Hátíðleg piparköku-ostakaka og tyrkis pepper toppar │ Veganistur TV │ 8. þáttur

Hátíðleg piparköku-ostakaka

  • Piparkökubotn

    • 150 gr vegan piparkökur

    • 80 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • Vanilluostakökufylling

    • 2 dl vegan þeytirjómi

    • 2 dl Oatly vanillusósa

    • 150 ml Oatly rjómaostur (1 dolla)

    • 1 dl sykur

    • 1 tsk vanilludropar

  • Karamella

    • 50 gr vegan smjör eða smjörlíki

    • 3/5 dl síróp

    • 2 msk Oatly iMat hafrarjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa botninn. Setjið piparkökurnar í blandara eða matvinnsluvél og myljið niður. Bræðið smjörið og hellið út í piparkökurnar á meðan þið blandið á lágum styrk.

  2. Setjið bökunarpappír í botninn á kringlóttu kökuformi og hellið piparkökubotninum í formið. Ýtið paparkökumulningnum vel í botninn á forminu og setjið í frysti á meðan þið útbúið fyllinguna.

  3. Þeytið rjóman í hrærivél og hellið síðan Oatly vanillusósunni út í hrærivélina og þeytið aðeins áfram. Setjið til hliðar

  4. Þeytið saman rjómaostinn, sykurinn og vanilludropana þar til létt og hrærið síðan varlega saman við rjómanblönduna með sleikju.

  5. Hellið yfir piparkökubotninn, sléttið vel úr fyllingunni og setjið í frysti á meðan þið útbúið karamelluna.

  6. Brærið smjörið á pönnu við vægan hita. Bætið sírópinu út í og leyfið þessu að sjóða saman í 3 til 4 mínútur og bætið síðan hafrarjómanum út í og leyfið suðunni að koma upp, það ætti einungis að taka um 1 mínútu.

  7. Setjið karamelluna í grunna skál og leyfið henni að kólna í 15 til 20 mínútur áður en þið hellið henni yfir ostakökuna. Dreifið vel úr karamellunni og hellið síðan yfir ostakökuna.

  8. Kakan þarf að fá að vera í frysti í 8 til 10 klukkustundir, eða yfir nótt, áður en hún er borin fram.

Tyrkis pepper toppar

  • 9 msk aquafaba (soðið af kjúklingabaunum í dós)

  • 300 gr púðursykur

  • 1 poki Tyrkis pepper (150 gr)

  • 1 plata Rapunzel 70% súkkulaði (80gr)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta aquafaba í hrærivél þar til það verður að mjög þykkri froðu.

  2. Bætið púðursykrinu hægt út í, sirka 1 msk í einu þar á meðan að hrærivélin hrærir á meðalháum styrk. Þegar allur púðursykurinn er komin út í setjið þið hræriðvélina á hæsta styrk og þeytið þetta í 10 til 15 mínútur eða þar til deigið verður mjög þykkt og hreifist ekki til í skálinni þegar hún er hreyft til eða henni snúið á hvolf.

  3. Myljið tyrkis peppert brjóstsykurinn niður og saxið súkkulaðið og hrærið því mjög varlega saman við marengsin með sleikju.

  4. Setjið litla toppa á bökunarplötu með teskeið og bakið í 150°C heitum ofni í 15-16 mínútur. Mer finnst betra að baka þá i 15 mínútur en þá verða þeir aðeins mýkri svo ef þið viljið frekar stökka toppa er betra að baka þá í 16 mínútur.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
Oatly_logo_svart (1).png
 
KRONAN-merki (1).png