Súkkulaði- og kókostart með Pólókexbotni

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að gómsætri súkkulaði- og kókostart með Pólókexbotni. Hinn fullkomni eftirréttur sem mun slá í gegn í matarboðinu, veislunni eða bara fyrir framan sjónvarpið. Fyllingin er dúnamjúk á meðan botninn er stökkur og góður. Ofan á er svo gómsætt súkkulaðiganache. Dásamlega gott!

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Frón og við notum pólókex í botninn. Við höfum unnið með Frón í svolítinn tíma og okkur finnst alltaf jafn gaman að prófa nýjar hugmyndir með Pólókexinu. Það hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur síðan við urðum vegan 2011. Á þeim tíma var Pólókex eitt af fáum tegundum af kexi sem var vegan. Það hefur því alltaf átt sérstakan stað í okkar hjarta og við elskum að nota það í eftirrétti og fleira.

Í botninn þarf einungis tvö hráefni; Pólókex og smjörlíki. Kexið er malað í matvinnsluvél og bræddu smjörlíki hrært saman við. Blöndunni er svo þrýst í botninn á tart formi og bakað í 8 mínútur. Gæti virkilega ekki verið einfaldara.

Fyllingin er svo gerð með því að þeyta vanillusósu og bæta svo sykri, condenced kókosmjólk og bráðnu súkkulaði saman við í mjórri bunu á meðan þið þeytið á meðalstyrk. Fyllingunni er svo helt yfir botninn þegar hann hefur fengið að kólna og sett í frysti í sirka hálftíma áður en súkkulaðiganachinu er helt yfir.

Kakan er svo látin standa í frysti í sirka fjóra tíma. Það er gott að leyfa henni svo að standa í sirka hálftíma áður en skorið er í hana!

Útkoman er þessi dásamlega rjómakennda og góða súkkulaði- og kókostart. Við lofum ykkur að hún veldur ekki vonbrigðum!

Við vonum svo innilega að þið prófið og að ykkur líki vel! <3

Súkkulaði og kókostart með pólókexbotni

Súkkulaði og kókostart með pólókexbotni
Fyrir: 10
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 15 MinEldunartími: 8 Min: 4 Hour: 4 H & 23 M
Dúnamjúk og ljúffeng súkkulaðitart með kókoskeim og pólókex botni

Hráefni:

Pólókexbotn
  • 200 gr pólókex
  • 75 gr vegan smjör eða smjörlíki
Súkkulaðikókos fylling
  • 1 ferna vanillusósa sem þeytist
  • 1 dós condenced coconut milk
  • 150 gr suðusúkkulaði
  • salt á hnífsoddi
Súkkulaðiganache
  • 1 dl vegan rjómi
  • 100 gr suðusúkkulaði

Aðferð:

Pólókexbotn
  1. Hitið ofnin í 180°C
  2. Byrjið á því að mala kexið niður í matvinnsluvél eða blandara.
  3. Bræðið smjörlíkið og hrærið saman við kexið.
  4. Þrýstið kexinu í botninu á "tart" kökuformi sem og upp alla kannta svo það þekji formið vel.
  5. Bakið í 8 mínútur.
  6. Taka úr ofninum og leyfið botninum að kólna alveg áður en fyllingin fer ofan í.
Súkkulaðikókos fylling
  1. Byrjið á því að þeyta vanillusósuna þar til hún verður vel loftkennd
  2. Bætið saltinu, kókosmjólkinni og bráðnu súkkulaðinu saman við í mjóum bunum á meðan þið þeytið á meðalstyrk. Þeytið aðeins áfram.
  3. Hellið fyllingunni yfir pólókex botnin þegar hann hefur fengið að kólna alveg.
  4. Setjið í frysti í 30 mínútur áður en þið hellið súkkulaði ganache ofan á.
  5. Frystið í kökuna í að minnsta kosti 4 klst áður en hún er borin fram.
  6. Best er að taka kökuna úr frysti, taka hana strax úr forminu og leyfa henni að hvíla í 30 mínútur áður en hún er borin fram.
Súkkulaðiganache
  1. Hitið rjóman í litlum potti þar til hann fer aðeins að bubla.
  2. Taka af hitanum og hellið súkkulaði dropum eða söxuðu súkkulaði út í, látið rjóman þekja súkkulaðið alveg og leyfið þessu að hvíla í 5 mínútur.
  3. Hrærið vel saman þar til allt súkkulaðið er bráðið.
  4. Hellið yfir kökuna og dreyfið úr, setjið kökuna aftur í frysti.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Frón-

Vegan íspinnar með Pólókexi

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að virkilega einföldum og góðum vegan íspinnum hjúpuðum með súkkulaði og kókosmjöli. Þetta er hið fullkomna sumartrít og við mælum með því að eiga alltaf nokkra til í frystinum. Þessir dásamlegu íspinnar munu ekki valda ykkur vonbrigðum. Þeir eru ótrúlega rjómakenndir og góðir og hverfa fljótt ofan í maga.

Færsla dagsins er í samstarfi við Frón og Pólókexið frá þeim gegnir lykilhlutverki í íspinnunum. Kexið er nefnilega mulið ofan í ísblönduna sem gefur bæði gómsætt kókosbragð og stökkir kexbitarnir passa svo vel við rjómakenndan ísinn. Við erum alltaf jafn stoltar af því að fá að vinna með Fróni því Pólókex hefur verið mikilvægur partur af fæðuhring okkrar systra í mörg ár.

Ísblönduna settum við í íspinnaform. Uppskriftin gerði um 6-8 íspinna. Ef þið eigið ekki svoleiðis form er ekkert mál að setja alla blönduna í eitt stórt form. Íspinnaformin keyptum við í Allt í köku.

vegan-ispinnar-med-polokexi-

Að lokum eru pinnarnir húðaðir með súkkulaði og kókosmjöli. Algjört NAMMI. Þessir heimagerðu íspinnar toppa alla íspinna keypta út í búð að okkar mati. Við mælum mikið með því að þið prófið.

Takk innilega fyrir að lesa og við vonum innilega að ykkur líki uppskriftin vel.

Vegan íspinnar með Pólókexi

Vegan íspinnar með Pólókexi
Fyrir: 6-8
Höfundur: Veganistur
Gómsætir og einfaldir vegan íspinnar hjúpaðir með súkkulaði og kókosmjöli. Þetta er hið fullkomna sumartrít og við mælum með því að eiga alltaf nokkra til í frystinum. Þessir dásamlegu íspinnar munu ekki valda ykkur vonbrigðum. Þeir eru ótrúlega rjómakenndir og góðir og hverfa fljótt ofan í maga.

Hráefni:

  • 1/2 ferna vegan þeytirjómi
  • 1/2 ferna vegan vanillusósa
  • 3/4 dl sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 80 gr Pólókex
  • Suðusúkkulaði og kókosmjöl að hjúpa með (má sleppa)

Aðferð:

  1. Þeytið saman rjóma og vanillusósu.
  2. Bætið sykri og vanilludropum saman við og þeytið svo það blandist vel saman.
  3. Myljið Pólókex í ziplock poka með kökukefli gróft og blandið saman við með sleikju.
  4. Frystið í ísskpinnaformum eða stóru formi helst yfir nótt, eða allavega í 8 klukkutíma.
  5. Bræðið suðusúkkulaði og hjúpið íspinnana með því og stráið kókosmjöli yfir.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Vegan ostakökuís með jarðarberja- og rabarbaramarmelaði

- Samstarf -

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að rjómakenndum vegan ostakökuís með jarðarberja- og rabarbaramarmelaði. Hinn fullkomni eftirréttur að okkar mati og einmitt það sem ég myndi bjóða upp á í matarboðinu yfir sumartímann. Þessi ís sannar að heimagerður ís er alveg jafn rjómakenndur og góður þó hann sé laus við mjólk og egg.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi og í ísinn notaði ég gómsæta jarðarberja- og rabarbaramarmelaðið frá þeim. St. Dalfour marmelaðin innihalda engan hvítan sykur og eru því ekki jafn dísæt og mörg önnur marmelaði eða sultur. Marmelaðið gefur ísnum því ferskleika sem passar fullkomlega með rjómakenndum ísnum.

Ísinn sjálfur er gerður úr þeyttum hafrarjóma, heimagerðri eða keyptri sætri niðursoðinni mjólk (e. condensed milk), vanilludufti og rjómaostablöndu. Svo er Digestive kexi og marmelaðinu bætt út í. Það er ótrúlega einfalt að útbúa ísinn en mesta vinnan er að sjóða niður mjólkina í svona hálftíma og láta hana svo standa í nokkra klukkutíma í ísskápnum. Þó það taki smá tíma er það alls ekki flókið. Svo má að sjálfsögðu kaupa hana tilbúna.

Ísinn sjálfur þarf svo nokkra klukkutíma í frystinum. Ísinn tekur því smá stund að útbúa en alls ekki mikla vinnu! Ég get lofað ykkur að sá tími er algjörlega þess virði. Útkoman er gómsætur mjólkurlaus og eggjalaus ís sem svíkur engann.

Á blogginu okkar finnurðu allskonar eftirréttaruppskriftir. Hér eru nokkrar:

Sítrónuostakaka

Kókos- og súkkulaðimús með Pólókexi

Hátíðlegur ís með saltkaramellu

Sjáið bara þessa fegurð. Ég elska ís sem er rjómakendur en inniheldur ferskleika og einhverskonar “kröns”. Af því þetta er ostakökuís braut ég niður digestivekex í ísinn sem var frábær hugmynd því kexið gefur bæði stökkleikann og smá salt. það er að sjálfsögðu hægt að gera sömu grunnuppskrift af ísnum en skipta út bragðinu, en ég mæli mjög mikið með því að prófa að þessa uppskrift.

Takk innilega fyrir að lesa og vonandi líkar þér uppskriftin.

-Helga María

Vegan ostakökuís með jarðarberja- og rabarbaramarmelaði

Vegan ostakökuís með jarðarberja- og rabarbaramarmelaði
Höfundur: Helga María
Í dag deilum við með ykkur uppskrift að rjómakenndum vegan ostakökuís með jarðarberja- og rabarbaramarmelaði. Hinn fullkomni eftirréttur að okkar mati og einmitt það sem ég myndi bjóða upp á í matarboðinu yfir sumartímann. Þessi ís sannar að heimagerður ís er alveg jafn rjómakenndur og góður þó hann sé laus við mjólk og egg.

Hráefni:

Ostakökuís með jarðarberja- og rabarbaramarmelaði:
  • 1 ferna vegan þeytirjómi (ég notaði Oatly sem er 250 ml)
  • ca 400 ml sæt niðursoðin mjólk (það er akkúrat magnið sem uppskriftin hér að neðan gefur)
  • 150 gr vegan rjómaostur
  • 1/2 dl sykur
  • 2 tsk sítrónusafi
  • salt á hnífsoddi
  • smá vanilluduft (má skipta út fyrir vanilludropa)
  • 1 krukka jarðarberja- og rabarbaramarmelaði frá St. Daflour
  • Digestive kex eftir smekk (ég notaði sirka 4-5 stykki)
Sæt niðursoðin mjólk:
  • 2 fernur vegan þeytirjómi (ég notaði Oatly og hef ekki prófað að gera þetta með annarri tegund. Hef prófað með þykkri kókosmjólk og það virkaði líka).
  • 2,5 dl sykur

Aðferð:

Ostakökuís með jarðarberja- og rabarbaramarmelaði:
  1. Þeytið rjóma og setjið í stóra skál.
  2. Þeytið saman rjómaost, sykur, sítrónusafa og pínulítið salt og bætið út í skálina ásamt sætu niðursoðnu mjólkinni og vanilludufti.
  3. Hrærið varlega saman með sleikju þar til allt er vel blandað saman.
  4. Setjið hluta af ísnum í brauðform, kökuform eða eldfast mót. Brjótið kex ofan á og setjið marmelaði ofan á líka og hrærið létt saman við. Þarf alls ekki að blandast mjög vel við.
  5. Bætið meiri ís yfir og svo aðeins af kexi og marmelaði og koll af kolli þar til þið eruð búin að setja allan ísinn í.
  6. Látið sitja í frystinum í minnst 3 tíma eða þar til ísinn hefur sett sig.
Sæt niðursoðin mjólk:
  1. Setjið þeytirjóma og sykur í pott og látið malla á meðal lágum hita í 30 mínútur á meðan þið hrærið reglulega svo hann brenni ekki við botninn.
  2. Hellið í krukku og setjið í ísskáp helst yfir nótt svo mjólkin nái að þykkna. Hún mun vera frekar þunn þegar hún er heit en þykknar töluvert í ísskápnum.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi-

 
 

Sítrónuostakaka

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af ótrúlega gómsætri og sumarlegri sítrónuostaköku sem slær svo sannarlega í gegn. Kakan hefur virkilega gott sítrónubragð en er á sama tíma mátulega sæt og ekkert smá loftkennd og mjúk. Þessa ostaköku er hinn fullkomni eftirréttur, til dæmis eftir grillmat en hún hentar einnig fullkomlega á veisluborðið eða bara með kaffinu.

Það sem er best við þessa uppskrift er að það þarf ekki að frysta kökuna og best er að útbúa hana í fati eða öðru fallegu móti sem hægt er að bera hana fram í. Það er virkilega einfalt að útbúa kökuna og hana má bera fram samdægurs.

Kakan er svo fallega gul og því er auðvelt að skreyta hana smá til að hún verði mjög falleg á borði og gerir liturinn hana ekkert smá sumarlega. Ég notaði einungis sítrónu sneiðar og smá mynntu til að skreyta mína og kom það mjög fallega út.

Sumarleg sítrónuostakaka

Sumarleg sítrónuostakaka
Höfundur: Veganistur
Sumarleg sítrónuostakaka sem er virkilega gómsæt. Þessi kaka er fullkomin eftirréttur eftir grillmatinn eða bara með kaffinu hvenær sem er. Kökuna er hægt að útbúa sama dag og á að bera hana fram

Hráefni:

Kexbotn
  • 200 gr digestive hafrakex
  • 70 gr bráðið vegan smjör eða smjörlíki
Ostakökufylling
  • 250 ml (1 ferna) oatly þeytirjómi
  • 2 öskjur oatly rjómaostur
  • 1 dl flórsykur
  • börkur af 1 sítrónu
  • safi úr 1/2 sítrónu
Sítrónugljái
  • 1 dl mjólk
  • safi úr 3 sítrónum
  • börkur af 1 sítrónu
  • 1 dl flórsykur
  • 2 msk hveiti

Aðferð:

Kexbotn
  1. Setjið kexið í matvinnsluvél eða blandara og myljið niður
  2. Bræðið smjörið og hellið út í og blandið aðeins saman
  3. Setjið í botnin á fati eða kökuformi og þrýstið niður í botninn
  4. Geymið í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna
Ostakökufylling
  1. Þeytið rjóman í hrærivél eða með handþeytara þar til hann verður stífþeyttur
  2. Bætið rjómaostinum, flórsykrinum, sítrónusafanum og sítrónuberkinum út í og þeytið aðeins lengur
  3. Hellið yfir kexbotnin of dreifið jafnt yfir formið
  4. Setjið í kæli á meðan þið útbúið sítrónugljáan
  1. Hristið saman mjólkina og hveitið þannig það verði ekki kekkjótt.
  2. Setjið öll hráefnin saman í pott og hitið að suðu
  3. Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til það þykknar örlítið
  4. Setjið í breiða, grunna skál og leyfið gljáanum að kólna í 30 mínútur áður en þið hellið honum varlega yfir kökuna.
  5. Kælið kökuna í að minnsta kosti 2 klst áður en þið berið hana fram
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup -

 
 

Kókos og súkkulaðimús með pólókexi

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af hinum fullkomna eftirrétti. Ótrúlega loftkennd og mjúk súkkulaðimús með kókoskeim og muldu pólókexi. Við lofum því að það munu allir elska þennan gómsæta eftirrétt.

Við fáum oft spurningar um að deila með ykkur freiri eftirréttum sem eru einfaldir og krefst þess ekki að baka eða neitt slíkt. Því ákváðum við að deila með ykkur þessari snilldar uppskrift því hún er svo fljótleg en á sama tíma fullkomin. Létt og loftkennd og ekki þung í maga sem hentar fullkomlega eftir góða máltíð.

Pólókex er að sjálfsögðu í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum þar sem það er ein af gömlu góðu “óvart” vegan vörunum hér á landi. Ég á yfirleitt til pakka af þessu kexi inn í skáp hjá mér til að grípa í með kaffinu.

Ásamt pólókexinu eru einungis þrjú önnur hráefni sem þar í réttinn, að undanskyldum kókosflögum ef fólk vill nota þær til að skreyta hann. Ég nota sweetened condenced coconut milk sem má nú finna í blárri niðursuðudós í flestum verslunum. Þessi vara er ótrúlega bragðgóð, sæt og með kókoskeim.

Kókos og súkkulaðimús með pólókexbotni

Kókos og súkkulaðimús með pólókexbotni
Fyrir: 4-5
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 10 Hour: 10 Hour
Gómsæt kókos og súkkulaðimús sem "krispý" kexbotni sem við lofum að allir muni elska

Hráefni:

  • 1/2 pakki pólókex
  • 1 ferna vegan þeytirjómi
  • 125 gr suðusúkkulaði
  • 1 dós sweetened condensed coconut milk
  • kókosflögur til að skreyta (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði. Ef súkkulaðið er brætt í örbylgju er mikilvægt að hræra vel í því á 20 sekúndna fresti.
  2. Þeytið rjóman vel og hellið súkkulaðinu síðan út í á meðan þið þeytið á fullum styrk.
  3. Bætið kókosmjólkinni út í og þeytið aðeins lengur.
  4. Myljið niður pólókex í glös eða stórt fat, eftir því í hverju þið kjósið að bera fram músina. Mér finnst best að mylja það gróft og hafa smá bita með en þá má líka hafa það alveg fínt.
  5. Hellið músinni yfir kexið og kælið í að minnsta kosti 2 klst áður en músin er borin fram.
  6. Skreytið með meira kexi og kókosflögum
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Frón -

 
 

Einföld og fljótleg bláberjabaka

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að dásamlega góðri og einfaldri bláberjaböku sem er fullkomin fyrir alla fjölskylduna. Þetta er hinn fullkomni eftirréttur að gera þegar þú vilt gera eitthvað sætt og gott sem tekur stutta stund og þarfnast lítillar sem engrar fyrirhafnar. Ég mæli mikið með að gera þessa gómsætu bláberjaböku úr nýtíndum bláberjum, það er extra gott.

Færsla dagsins er í samstarfi við Til hamingju. Við systur elskum vörurnar frá þeim og skáparnir okkar eru fullir af allskonar þurrvörum frá þeim sem gott er að nota í bakstur eða matargerð. Við erum því einstaklega stoltar yfir því að fá að vinna með þeim.

Þessi uppskrift er ein af þeim sem hægt er að leika sér með. Það má skipta möndlunum út fyrir aðrar hnetur, til dæmis heslihnetur, eða fræ. Frystirinn minn er fullur af gómsætum bláberjum sem ég tíndi í skóginum síðustu vikur og þess vegna fannst mér tilvalið að nota þau í uppskriftina. Það má þó skipta þeim út fyrir til dæmis epli, nektarínur eða önnur ber.

Í uppskriftina nota ég engan hvítan sykur, mér finnst passa betur að setja hlynsíróp. Ég hef líka notað einungis döðlur sem sætu og líka blandað döðlum og smávegis af hlynsírópi. Allt smakkaði það ótrúlega vel, en mér finnst ég fá sem besta áferð með því að nota hlynsírópið.

Þegar ég sagði að uppskriftin væri einföld var ég alls ekki að grínast. Hitið ofninn í 180°c, Blandið í skál haframjöli, muldum möndlum, kókosmjöli, bræddu smjörlíki eða kókosolíu, hlynsírópi, smá salti og kanil. Hellið svo bláberjum í eldfast mót og hrærið maíssterkju og örlitlu hlynsírópi saman við. Toppið með haframjölsblöndunni og bakið í ofni í sirka hálftíma. TILBÚIÐ.

Toppið með vegan vanilluís eða vegan þeyttum rjóma. Ég get ímyndað mér að vegan vanillusósa sé líka virkilega góð með. Borðið sem eftirrétt, millimál, morgunmat jafnvel.

Takk innilega fyrir að lesa og vonandi líkar þér uppskriftin! <3

-Helga María

Einstaklega fljótleg og góð vegan bláberjabaka

Einstaklega fljótleg og góð vegan bláberjabaka
Fyrir: 6
Höfundur: Helga María
Þessi gómsæta vegan bláberjabaka er hinn fullkomni einfaldi eftirréttur. Það tekur enga stund að útbúa hana og hún er dásamlega góð borin fram með vegan vanilluís eða vegan þeyttum rjóma.

Hráefni:

  • 200 gr haframjöl frá Til hamingju
  • 50 gr kókosmjöl frá Til hamingju
  • 50 gr möndlur frá Til hamingju
  • 1 tsk kanill
  • Smá salt
  • 150 gr vegan smjörlíki
  • 1/2 dl hlynsíróp plús 1 tsk til að setja út í berin
  • 400 gr bláber - frosin eða fersk. Ég notaði frosin ber sem ég tíndi sjálf
  • 1 msk maíssterkja
  • Vegan vanilluís eða vegan þeytirjómi til að bera fram með

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°c undir og yfir hita.
  2. Blandið saman haframjöli, kókósmjöli, muldum möndlum (ég muldi mínar í matvinnsluvél en það er hægt að hakka þær smátt ef þið eigið ekki svoleiðis vél), kanil og salti í skál.
  3. Bætið við bræddu smjörlíki og hlynsírópi og hrærið saman við.
  4. Setjið bláberin í eldfast mót. Bætið saman við maíssterkju og hlynsírópi og hrærið svo það þekji berin vel.
  5. Stráið haframjölsblöndunni yfir og bakið í ofninum í sirka 30 mínútur eða þar til bakan fær gylltan og fínan lit.
  6. Berið fram með vegan vanilluís eða vegan þeyttum rjóma.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur
 
 

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Til hamingju-

Vegan súkkulaðimús með appelsínukeim

Í dag deilum við með ykkur dásamlega mjúkri og loftkenndri súkkulaðimús úr Síríus suðusúkkulaði, appelsínum og möndlum. Þessi súkkulaðimús er fullkomin eftirréttur fyrir hvaða tilefni sem er, hvort sem það er um hátíðir líkt og jól eða páska, veislur eða hversdagslegri tilefni.

Færslan og uppskriftin eru í samstarfi við Nóa Síríus, en í uppskriftina notum við gamla góða suðusúkkulaðið sem er alltaf nauðsynlegt að eiga til á hverju heimili að okkar mati. Suðusúkkulaðið frá Nóa hefur alltaf verið vegan og hentar því í hvaða vegan matargerð sem er, hvort sem það er bakstur, eftirrétti eða heitt súkkulaði til dæmis.

Páskadagur eru á morgun og fannst okkur því nauðsynlegt að deila með ykkur góðum eftirrétti sem væri fullkomin fyrir páskadag og því kom ekki annað til greina en að gera eftirrétt með súkkulaði. Við vildum að uppskriftin væri einföld og tæki ekki langan tíma þar sem það er nauðsynlegt að slaka á og gera sem minnst á páskadag að okkar mati. Músin inniheldur því fá hráefni sem einungis þarf að þeyta saman og bera fram.

Við ákváðum að hafa appelsínur og möndlur með í músinni til að gera hana ennþá betri á bragðið en okkur finnst appelsínur passa fullkomlega með súkkulaði. Það kemur ekkert smá vel út og gerir músina ferskari og skemmtilegri á bragðið. Það er þó alveg hægt að sleppa því og gera músina ennþá einfaldari. Hún bragðast alveg ótrúlega vel á báða máta.

Við vonum að ykkur líki uppskriftin vel og eins og alltaf megið þið endilega tagga okkur á Instagram ef þið eruð að gera uppskriftir frá okkur þar sem okkur finnst svo ótrúlega gaman að fylgjast með.

Gleðilega páska!

Dámasleg vegan súkkulaðimús með appelsínum og möndlum

Dámasleg vegan súkkulaðimús með appelsínum og möndlum
Höfundur: Júlía Sif
( 0 reviews )
Undirbúningstími: 10 Min: 10 Min
Dásamleg mjúk og loftkennd súkkulaðimús með appelsínukeim sem hentar fullkomlega sem eftirréttur við hvaða tilefni sem er.

Hráefni:

  • 1 ferna vegan þeytirjómi (250 ml)
  • 150 gr Síríus suðusúkkulaði frá Nóa Síríus
  • Safi úr 1/2 appelsínu
  • Börkur af 1/2 appelsínu
  • 1 dl sykur
  • 1/2 dl hakkaðar möndlur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði eða með því að setja það í örbylgjuofn í 20 sekúndur í einu og hræra vel í á milli.
  2. Þeytið rjóman í hrærivél eða með handþeytara þar til stífþeyttur.
  3. Þeytið áfram á meðalhraða og bætið appelsínusafanum, berkinum og sykri út í á meðan.
  4. Hellið súkkulaðinu út í rjóman í mjórri bunu á meðan þið þeytið áfram á meðalhraða. Skafið meðfram hliðum og þeytið þar til allt er komið saman.
  5. Bætið hökkuðum möndlum út í og blandið þeim saman við músina með sleikju.
  6. Fínt er að leyfa músinni að sitja í ísskáp í allavega klukkutíma áður en hún er borin fram en þess þarf þó ekki.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

Hátíðlegur vegan ís með saltkaramellu

Við deilum með ykkur gómsætri uppskrift að ís sem er dásamlegur eftirréttur að bjóða upp á við allskyns tilefni. Hvort sem það er um jólin, Í afmæli, matarboð eða önnur veisluhöld. Gómsætur ís með karamellusúkkulaði, karamellusósu og berjum.

Uppskriftin er í samstarfi við Happi á Íslandi og Krónuna. Happi súkkulaði er nýtt vegan súkkulaði gert úr haframjólk og er selt í Krónunni. Virkilega gott vegan súkkulaði.

Það besta við þennan ís, fyrir utan hversu bragðgóður hann er, er hvað það er auðvelt að búa hann til. Grunnuppskriftina er hægt að leika sér með og bæta út í allskyns góðgæti ef maður vill. Skemmtilegur ís sem býður uppá ýmsa möguleika.

Við elskum að útbúa ísinn sem eftirrétt á aðfangadagskvöld og hann slær í gegn á hverju ári. Við vonum að ykkur líki við og ekki gleyma að tagga okkur á Instagram ef þið gerið uppskriftirnar okkar, okkur þykir svo vænt um það! <3

Vegan jóla ís með saltkaramellu súkkulaði:

  • 1 ferna (250 ml) vanillu sósa frá Oatly

  • 1 ferna Oatly þeytirjóminn

  • 1 dl sykur

  • 2 tsk vanillusykur frá gestus

  • 2 plötur saltkaramellusúkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta rjóman í hrærivél eða með handþeytara. Setjið í aðra skál og geymið til hliðar.

  2. Þeytið vanillusósuna, vanillusykurinn og sykur saman þar til þa'ð verður mjjög loftkennt.

  3. Hrærið vanillusósublönduna og þeytta rjóma mjög varlega saman þar til það er alveg blandað.

  4. Saxið súkkulaðið mjög smátt, Við mælum með að hafa ekki mjög stóra bita af súkkulaðinu í ísnum þar sem það verður aðeins hart þegar það er fryst. Blandið súkkulaðinu varlega saman við ísinn.

  5. Setjið í köku- eða ísform, setjið plastfilmu yfir og látið hana alveg þétt við ís”deigið” svo ekkert loft sé á milli. Setjið í frysti í að minnska kosti 12 kklukkustundir.

Karamellusósa

  • 100 g smjör

  • 100 g púðursykur

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1 dl hafrarjómi

  • 1/4 tsk salt

Aðferð:

  1. Setjið allt í pott og kveikið undir á meðal hita.

  2. Leyfið smjörinu og sykrinum að bráðna alveg og látið síðan sjóða í 5-7 mínútur. Hrærið í stanslaust á meðan.

  3. Sósuna má bera fram heita með ísnum eða leyfa henni aðeins að kólna ef þið viljið skreyta ístertu með henni.

Takk fyrir að lesa og vona að ykkur liki vel.

-Veganistur

-Þessi uppskrift er í samstarfi við Krónuna og Happi vegan súkkulaði úr haframjólk-

 
 

Frosin vegan ostakaka með Amaretto, sykruðum möndlum og súkkulaðiganache

Góðan daginn!

Ég vona að þið hafið það gott. Sjálf sit ég við eldhúsborðið og drekk kaffisopa, þakklát fyrir að geta setið inni og unnið á meðan hellirignir úti. Sumarið er að líða undir lok og á þessum nokkrum mánuðum sumarsins hef ég gengið í gegnum miklar breytingar. Í rauninni hefur allt þetta ár haft í för með sér miklar breytingar hjá mér. Allra helst þó eftir að pabbi okkar Júlíu lést í vor. Það hefur opnað fyrir allskonar tilfinningar og spurningar og gert það að verkum að ég lít ýmsa hluti öðrum augum en ég gerði áður. Ég hef alltaf átt það til að ofhugsa aðstæður og festast í áhyggjum yfir hlutum sem ég hef haldið að skipti miklu máli. Hlutum sem virðast skipta máli á því augnabliki, en eru í raun bara smámunir. Ég finn að inni í mér hef ég verið að átta mig á því hversu miklum tíma ég hef eytt í að hafa áhyggjur af og svekkja mig að óþörfu. Á meðan það er að mörgu leyti frelsandi að átta sig á þessu og geta sleppt frá sér því sem hefur verið að taka óþarfa orku, er á sama tíma erfitt að breyta mynstrinu sem hefur verið síðan á unglingsárum.

DSCF1379-5.jpg

Ég hef til dæmis eytt miklum tíma í sumar í að hafa áhyggjur af því hversu fjarverandi ég hef verið á blogginu okkar síðasta árið. Hversu lítið af uppskriftum ég hef deilt með ykkur og hvort ég sé að valda ykkur öllum vonbrigðum. Ykkur sem leitið til okkar í von um að finna nýjar og spennandi uppskriftir. Fyrri hluta ársins nagaði þetta mig mikið og ég var farin að hafa áhyggjur af því að ég hefði nú þegar gert allar þær uppskriftir sem ég mun nokkurntíman gera. Eins og ég væri búin að missa alla kunnáttu í eldhúsinu.

Í sumar hef ég svo unnið að því að breyta hugarfarinu mínu og minna mig á hvers vegna ég byrjaði að blogga og hvers vegna ég elska að vera í eldhúsinu. Ég áttaði mig á því að það er enginn annar en ég sem situr heima hjá sér með áhyggjur af því hvort ég muni elda góðan mat í dag eða blogga. Var þetta virkilega mitt stærsta vandamál? Ég stóð upp, gerði plan og byrjaði að elda og baka og mynda og áður en ég vissi af var ég komin aftur í flæðið sem ég hafði ekki komist í lengi.

DSCF1402-4.jpg

Ég hef hlakkað mikið til að deila með ykkur uppskrift dagsins. Frosin ostakaka með Amaretto, ristuðum og sykruðum möndluflögum og súkkulaðiganache. Að mínu mati hinn fullkomni eftirréttur. Fyrir ykkur sem ekki viljið nota áfengi í kökuna er ekkert mál að sleppa því, setja smá kaffi kannski eða eitthvað annað sem gefur spennandi bragð. Annars get ég ímyndað mér að það sé gott að prófa að setja Kahlúa ef þið hafið ekkert á móti að nota áfengi en eruð minna fyrir möndlulíkjör.

Sykruðu og ristuðu möndlurnar eru að mínu mati punkturinn yfir i-ið. Þær gefa kökunni þetta litla extra og mér þykir nánast undantekningarlaust nauðsynlegt að hafa einhverskonar “crunch” í því sem ég borða.

DSCF1412-5.jpg

Þetta er svo sannarlega eftirréttur sem ég mæli með því að bjóða uppá í matarboði eða veislu. Ef ég væri að halda matarboð í dag myndi ég bjóða uppá þetta gómsæta Tikka masala í aðalrétt og svo ostakökuna í eftirrétt. Hversu gott?!

DSCF1444.jpg

Frosin ostakaka með Amaretto, sykruðum möndlum og súkkulaðiganache

Hráefni:

Botn:

  • 200 gr digestive kex

  • 100 gr vegan smjörlíki

  • 1 msk sykur

Fylling:

  • 2,5 dl vegan þeytirjómi (mæli með þeim frá Oatly. Ein svoleiðis ferna passar í uppskriftina)

  • 300 gr vegan rjómaostur

  • 1 dl Disaronno Amaretto likjör

  • 1,5 dl sykur

  • 1 msk vanillusykur

Sykraðar möndlur:

  • 2 dl möndluflögur

  • 6 msk sykur

  • 1 msk vegan smjörlíki

  • Pínulítið salt

Súkkulaðiganache:

  • 200 gr suðusúkkulaði (eða annað vegan súkkulaði)

  • 1,5 dl vegan þeytirjómi (óþeyttur)

  • Pínulítið salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa botninn með því að mylja niður kexið, annaðhvort í matvinnsluvél eða með því að setja það í lokaðan nestispoka og brjóta kexið með kökukefli.

  2. Bræðið smjörlíki og hellið útí matvinnsluvélina ásamt sykrinum og púlsið þar til það hefur blandast vel saman við. Ef þið myljið kexið með kökukefli, hellið því þá í skál og blandið smjörlíkinu og sykrinum saman við með sleif.

  3. Setjið bökunarpappír í botninn á 20 cm smelluformi og smyrjið hliðarnar með smjörlíki. Hellið mulda kexinu í formið og þrýstið því í botninn og aðeins uppí hliðarnar. Setjið í frysti á meðan þið útbúið fyllinguna og möndlurnar.

  4. Útbúið möndlurnar með því að hita á pönnu smjörlíki og bæta restinni af hráefnunum saman við.

  5. Hrærið stanslaust á meðal háum hita þar til möndlurnar byrja að taka á sig lit og sykurinn hefur bráðnað. Það tekur smá stund en að lokum verða möndlurnar gylltar og fínar.

  6. Færið strax yfir á bökunarpappír og látið kólna. Brjótið svo í sundur til að nota í kökuna.

  7. þeytið rjómann í stórri skál og leggið til hliðar.

  8. Þeytið restina af hráefnunum fyrir fyllinguna saman í annarri skál.

  9. Bætið þeytta rjómanum útí skálina og blandið varlega saman með sleif eða sleikju.

  10. Takið kökubotninn úr frystinum og setjið fyllinguna í formið. Ég vildi ekki bæta möndlunum út í sjálfa fyllinguna því ég vildi ráða því svolítið sjálf hversu mikið af möndlum ég hafði í. Ég tók frá tæplega helminginn af möndlunum til að toppa kökuna. Ég setti smá fyllingu, stráði svo möndlum yfir, bætti við meiri fyllingu og koll af kolli.

  11. Setjið í frysti í 1-2 klukkutíma

  12. Gerið súkkulaðiganache með því saxa niður súkkulaði.

  13. Hellið þeytirjóma í pott (ekki þeyta hann) og hitið þar til hann er nánast farinn að sjóða.

  14. Setjið súkkulaðið í skál og hellið heita rjómanum saman við. Stráið út í örlitlu salti. hrærið varlega þar til súkkulaðið hefur bráðnað í rjómanum. Takið kökuna úr frystinum, hellið súkkulaðiganache yfir, stráið möndlum yfir og setjið aftur inn í frysti í a.m.k fjóra klukkutíma.

  15. Takið út 30-60 mínútum áður en þið ætlið að bera kökuna fram.

Takk fyrir að lesa og ég vona að ykkur líki vel.

-Helga María

Nektarínu grillbaka á hvolfi

IMG_9450.jpg

Grill eftirréttir finnst mér alltaf jafn skemmtilegir. Ég hugsa að ég noti aldrei jafn mikið af ákvextum í eftirrétti og þegar ég er að gera rétt á grillinu. Grillaðir ávextir eru svo ótrúlega góðir og verða eitthvað svo extra sætir og safaríkir. Ég elska að henda banönum og ananas sneiðum á grillið og borða með góðum ís og kannski súkkulaði en það er svo þægilegur og einfaldur eftirréttur.

IMG_9442.jpg

Þessi baka er ekki síður auðveld og svo er hún svo ótrúlega falleg þegar búið er að hvolfa henni. Mesta snilldin við hana er að það er hægt að nota hvaða ávexti með hugurinn girnist. Mér finnst passa fullkomlega að nota epli, perur eða góð ber en í þetta skipti deili ég með ykkur uppskrift þar sem ég nota nektarínur. Það er hægt að fá nektarínur í öllum búðum akkúrat núna og þær passa svo vel í þennan rétt. Þær verða svo safaríkar og sætar þegar þær bakast á grillinu.

IMG_9445.jpg
IMG_9447.jpg

Þessi baka er einnig svo mikil snilld þar sem notast er við keypt deig og niðurskorna ávexti svo það er auðvelt að skera ávextina niður og setja í box, kaupa deigið og taka þetta með sér hvert sem er. Bakan er bökum í álbakka en það þarf að passa vel að kaupa ekki álbakka með götum því þá mun allur safi leka niður í grillið. Ég ber kökuna fram með góðm vegan ís en akkúrat núna er ísinn frá Jude´s sem fæst í Krónunni í rosalega miklu uppáhaldi hjá mér svo ég notaðist við vanilluísinn frá þeim. Það má alveg vera með bragðmeiri ís með eða bæta jafnvel súkkulaði með í bökuna. Ef það er gert þarf að passa að setja súkkulaðið ekki neðst í bakkan því þá gæti það brunnið. Það er best að strá því yfir ávextina áður en deigið er sett yfir.

IMG_9451.jpg

Hráefni:

  • 5-6 nektarínur

  • 1 askja hindber

  • 1 askja brómber

  • 1/2 dl sykur

  • 1 pakki upprúllað smjördeig úr Krónunni.

Aðferð:

  1. Skolið og skerið niður nektarínurnar.

  2. Setjið alla ávextina í skál og stráið sykrinum yfir og blandið saman (þessu má alveg sleppa þar sem ávextirnir verða mjög sætir á grillinu. Mér finnst bakan þó verða extra gómsæt ef það er settur smá sykur).

  3. Hellið ávextunum í álbakka og dreifið vel úr.

  4. Rúllið út deiginu og stingið í það nokkur göt með gaffli. Leggið deigið yfir álbakkan og skerið meðfram bakkanum. Klemmið deigið aðeins við kanntana á bakkanum.

  5. Setjið grillið á meðallága stillingu og hafið grillið sem mest lokað á meðan bakan er á grillinu. Bakið í 15 til 20 mínútur eða þar til deigið verður fallega gyllt að ofan.

  6. Takið bökuna af grillinu og leyfið henni að standa í 5-10 mínútur áður en henni er hvolft á disk. Best er að setja bakkan á stóran disk og setja annan stóran disk yfir og hvolfa bökunni þannig.

  7. Berið fram með góðum vegan ís eða vegan þeyttum rjóma.

-Njótið vel.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna.

 
KRONAN-merki.png
 

Hátíðleg piparköku-ostakaka og tyrkis pepper toppar │ Veganistur TV │ 8. þáttur

Hátíðleg piparköku-ostakaka

  • Piparkökubotn

    • 150 gr vegan piparkökur

    • 80 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • Vanilluostakökufylling

    • 2 dl vegan þeytirjómi

    • 2 dl Oatly vanillusósa

    • 150 ml Oatly rjómaostur (1 dolla)

    • 1 dl sykur

    • 1 tsk vanilludropar

  • Karamella

    • 50 gr vegan smjör eða smjörlíki

    • 3/5 dl síróp

    • 2 msk Oatly iMat hafrarjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa botninn. Setjið piparkökurnar í blandara eða matvinnsluvél og myljið niður. Bræðið smjörið og hellið út í piparkökurnar á meðan þið blandið á lágum styrk.

  2. Setjið bökunarpappír í botninn á kringlóttu kökuformi og hellið piparkökubotninum í formið. Ýtið paparkökumulningnum vel í botninn á forminu og setjið í frysti á meðan þið útbúið fyllinguna.

  3. Þeytið rjóman í hrærivél og hellið síðan Oatly vanillusósunni út í hrærivélina og þeytið aðeins áfram. Setjið til hliðar

  4. Þeytið saman rjómaostinn, sykurinn og vanilludropana þar til létt og hrærið síðan varlega saman við rjómanblönduna með sleikju.

  5. Hellið yfir piparkökubotninn, sléttið vel úr fyllingunni og setjið í frysti á meðan þið útbúið karamelluna.

  6. Brærið smjörið á pönnu við vægan hita. Bætið sírópinu út í og leyfið þessu að sjóða saman í 3 til 4 mínútur og bætið síðan hafrarjómanum út í og leyfið suðunni að koma upp, það ætti einungis að taka um 1 mínútu.

  7. Setjið karamelluna í grunna skál og leyfið henni að kólna í 15 til 20 mínútur áður en þið hellið henni yfir ostakökuna. Dreifið vel úr karamellunni og hellið síðan yfir ostakökuna.

  8. Kakan þarf að fá að vera í frysti í 8 til 10 klukkustundir, eða yfir nótt, áður en hún er borin fram.

Tyrkis pepper toppar

  • 9 msk aquafaba (soðið af kjúklingabaunum í dós)

  • 300 gr púðursykur

  • 1 poki Tyrkis pepper (150 gr)

  • 1 plata Rapunzel 70% súkkulaði (80gr)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta aquafaba í hrærivél þar til það verður að mjög þykkri froðu.

  2. Bætið púðursykrinu hægt út í, sirka 1 msk í einu þar á meðan að hrærivélin hrærir á meðalháum styrk. Þegar allur púðursykurinn er komin út í setjið þið hræriðvélina á hæsta styrk og þeytið þetta í 10 til 15 mínútur eða þar til deigið verður mjög þykkt og hreifist ekki til í skálinni þegar hún er hreyft til eða henni snúið á hvolf.

  3. Myljið tyrkis peppert brjóstsykurinn niður og saxið súkkulaðið og hrærið því mjög varlega saman við marengsin með sleikju.

  4. Setjið litla toppa á bökunarplötu með teskeið og bakið í 150°C heitum ofni í 15-16 mínútur. Mer finnst betra að baka þá i 15 mínútur en þá verða þeir aðeins mýkri svo ef þið viljið frekar stökka toppa er betra að baka þá í 16 mínútur.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
Oatly_logo_svart (1).png
 
KRONAN-merki (1).png
 

Crunchy rabbabarakaka

IMG_7957.jpg

Haustið og veturinn er líklegast minn uppáhalds tími hvað varðar mat. Það er ekkert betra en góðar súpur, kássur og haustlegar kökur og tengi ég haustið alltaf við slíkan mat. Nú þegar haustið er handan við hornið er þessi gómæsta rabbabarakaka hin fullkomna kaka fyrir kósý helgarbakstur eða sem eftirréttur í gott matarboð.

IMG_7887.jpg

Mér finnst rabbabari ótrúlega góður og fannst því fullkomið að gera mjúka rabbabara köku með “crunchy” toppi þessa vikuna. Það kom mér þó á óvart hversu erfitt er að finna rabbabara út í búð þar sem ég átti alls ekki í vandræðum með að þefa hann uppi hvar sem er þegar ég var barn.

IMG_7897.jpg
IMG_7901.jpg

Ég kíkti í Hagkaup en ég fékk skilaboð um að einhverjir hefðu séð hann þar fyrr í sumar en þau áttu hann ekki til ennþá. Ég fékk einhver skilaboð um að hann fengist í frú Laugu en ég kíkti ekki þangað þar sem mamma vinkonu minnar var svo góð að gefa mér einn poka sem hún átti í frysti.

Það er þó allt í góðu ef þú finnur ekki rabbabara eða jafnvel finnst hann ekki góður þar sem það má alveg nota aðra ávexti í staðinn. Epli passa til dæmis ótrúlega vel með þessari uppskrift og ég gæti trúað því að hindber eða bláber gætu gætu gert það líka en ég ætla klárlega að prófa það á næstunni.

Þessi kaka er því fullkomin grunnur til að leika sér með en ég elska slíkar uppskriftir. Kakan er bökuð í lítilli skúffu sem er 30x20 cm en það má líka baka hana í venjulega hringformi en þá þarf að helminga uppskriftina.

IMG_7952.jpg

Hráefni:

  • 150 gr niðurskorinn rabbabari

  • 1 dl sykur

  • 150 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 dl sykur

  • 5 dl hveiti

  • 2 tsk matarsódi

  • 2 tsk lyftiduft

  • 1 tsk salt

  • 1 tsk vanilludropar

  • 2 msk eplaedik

  • 5 dl mjólk

Aðferð:

  1. Hitið ofnin á 175° C

  2. Skerið rabbabaran í sneiðar og blandið einum dl af sykri saman við bitana. Setjið til hliðar á meðan deigið er undirbúið.

  3. Þeytið saman sykur og smjör með rafmagnsþeytara eða í hrærivél þar til létt og ljóst.

  4. Blandið þurrefnunum saman í annari skál og hellið út í smjörblönduna ásamt mjólkinni, edikinu og vanilludropunum.

  5. Hrærið saman þar til deigið er slétt og laust við kjekki. Ekki hræra deigið of lengi.

  6. Smyrjið form með smjörlíki, olíu eða setjið smjörpappír í botninn. Dreifið úr rabbabaranum í formið og hellið deiginu yfir. Útbúið haframjöls”crumble” og stráið yfir. Bakið í 40 mínútur þar til kakan er fallega gyllt að ofan og tannstöngull kemur hreinn út þegar honum er stungið í kökuna.

Haframjöls”crumble”

  • 2 dl haframjöl

  • 1 dl hveiti

  • 1 & 1/2 dl púðursykur

  • 100 gr mjúkt vegan smjör eða smjörlíki

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin saman í skál.

  2. Skerið smjörið í bita og hrærið saman við þurrefnin. Best er að nota bara hendurnar til að ná öllu saman í stóran “klump”. Deigið á að vera frekar þurrt og molna auðveldlega.

  3. Stráið yfir kökuna og bakið í 40 mínútur, þar til kakan er fallega gyllt að ofan og tannstöngull kemur hreinn út þegar honum er stungið í kökuna.

Kökuna má bera fram heita, beint úr ofninum, með vegan ís eða rjóma eða kalda eina og sér eða með rjóma.

Njótið vel

Stór vegan súkkulaðibitakaka með karamellusósu

IMG_1367-2.jpg

Í dag færi ég ykkur uppskrift af stórri vegan súkkulaðibitaköku með karamellusósu og ís. Kakan er hinn fullkomni desert og mun svo sannarlega stela senunni við ýmis tilefni.

IMG_1285.jpg

Þessi kaka er virkilega skemmtilegur eftirréttur að bjóða uppá t.d. í matarboðum eða veislum. Hún smakkast eins og venjulegar súkkulaðibitakökur en það er mun auðveldara að útbúa hana og borin fram volg með vanilluís er hún betri en nánast allt annað í heiminum! Já stór orð, en ég stend við þau!

Færslan er í samstarfi við Hagkaup og þar fást allar þær vörur sem þarf í uppskriftina. Eins og við höfum nefnt áður er mikið úrval af góðum vegan vörum í Hagkaup og við elskum að versla þar. Ég notaði í þetta sinn suðusúkkulaði í kökuna, en get ímyndað mér að það sé ótrúlega gott að leika sér með uppskrifitina og nota eitthvað af gómsætum vegan súkkulaðistykkjunum sem fást í Hagkaup. Mín uppáhalds eru Jokerz sem er eins og vegan útgáfa af snickers, Twilight sem er eins og Mars og Buccaneer sem er eins og Milky way. Í Hagkaup fást einnig allskonar tegundir af vegan ís sem er góður með kökunni. Við mælum mikið með ísnum frá Oatly og Yosa.

IMG_1311.jpg

Karamellusósan er sú sama og í uppskriftinni af Döðlukökunni (mæli með að prófa döðlukökuna ef þið hafið ekki gert það). Ég leyfði sósunni þó að þykkna aðeins meira fyrir þessa uppskrift og hún passaði fullkomlega með kökunni og ísnum.

Þegar kakan er borin fram heit er hún svolítið klesst að innan sem mér finnst alveg ótrúlega gott. Það er mikilvægt að baka hana ekki of lengi þvi þá verður hún bara eins og hörð smákaka. Við viljum hafa hana svolítið “gooey!”

IMG_1356.jpg

Ég vona innilega að þið bakið kökuna og látið okkur vita hvað ykkur finnst. Þið hafið verið dugleg að tagga okkur á Instragram uppá síðkastið og okkur þykir enn og aftur ótrúlega vænt um það.

IMG_1349.jpg

Takk innilega fyrir að lesa! <3

-Helga María

Æðisleg stór vegan súkkulaðibitakaka

Æðisleg stór vegan súkkulaðibitakaka
Höfundur: Helga María
Eldunartími: 30 MinHeildartími: 30 Min

Hráefni:

  • 200 gr. smjörlíki
  • 2 dl púðursykur
  • 1,5 dl sykur
  • 1 hörfræsegg (1 msk möluð hörfræ + 3 msk vatn)
  • 1 tsk vanilludropar
  • 5 dl hveiti (Ath að til að fá rétt magn af hveiti mæli ég með að nota skeið til að setja hveitið í dl málið í stað þess að moka upp hveiti með málinu því með því að moka beint upp með dl málinu er hætta á að pakka inn alltof miklu hveiti)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 200 gr. saxað suðusúkkulaði (eða annað vegan súkkulaði)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°c
  2. Byrjið á því að gera hörfræseggið með því að blanda 1 msk möluðum hörfræjum saman við 3 msk vatn og láta standa í nokkrar mínútur þar til það hefur þykknað svolítið.
  3. Bræðið smjörlíkið og hrærið saman við púðursykur og sykur með písk.
  4. Bætið hörfræsegginu og vanilludropunum út í og hrærið saman.
  5. Hrærið hveiti, lyftidufti, salti og matarsóda saman í aðra skál og bætið út í smjörblönduna í skömmtum og hrærið saman með sleikju eða sleif. Ég bæti hveitinu í skömmtum svo deigið verði ekki of þurrt.
  6. Saxið súkkulaðið og setjið út í skálina og blandið saman við með sleikju eða sleif. Geymið smá af súkkulaðinu til hliðar sem þið setjið ofan á deigið þegar það er komið í formið.
  7. Smyrjið steypujárnspönnu eða kökuform með smjörlíki.
  8. Setjið deigið ofan í og toppið með reistinni af súkkulaðinu.
  9. Bakið í 20-25 mínútur eða þar til kakan er orðin svolítið gyllt að ofan. Eins og ég sagði hér að ofan er kakan svolítið klesst að innan ef hún er borðuð heit en það er alveg eins og það á að vera.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur
 
hagkaup_orange_sv_meirasvona.png
 

-Færslan er unnin í samstarfi við Hagkaup og þar fást allar vörurnar í uppskriftina-

Vegan döðlukaka með karamellusósu

IMG_2588.jpg

Uppskrift dagsins er af döðluköku með heitri karamellusósu. Þessi kaka kallast á ensku “Sticky toffee pudding” og er alveg dásamlega góð og með karamellusósunni og ísnum er þetta held ég bara besti desert sem ég hef smakkað lengi. Ég hlakka mikið til að bjóða upp á þessa köku næst þegar ég held matarboð.

IMG_2552.jpg

Þegar maður sér orðið “döðlukaka” hugsa margir eflaust fyrst að um sé að ræða holla hráköku. Ég hef allavega lengi tengt döðlur við sykurlausan bakstur og hráfæðinammi, en þessi kaka er langt frá því að vera sykurlaus eða hrá. Upprunalega ætlaði ég mér að gera eitthvað allt annað fyrir bloggið þessa viku, en svo var okkur send fyrirspurn á Instagram í síðustu viku um hvort við gætum gert uppskrift af vegan döðluköku. Ég tók þessari áskorun fagnandi og er ekkert smá ánægð með það. Ég er eiginlega hissa á að mér hafi ekki dottið þetta í hug fyrr. Eins og ég hef sagt áður þykir mér gríðarlega vænt um að fá hugmyndir frá ykkur að uppskriftum til að baka eða elda og verð alltaf mjög spennt þegar ég fæ áskorun um að útbúa eitthvað nýtt.

IMG_2555.jpg

Ég held ég hafi aldrei bakað jafn mikið á jafn stuttum tíma og ég hef gert síðustu vikur. Ég er búin að baka möndluköku þrisvar og bakaði marmarakökuna tvisvar áður en ég birti hana á blogginu. Ég hélt svo afmælisveislu síðustu helgi og bakaði fyrir hana súkkulaðiköku, gulrótarköku og tvo skammta af súkkulaðibitamöffins. Svo á sunnudagskvöld ákvað ég að baka marmarakökuna aftur og sýna á Instastory. Ég er svo búin að baka þessa döðluköku bæði í gær og í dag og á núna fullan frysti af kökum. Ég þarf að vera duglegri að gefa frá mér það sem ég baka svo ég endi ekki á því að borða það allt sjálf. Allar kökurnar sem ég nefni eru að sjálfsögðu hérna á blogginu.

Eins og ég sagði bakaði ég döðlukökuna líka í gær. Ég hafði verið með hugmynd í hausnum um hvernig ég ætlaði að baka hana og var svo bjartsýn að ég ákvað að baka hana í fyrsta sinn og taka myndir fyrir bloggið á sama tíma. Það endaði þannig að ég var mjög óörugg í bakstrinum og myndirnar urðu alls ekki góðar heldur. Í dag er ég mjög fegin að hafa þurft að endurtaka leikinn því þetta gekk miklu betur í dag og bæði kakan og myndirnar komu mun betur út.

IMG_2572.jpg

Þegar ég bakaði kökuna í gær hélt ég fyrst að hún hefði misheppnast, en áttaði mig á því aðeins seinna að svo var ekki. Þegar ég skar hana var hún enn svolítið heit og leit út fyrir að vera svolítið óbökuð í miðjunni. Þó hafði ég stungið í hana og gaffallinn kom hreinn út svo ég skildi ekki alveg af hverju hún var svona klístruð að innan. Ég varð í smá stund alveg hundfúl yfir þessu en þegar kakan hafði kólnað sá ég hvernig hún var nú bara alveg bökuð í gegn. Það var þá sem ég áttaði mig á því að döðlurnar í kökunni gera hana klístraða, og að hún var fullkomlega vel bökuð. Ég hló í svolitla stund að sjálfri mér, bæði því ég hefði átt að fatta þetta, en líka því ég er svo fljót stundum að verða dramatísk. Ég bakaði svo kökuna í dag meðvituð um þetta og hún varð fullkomin.

IMG_2574.jpg

Eitt sem ég breytti þó í dag, sem fór aðeins úrskeiðis í gær er karamellusósan. Í gær varð hún nefnilega rosalega þykk hjá mér svo ég passaði að það gerðist ekki í dag. Málið er að það tekur svolítinn tíma fyrir hana að þykkna og mér fannst ég standa og hræra í henni mjög lengi án þess að nokkuð gerðist, en svo skyndilega byrjaði hún að þykkna og varð rosalega þykk á stuttum tíma. Ekki misskilja mig, sósan var svo góð að ég hefði getað borðað hana með skeið, en það gekk ekkert rosalega vel að hella henni yfir kökuna. Í dag gerði ég uppskriftina alveg eins, en passaði mig að láta hana ekki þykkna svona svakalega. Ég stóð því og hrærði í henni og tók vel eftir því þegar hún fór að þykkna og tók hana af hellunni um leið og hún var komin með þá áferð sem ég vildi.

Ég er mjög ánægð með þessa útkomu og vona svo innilega að ykkur líki vel. Ég hlakka líka til að deila með ykkur uppskriftunum sem eru væntanlegar á næstunni, ég hef ekki verið í svona miklu bloggstuði lengi og vona að það haldist hjá mér. Ég er líka að reyna að vera dugleg á Instagram og þætti mjög vænt um að þið mynduð fylgja okkur þar! <3

IMG_2583.jpg

Hráefni:

  • 250 gr þurrkaðar döðlur

  • 3 dl vatn

  • 1 tsk matarsódi

  • 100 gr smjörlíki við stofuhita

  • 130 gr púðursykur

  • 1 tsk lyftiduft

  • Örlítið salt

  • 2 og 1/2 dl hveiti

  • 1 msk eplaedik

  • 1 dl jurtamjólk


Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.

  2. Saxið döðlurnar gróft niður og setjið í pott ásamt vatni og sjóðið á lágum hita í 5 mínútur eða þar til þær hafa mýkst svolítið.

  3. Takið þær af hellunni og stappið vel með gaffli, eða kartöflustappara. Það er líka hægt að mauka þær með töfrasprota eða matvinnsluvél, en mér finnst nóg að stappa bara með svona kartöflustappara.

  4. Stráið matarsóda yfir döðlumaukið og blandið honum vel saman við og leyfið að standa í smá stund. Ég geri þetta bara í pottinum sem ég sauð þær í. Maukið mun freyða svolítið þegar matarsódinn er kominn í.

  5. Þeytið smjörlíki og púðursykur þar til blandan er orðin létt og svolítið ljós. Bætið svo restinni af hráefnunum út í og hrærið vel saman.

  6. Smyrjið kökuform. Ég nota eiginlega alltaf kringlótt smelluform sem er 20 cm að stærð og eru uppskriftirnar mínar oftast akkúrat passlegar í það. Ef þið eruð að nota miklu stærra form myndi ég tvöfalda uppskriftina. Ég á t.d eitt 26 cm form sem ég nota voða sjaldan og ég myndi held ég gera þessa uppskrift tvöfalda í það. Ég klippi líka út smá smjörpappír og set í botninn, bara því mér finnst það svo þægilegt.

  7. Bakið kökuna í 40-50 mínútur. Minn ofn er ekki með blæstri og ég bakaði mína köku í 50 mínútur. Ég byrjaði þó að fylgjast með henni eftir 35 mínútur til að vera viss.

Karamellusósa:

  • 1 og 1/2 dl Alpro sojarjómi

  • 120 gr smjörlíki

  • 120 gr púðursykur

  • Örlítið salt

Aðferð:

  1. Setjið allt í pott og hrærið vel saman.

  2. Látið suðuna koma upp og hrærið reglulega í pottinum þar til þið fáið þá áferð sem þið viljið. Ég vildi ekki hafa mína of þykka og passaði því í þetta skiptið að hræra ekki alltof lengi. Ég þurfti samt að sýna svolitla þolinmæði því það tók nokkrar mínútur fyrir sósuna að byrja að þykkna, en þegar það gerðist þá þykknaði hún mjög hratt.

Tips: Kakan er ótrúlega góð ein og sér með karamellusósunni, en Guð minn góður hvað vegan vanilluísinn fullkomnaði hana. Mæli því mikið með að kaupa einhvern góðan vegan ís og bera fram með henni.

Takk fyrir að lesa og ég vona innilega að þið njótið. Við höfum verið að fá margar myndir á Instagram uppá síðkastið frá fólki sem hefur verið að elda og baka uppskriftir frá okkur, og okkur þykir ekkert smá vænt um það.

Veganistur <3

Kasjúhnetuostakaka

IMG_5020.jpg

Eftirréttir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en þeir eru, að mínu mati, ekki síður mikilvægir en aðalrétturinn þar sem þeir setja eins konar punkt yfir I'ið í góðu matarboði. Ostakökur finnst mér vera hinn fullkomni eftirréttur. Þær er hægt að gera á ótlejandi mismunandi vegu, bæði mjög sætur eða minna sætar, og svo eru þær oft svo ótrúlega fallegar.

Webp.net-gifmaker (3).gif
IMG_4851.jpg

Uppskrift vikunnar er einmitt af ostaköku en þó ekki hinni hefðbundu ostaköku sem að flestir þekkja. Þessi uppskrift inniheldur engan ost og engar mjólkurvörur. Kakan er því 100% vegan og inniheldur einungis holl og góð næringarefni, en meginuppistaða kökunnar eru kasjúhnetur. Kakan er einnig ekkert bökuð heldur einungis fryst og því alveg hrá.  

IMG_4874.jpg
IMG_5101.jpg

Ég gerði þessa köku í fyrsta skipti fyrir nokkrum árum og varð hún strax ein af mínum uppáhalds. Hún er alveg ótrúlega auðveld þar sem maður skellir einfaldlega öllu í blandara og síðan í form. Hún þarfnast þó smá fyrirvara þar sem hún þarf að vera í frysti í að minnsta kosti 8 klukkustundir. Mér finnst því fullkomið að henda í hana kvöldinu áður en bera á hana fram og geyma hana einfaldlega í frystinum þar til rátt áður en á að njóta hennar.

IMG_5226.jpg
IMG_5172.jpg

Þessi uppskrift hefur einnig þann kost að það er hægt að leika sér endalaust með hana. Uppskriftin er í grunninn alltaf sú sama og svo er hægt að bæta við alls kynns berjum, kaffi eða súkkulaði og þá verður þetta alltaf eins og ný og ný kaka. Hins vegar þarf í kökuna góðan blandara sem ræður vel við að gera kasjúhneturnar að silkimjúkri fyllingu. Þær má leggja í bleyti í svolitla stund til að mýkja upp en það þarf þó kraftmikinn og góðan blandara. Við systur eigum báðar blendtec blandara sem við erum virkilega ánægðar með. Hann er ótrúlega kraftmikill og ég hef ekki enn fundið neitt matakynns sem að hann á erfitt með að tæta niður í frumeindir. Blendtec fæst í heimilstækjum og hentar alveg fullkomlega í þessa uppskrift.

IMG_5129.jpg

Vanilla og jarðaberja kasjúostaka:

Döðlubotn:

  • 15 döðlur

  • 4 dl hnetublanda (t.d. hesli, valhnetur og möndlur)

Aðferð:

  1. Setjið döðlurnar og hneturnar í blandara (mjög hentugt að nota twister jar) og blandið vel þar til blandan verður að þéttri kúlu og allar hneturnar eru vel malaðar.

  2. Þjappið blöndunni í botninn á 22/24 cm formi og frystið á meðan þið útbúið fyllinguna.

Fylling:

  • 500 gr kasjúhnetur (lagðar í bleyti í nokkra klukkutíma ef tími gefst)

  • 4 1/2 dl kókosmjólk

  • 1 1/2 dl agave síróp

  • 2 msk sítróna

  • 2 tsk vanilla (+ef hafa á vanilluköku)

  • u.þ.b. 6-8 frosin jarðaber (einungis sett í helming fyllingarinnar)

Aðferð:

  1. Setjið allt nema jarðaberinn saman í blandarakönnuna og blandið á hæsta styrk þar til balndan verður silkimjúk.

  2. Hellið helming blöndunnar yfir döðlubotninn og frystið. Hafið kökuna í frystinum í minnsta kosti 4 klukkustundir áður en jarðaberjafyllingunni er helt yfir svo skilin verði falleg og bein.

  3. Setjið jarðaberinn út í restina af fyllingunni og blandið á hæsta styrk. Geymið fyllinguna í ísskáp þar til tímabært er að hella henni yfir vanillukökuna. Hafið kökuna í frysti í að minnsta kosti 4 klukkustundir í viðbót.

  4. Takið kökuna út úr frysti hálftíma til klukkutíma áður en hún er borin fram.

 

 

Frosin ostakaka með Oreo botni

IMG_1113-3.jpg

Það er fátt sem toppar góða máltíð betur en gómsætur eftirréttur. Þegar ég held matarboð þykir mér eftirrétturinn oft alveg jafn mikilvægur og máltíðin sjálf. Eins og það er þægilegt að kaupa góðan vegan ís, ávexti og súkkulaði, þá er líka stundum skemmtilegt að útbúa eitthvað aðeins meira extra. Það er virkilega auðvelt að gera allskonar vegan eftirrétti og sætindi, og við ætlum að reyna að vera duglegri að birta uppskriftir af svoleiðis hérna á blogginu. 

IMG_1029-3.jpg

Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift af ótrúlega góðri vegan ostaköku. Ég myndi kalla þetta blöndu af ostaköku og ísköku því best er að borða hana nánast beint úr frystinum. Þessi kaka er svo góð að ég hef ekki getað hætt að hugsa um hana síðan ég gerði hana. Oreo botninn passar fullkomlega við fyllinguna sem hefur smá kaffikeim. Ég held það væri gaman að gera úr uppskriftinni litlar ostakökur í bollakökuformi, til að bjóða upp á í matarboðum eða afmælum. 

IMG_0964-2.jpg

Ég get ekki sagt að ég hafi alist upp við að borða ostakökur, en þær eru núna orðnar mikið uppáhald hjá mér. Ég er með aðra mjög góða uppskrift í pokahorninu sem er líka frosin, en á eftir að prufa mig áfram með bakaðar ostakökur. Ég get þó lofað ykkur því að um leið og ég hef masterað svoleiðis köku fáið þið uppskriftina strax. Ég er búin að skora á sjálfa mig að ögra sjálfri mér meira þegar kemur að því að útbúa kökur og deserta. Mér finnst ekkert mál að elda mat og það kemur til mín mjög náttúrulega, en ég er rosalega óöruggur bakari og er yfirleitt með Júlíu í tólinu á meðan ég baka. Ég er þó ákveðin í að hætta að vera hrædd við að baka og sætta mig við það að stundum misheppnast hlutirnir í fyrsta sinn og þá er ekkert annað að gera en að reyna aftur. 

IMG_1066-2.jpg

Þið megið endilega láta okkur vita hvað er ykkar uppáhalds desert og hvort það er eitthvað sem þið viljið að við reynum að "veganæsa." Við erum með endalausar hugmyndir af kökum og skemmtilegu bakkelsi sem okkur langar að setja á bloggið, en það væri mjög gaman að heyra frá ykkur hvað er í uppáhaldi. 

IMG_1120-2.jpg

Hráefni: 

  • 20 Oreo kexkökur

  • 70 gr bráðið vegan smjör (notið hvaða vegan smjör sem er virkar, t.d Krónu smjörlíki eða Ljóma smjörlíki)

  • 1 þeytirjómi frá Alpro (2 dl)

  • 2 öskjur påmackan rjómaosturinn frá Oatly (300gr)

  • 1,5 dl sykur

  • 1 msk vanillusykur

  • 2-3 msk kalt uppáhellt kaffi (fer alfarið eftir því hversu mikið kaffibragð þið viljið hafa. Ég setti 2 msk og það var mjög milt kaffibragð af minni, sem mér fannst fullkomið).

Aðferð:

  1. Myljið niður Oreo kexið, annaðhvort í matvinnsluvél eða með því að setja það í lokaðan nestispoka og brjóta kexið með kökukefli. Hellið muldu kexinu í skál.

  2. Bræðið smjörið, hellið því ofan í skálina og blandið vel saman við kexið með sleif.

  3. Hellið blöndunni í 20 cm smelluform og þrýstið vel í botninn. Setjið formið í frystinn á meðan þið undirbúið fyllinguna.

  4. þeytið rjómann í stórri skál og leggið til hliðar.

  5. Bætið restinni af hráefnunum í aðra stóra skál og þeytið saman.

  6. Bætið þeytta rjómanum útí skálina og þeytið allt saman í nokkrar sekúndur, eða þar til allt er vel blandað saman.

  7. Hellið blöndunni ofan í smelluformið og setjið í frystinn yfir nótt eða í allavega fjóra klukkutíma.

  8. Toppið kökuna með því sem ykkur lystir. Í þetta sinn bræddi ég súkkulaði og toppaði með því, sem voru smá mistök því það var virkilega erfitt að skera í gegnum súkkulaðið þegar það var orðið frosið. Næst myndi ég bræða súkkulaðið og blanda saman við það nokkrum matskeiðum af þykka hlutanum úr kókosmjólk í dós, því þannig harðnar súkkulaðið aldrei alveg. Eins er ótrúlega gott að toppa kökuna bara með muldu Oreo kexi, súkkulaðikurli eða setja yfir hana fullt af ferskum jarðarberjum þegar hún er tekin út. Í rauninni er kakan fullkomin ein og sér, en útlitsins vegna finnst mér skemmtilegt að toppa hana með einhverju gómsætu.

  9. Berið kökuna fram nánast beint úr frystinum. Gott er að láta hana standa í nokkrar mínútur, en hún er svolítið eins og ísterta og er því best ísköld.

Njótið
Helga María

 

Gómsæt eplabaka

IMG_3649-3.jpg

Það er ekkert betra eftir góða máltíð en góður eftirréttur. Eða það finnst mér allavega. Uppáhalds eftirréttirnir mínir eru einfaldir eftirréttir, eitthvað sem þarf ekki að hafa mikið fyrir, líkt og góður vegan ís eða einföld kaka. Við erum mjög heppin með það að það er ótrúlega mikið af góðum vegan ís komin á markaðin hér á landi og er þar ísinn frá Oatly einn af mínum uppáhalds. 

IMG_3520-2.jpg
IMG_3531 (3).jpg

Þessi eplabaka er einn af mínum uppáhalds eftirrétti en það er eindfaldlega vegna þess hversu auðvelt er að útbúa hana og hversu góð hún er. Það sem mér finnst líka vera mikill kostur er að það má undirbúa hana snemma um daginn og skella henni síðan bara í ofninn eftir matinn. 

IMG_3624-4.jpg

Kakan samanstendur af grænum eplum, möndlusmjörs-karamellu (sem passar fullkomlega með eplunu) og hafradeigi sem gerir "krönsí" áferð. Bakan passar fullkomlega með vanilluísnum frá Oatly.

IMG_3643-2.jpg

Eplabaka:

Aðferð:

  1. Afhýðið eplin og skerið niður í litla bita. Setjið í eldfast mót og hellið möndlusmjörs-karamellunni yfir.

  2. Útbúið deigið með því að blanda restinni af hráefnunum saman í skál og dreifið yfir eplin. 

  3. Bakið kökuna í 30 til 35 mínútur við 180°C 

Möndlusmjörs-karamella

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í pott og leyfið suðunni að koma upp.

  2. Sjóðið í 2 til 3 mínútur og hrærið í á meðan.

Vonum að þið njótið
-Veganistur

innnes2.jpg

-Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel og Innnes-