Sumarlegt pastasalat með hvítlauks vinagrette dressingu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af ótrúlega sumarlegu pastasalati. Þetta salat er virkilega bragðmikið og hentar fullkomlega á sumardegi, hvort sem það er í hádeginu, kvöldmat eða sem millimál. Salatið geymist einnig vel í kæli og er því tilvalið að eiga það til að grípa með sér.

Í salatinu eru alls konar hráefni sem saman gera það einstaklega bragðgott. Ég ákvað að nota stökka bacon bita en þeir eru bragðmiklir og innihalda vel af próteini. Síðan setti ég fetaost til að fá smá “creamy” áferð og milt bragð á móti beikon bitunum. Ferskjurnar bæta síðan við sætu og toppaði ég það síðan með ótrúlega bragðgóðri salat dressingu frá hagkaup sem er slgjört must.

Ég elska svona rétti sem hægt er að gera mikið af í einu og eiga afgang í nesti daginn eftir en þetta salat er einnig alveg fullkomið til að eiga í ísskápnum til að grípa í. Það geymist mjög vel og er gott í tvo daga í ísskáp eftir að það er búið til. Þetta er hinn fullkomni sumarréttur sem tekur enga stund að græja.

Sumarlegt pastasalat með hvítlauks vinagrette dressingu

Sumarlegt pastasalat með hvítlauks vinagrette dressingu
Fyrir: 4
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 10 HourEldunartími: 12 Hour: 22 Hour
Virkilega sumarlegt og einfalt pastasalat með stökkum "beikon" bitum, ferskjum, vegan fetaosti, fersku grænmeti og hvítlauks vinagrette dressingu.

Hráefni:

  • 300 gr pastaslaufur
  • 150 gr vegan bac*n bits frá oumph
  • sirka 15 gr af vegan smjöri
  • 1 pakki vaxa salatblanda
  • 1 lítill kassi kirsuberjatómatar
  • 1/3 gúrka
  • 1/3 violife fetaosta kubbur
  • 1/2 rauðlaukur
  • 2 þroskaðar ferskjur
  • 1 flaska hvítlauks vinagrette dressing frá stonewall kitchen

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða pastað eftir leiðbeiningunum á pakkningunum. Kælið pastað vel með köldu vatni þegar það er alveg soðið.
  2. Steikið bac*n bitana upp úr vegan smjöri þar til þeir verða smá stökkir. Setjið til hliðar.
  3. Saxið salatið niður. Skerið gúrkuna, ferskjurnar og fetaostin í kubba. Skerið tómatana og tvennt og saxið rauðlaukinn í mjög þunnar sneiðar.
  4. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og hrærið. Hellið sósunni yfir og hrærið vel saman við.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hagkaup og fást öll hráefnin þar -