og mjúk. Þessa ostaköku er hinn fullkomni eftirréttur, til dæmis eftir grillmat en hún hentar einnig fullkomlega á veisluborðið eða bara með kaffinu.

Það sem er best við þessa uppskrift er að það þarf ekki að frysta kökuna og best er að útbúa hana í fati eða öðru fallegu móti sem hægt er að bera hana fram í. Það er virkilega einfalt að útbúa kökuna og hana má bera fram samdægurs.

Kakan er svo fallega gul og því er auðvelt að skreyta hana smá til að hún verði mjög falleg á borði og gerir liturinn hana ekkert smá sumarlega. Ég notaði einungis sítrónu sneiðar og smá mynntu til að skreyta mína og kom það mjög fallega út.

Sumarleg sítrónuostakaka

Sumarleg sítrónuostakaka
Höfundur: Veganistur
Sumarleg sítrónuostakaka sem er virkilega gómsæt. Þessi kaka er fullkomin eftirréttur eftir grillmatinn eða bara með kaffinu hvenær sem er. Kökuna er hægt að útbúa sama dag og á að bera hana fram

Hráefni:

Kexbotn
  • 200 gr digestive hafrakex
  • 70 gr bráðið vegan smjör eða smjörlíki
Ostakökufylling
  • 250 ml (1 ferna) oatly þeytirjómi
  • 2 öskjur oatly rjómaostur
  • 1 dl flórsykur
  • börkur af 1 sítrónu
  • safi úr 1/2 sítrónu
Sítrónugljái
  • 1 dl mjólk
  • safi úr 3 sítrónum
  • börkur af 1 sítrónu
  • 1 dl flórsykur
  • 2 msk hveiti

Aðferð:

Kexbotn
  1. Setjið kexið í matvinnsluvél eða blandara og myljið niður
  2. Bræðið smjörið og hellið út í og blandið aðeins saman
  3. Setjið í botnin á fati eða kökuformi og þrýstið niður í botninn
  4. Geymið í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna
Ostakökufylling
  1. Þeytið rjóman í hrærivél eða með handþeytara þar til hann verður stífþeyttur
  2. Bætið rjómaostinum, flórsykrinum, sítrónusafanum og sítrónuberkinum út í og þeytið aðeins lengur
  3. Hellið yfir kexbotnin of dreifið jafnt yfir formið
  4. Setjið í kæli á meðan þið útbúið sítrónugljáan
  1. Hristið saman mjólkina og hveitið þannig það verði ekki kekkjótt.
  2. Setjið öll hráefnin saman í pott og hitið að suðu
  3. Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til það þykknar örlítið
  4. Setjið í breiða, grunna skál og leyfið gljáanum að kólna í 30 mínútur áður en þið hellið honum varlega yfir kökuna.
  5. Kælið kökuna í að minnsta kosti 2 klst áður en þið berið hana fram
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup -

 
 

Brauðterta með baunasalati

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af klassískri brauðtertu með vegan útgáfu af hangikjöts- og baunasalati í samstarfi við ORA. Þessa brauðtertu má ekki vanta á hvaða veisluborð sem er sem og á hátíðisdögum.

Ég notast við blandað grænmeti frá ORA sem er lykilatriði í baunasalatinu og “bacon bites” til að fá smá reykt bragð í salatið. Þetta salat er virkilega einfalt og má vel bera fram eitt og sér með kexi eða brauði.

Ég elska að bera fram klassíska íslenska rétti sem eru hefðir fyrir í veislum og á hátíðisdögum og eru veisluréttir líkt og brauðtertur iðulega það sem slær mest í gegn. Eins og flestir sem hafa fylgt okkur lengi vita elskum við að deila með ykkur alls konar uppskriftum af veislumat og mæli ég með að þið kíkið einnig á þessa brauðtertuuppskrift sem er virkilega góð.

Brauðterta með baunasalati

Brauðterta með baunasalati
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 15 Min: 15 Min
Vegan útgáfu af klassískri brauðtertu og "hangikjöts" og baunasalati

Hráefni:

  • 1 dós blandað grænmeti frá ORA
  • 1 dl bacon bites frá Oumph
  • 100 gr vegan majónes (+ 2 msk til að smyrja tertuna)
  • 1/2 dl vegan sýrður rjómi
  • 1/2 tsk salt
  • 3 sneiðar brauðtertubrauð
  • Grænmeti eftir smekk til að skreyta

Aðferð:

  1. Blandið saman í skál majónesinu og sýrða rjómanum
  2. Bætið út í blandaða grænmetinu, beikon bitunum og salti og hrærið saman
  3. Smyrjið helmingnum af salatinu á brauðtertu brauðsneið og setjið aðra ofan á. Smyrjið restinni af salatinu og lokið síðan með þriðju sneiðinni
  4. Smyrjið vegan majónesi ofan á og á allar hliðar tertunnar
  5. Skreytið með fersku grænmeti og kryddjurtum eftir smekk
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við ORA -

Mexíkóskt maískornasalat

Í dag deilum við með ykkur gómsætu og einföldu maískornasalati sem inniheldur papríku, chilli, rauðlauk, kóríander og lime. Þetta bragðmikla salat passar fullkomlega með mexíkóskum mat og grillmat til dæmis.

Salatið er ótrúlega einfalt og tekur aðeins nokkrar mínútur að græja, en það gerir hvaða máltíð sem er ótrúlega góða. Það er einnig einfalt að skipta út grænmetinu fyrir það grænmeti sem hver og einn á til hverju sinni en sú blanda sem er hér, er að okkar mati sú fullkomna.

Uppskriftin er í samstarfi við ORA en það vörumerki þekkja lang flestir íslendingar mjög vel. Maískornin frá ORA má alls ekki vanta í allan mexíkóskan mat að okkar mati og er þetta salat mjög einföld og fljótleg leið til að gera maískorn einstök og spennandi.

Ein af mínúm uppáhalds leiðum til að bera fram salatið er í litlum tacos með til dæmis vegan hakki og guacamole. Það er virkilega einföld en góð máltíð sem lítur út fyrir að vera mjjög “fancy” og er einstaklega gaman að bjóða upp á.

Mexíkóskt maísbaunasalat

Mexíkóskt maísbaunasalat
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 5 Min: 15 Min
Einfalt og gott maískornasalat sem hentar til dæmis með mexíkóskum mat eða alls konar grillmat.

Hráefni:

  • 1 dós ORA Maískorn
  • 1/2 msk vegan smjör eða smjörlíki til steikingar
  • 1/4 rauð papríka
  • 1/4 rauðlaukur
  • 1/2 rautt chilli (takið fræin úr)
  • 1/2 dl ferskt kóríander (má sleppa)
  • safi úr hálfri lime
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1 kúfull msk majónes
  • 1 kúfull msk vegan sýrður rjómi
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Steikið maísbaunirnar á pönnu uppúr vegan smjöri eða smjörlíki og salti í nokkrar mínútur eða þar til kornin byrja að verða fallega gyllt hér og þar
  2. Setið maískornin í skál og leyfið að kólna aðeins á meðan þið undirbúið restina af grænmetinu
  3. Saxið niður grænmetið og blandið saman við maískornin ásamt restinni af hráefnunum.
  4. Hrærið saman og smakkið til með salti og pipar.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við ORA -

Vegan wellington með Oumph! og portobellosveppum

Vegan wellington. Uppáhalds hátíðarmaturinn okkar systra. Við höfum í mörg ár eldað góða wellingtonsteik um jólin. Gómsæt fylling innbökuð í smjördeigi. Borin fram með allskonar gúrmé meðlæti. NAMM!

Uppskriftin sem við deilum með ykkur í dag er uppfærð útgáfa af innbakaða hátíðaroumphinu sem við birtum á blogginu fyrir nokkrum árum síðar.

Virkilega gómsæt wellington steik sem gerir jólin enn betri. Við vonum innilega að ykkur líki uppskriftin. Hjá okkur ættuði líka að finna uppskrift af allskonar gómsætu meðlæti.

Hér eru nokkur dæmi:

Hátíðarsteik:

  • 2 pokar Garlic and Thyme Oumph!

  • 2-3 litlir skallot laukar

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk rósmarín

  • salt og pipar

  • 1 dl valhnetur

  • 1 bolli niðursaxað grænkál

  • 1/2 dl þurrkuð trönuber (má sleppa)

  • 250 ml hafrarjómi eða annar vegan matreiðslurjómi

  • 1 tsk gróft sinnep

  • 1 sveppateningur

  • 1 rúlla smjördeig frá

  • 3 portabello sveppir

Aðferð:

  1. Saxið niður skallotlaukana og pressið hvítlaukinn. Leyfið oumphinu að þiðna aðeins og saxið það síðan gróflega. Stikið laukinn, hvítlaukinn og oumphið í nokkrar mínútur upp úr smá ólífuolíu.

  2. Saxið gróflega grænkálið og valhneturnar og bætið út á pönnuna ásamt, salti, pipar, rósmaríni og trönuberjunum. Steikið í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til grænkálið er orðið vel mjúkt.

  3. Bætið hafrarjómanum, sinnepi og sveppatening út í, steikið saman svo sveppatningurinn leysist upp og allt er komið vel saman.

  4. Leyfið fyllingunni að kólna alveg áður en henni er pakkað inn í smjördeigið

  5. Rúllið út smjördeiginu og setjið sirka helminginn af fyllingunni í lengju á mitt deigið. Takið stilkana af sveppunum og leggið í röð ofan á fyllinguna. Setjið restina af fyllingunni yfir og pressið hana þétt upp að sveppunum svo þetta verði fallega “slétt” lengja. Það er best að nota hendurnar bara til að móta þetta til.

  6. Það má alveg loka deiginu á einfaldan hátt með því að rúlla því yfir fyllinguna í hring svo sárið endi undir steikinni. VIð hins vegar ákváðum að gera fallega fléttu í deigið en þá er enfaldlega skorið ræmur sitthvoru megin við steikina upp á móti hvorri hliðinni og þær síðan fléttaðar yfir hvor aðra.. VIð mælum með að finna bara kennslumyndband á youtub ef þið eruð óviss mð þessa aðferð en þau má finna með því að skrifa “braided wellington” í leitina.

  7. Penslið steikina með smá haframjólk og bakið í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til smjördeigið verður fallega gyllt að ofan.

Takk fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki vel! <3

-Veganistur

-Þessi uppskrift er í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefni í réttinn þar-

 
 

Gómsætt vegan heitt súkkulaði með skemmtilegu tvisti!

Hátíðlegt heitt súkkulaði með Cointreau og þeyttum vegan rjóma. Svo dásamlega gott. Fullkomið eftir langan göngutúr í desemberkuldanum. NAMM!

Í dag er annar sunnudagur í aðventu og ég er svo sannarlega komin í jólaskap. Ég mun eyða jólunum í Svíþjóð í fyrsta sinn og er bæði spennt og pínulítið stressuð. Venjurnar á t.d. aðfangadagskvöld eru aðeins öðruvísi en heima og ég mun líklega sakna þess að hlusta á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin klukkan 6. Eins varð ég mjög hissa þegar ég fékk að heyra að þau deila út pökkunum og opna þá svo bara öll samtímis. En ég er viss um að ég mun njóta jólanna í botn.

En að heita súkkulaðinu. Ég vildi gera eitthvað aðeins öðruvísi en ég er vön og ákvað að setja smá Cointreau út í. Það sló heldur betur í gegn. Útkoman var gómsætt heitt súkkulaði með appelsínusúkkulaðibragði og smá extra kikki frá áfenginu. Fullorðinskakó hehe. Ég bauð vinum mínum uppá bolla af súkkulaðinu og þau sögðust aldrei hafa smakkað jafn gott heitt súkkulaði. Ætli það séu ekki ágætis meðmæli?!

Það sem þú þarft í þennan góða drykk er:

Suðusúkkulaði
Vatn
Vegan mjólk
Kanilstöng
Smá salt
(mikilvægt)
Cointreau
(Má sleppa auðvitað)
Þeyttan veganrjóma að toppa með

Gæti ekki verið einfaldara.

ímyndið ykkur að koma heim eftir kaldan göngutúr í desember, setja á ljúfa jólatónlist, baka vöfflur og skella í heitt súkkulaði. Ég veit fátt meira kósý.

Vegan heitt súkkulaði með Cointreau (fyrir 4-5)

Hráefni:

  • 175g suðusúkkulaði

  • 2 dl vatn

  • 1 líter vegan mjólk. Ég notaði Oatly haframjólk

  • Smá salt

  • Kanilstöng

  • 8 cl. Cointreau. Má sleppa eða nota annað áfengi sem ykkur finnst gott. Get t.d. ímyndað mér að Kahlúa passi mjög vel

  • Vegan þeyttur rjómi að toppa með. Mæli með Oatly eða Aito

Aðferð:

  1. Setjið vatnið í pott og brjótið súkkulaðið ofan í. Hrærið vel í pottinum á meðan súkkulaðið bráðnar í vatninu

  2. Hellið mjólkinni út í pottinn ásamt kanilstönginni og leyfið suðunni að koma upp. Hrærið í á meðan svo það brenni ekki við botninn.

  3. Takið af hellunni, saltið örlítið og bætið Cointreau út í og hrærip saman við.

  4. Berið fram með þeyttum vegan rjóma og njótið!

Takk fyrir að lesa og vona að ykkur líki vel!
-Helga María

Falafel úr chana dal baunum

Síðan ég varð ólétt hef ég verið mikið að prófa mig áfram með fleiri baunarétti og svona aðeins “hollari” fæðu. Ég myndi segja að mataræðið mitt sé nú alveg frekar hollt yfir höfuð en ég á það til að elda mikið af soyakjöti og plana flestar máltíðir í kringum slík hráefni. Ég hugsa að partur af því sé til komið vegna þess að fyrst þegar við systur urðum vegan var lítið til að slíkum vörum og samanstóð mataræðið okkar eingöngu af grænmeti, ávöxtum, baunum, hnetum og fræjum. Þar af leiðandi opnaðist alveg nýr heimur fyir mér þegar vegan kjöt fór að vera í boði.

En eftir að ég varð ólétt hef ég aðeins verið að reyna að fara til baka og gera fleiri rétti úr minna unnum vörum og hef því verið að koma baunum meira og meira inn í mataræðið mitt aftur þar sem þær eru alveg stútfullar af góðri næringu, próteini, trefjum og alls kona góðu. Ég er þó alls ekki að segja að vegan “kjöt” sé óhollt og borða ég það yfirleitt eitthvað á hverjum degi líka.

Mér hefur fundist mjög gaman að leika mér með allskonar baunir síðustu mánuði og þá sérstaklega baunirnar frá Oddpods en við erum búnar að vera í samstarfi með þeim síðan í sumar. Baunirnar eru svo frábærar þar sem þær er hægt að nota á svo marga vegu og er hægt að leika sér með nánast hvaða baunir sem er í alls konar mismunandi réttum. Það sem mér finnst vera mikill plús við þetta merki er að það er hægt að fá baunir líkt og brúnar linsur og chana dal baunirnar sem ég nota í þessari uppskrift forsoðnar, en það hefur ekki verið auðvelt að nálgast slíkt hérna heima. Þessar baunir þarf yfirleitt að leggja í bleyti og sjóða sjálfur. Oddpods baunirnar koma hins vegar tilbúnar til neyslu beint úr pokanum og eru þær soðnar upp úr vatni og grænmetiskrafti sem gerir þær einstaklega bragðgóðar.

Nú er ég í vaktavinnu og er því oft heima í hádeginu hina og þessa daga og því finnst mér nauðsynlegt að kunna að gera góða, fljótlega rétti í hádeginu þegar ég á t.d. ekki afganga frá því kvöldinu áður eða eitthvað slíkt. Auðveldar grænmetisbollur sem taka enga stund eru alveg fullkomnar í svona fljótlega rétti og er þessi uppskrift alveg einstaklega góð þar sem hún er SVO auðveld og tekur innan við 15 mínútur að græja. Þær má einnig nota á svo marga vegu, t.d. með góðu salati, í pítubrauði eða í vefjur. Það er líka svo frábært að það er hægt að nota hvaða baunir sem er í hana og því alltaf hægt að grípa í þessa uppskrift sama hvaða baunir eru til. Í þetta skipti ætla ég að deila með ykkur uppskrift með Chana dal baununum frá Oddpods en það eru gular “split peas” líkt og notað er í baunasúpu.

Hráefni:

  • 1 poki Chana dal baunir frá Oddpods

  • 1 hvítlauksrif

  • 1 msk ferskt kóríander

  • 1 msk ferksur graslaukur

  • 1 tsk malaður kóríander

  • 1 tsk laukduft

  • 1 tsk kúminduft

  • 2-3 msk ferskur sítrónusafi

  • salt

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin saman í blandara eða matvinnsluvél og maukið þar til fínt duft. Tekur einungis um 2-3 mínútur í góðum blandara.

  2. Mótið í bollur, buff eða það sem hentar hverju sinni.

  3. Steikið á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða bakið í ofni í 12-15 mínútur við 200°C.

  4. Berið fram með tzaziki sósu og salati eða í pítúbrauði, vefju eða sem borgari.

Tzatziki sósa

  • 1 bolli hreint jógúrt (mín uppáhalds eru Oatly Turkisk havregurt eða hreina sojade)

  • 2 msk rifin gúrka

  • 1/2 hvítlauksrif

  • salt

  • 1 msk ferskur sítrónusafi

  • 1 msk niðursaxað ferskt dill

Aðferð:

  1. Rífið gúrkuna niður og pressið hvítlaukinn eða saxið bæði mjög smátt. Saxið dillið.

  2. Blandið öllum hráefnum saman í skál og smakkið til með salti.

-Njótið vel og endilega kíkið á instagram hjá okkur en þar er stutt myndband af því hvernig ég geri bollurnar.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oddpods á Íslandi -

 
 

Þeyttur vegan fetaostur með sólþurrkuðum tómötum, basilíku og möndlum

Í dag deilum við með ykkur fljótlegum og gómsætum rétti sem er fullkominn sem forréttur, smáréttur, millimál eða partýréttur. Þeyttur vegan fetaostur toppaður með allskonar góðgæti. Að okkar mati bestur borinn fram með nýbökuðu brauði eða góðu kexi.

Færsla dagsins er unnin i samsarfi við Violife á Íslandi og í uppskriftina notum við greek white ostinn þeirra sem minnir a fetaost og rjómaostinn. Ég passa að eiga þessa tvo osta alltaf til í ísskápnum því þeir eru svo hentugir. Rjómaostinn nota ég mikið á brauð, í súpur, sósur og í krem. Fetaostinn myl ég ofan á allskonar matrétti og sallöt. Að þeyta þá saman gerir kraftarverk og er svo dásamlega gott og hægt að toppa með þvi sem mann lystir.

Það tekur innan við 10 mínútur að setja saman þennan rétt. Ég elska allt sem er einfalt og fljótlegt og þetta er svo sannarlega bæði. Á sama tíma er rétturinn bragðgóður og skemmtilegur. Þetta er akkúrat eitthvað sem ég myndi bjóða uppá sem forrétt í matarboðinu eða skella þessu saman þegar ég fæ óvænta gesti og bera fram með góðu brauði og jafnvel víni.

Það er hægt að toppa ostinn með því sem mann lystir og ég hef prófað allskonar útgáfur. Það sem ég hafði í þetta sinn var:

  • Sólþurrkaðir tómatar

  • Basilíka

  • Ristaðar og saltaðar möndlur

  • Ólífuolía

  • Sítrónubörkur

  • Hlynsíróp

  • Chiliflögur

  • Salt og pipar

Ég vona að þið njótið og endilega látið okkur vita ef þið prófið að gera þeytta fetaostinn, hvort sem þið toppið hann eins og við eða prófið að gera hann öðruvisi. Við ELSKUM að heyra frá ykkur!

Þeyttur vegan fetaostur (miðaður sem forréttur fyrir 2-4)

Hráefni:

  • 1 pakki (200gr) greek white fetaosturinn frá Violife

  • 100 gr rjómaosturinn frá Violife (creamy original flavor)

  • 2-4 msk ósæt sojamjólk eða haframjólk - byrjið á 2 msk og sjáið hvort það þarf að bæta meiru við

  • 1 msk sítrónusafi

Aðferð:

  1. Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til áferðin er mjúk

  2. Setjið i skál og toppið með því sem ykkur þykir gott.

Ég toppaði með:

  • Söxuðum sólþurrkuðum tómötum

  • Söxuðum ristuðum og söltuðum möndlum

  • Saxaðri basilíku

  • Ólífuolíu og olíu frá sólþurrkuðu tómötunum

  • Sítrónuberki

  • Hlynsírópi

  • Chiliflögum

  • Salti og pipar

Magnið af hverju setti ég eftir smekk. Myndi fara varlega í sítrónubörkinn og sírópið og setja frekar minna fyrst og bæta svo við. Mér finnst líka gott að setja út á ofnbakaðan lauk og hvítlauk og ólífur.

Takk innilega fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel! <3

-Veganistur

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
 

Djúpsteiktir vegan mac and cheese bitar

djupsteiktir-mac-and-cheese-bitar-tilbunir-a-disk.jpg

Hæ!

Uppskriftin sem við deilum með ykkur í dag er hinn FULLKOMNI partýmatur. Djúpsteiktir vegan mac and cheese bitar. Svo dásamlega stökkir að utan og djúsí að innan. Bitarnir henta vel sem t.d pinnamatur, meðlæti, snarl eða kvöldmatur. Þeir myndu bókstaflega slá í gegn sem meðlæti með góðum hamborgara eins og þessum HÉR!

Hraefni-fyrir-mac-and-cheese-bita.jpg

Færslan er í samstarfi við Violife á Íslandi en við elskum ostinn frá þeim. Í uppskriftina ákvað ég að nota tvær týpur, Original flavor og Epic mature cheddar. Mér fannst þeir passa svo vel saman í ostasósuna. Það er þó hægt að nota hvaða ost frá þeim sem er. Það er örugglega geggjað að prófa að setja svolítið af rjómaosti líka. Möguleikarnir eru endalausir. Ég vissi að ég vildi nota Epic mature cheddar ostinn til að fá þetta gómsæta cheddar bragð. Ég sé sko ekki eftir því!

Hér í Piteå fæ ég ekki rifna ostinn frá Violife svo ég keypti hann í stykki og reif sjálf. Þið heima búið hinsvegar svo vel að geta keypt hann rifinn svo ég mæli með því. Epic mature osturinn fæst bara í stykkjum þó.

Þennan rétt er hægt að leika sér með og breyta eftir eigin höfði. Ég mæli auðvitað með því að ALLIR prufi að gera djúpsteikta mac and cheese bita, en það er auðvitað hægt að borða matinn beint úr pottinum eða færa hann í eldfast mót, strá yfir t.d. panko brauðraspi og baka í ofni. Ef þið veljið að baka hann í ofni eða borða beint úr pottinum er örugglega gott að bæta við t.d. brokkólí eða öðru grænmeti í hann!

mac-and-cheese-bitar-velt-uppur-jogurti.jpg

Við vitum öll hvað er gaman að koma fólki á óvart með spennandi nýjum réttum sem kannski flestum hefði ekki einu sinni dottið í hug að útbua. Þessir bitar eru akkúrat dæmi um svoleiðis mat. Matur sem stelur senunni við allskonar tilefni!

Djúpsteiktan mat tekur alltaf svolitla stund að útbúa en þrátt fyrir það er virkilega einfalt að útbúa djúpsteiktu mac and cheese bitana. Þeir eru einnig dæmi um mat sem gaman er að útbúa og okkur systrum þykir alltaf jafn spennandi að smakka eitthvað nýtt. Hlökkum mikið til að heyra hvað ykkur finnst!

Tilbunir-mac-and-cheese-bitar-opnir.jpg

Djúpsteiktir vegan mac and cheese bitar (sirka 30 stykki litlir bitar)

Hráefni:

Fyrir sjálfan mac and cheese réttinn:

  • 125 gr makkarónur

  • 20 gr smjörlíki

  • 20 hveiti

  • 3 dl vegan mjólk (ég notaði haframjólk)

  • 80 gr Violife ostur að eigin vali (ég notaði 40 gr original og 40 gr epic mature cheddar)

  • 1/2 tsk laukduft

  • 1/2 tsk hvítlauksduft

  • 2 msk næringarger

  • 1/2 tsk eplaedik

  • salt og pipar eftir smekk

Það sem þarf til að velta uppúr og djúpsteikja:

Blautt:

  • Sirka 500 ml hrein vegan jógúrt

  • 1 tsk eplaedik

  • Nokkrir dropar hot sauce (má sleppa en ég mæli með)

Þurrt:

  • 2 dl hveiti

  • 2 dl panko brauðrasp (eða venjulegt brauðrasp ef þið finnið ekki panko)

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk salt

  • 2 tsk hvítlauksduft

  • 2 tsk laukduft

  • 3 tsk paprikuduft

  • 1 tsk oregano krydd

  • 1 tsk timían krydd

  • 1 tsk basilika krydd

  • 1 tsk hvítur pipar

  • svartur pipar eftir smekk

  • Olja að djúpsteikja í (ég notaði 1 líter)

Aðferð:

  1. Sjóðið makkarónurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum. Saltið vatnið vel.

  2. Bræðið smjörlíki í öðrum potti.

  3. Bætið hveiti út í og hrærið með píski. Leyfið hveitiblöndunni að eldast svolítið og hrærið í á meðan. Við viljum fá burtu bragðið af hráu hveiti en hveitiblandan á þó ekki að verða brún.

  4. Bætið mjólkinni út í sirka 1 dl í einu og hrærið ve á meðan. Þannig fáiði þykka og fína sósu.

  5. Bætið rifna ostinum, eplaediki, laukdufti, hvítlauksdufti, salti og pipar samanvið og hrærið þangað til osturinn er alveg bráðinn.

  6. Hellið vatninu af makkarónunum og bætið þeim út í sósuna ásamt næringargerinu. Saltið og piprið meira ef ykkur finnst þurfa. Þetta má vera svolítið braðgmikið.

  7. Leggið réttinn í box og setjið inn í ísskáp í klukkutíma.

  8. Takið út og myndið litlar bollur. Mér finnst gott að hafa bitana svona sirka 2 munnbita. Þannig fékk ég 30 kúlur. Leggið bollurnar á fat og setjið í frystinn í sirka hálftíma eða þar til bollurnar eru orðnar vel stífar. Þær þurfa ekki að frosna þó.

  9. Undirbúið djúpsteikinguna. Blandið saman jógúrti, eplaediki og sterku sósunni í djúpan disk.

  10. Blandið saman hveiti, panko brauðraspi, lyftidufti og öllum kryddunum í annan djúpan disk.

  11. Hitið olíuna í 180°c.

  12. Veltið bitunum í jógúrtblönduna og svo hveitiblönduna og djúpsteikið þar til bitarnir fá fallegan, dökkan gylltan lit.

  13. Berið fram með t.d. vorlauk og góðri sósu. Ég mæli með salsasósu eða pizzasósu.

Takk kærlega fyrir að lesa og vona að þið njótið!
Ekki gleyma að tagga okkur á Instagram ef þið prófið einhverja af réttunum okkar! <3

-Helga María

-Þessi færsla er í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
violife-logo-1.png
 

Grillaðar samlokur með vegan kjúklingasalati

Góðan daginn kæru vinir.

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af djúsí grilluðum samlokum með vegan kjúklingasalati og osti. Svo gott að ég gæti grátið!

DSCF1646.jpg

Uppskriftin er í samstarfi við Hellman’s. Vegan majónesið þeirra er eitt það allra besta á markaðnum og er fullkomið í góð sallöt og sósur. Mér finnst gott að eiga alltaf til krukku af majónesinu þeirra svo ég geti skellt í góða pítu- eða hamborgarasósu hvenær sem er. Já, eða þetta gómsæta vegan kjúkligasalat

DSCF1666.jpg

Ég er mikið fyrir majónessalöt og þetta tiltekna salat hefur oft slegið í gegn í mínum veislum og partýum. Ég hef borið það fram með góðu kexi og einn skammtur hverfur yfirleitt á nokkrum mínútum. Salatið er líka frábært í allskonar samlokur og langlokur og ég hef líka gert litlar vefjur sem ég sker niður í munnbita. Allt saman jafn gott!

Hugmyndin um að útbúa grillaðar samlokur með salatinu kom til mín í dag. Ég hafði fyrst hugsað mér að bera það öðruvísi fram fyrir færsluna, en lá svo í rúminu í morgun og fékk þessa hugmynd. Ég vissi ekki hvernig það kæmi út og dreif mig að prófa. Guð minn góður hvað ég er glöð að ég gerði það, ég hef ekki borðað jafn góða samloku lengi.

DSCF1682-2.jpg

Já ég get líka sagt ykkur það að ég gerði mér sérstaka ferð til Luleå, sirka klukkutíma frá mér, bara til þess að kaupa nýtt samlokugrill því ég vildi gera gómsætar samlokur sem minntu svolítið á grillað panini. Ég vildi fá þessar fínu rendur sem koma í þessum ákveðnu grillum. Ég veit að það er kannski svolítið galið, en ég sé svo sannarlega ekki eftir þessum kaupum.

DSCF1703.jpg

Ég hlakka til að heyra hvort þið prófið að gera þessar sjúlluðu samlokur og hvað ykkur finnst!

Hráefni:

Vegan kjúklingasalat með karrý

  • 1 pakki vegan kjúklingabitar

  • Olía til steikingar

  • 1 krukka vegan Hellman’s majónes

  • 1/2 dl vegan hrein jógúrt eða grísk vegan jógúrt

  • 1-2 dl saxaður vorlaukur. Ég setti um 1,5 dl

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 msk karrýduft

  • salt og pipar eftir smekk

Hráefni í 3-4 samlokur

  • 6-8 brauðsneiðar

  • 1 skammtur kjúklingasalat

  • Rifinn vegan ostur eftir smekk

  • Vegan smjör til að smyrja samlokurnar að utanverðu (má sleppa)

Gott að bera fram með:

  • Kóríander

  • Pikluðum rauðlauk

  • Frönskum

Aðferð:

  1. Takið bitana úr frysti og steikið aðeins á pönnu uppúr smá olíu og salti. Bitarnir þurfa í raun ekkert að eldast mikið, bara í nokkrar mínútur þannig þeir séu orðnir mjúkir.

  2. Hellið þeim á stórt skurðarbretti og rífið í sundur með tveimur göfflum. Mér finnst þetta skipta miklu máli uppá áferðina á salatinu. Ég ríf þá ekkert alveg niður en ríf þá í sundur í þá stærð sem ég vil hafa bitana í stað þess að skera þá niður.

  3. Setjið bitana í stóra skál og bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið saman.

  4. Leyfið salatinu að standa í ísskáp í allavega klukkustund. Þetta gerir það að verkum að salatið verður bragðmeira og betra. Eins og ég sagði hér að ofan er mjög gott að gera þetta snemma sama dag og þið ætlið að bera salatið fram eða jafnvel kvöldið áður.

  5. Smyrjið brauðsneiðar með smjöri að utanverðu

  6. Smyrjið salati á og dreifið rifnum osti yfir

  7. Grillið samlokurnar í samlokugrilli eða á pönnu þar til osturinn hefur bráðnað og brauðið fengið örlítið gylltan lit.

Takk fyrir að lesa og vona að þið njótið!

-Helga María

-Þessi færsla er í samstarfi við Hellman’s á Íslandi-

 
Hellmann’s-Logo-2015.jpeg
 

Möffins með kanilmulningi og glassúr

Góðan daginn!

Ég vona að þið hafið það gott. Sjálf sit ég inni í eldhúsi og drekk fyrsta kaffibolla dagsins. Það er föstudagur og ágúst er hálfnaður. Sumarið hefur verið gott. Hér í Piteå hefur sólin skinið nánast allt sumarið og eins og heima á Íslandi er bjart allan sólarhringinn. Á meðan ég fagna sumrinu á hverju ári eftir langan veturinn þá verð ég að viðurkenna að ég hlakka mikið til haustsins. Þegar það kólnar örlítið og loftið verður ferskt og frískandi. Þegar laufin verða gul og rauð ég get aftur farið að nota þykku peysurnar mínar. Uppskrift dagsins er einmitt innblásin af þrá minni eftir haustinu. Möffins með kanilsykurshvirfli (swirl), toppaðar með kanilmulningi og glassúr.

Eins og ég sagði í síðustu færslu er ég aldrei jafn hugmyndarík í eldhúsinu og á haustin og fram að jólum. Ég get ekki alveg útskýrt hvað það er. Á sumrin er ég yfirleitt alveg hugmyndasnauð og síðan þegar líður að haustinu fer hausinn í gang. Ég þarf að finna leið til að viðhalda þessu frjóa hugmyndaflugi allt árið.

DSCF0666.jpg

Þessar möffins eru dúnmjúkar og “flöffy” með krispí krömbli, eða mulningi, sem er virkilega hin fullkomna blanda að mínu mati. Að lokum eru þær svo toppaðar með vanilluglassúr. Að hugsa sér að fyrir minna en tíu árum hafi fólk haldið að erfitt væri að baka góðar vegan kökur og tertur. Það er sem betur fer liðin tíð!

DSCF0680.jpg

Við erum farnar að skipuleggja uppskriftir haustsins og ég spurði á instagram í gær hvað lesendur okkar vilja sjá á blogginu. Þar fengum við mikið af skemmtilegum hugmyndum sem við erum búnar að skrifa hjá okkur. En við skulum vinda okkur að gómsætu möffinskökunum.

Möffins (12 kökur):

  • 5 dl hveiti

  • 2 og 1/2 dl sykur

  • 1 msk lyftiduft

  • 1/2 tsk salt

  • 2 tsk vanillusykur - eða vanilludropar

  • 1 dl bragðlaus matarolía

  • 4 dl haframjólk (önnur jurtamjólk virkar líka. Bætið við eftir þörf ef deigið er alltof þykkt)

Kanilsykursblanda:

  • 1 dl púðursykur

  • 1 msk kanill

Kanilmulningur

  • 2 dl hveiti

  • 1 dl púðursykur

  • 1 msk kanill

  • 6 msk bráðið smjörlíki

Glassúr:

  • 3 dl flórsykur

  • 2-3 msk haframjólk (eða önnur jurtamjólk)

  • 1 tsk vanillusykur

  • örlítið salt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Byrjið á því að búa til kanilsykursblönduna og mulninginn og leggið til hliðar. Bæði er gert með því að blanda hráefnunum í skálar.

  3. Gerið möffinsdeigið með því að blanda saman þurrefnunum í stóra skál, bæta mjólkinni og olíunni saman við og hræra með höndunum. Það er alveg óþarfi að nota rafmagnsþeytara eða hrærivél. Ég nota písk og reyni að hræra ekkert alltof mikið svo kökurnar verði sem mjúkastar.

  4. Leggið möffins pappírform í möffinsskúffu eða á ofnplötu ef þið eigið ekki svona möffinsskúffuform.

  5. Fyllið formin að hálfu með deigi, deilið svo kanilsykursblöndunni niður í formin og hellið möffinsdeigi yfir þar til formið er sirka 3/4 fullt.

  6. Deilið mulningnum niður í formin og munið að það mun líta út fyrir að þetta sé svakalega mikið en það mun ekki líta svoleiðis út þegar kökurnar eru bakaðar.

  7. Bakið í 12-18 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út úr kökunum þegar stungið er í þær.

  8. Útbúið glassúrinn á meðan kökurnar kólna með því að blanda saman hráefnunum í skál. Hellið honum svo yfir kökurnar þegar þær hafa kólnað aðeins.

Takk fyrir að lesa og vona að ykkur líki vel!

-Helga María

Uppáhalds grillmeðlætið okkar

Við systur höldum áfram að deila með ykkur uppáhalds grill uppskriftunum okkar en nú er komið að uppáhalds grill meðlætinu okkar. Okkur systrum finnst svo gaman að grilla og ennþá skemmtilegra að njóta matarins með góðum vinum eða fjölskyldu. Í þessari færslu deilum við með ykkur þremur réttum sem henta sem meðlæti með grillmatnum eða sem geggjaðir forréttir sem munu alltaf slá í gegn.

Við elskum að nota ferskt og gott grænmeti á grillið og er það uppistaðan í öllum smáréttunum sem koma hér á eftir. Það er ekkert smá auðvelt að gera ótrúlega ljúffenga grillrétti með einföldum hráefnum og fær grænmetið í þessum réttum að njóta sín ótrúlega vel.

IMG_9492.jpg

Grillaður chilli maís með vegan parmesan

  • 2 ferskir maísstönglar

  • Chilliolía

    • 1/2 dl góð ólífuolía

    • 1 tsk chillikrydd

    • 1/2 tsk paprikukrydd

    • 2 tsk blandaðar jurtir

    • 1/2 tsk laukduft

    • 1/2 tsk hvítlauksduft

    • 1 tsk salt

  • Heimagerður vega parmesan

    • 1 dl kasjúhnetur

    • 1 tsk laukduft

    • 1 tsk hvítlauksduft

    • 2 tsk salt

    • 2-3 msk næringarger

  • Oatly sýrður rjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að taka vel utan af maísstönglunum og passið að fjarlæga alla “strengina” vel. Byrjið á því að sjóða maísstönglana í 10 mínútur í stórum potti. Gott er að salta vatnið vel.

  2. Á meðan er gott að undurbúa chilliolíuna, en einungis þarf að blanda öllum hráefnunum fyrir olíuna saman í skál og setjið til hliðar.

  3. Setjið öll hráefnin fyrir parmesan ostinn í blandara eða matvinnsluvél og blandið þar til hráefnin verða að fínu dufti. Setjið til hliðar.

  4. Grillið maísstönglana þar til þeir verða fallega gylltir eða fá smá “brennda” bletti hér og þar.

  5. Penslið olínnu á maísinn um leið og hann kemur af grillinu og veltið þeim síðan upp úr heimagerða parmesan ostinum.

  6. Berið fram með vegan sýrðum rjóma.

Grillaðar kartöflur með chilli majónesi og chorizo pylsum

  • 2 stórar grillkartöflur

  • Vegan smjör

  • Salt

  • Chilli majónes (keypt eða heimagerð)

    • 2 dl vegan majónes

    • 1-2 tsk sambal oelek (chillimauk)

  • 1 vegan Chorizo pylsa

  • Graslaukur

Aðferð:

  1. Mér finnst best að byrja á því að sjóða kartöflurnar í 20 mínútur þar sem það tekur óratíma að grilla stórar kartöflur.

  2. Vefjið hvorri kartöflu inn í álpappír ásamt klípu af vegan smjöri og salti

  3. Grillið kartöflurnar í álpappírnum í 15 mínútur, gott er að snúa þeim af og til.

  4. Hrærið saman majónesinu og chillimaukinu fyrir heimagert chillimajó

  5. Skerið chorizo pylsuna í litla bita og steikið í 2-3 mínútur upp úr olíu á vel heitri pönnu.

  6. Skerið ofan í kartöflurnar, setjið klípu af vegan smjöri og smá salt ofan í og stappið því aðeins saman við kartöfluna. Dreifið chilli majónesinu, chorizo pylsubitunum og niðurskornum graslauk yfir og berið fram.

Vatnsmelónu grillsalat

  • 1/2 stór vatnsmelóna

  • 1 gúrka

  • 1/2 rauðalukur

  • safi úr 1/2 lime

  • örítið salt

  • Niðursöxuð mynta (má sleppa)

Aðferð:

  1. Skerið vatnsmelónuna, gúrkuna og rauðlaukinn niður í þá stærð sem þið kjósið.

  2. Blandið saman í skál og hellið safanum af límónunni yfir. Setjið salt og myntu saman við og blandið vel saman.

  3. Berið fram með öllum grillmat eða sem forréttur fyrir hvaða mat sem er.

-Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar

 
KRONAN-merki (1).png
 


Vegan taquitos

IMG_0391.jpg

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af vegan taquitos. “Hvað er taquitos?” spyrja eflaust einhverjir, en taquitos eru litlar maíspönnukökur eða hveiti tortillapönnukökur fylltar með gómsætri fyllingu, rúllaðar upp og steiktar eða djúpsteiktar. Taquitos eru svo bornar fram með því sem mann lystir og að okkar mati er þetta hinn fullkomni helgarkvöldmatur. Krispí að utan með mjúkri fyllingu inní, bornar fram með gómsætum sósum, tortillaflögum og litríku grænmeti. Þetta er eitt af því besta sem við systur höfum eldað lengi!

Sólin hefur skinið mikið uppá síðkastið og við komnar í mikið grillstuð og hlökkum til að byrja að vinna að sumarlegum grilluppskriftum fyrir ykkur. Okkur þætti ótrúlega gaman ef þið sendið okkur hugmyndir af réttum sem ykkur langar að sjá, hvort sem það er matur á grillið eða aðrar sumarlegar uppskriftir.

IMG_0379.jpg

Það er einmitt eitthvað svo sumarlegt við þessar gómsætu taquitos. Við erum ekki vissar hvort það eru fallegu litirnir, eða samsetningin af bragðinu, en það skiptir svo sem ekki öllu. Við sjáum fyrir okkur að gott sé að borða taquitos úti í sólinni með gómsætu meðlæti, eins og guacomole með miklum límónusafa. Gera svo einhvern ískaldan og safaríkan drykk með og njóta í botn.

Færsla dagsins er í samstarfi við Old El Paso, Við notuðum frá þeim white corn vefjurnar, Salsa dip, tortillaflögurnar og tacokryddið. Vörurnar frá Old El Paso eru ótrúlega gómsætar og henta ótrúlega vel í þennan frábæra rétt sem og fleiri af okkar uppáhalds mexíkósku uppskriftum.

IMG_0388.jpg

Sjáiði litina? Ég er á því að allt sem er svona litríkt og fallegt sé gott. Allavega nánast allt hehe.

IMG_0393.jpg

Vegan Taquitos

Hráefni;

  • Olía til að steikja upp úr

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1 pakki vegan “kjúklingur”

  • 1 pakki tacokrydd frá El Old Paso

  • 1,5 dl vatn

  • 1 dl vegan rjómaostur

  • 1,5 dl svartar baunir úr dós

  • 1 - 1,5 dl Taco dip frá Old El Paso

  • Safi úr 1/2 lime

  • Nokkrir dropar af sterkri sósu (má sleppa) - við notuðum mangó-habanero sósu

  • Salt og pipar eftir smekk

  • Rifinn vegan ostur

  • 2 pakkar White corn tortillur frá Old El Paso (í hvorum pakka eru 10 vefjur)

Aðferð:

  1. Leyfið vegan “kjúklingnum” að þiðna.

  2. Rífið “kjúklinginn” í sundur með því að nota tvo gaffla.

  3. Pressið hvítlaukinn og skerið rauðlaukinn í þunna strimla.

  4. Hitið olíu á pönnu.

  5. Steikið hvítlaukinn og laukinn á pönnunni þar til þeir hafa fengið svolítinn lit.

  6. Bætið vegan “kjúklingnum” á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur.

  7. Bætið kryddinu og vatninu út á og steikið í nokkrar mínútur í viðbót.

  8. Hellið baununum í sigti og skolið undir köldu vatni til að fá af þeim mest af safanum úr dósinni.

  9. Bætið baununum á pönnuna ásamt salsasósunni og blandið vel saman við restina.

  10. Bætið að lokum rjómaostinum, sterku sósunni og limesafanum út á og leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur. Saltið og piprið ef ykkur finnst þurfa.

  11. Takið af hellunni og leggið fyllinguna til hliðar.

  12. Útbúið rúllurnar með því að leggja vefju á borðið, strá vegan osti í botninn, setja svolítið af fyllingunni í og rúlla upp. Það á að vera hægt að rúlla þetta frekar þetta svo passið að setja ekki alltof mikið af fyllingu í hverja. Endurtakið svo þar til þið hafið fyllt allar vefjurnar.

  13. Hitið slatta af olíu á pönnu. Djúpsteikið hverja rúllu þar til hún fær gylltan lit.

  14. Leggið á fat með eldhúspappír sem dregur í sig svolítið af olíunni.

Meðlæti sem við höfðum með rúllunum:

  • Icebergsalat

  • Ferskt jalapeno og habanero chili

  • Vegan sýrður rjómi

  • Vorlaukur

  • Tortillaflögur frá Old El Paso

  • Kóríander

  • Guacomole

    • Lárpera

    • Tómatur

    • Rauðlaukur

    • Hvítlaukur

    • Limesafi

    • Salt og pipar

  • Maísmajónessalat

    • Steikur maís

    • Vegan majónes

    • Vegan sýrður rjómi

    • Vorlaukur

    • Kóríander

    • Limesafi

    • Salt og pipar

Takk fyrir að lesa og njótið!

Helga María og Júlía Sif

-Þessi færsla er í samstarfi við Old El Paso á Íslandi-

 
old-el-paso-800x800.jpg
 

Vegan ostahorn með aspas og sveppum

IMG_0333-4.jpg

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af gómsætum ostahornum með sveppa- og aspasfyllingu. Þessi ostahorn eru fullkomin til að taka með sér í ferðalagið eða bjóða uppá í veislum. Þau bragðast eins og uppáhalds heiti brauðrétturinn okkar og við erum vissar um að þau munu slá í gegn við allskonar tilefni.

IMG_0296-3.jpg

Svona horn er að sjálfsögðu hægt að leika sér endalaust með og breyta til hvað varðar fyllingu. Færsla dagisins er í samstarfi með Violife og í aspashornin notuðum við bæði hreina rjómaostinn þeirra og rifinn ost. Vegan ostarnir og rjómaostarnir eru svo fullkomnir í svona horn en Violife framleiða allskonar spennandi bragðtegundir. Við gætum t.d. ímyndað okkur að bæði hvítlauks- og jurtarjómaosturinn og chilirjómaosturinn séu æðislegir í svona horn. Af sneiddu ostunum væri svo örugglega æði að nota t.d. þann með sveppabragði og þann með “kjúklingabragði”.

Það er langt síðan við systur hittumst síðast og blogguðum saman. Ég (Helga) bý í Svíþjóð svo við erum vanar að þurfa að vinna svolítið i sitthvoru lagi. Núna er ég þó á landinu og því höfum við getað tekið okkur smá tíma í að blogga. Það er alltaf jafn gaman þegar við vinnum saman og það minnir okkur á það hversu dýrmætt það er að við rekum þessa síðu saman, sem í fyrstu átti bara að vera lítið “hobbí”, en er í dag orðið svo stór hluti af lífinu okkar.

IMG_0309.jpg

Við hlökkum til að heyra hvað ykkur finnst um aspashornin og hvort þau munu klárast jafn fljótt og þau gerðu hjá okkur. Eins megiði endilega deila með okkur ef þið prófið að gera aðra fyllingu í hornin og hvernig það kom út. Við elskum að fá nýjar og skemmtilegar hugmyndir.

IMG_0342-3.jpg

Ostahorn með aspas og sveppum

Hornin sjálf:

  • 8-10 dl hveiti (byrjið á 8 og bætið svo við eftir þörfum)

  • 1 pakki þurrger

  • 1 msk sykur

  • 1 tsk salt

  • 5 dl plöntumjólk

  • 100 gr smjörlíki

Aðferð:

  1. Bræðið smjörlíki í potti og bætið mjólkinni saman við. Mjólkin þarf ekki að hitna mikið, heldur vera við líkamshita.

  2. Hellið mjólkurblöndunni í stóra skál og stráið þurrgerinu saman við. Leyfið því að standa í nokkrar mínútur eða þar til það byrjar að freyða svolítið.

  3. Bætið restinni af hráefnunum útí.

  4. Bætið við meira hveiti ef þarf. Ég held ég hafi á endanum notað um 9 dl. Deigið má ekki vera of þurrt, þið eigið að geta stunduð hreinum fingri ofan í án þess að deig klessist við hann. Hnoðið deigið létt. Ef þið notið hrærivél er fínt að miða við að deigið sé tilbúið þegar það byrjar að losna frá skálinni.

  5. Leyfið deiginu að hefast í klukkutíma í skál með viskustykki eða plastfilmu yfir.

  6. Hitið ofninn í 200°c

  7. Skiptið deiginu í tvennt ef þið viljið hafa hornin frekar stór en í fernt ef þið viljið hafa þau minni (við gerðum stór) og fletjið út hvern helming fyrir sig í hring. Skerið niður í sneiðar (sjá mynd að ofan), setjið fyllingu á og stráið rifnum Violife osti yfir. Passið ykkur að setja ekki alltof mikið af fyllingu í hvert því það þarf að vera hægt að rúlla þessu upp án þess að allt velli úr. Rúllið upp frá breiðari endanum.

  8. Smyrjið með örlítilli vegan mjólk og stráið yfir einhverju sem ykkur þykir gott. Við notuðum sesamgaldur frá pottagöldrum en það er líka gott að strá yfir sesamfræjum, grófu salti eða jafnvel rifnum Violife osti.

  9. Bakið í 10-12 mínútur eða þar til hornin hafa fengið gylltan og fínan lit.

  10. Leyfið þeim að kólna svolítið áður en þau eru borin fram.

Aspas- og rjómaostafylling:

  • Olía til steikingar

  • 2 öskjur hreinn rjómaostur frá Violife

  • 1 dós grænn aspas plús 1 msk safi úr dósinni

  • 100 gr sveppir

  • 1 sveppakraftur

  • Salt og pipar ef þarf. Sveppakrafturinn er saltur svo smakkið til svo að þetta verði ekki of salt.

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu

  2. Saxið sveppina smátt og steikið á pönnunni

  3. Saxið aspasinn líka aðeins og bætið á pönnuna

  4. Myljið sveppakraftinn og bætið á pönnuna ásamt 1 msk af aspas safanum

  5. Takið af pönnunni og leyfið að kólna aðeins

  6. Setjið rjómaostinn í skál og bætið sveppa- og aspasblöndunni út í og hrærið saman.

  7. Bætið salti og pipar ef ykkur finnst þurfa.

Takk fyrir að lesa og njótið vel!

-Helga María og Júlía Sif

-Þessi færsla er í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
violife-logo-1.png
 

Pítsa með rauðu pestó og ceasar dressingu.

Pítsur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og líkt og hjá mörgum hef ég oftar en ekki pítsu í matinn á föstudagskvöldum. Eftir að ég varð vegan fór ég að prófa mjög mikið af msimunandi hráefnum ofan á pítsur og elska ég að finna nýjar samsetningar sem koma vel út. Þegar ég bjó í Danmörku kynntist ég því að setja grænt salat og salatdressingar ofan á pítsur og það hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér núna síðustu mánuði.

Ég hef mikið verið að nota salat dressingarnar úr vegan línunni frá Sacla en þær eru ótrúlega ferskar og góðar og passa fullkomlega ofan á pítsur. Áður en ég fékk þær í hendurnar notaði ég oft majónessósur í þetta en ég fékk alltaf smá ógeð eftir nokkrar sneiðar þar sem majónessósur eru mikið feitari og þyngri að mínu mati. Þess vegna hef ég verið í skýjunum eftir að ég fékk Sacla sósurnar. Bæði Ceasar sósan sem ég nota í þessari uppskrift og Blue cheese sósan frá þeim passa fullkomlega ofan á pítsu. Ég nota venjulegt salat ofan á, frekar en klettasalat þar sem mér finnst það passa betur með salatdressingunum.

Hráfeni:

  • Pítsadeig (annað hvort heimagert eða keypt deig)

  • Rautt pestó úr vegan línu Sacla Italia

  • Rauðlaukur

  • Rauð eða gul papríka

  • Rifinn vegan ostur (ég nota alltaf origianl violife ostinn)

  • 3 msk olífuolía + örlítið salt

  • Grænt salat

  • sirka 1/2 flaska Ceasar sósa frá Sacla italia

Aðferð:

  1. Stillið ofnin á 220°C blástur

  2. Fletjið út pítsadeigið og smyrjið með vel af rauða pestóinu.

  3. Skerið rauðlaukinn og papríkuna í strimla og dreyfið á deigið. Dreyfið ostinum yfir, hellið ólífuolíunni yfir ostinn og stráið smá salti yfir.

  4. Bakið pítsuna í ofninum þar til osturinn bráðnar og deigið verður fallega gyllt í könntunum. Tekur sirka 12 mínútur.

  5. Skerið salatið niður og dreyfið yfir pítsuna þegar hún kemur út úr ofninum. Hellið sósunni yfir pítsuna, notið það magn sem hver og einn vill.

Takk fyrir að lesa og njótið vel.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi

 
sacla-logo.png
 

Ofnbakað gnocchi í pestórjómasósu

IMG_0022-2.jpg

Hæ kæru vinir. Vona að þið hafið það gott!

Í dag deili ég með ykkur uppskrift af ofnbökuðu gnocchi med grænkáli í gómsætri pestórjómasósu. Þetta er einn af þeim réttum sem er einfalt að útbúa en smakkast eins og á veitingastað. Hversu fullkomið?!

IMG_0001_1-4.jpg

Síðustu vikur hef ég fundið ástríðuna mína fyrir matargerð og bakstri koma aftur. Eftir nokkra mánuði þar sem ég nennti ekki einu sinni að hugsa um mat, og borðaði einungis til að næra mig, var ég orðin svolítið áhyggjufull. Ég var farin að velta því fyrir mér hvort ég myndi nokkurn tíman fá góða hugmynd aftur í eldhúsinu og hvort ég væri kannski alveg búin að missa áhugann á því að elda mat. Eftir áramótin hefur mér þó liðið mun betur og hef fundið hvernig hugmyndirnar byrja að koma til mín aftur. Það hefur verið yndisleg tilfinning að finna hvernig ég sprett fram úr rúminu til að skrifa niður hugmynd af réttium sem mig langar að prófa.

Þessi réttur var einmitt dæmi um það. Ég lá í rúminu eitthvað kvöldið og þegar ég var í þann mund að sofna sá ég fyrir mér pönnu fulla af gnocchi í rjómakenndri pestósósu. Ég hljóp framúr og skrifaði niður á blað; “Gnocchi, pestó - heimagert, rjómi, hvítvín, sítrónusafi, grænkál eða spínat eða eitthvað svoleiðis”. Daginn eftir keypti ég svo hráefnin í réttinn og prófaði, og útkoman var dásamlega góð.

IMG_0012-4.jpg

Ég komst að því fyrir ekki svo löngu að hægt er að kaupa vegan ferskt gnocchi og ég hoppaði hæð mína af gleði. Á sama tíma og ég elska að útbúa mitt eigið (uppskrift HÉR) þá er það tilbúna alveg ótrúlega gott og einfaldar eldamennskuna til muna. Ég kaupi gnocchi frá Rana og það er 100% vegan. Mörg önnur merki innihalda egg og mjólk svo það er mikilvægt að lesa á pakkninguna til að vera viss. Gnocchi frá Rana fæst í Fjarðarkaupum, Hagkaupum og Melabúðinni!

IMG_0016-4.jpg

Ofnbakað gnocchi í pestórjómasósu

Hráefni:

  • 500 gr gnocchi, heimagert eða keypt tilbúið

  • olía til að steikja upp úr

  • 1 meðalstór gulur laukur

  • 1 hvítlauksgeiri

  • 150 gr grænkál eða spínat

  • 1.5 tsk oregano

  • 250 ml vegan matreiðslurjómi. Oatly er minn uppáhalds

  • 1.5 dl þurrt hvítvín

  • 1 dl vatn

  • safi og börkur af hálfri sítrónu

  • 1/2 dl heimagert grænt pestó - uppskrift hér að neðan (Hægt að nota tilbúið úr búð líka og við mælum mikið með pestóinu frá Sacla)

  • chiliflögur eftir smekk

  • rifinn vegan ostur til að toppa með

  • gott brauð að bera fram með. Ég bar réttinn fram með baguettebrauði

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c.

  2. Hitið olíu á pönnu við meðalháan hita.

  3. Skerið niður laukinn og pressið hvítlaukinn og steikið þar til hann fær smá lit.

  4. Bætið gnocchi út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur.

  5. Bætið oregano og grænkáli út á og steikið þar til grænkálið hefur mýkst og minnkað aðeins.

  6. Hækkið hitann og bætið hvítvíninu útí og eldið í sirka 3-5 mínútur.

  7. Bætið pestó, rjóma, vatni, sítrónusafa, sítrónuberki og chiliflögum út á og lækkið hitann aftur niður í miðlungshita. Blandið saman og takið af hellunni.

  8. Færið yfir í eldfastmót, nema þið notið pönnu sem hægt er að setja beint inní ofn. Stráið rifnum vegan osti yfir og setjið í ofninn þar til osturinn hefur bráðnað og fengið gylltan lit.

Pestó

Hráefni:

  • 50 gr fersk basilika

  • 1/2 dl furuhnetur

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1/2 dl ólífuolía

  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Blandið öllu fyrir utan olíunni saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

  2. Hrærið olíunni saman við.

Takk fyrir að lesa og njótið!

-Helga María

Mexíkóskt lasagna

IMG_1608.jpg

Hæ!

Ég hef hlakkað lengi til að deila með ykkur uppskriftinni af þessu gómsæta mexíkóska lasagna. Þetta er einn af þessum réttum sem er virkilega einfalt að útbúa en smakkast á sama tíma svakalega vel. Það er eitt það besta sem ég veit, að elda einfaldan mat sem samt smakkast ótrúlega vel.

Færslan er í samstarfi við Hagkaup og þar fáiði allt sem þarf í þessa uppskrift. Við höfum unnið svolítið með Hagkaup síðustu mánuði og við erum alveg ótrúlega ánægðar með það. Úrvalið hjá þeim af vegan mat er gríðarlega flott og alltaf jafn gaman að sjá eitthvað nýtt og spennandi hjá þeim að prófa.

IMG_1568.jpg

Nú er mánudagur og ný vika að hefjast en eins og hjá mörgum öðrum hafa dagarnir svolítið runnið í eitt síðasta mánuðinn. Það hefur því ekki verið jafn auðvelt að skilja helgina frá skólavikunni. Við Siggi höfum þó reynt að halda okkur við okkar rútínu yfir vikuna og gera eitthvað svolítið öðruvísi um helgar. Við pössum okkur t.d. á því að gera okkur helgarbröns eins og við erum vön og kaupum vel inn fyrir vikuna af mat svo auðvelt sé að gera góðan matseðil. Ég viðurkenni að þetta ástand hefur haft áhrif á mig og ég hef stundum orðið kvíðin yfir þessu öllu saman. Mér hefur því þótt mikilvægt að hafa matarræðið og svefninn í góðu lagi og hef fundið að það gerir gæfumun.

IMG_1580.jpg

Eitt af því sem hefur haldið geðheilsunni minni í lagi síðustu vikur er nýi áhugi minn á súrdeigi. Mér líður hálf kjánalega að segja frá því, það virðast allir annaðhvort vera byrjaðir á fullu í súrdeiginu eða orðnir dauðþreyttir á því að sjá þetta á öllum miðlum. Mig hefur langað að gera súrdegi lengi og um áramótin strengdi ég ein heit. Að læra að gera súrdeigsbrauð. Ég hef svo haldið áfram að fresta því þar til fyrir rúmri viku þegar ég ákvað loksins að slá til og byrja að búa til súr.

Akkúrat viku seinna bakaði ég mitt fyrsta súrdeigsbrauð sem var svo dásamlega gott og fallegt. Í þessum töluðu orðum liggur brauðdeig í hefunarkörfum inni í ísskáp og ég skelli þeim í ofninn á eftir. Ég skil það loksins hvernig fólk getur fengið þetta á heilann. Þegar ég byrjaði að lesa mér til um þetta og skoða allskonar myndbönd fannst mér þetta líta nánast ógerlegt út. Endalaust vesen, súr, levain, “stretch and fold”, formótun, mótun, hefunarkörfur, steypujárnspottur.. Mér fannst nánast eins og allt þetta stúss gæti ekki verið þess virði. EN nú þegar ég hef bakað mitt fyrsta brauð og borðað það fatta ég þetta. Þetta var í fyrsta lagi ekki jafn mikið vesen og ég hélt. Það þarf vissulega að gera ýmislegt en það tekur alltaf lítinn tíma í einu og svo fær þetta að bíða. Í öðru lagi er þetta miklu betra (að mínu mati) en allt annað brauð. Ég get nefnilega ekki keypt nýbakað súrdeigsbrauð þar sem ég bý. Ég get því sagt að ég er mjög spennt fyrir þessu nýja áhugamáli mínu.

IMG_1593.jpg

En færsla dagsins snýst ekki um súrdeigsbrauð heldur þetta gómsæta mexíkóska lasagna. Í stað pasta nota ég tortilla pönnukökur og ofan á lasagnað ákvað ég að setja tortillaflögur sem gaf réttinum þetta góða “crunch”. Þegar það var komið úr ofninum toppaði ég það með lárperu, fljótlegu fersku tómatsalsa, fersku kóríander og vegan sýrðum rjóma. Þetta gaf réttinum dásamlegan ferskleika. Þetta er hinn fullkomni réttur til að bjóða uppá í matarboði en er líka frábær sem góður kvöldmatur!

IMG_1601.jpg

Mexíkóskt lasagna

Hráefni:

  • Olía til að steikja uppúr

  • 5-6 meðalstórar tortillapönnukökur

  • 1 pakki (ca 300 gr) vegan hakk (þarf ekki að vera nákvæmlega 300 en þeir eru yfirleitt í kringum það. Ég mæli mikið með hakkinu frá Anamma)

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1-1 1/2 paprika

  • 1-2 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk cuminduft

  • 1 tsk paprikuduft

  • 1 tsk laukduft

  • 2 krukkur salsasósa (ég nota þær frá Santa Maria)

  • 2 dl tómatpassata

  • 100 gr svartar baunir úr dós

  • 100 gr maísbaunir (ég mæli með frosnum maísbaununum frekar en þeim í dós)

  • 1 pakki vegan rjómaostur (ég setti helminginn í fyllinguna og restina ofan á áður en ég bakaði lasagnað). Mæli með Oatly

  • salt og pipar

  • Rifinn vegan ostur eftir smekk

  • Tortillaflögur

Hugmyndir af hlutum til að toppa með eftir á:

  • Lárpera

  • Vegan sýrður rjómi. Mæli með Oatly

  • Ferskt tómatsalsa (ég gerði mjög einfalda útgáfu þar sem ég blandaði saman ferskum tómötum, rauðlauk, lime safa, kóríander og salti)

  • Ferskt kóríander

  • Lime safi

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Hitið olíu á pönnu eða í potti.

  3. Bætið hakkinu út í. Vegan hakk má elda beint úr frystinum og þarf því ekki að láta þiðna. Steikið hakkið í nokkrar mínútur.

  4. Saxið rauðlaukinn og pressið hvítlaukinn og bætið út í. Steikið þar til laukurinn hefur mýskt svolítið.

  5. Bætið paprikunni út í og steikið í nokkrar mínútur.

  6. Bætið kryddum út í og hrærið saman við.

  7. Hellið salsaósu og tómatpassata út í og leyfið þessu að malla í sirka 10 mínútur.

  8. Skolið svörtu baunirnar í sigti undir vatni til að ná af þeim safanum úr dósinni. Bætið þeim út í fyllinguna ásamt maís og helmingnum af rjómaostinum. Það má vissulega setja hann allan út í en mér fannst mjög gott að spara helminginn og setja ofan á áður en ég setti réttinn í ofninn. Leyfið að malla í sirka 5 mínútur eða þar til rjómaosturinn hefur bráðnað vel í fyllingunni.

  9. Saltið og piprið eftir smekk

  10. Skerið niður tortillapönnukökurnar í ræmur eða eftir því sem passar best í ykkar eldfasta mót.

  11. Setjið fyllingu í botninn á forminu, raðið svo pönnukökum yfir og endurtakið þar til fyllingin er búin.

  12. Stráið örlítið af vegan osti yfir, raðið tortillaflögum yfir ostinn, því næst restinni af rjómaostinum (ég hitaði minn örlítið í litlum potti svo auðvelt væri að setja hann yfir), og á endanum aðeins meira af vegan osti.

  13. Setjið inní ofn og bakið í sirka 25 mínútur eða þar til osturinn ofan á er orðinn gylltur og fínn.

  14. Toppið með því sem ykkur lystir. Þið sjáið mínar hugmyndir hér að ofan, en mér finnst gera mikið fyrir réttinn að bæta þessu ferska yfir.

Takk fyrir að lesa og ég vona innilega að ykkur líki uppskriftin vel!

Helga María

 
hagkaup_orange_sv_meirasvona.png
 

Stór vegan súkkulaðibitakaka með karamellusósu

IMG_1367-2.jpg

Í dag færi ég ykkur uppskrift af stórri vegan súkkulaðibitaköku með karamellusósu og ís. Kakan er hinn fullkomni desert og mun svo sannarlega stela senunni við ýmis tilefni.

IMG_1285.jpg

Þessi kaka er virkilega skemmtilegur eftirréttur að bjóða uppá t.d. í matarboðum eða veislum. Hún smakkast eins og venjulegar súkkulaðibitakökur en það er mun auðveldara að útbúa hana og borin fram volg með vanilluís er hún betri en nánast allt annað í heiminum! Já stór orð, en ég stend við þau!

Færslan er í samstarfi við Hagkaup og þar fást allar þær vörur sem þarf í uppskriftina. Eins og við höfum nefnt áður er mikið úrval af góðum vegan vörum í Hagkaup og við elskum að versla þar. Ég notaði í þetta sinn suðusúkkulaði í kökuna, en get ímyndað mér að það sé ótrúlega gott að leika sér með uppskrifitina og nota eitthvað af gómsætum vegan súkkulaðistykkjunum sem fást í Hagkaup. Mín uppáhalds eru Jokerz sem er eins og vegan útgáfa af snickers, Twilight sem er eins og Mars og Buccaneer sem er eins og Milky way. Í Hagkaup fást einnig allskonar tegundir af vegan ís sem er góður með kökunni. Við mælum mikið með ísnum frá Oatly og Yosa.

IMG_1311.jpg

Karamellusósan er sú sama og í uppskriftinni af Döðlukökunni (mæli með að prófa döðlukökuna ef þið hafið ekki gert það). Ég leyfði sósunni þó að þykkna aðeins meira fyrir þessa uppskrift og hún passaði fullkomlega með kökunni og ísnum.

Þegar kakan er borin fram heit er hún svolítið klesst að innan sem mér finnst alveg ótrúlega gott. Það er mikilvægt að baka hana ekki of lengi þvi þá verður hún bara eins og hörð smákaka. Við viljum hafa hana svolítið “gooey!”

IMG_1356.jpg

Ég vona innilega að þið bakið kökuna og látið okkur vita hvað ykkur finnst. Þið hafið verið dugleg að tagga okkur á Instragram uppá síðkastið og okkur þykir enn og aftur ótrúlega vænt um það.

IMG_1349.jpg

Takk innilega fyrir að lesa! <3

-Helga María

Æðisleg stór vegan súkkulaðibitakaka

Æðisleg stór vegan súkkulaðibitakaka
Höfundur: Helga María
Eldunartími: 30 MinHeildartími: 30 Min

Hráefni:

  • 200 gr. smjörlíki
  • 2 dl púðursykur
  • 1,5 dl sykur
  • 1 hörfræsegg (1 msk möluð hörfræ + 3 msk vatn)
  • 1 tsk vanilludropar
  • 5 dl hveiti (Ath að til að fá rétt magn af hveiti mæli ég með að nota skeið til að setja hveitið í dl málið í stað þess að moka upp hveiti með málinu því með því að moka beint upp með dl málinu er hætta á að pakka inn alltof miklu hveiti)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 200 gr. saxað suðusúkkulaði (eða annað vegan súkkulaði)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°c
  2. Byrjið á því að gera hörfræseggið með því að blanda 1 msk möluðum hörfræjum saman við 3 msk vatn og láta standa í nokkrar mínútur þar til það hefur þykknað svolítið.
  3. Bræðið smjörlíkið og hrærið saman við púðursykur og sykur með písk.
  4. Bætið hörfræsegginu og vanilludropunum út í og hrærið saman.
  5. Hrærið hveiti, lyftidufti, salti og matarsóda saman í aðra skál og bætið út í smjörblönduna í skömmtum og hrærið saman með sleikju eða sleif. Ég bæti hveitinu í skömmtum svo deigið verði ekki of þurrt.
  6. Saxið súkkulaðið og setjið út í skálina og blandið saman við með sleikju eða sleif. Geymið smá af súkkulaðinu til hliðar sem þið setjið ofan á deigið þegar það er komið í formið.
  7. Smyrjið steypujárnspönnu eða kökuform með smjörlíki.
  8. Setjið deigið ofan í og toppið með reistinni af súkkulaðinu.
  9. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til kakan er orðin svolítið gyllt að ofan. Eins og ég sagði hér að ofan er kakan svolítið klesst að innan ef hún er borðuð heit en það er alveg eins og það á að vera.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur
 
hagkaup_orange_sv_meirasvona.png
 

-Færslan er unnin í samstarfi við Hagkaup og þar fást allar vörurnar í uppskriftina-

Vegan pizzasnúðar á tvo vegu

IMG_1137-2.jpg

Hæ!

Nú erum við loksins mættar aftur á bloggið eftir svolitla pásu. Mörg ykkar sem lesið færslurnar okkar fylgið okkur líka á samfélagsmiðlum og vitið því hvað við höfum verið að gera síðan um jólin. Við héldum meðal annars útgáfuhóf fyrir bókina okkar í janúar og fórum í allskyns viðtöl til að kynna hana. Ég (Helga) eyddi öllum janúar á Íslandi og það var æðislegt. Við náðum að gera svo margt skemmtilegt saman, bæði í tengslum við bókina og annað.

IMG_1024-2.jpg

Nú er ég hinsvegar komin aftur til Svíþjóðar og eins og staðan er núna er háskólanámið mitt kennt í fjarnámi sem er ekkert svakalega hentugt fyrir okkur sem erum í tónlistarnámi sem snýst mikið um að syngja og spila með öðru fólki. Ég hef verið lítil í mér uppá síðkastið og á þessum skrítnu tímum sakna ég fjölskyldunnar og á svolítið erfitt með alla óvissuna sem ríkir þessa stundina. Það huggar mig þó örlítið að finna hvað við stöndum öll mikið saman og ég reyni að muna að þetta ástand er tímabundið.

Ég hef eytt miklum tíma í eldhúsinu síðustu vikur og hef reynt að vera dugleg að sýna frá því á Instagram. Við erum einnig byrjaðar að gera matreiðslumyndbönd og þau finniði á Instagram TV og svo á YouTube þar sem við heitum Veganistur. Ég viðurkenni þó að ég hef saknað þess að blogga og er svakalega glöð að vera loksins komin með uppskrift handa ykkur.

Uppskrift dagsins er af þessum dásamlegu pizzasnúðum. Ég ákvað að gera bæði pizzasnúða og hvítlaukssnúða og guð minn góðurrr hvað þeir eru góðir. Færslan er í samstarfi við Hagkaup og þar fáiði allt sem þarf í snúðana. Í Hagkaup er gríðarlegt úrval af góðum vegan mat og ekkert smá gaman að prófa nýjar og spennandi vörur t.d. úr frystinum þeirra. Ég ákvað að nota Pulled Oumph! í snúðana mína en það er auðvitað hægt að nota eitthvað annað ef þið viljið. Ég mæli þó eindregið með því að þið prófið að nota Oumphið.

IMG_1057.jpg

Eins og ég sagði hér að ofan er ég rosalega glöð að vera loksins að blogga aftur og ég er búin að gera langan lista yfir það sem ég vil gera á næstunni. Ég hef verið svolítið mikið í bakstrinum uppá síðkastið en lofa því að það fer að koma meira af réttum hérna inn sem gott er að elda t.d. í kvöldmat. Þið megið líka alltaf senda okkur ef þið viljið sjá eitthvað sérstakt á blogginu hjá okkur.

Fyllingin í snúðana alls ekki heilög og lítið mál að breyta henni eins og maður vill. Ég hef líka útbúið snúða með sveppum, ólífum og sólþurrkuðum tómötum og þeir voru ekkert smá góðir. Í rauninni virkar að setja bara það sem manni þykir gott á pizzu.

fyrir ofninn.jpg

Hveeersu girnilegir?!

Ég ákvað á seinustu stundu að útbúa hvítlaukssnúða með og var ekki viss um að þeir myndu yfir höfuð heppnast vel. Þeir komu mér þvílíkt á óvart og smökkuðust dásamlega. Það var alveg fullkomið að gera báðar tegundirnar og borða saman.

hvítlaukssmjör.jpg
hrært smjör.jpg

Ég hef oft bakað hvítlauksbrauð heima og mér hefur aldrei þótt það jafn gott og það sem ég panta á veitingastöðum en mér þótti þessir snúðar það. Þeir urðu dúnmjúkir og góðir að innan og voru akkúrat eins og ég vildi hafa þá. Ég mæli því mikið með því að þið prófið.

hvítl. snúðar.jpg

Ég vona að ykkur líki vel og ef þið prófið að baka snúðana megiði endilega láta mig vita hvað ykkur fannst. Við elskum þegar þið eldið og bakið af blogginu og úr bókinni okkar og taggið okkur á instagram svo við sjáum afraksturinn. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um það og það gefur okkur mikinn kraft í að halda áfram að útbúa nýjar og spennandi uppskriftir. Síðan bókin okkar kom út höfum við fengið svo mikið af fallegum skilaboðum frá ykkur, við erum ykkur endanlega þakklátar.

En hér kemur uppskriftin loksins!!

IMG_1147.jpg

Pizzadeig:

Hráefni:

  • 320 ml vatn við líkamshita

  • 1/2 pakki þurrger (6 gr)

  • 1 tsk salt

  • 2 msk ólífuolía

  • 450-500 gr hveiti

Aðferð:

  1. Hellið vatninu í skál og stráið þurrgerinu yfir og leyfið því að leysast upp í vatninu

  2. Bætið salti og ólífuolíu út í skálina

  3. Bætið hveitinu við í skömmtum þar til auðvelt er að hnoða deigið án þess að það klessist. Ég bætið því við í skömmtum því það er alltaf hægt að bæta við ef þarf en alls ekki gott að setja of mikið.

  4. Hnoðið deigið og leyfið því svo að hefast í 90 mínútur.

Ég skipti þessu deigi í tvennt og gerði pizzasnúða úr helmingnum og hvítlaukssnúða úr restinni. Ef þið ætlið bara að gera pizzansúða þá tvöfaldiði uppskriftina af fyllingunni.


Pizzasnúðar:

Hráefni:

  • Helmingurinn af pizzadeiginu

  • Pizzasósa eftir smekk

  • Rifinn vegan ostur eftir smekk. Það er mjög misjafnt hversu mikinn ost fólk vill hafa, en ég notaði Violife og setti sirka 150 grömm á pizzasnúðana og svipað á hvítlauks.

  • Hálf lítil rauð paprika

  • hálfur lítill rauðlaukur

  • Hálfur poki af pulled Oumph!

  • Vegan rjómaostur eftir smekk. Ég notaði påmackan frá Oatly

  • Þurrkað oregano

  • Þurrkuð basilika

  • Gróft salt

  • Fersk basilika til að toppa snúðana með

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Fletjið deigið út og passið að hafa svolítið hveiti á borðinu svo deigið festist ekki við það.

  3. Smyrjið eins mikilli sósu og þið viljið á deigið. Mér finnst gott að setja vel af henni.

  4. Stráið ostinum yfir, því næst Oumphinu, og svo grænmetinu.

  5. Setjið rjómaostinn á. Mér finnst best að taka smá með skeið og setja litlar klípur yfir allt deigið.

  6. Stráið kryddunum yfir.

  7. Rúllið upp og skerið í snúða. Það komu sirka 13 snúðar hjá mér og þá tel ég með þessa ljótu úr endunum.

  8. Raðið á ofnsplötu með smjörpappír og bakið í 12-15 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir vel gylltir að ofan. Ég byrjaði að fylgjast með mínum eftir svona 10 mínútur.

Hvítlaukssnúðar:

Hráefni:

  • Hinn helmingurinn af pizzadeiginu

  • 100 gr. vegan smjörlíki

  • 2 hvítlauksgeirar

  • Rifinn vegan ostur (ég setti sirka 150 gr.)

  • 1 msk þurrkuð steinselja

  • 1 -2 msk saxaður graslaukur

  • Spínat eftir smekk. Ég raðaði bara yfir deigið en mældi ekkert sérstaklega (sjá mynd)

  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið smjörlíkið í skál (best að hafa það við stofuhita svo auðvelt sé að hræra það og smyrja)

  2. Pressið eða rífið hvítlaukinn út í og hrærið saman við smjörlíkið ásamt steinseljunni og graslauknum.

  3. Saltið aðeins ef þarf.

  4. Fletjið deigið út og smyrjið hvítlaukssmjörinu á.

  5. Stráið ostinum yfir.

  6. Raðið spínatinu yfir.

  7. Rúllið upp og skerið niður.

  8. Bakið í 12-15 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir vel gylltir að ofan. Ég byrjaði að fylgjast með mínum eftir svona 10 mínútur.

Takk fyrir að lesa

Helga <3

 
hagkaup_orange_sv_meirasvona.png
 

-Þessi færsla er í samstarfi við Hagkaup og fást öll hráefnin þar-

Smákökur með súkkulaðidropum

IMG_0071-3.jpg

Í dag deili ég með ykkur annarri smákökuuppskrift. Í síðustu viku birti ég uppskrift af vanilluhringjum og nú deili ég með ykkur gómsætum smákökum með súkkulaðidropum. Bæði vanilluhringirnir og súkkulaðidropakökurnar eru einskonar vegan útgáfa af uppskriftum frá mömmu. Það minnir mig fátt meira á jólin en handskrifaðar uppskriftir úr gömlu bókunum hennar. Uppskriftir sem hún fékk hjá ömmu og hafa fylgt fjölskyldunni lengi. Þar sem ég bý erlendis og get ekki flett uppskriftarbókunum hennar hefur hún þurft að taka myndir af blaðsíðunum og senda mér. Svo þarf hún helst að vera laus akkúrat þegar ég ætla að baka til þess að hjálpa mér og gefa mér ráð. Hún fær því að taka þátt í smákökutilraunum mínum þó við séum í sitthvoru landinu.

IMG_0046.jpg

Þessi færsla er sú fjórða í samstarfi við Naturli og það hefur verið ótrúlega gaman að útbúa góðan jólabakstur og nota í það smjörlíkið þeirra. Smjörlíkið er vegan og unnið úr Shea-, kókos-, raps- og möndluolíu. Naturli framleiða bæði vegan smjör sem er fullkomið á brauð og svo smjörlíki til baksturs. Eins framleiða þau allskonar vegan matrvöru og dásamlega góðan ís sem er hinn fullkomni jóladesert.

IMG_0048-2.jpg

Nú erum við komnar með ansi gott úrval af jólabakstri á blogginu og svo enn meira í bókinni okkar sem er nýkomin út. Í bókinni eru til dæmis uppskriftir af mömmukökum, piparkökum og laufabrauði. Það er svo magnað að hugsa til þess að fyrir nokkrum árum hafi fólk almennt haldið að ekki væri hægt að baka góðar vegan jólasmákökur. Það eru heldur ekkert svakalega mörg ár síðan erfitt var að finna vegan smjörlíki í baksturinn. Í dag sem betur fer er ekkert mál að vera vegan allan ársins hring og við grænkerarnir getum borðað yfir okkur af allskyns kræsingum. Ég hlakka til að deila með ykkur fleiri hátíðlegum uppskriftum í desember.

IMG_0055-4.jpg

Ég sit með Blonde Redhead í eyrunum og hugsa til þess hversu þakklát ég er fyrir öll fallegu skilaboðin sem okkur hefur borist síðan bókin okkar kom út. Þetta ár hefur verið það allra besta sem ég hef lifað hingað til, en á sama tíma virkilega krefjandi og oft hef ég átt erfitt með að finna góðan balans. Ég efast í sífellu um það sem ég geri. Ég er hrædd um að gera mistök, valda fólki vonbrigðum og bara almennt standa mig ekki nógu vel. Ég talaði aðeins um það á Instagram um helgina hvernig ég ætla að reyna að vera duglegri að sýna ykkur á bakvið tjöldin þegar ég er að blogga og prófa mig áfram í eldhúsinu. Ég nefnilega deili með ykkur færslunum þegar þær eru tilbúnar, með myndum og öllu, en í raun er ýmislegt sem á sér stað áður en sjálf færslan er tilbúin. Ég hef oftar en ekki þurft að prófa hverja uppskrift nokkrum sinnum áður en ég finn nákvæmlega hvernig ég vil hafa hana og í þau skipti sem uppskriftirnar mistakast hjá mér fyllist ég vonleysi og langar að hætta við allt saman. Eins hef ég oft útbúið uppskrift og tekið myndir en verið óánægð með myndirnar sjálfar, eða jafnvel eitthvað pínulítið smáatriði og endað á að gera allt uppá nýtt. Það er svo auðvelt að birta fínustu myndirnar, fullkláraðar uppskriftir og einhvernveginn líta út fyrir að vera manneskja sem er með allt á hreinu. Sama á við um bókina okkar. Okkur leið nánast allan tíman sem við unnum að henni eins og við værum að falla á tíma og eins og allt myndi mistakast. Ég er aðeins meira dramatísk en Júlía svo hún náði oftar en ekki að koma mér út úr þessu hugarfari í sumar þegar við unnum að bókinni og ég reyni auðvitað sjálf að hafa hemil á þessum tilfinningum. Ég er stanslaust að vinna í sjálfri mér og þá aðallega í því að hætta að vera svona hrædd við að gera mistök þegar kemur að hlutunum sem skipta mig mestu máli. Þá á ég helst við jazzinn og svo allt sem viðkemur Veganistum. Ég ætla á næstkomandi ári að leyfa ykkur að fylgjast með því hvernig mér tekst til.

IMG_0059-3.jpg

Það er því við hæfi að láta ykkur vita af því að þessa uppskrift þurfti ég að gera þrisvar til að verða ánægð með hana. Þrátt fyrir mikinn pirring og vonleysi í þau skipti sem uppskriftin var ekki alveg nógu góð er ég himinlifandi í dag yfir því að hafa gefið mér tíma í að prófa mig áfram með hana því útkoman er dásamleg. Þessar kökur eru akkúrat eins og ég vildi hafa þær og ég vona innilega að þið verðið jafn ánægð með þær og ég.

IMG_0073-4.jpg

Smákökur með súkkulaðidropum

  • 200 gr smjörlíki frá Naturli (takið það út úr ísskáp svona klukkustund áður en þið ætlið að baka)

  • 100 gr sykur

  • 100 gr púðursykur

  • 250 gr hveiti

  • 1 tsk matarsódi

  • 20 gr kókosmjöl

  • 1/2 tsk salt

  • 3 msk aquafaba (vökvinn sem fylgir kjúklingabaunum í dós)

  • Dökkir súkkulaðidropar

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 150°C.

  2. Blandið þurrefnunum í skál.

  3. Skerið smjörið í kubba og bætið í skálina ásamt aquafaba.

  4. Hnoðið vel saman með höndunum. Bætið meira hveiti ef þetta er alltof klesst. Þetta á að vera frekar blautt en samt auðvelt að rúlla í kúlur. Bara svona eins og deig af súkkulaðibitakökum.

  5. Rúllið í kúlur og raðið á ofnskúffu klædda með bökunarpappír. Ég hef kúlurnar frekar litlar svo kökurnar verði ekki of stórar.

  6. Bakið í 10-12 mínútur. Takið út og raðið súkkulaðidropanum strax á á meðan kökurnar eru heitar.

  7. Leyfið þeim að kólna vel áður en þið setjið þær í stamp eða skál. Það tekur svolitla stund fyrir súkkulaðidropann að harða aftur.


Takk fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel!
- Veganistur <3

 
naturlilogo.png
 

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Naturli á Íslandi-