Vegan wellington með Oumph! og portobellosveppum
/Vegan wellington. Uppáhalds hátíðarmaturinn okkar systra. Við höfum í mörg ár eldað góða wellingtonsteik um jólin. Gómsæt fylling innbökuð í smjördeigi. Borin fram með allskonar gúrmé meðlæti. NAMM!
Uppskriftin sem við deilum með ykkur í dag er uppfærð útgáfa af innbakaða hátíðaroumphinu sem við birtum á blogginu fyrir nokkrum árum síðar.
Virkilega gómsæt wellington steik sem gerir jólin enn betri. Við vonum innilega að ykkur líki uppskriftin. Hjá okkur ættuði líka að finna uppskrift af allskonar gómsætu meðlæti.
Hér eru nokkur dæmi:
Hátíðarsteik:
2 pokar Garlic and Thyme Oumph!
2-3 litlir skallot laukar
2 hvítlauksgeirar
1 tsk rósmarín
salt og pipar
1 dl valhnetur
1 bolli niðursaxað grænkál
1/2 dl þurrkuð trönuber (má sleppa)
250 ml hafrarjómi eða annar vegan matreiðslurjómi
1 tsk gróft sinnep
1 sveppateningur
1 rúlla smjördeig frá
3 portabello sveppir
Aðferð:
Saxið niður skallotlaukana og pressið hvítlaukinn. Leyfið oumphinu að þiðna aðeins og saxið það síðan gróflega. Stikið laukinn, hvítlaukinn og oumphið í nokkrar mínútur upp úr smá ólífuolíu.
Saxið gróflega grænkálið og valhneturnar og bætið út á pönnuna ásamt, salti, pipar, rósmaríni og trönuberjunum. Steikið í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til grænkálið er orðið vel mjúkt.
Bætið hafrarjómanum, sinnepi og sveppatening út í, steikið saman svo sveppatningurinn leysist upp og allt er komið vel saman.
Leyfið fyllingunni að kólna alveg áður en henni er pakkað inn í smjördeigið
Rúllið út smjördeiginu og setjið sirka helminginn af fyllingunni í lengju á mitt deigið. Takið stilkana af sveppunum og leggið í röð ofan á fyllinguna. Setjið restina af fyllingunni yfir og pressið hana þétt upp að sveppunum svo þetta verði fallega “slétt” lengja. Það er best að nota hendurnar bara til að móta þetta til.
Það má alveg loka deiginu á einfaldan hátt með því að rúlla því yfir fyllinguna í hring svo sárið endi undir steikinni. VIð hins vegar ákváðum að gera fallega fléttu í deigið en þá er enfaldlega skorið ræmur sitthvoru megin við steikina upp á móti hvorri hliðinni og þær síðan fléttaðar yfir hvor aðra.. VIð mælum með að finna bara kennslumyndband á youtub ef þið eruð óviss mð þessa aðferð en þau má finna með því að skrifa “braided wellington” í leitina.
Penslið steikina með smá haframjólk og bakið í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til smjördeigið verður fallega gyllt að ofan.
Takk fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki vel! <3
-Veganistur
-Þessi uppskrift er í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefni í réttinn þar-