Hollt og gott Enchilada úr korter í 4 kælinum í Krónunni │ Veganistur x Krónan │ AD

Hráefni:

  • 1 pakki kjúklingabaunasalat úr korter í 4 kælinum

  • 1 pakki fajitas grænmeti úr korter í 4 kælinum

  • 1 pakki hrísgrjón með sveppum úr korter í 4 kælinum

  • 1 krukka tómat og ólífusalsa úr korter í 4 kælinum eða venjuleg salsasósa

  • safi úr hálfu lime

  • 6-8 maís tortilla pönnukökur (má líka nota venjulegar tortillakökur)

  • 100-150 ml vegan rjómaostur

  • Avókadósalat

    • 2-3 avókadó

    • 2 stórir tómatar eða um 6 litlir

    • safi úr hálfu lime

    • salt og pipar

    • ferskt kóríander

Aðferð:

  1. Hitið ofninn við 200°C

  2. Blandið kjúklingabaunasalati, fajitas grænmeti og hrísgjrónum saman í skál ásamt salsanum, geymið 2-3 msk af salsa til að smyrja yfir réttinn í lokin.

  3. Smyrjið hverja tortilla köku með smá vegan rjómaosti, setjið fyllingu inn í, rúllið upp og raðið í eldfast mót.

  4. Smyrjið smá rjómaosti og salsa yfir hverja rúllu fyrir sig.

  5. Bakið í ofninum í 20 mínútur.

  6. Útbúið avókadó salatið með því að skera niður avókadó og tómata og hræra það saman með lime safanum, salti og pipar og sökuðu fersku kóríander.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna

KRONAN-merki.png

Veganistur X Krónan │ Einfaldur ofnréttur úr Korter í 4 kælinum í Krónunni │ AD

Hráefni:

  • 1 pakki svartbaunabuffborgari frá Korter í 4

  • 1 pakki Kartöflusalat frá Korter í 4

  • 1 pakki piparsósa frá Toro

  • Nokkrar gulrætur

  • 1-2 msk olía

  • Einfalt salat

    • Kál

    • Gúrka

    • Tómatar

    • Kryddjurtadressing frá Korter í 4

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Takið borgarana úr pakkanum, setjið þá í skál og blandið saman. Skiptið í fjóra hluta og mótið úr þeim fjórar pylsur.

  3. Hellið olíu í eldfast mót og leggið pylsurnar í mótið ásamt kartöflusalatinu og niðuskornum gulrótum. Stráið grófu salti yfir og setjið í ofninn í sirka 12 mínútur

  4. Útbúið sósuna á meðan eftir leiðbeiningum á pakkanum.

  5. Skerið niður salat, kál, gúrku og tómatata og setjið í skál. Hellið yfir kryddjurtadressingunni og blandið saman.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna.

 
KRONAN-merki.png
 

Hátíðleg piparköku-ostakaka og tyrkis pepper toppar │ Veganistur TV │ 8. þáttur

Hátíðleg piparköku-ostakaka

  • Piparkökubotn

    • 150 gr vegan piparkökur

    • 80 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • Vanilluostakökufylling

    • 2 dl vegan þeytirjómi

    • 2 dl Oatly vanillusósa

    • 150 ml Oatly rjómaostur (1 dolla)

    • 1 dl sykur

    • 1 tsk vanilludropar

  • Karamella

    • 50 gr vegan smjör eða smjörlíki

    • 3/5 dl síróp

    • 2 msk Oatly iMat hafrarjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa botninn. Setjið piparkökurnar í blandara eða matvinnsluvél og myljið niður. Bræðið smjörið og hellið út í piparkökurnar á meðan þið blandið á lágum styrk.

  2. Setjið bökunarpappír í botninn á kringlóttu kökuformi og hellið piparkökubotninum í formið. Ýtið paparkökumulningnum vel í botninn á forminu og setjið í frysti á meðan þið útbúið fyllinguna.

  3. Þeytið rjóman í hrærivél og hellið síðan Oatly vanillusósunni út í hrærivélina og þeytið aðeins áfram. Setjið til hliðar

  4. Þeytið saman rjómaostinn, sykurinn og vanilludropana þar til létt og hrærið síðan varlega saman við rjómanblönduna með sleikju.

  5. Hellið yfir piparkökubotninn, sléttið vel úr fyllingunni og setjið í frysti á meðan þið útbúið karamelluna.

  6. Brærið smjörið á pönnu við vægan hita. Bætið sírópinu út í og leyfið þessu að sjóða saman í 3 til 4 mínútur og bætið síðan hafrarjómanum út í og leyfið suðunni að koma upp, það ætti einungis að taka um 1 mínútu.

  7. Setjið karamelluna í grunna skál og leyfið henni að kólna í 15 til 20 mínútur áður en þið hellið henni yfir ostakökuna. Dreifið vel úr karamellunni og hellið síðan yfir ostakökuna.

  8. Kakan þarf að fá að vera í frysti í 8 til 10 klukkustundir, eða yfir nótt, áður en hún er borin fram.

Tyrkis pepper toppar

  • 9 msk aquafaba (soðið af kjúklingabaunum í dós)

  • 300 gr púðursykur

  • 1 poki Tyrkis pepper (150 gr)

  • 1 plata Rapunzel 70% súkkulaði (80gr)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta aquafaba í hrærivél þar til það verður að mjög þykkri froðu.

  2. Bætið púðursykrinu hægt út í, sirka 1 msk í einu þar á meðan að hrærivélin hrærir á meðalháum styrk. Þegar allur púðursykurinn er komin út í setjið þið hræriðvélina á hæsta styrk og þeytið þetta í 10 til 15 mínútur eða þar til deigið verður mjög þykkt og hreifist ekki til í skálinni þegar hún er hreyft til eða henni snúið á hvolf.

  3. Myljið tyrkis peppert brjóstsykurinn niður og saxið súkkulaðið og hrærið því mjög varlega saman við marengsin með sleikju.

  4. Setjið litla toppa á bökunarplötu með teskeið og bakið í 150°C heitum ofni í 15-16 mínútur. Mer finnst betra að baka þá i 15 mínútur en þá verða þeir aðeins mýkri svo ef þið viljið frekar stökka toppa er betra að baka þá í 16 mínútur.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
Oatly_logo_svart (1).png
 
KRONAN-merki (1).png
 

Aspassúpa og hátíðar meðlætið │ Veganistur TV │ 7. þáttur

Aspassúpa

  • 75 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 1 dl hveiti

  • 2 dósir niðursoðinn aspas (soðið og aspasinn)

  • 2 lítrar Oatly Barista mjólkin

  • 4 msk grænmetiskraftur (2 grænmetisteningar)

  • 2 tsk salt

  • 1/2 lítri Oatly iMat matreiðslurjómi

Aðferð:

  1. Bryjið á því að bræða smjörlíki í stórum potti. Þegar smjörlíkið er bráðið setjið hitan á hellunni niður á miðlungs eða lágan hita.

  2. Stráið hveitinu út í smjörið og hrærið það saman í hveitibolli, Bollan á að vera frekar þurr.

  3. Hellið soðinu af tveimur aspadósum í könnu og bætið út í pottinn í nokkrum skömmtum og hrærið vel saman við hveitibollunna. Ekki setja of mikið vökva út í pottinn í einu því þá er líklegra að kekkir myndist í súpunni.

  4. Þegar allt soðið er komið saman við bætið hálfum lítra af mjólkinni saman við og hrærið vel og síðan restinni af mjólkinni.

  5. Bætið grænmetiskrafti og saltinu saman við og leyfið því að hitna þar til suðan kemur upp.

  6. Þegar suðan er komin upp bætið matreiðslurjómanum og aspasinum saman við og hitið í nokkrar mínútur í viðbót.

  7. Berið fram með hvítu hveitibrauði.

Pipar sveppasósa

  • 25 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 200 gr sveppir

  • 2 tímían stilkar (ferkst)

  • salt og pipar

  • 1 bréf piparsósa

  • 250 ml vatn

  • 2 msk grænmetiskraftur (1 grænmetisteningur)

  • 250 ml Oatly iMat matreiðslurjómi

  • 1 tsk rifsberjahlaup eða rifsberjasulta

Aðferð:

  1. Skerið sveppina í þunnar sneiðar, kremjið hvítlaukinn og setjið út á heita pönnu mðe vegan smjörinu og tímían stilkunum.

  2. Steikið í nokkrar mínútur þar til að vökvi fer að myndast úr sveppunum.

  3. bætið vatninu, piparsósunni og grænmetiskraftinum út á pönnuna og hrærið saman þar til duftið er alveg komið saman við vatnið.

  4. Bætið rjómanum og rifsberjasultunni saman við og leyfið suðunni að koma upp. Sjóðið í sirka 5 mínútur.

Brúnaðar kartöflur (10 meðalstórar kartöflur)

  • 10-12 soðnar litlar kartöflur

  • 50 gr vegan smjör

  • 100 gr sykur

  • 1/2 dl Oatly-hafrarjómi

Aðferð:

  1. Bræðið sykurinn á meðalhita á pönnu og passið að fylgjast vel með.

  2. Setjið smjörið útí um leið og sykurinn er bráðinn svo hann brenni ekki.

  3. Þegar smjörið er bráðið er slökkt undir, rjómanum hellt útí og hrært standslaust í hálfa mínútu áður en kartöflunum er helt út í.

Eplasalat

  • 2 meðalstór græn epli

  • 1 bolli græn vínber

  • 1 dl Oatly sýrður rjómi

  • 1/2 dl þeyttur vegan rjómi

Aðferð:

  1. Takið hýðið af eplunum og skerið niður í litla kúbba

  2. Skerið vínberin í tvennt

  3. hrærið sýrða rjómanum og þeytta rjómanum saman við ávextina í stórri skál.

-Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
 
KRONAN-merki.png
Oatly_logo_svart.png
 

Sjónvarpskaka og klassísk rjómaterta │ Veganistur TV │ 6.þáttur

Sjónvarpskaka:

  • 7,5 dl hveiti

  • 3 dl sykur

  • 3 tsk lyftiduft

  • 2 tsk matarsódi

  • 1 tsk salt

  • 7,5 dl vegan mjólk (ég notaði haframjólk)

  • 2 dl rapsolía eða önnur bragðlaus olía

  • 1,5 tsk vanilludropar

  • 2 msk eplaedik

Kókosmjölskaramella

  • 150 gr smjör

  • 300 gr púðursykur

  • 200 gr kókosmjöl

  • 1 dl oatly mjólk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175°c

  2. Blandið saman þurrefnunum í stóra skál

  3. Bætið restinni af hráefnunum útí og hrærið saman þar til engir kekkir eru.

  4. Klæðið formið með bökunarpappír. Mér finnst gott að smyrja smá smjörlíki í botninn og hliðarnar og þá festist bökunarpappírinn vel við formið. Eins og ég tók fram hér að ofan nota ég form sem er 42x29x4 cm.

  5. Hellið deiginu út í formið og bakið í miðjum ofni í 30 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út þegar þið stingið í hana. Ég myndi kíkja á hana eftir 25 mínútur.

  6. Útbúið kókosmjölskaramelluna á meðan að kakan er í ofninum

  7. Bæriði saman í potti smjörlíkið og púðuryskurinn við meðalháan hita.

  8. Bætið kókosmjölinu og mjólkinni út í þegar sykurinn hefur bráðnað alveg og hrærið saman og leyfið að hitna vel í svona 5 mínútur í viðbót.

  9. Takið kökuna úr ofninum þegar hún er bökuð í gegn.

  10. Spyrjið kókoskaramellunni yfir kökuna og setjið hana aftur í ofnin í 10 til 15 mínútur.

Rjómaterta eins og amma gerði hana

  • Hvítir rjómatertu botnar

  • Oatly vanillurjómi

    • 1 dl vegan þeytirjómi

    • 1 dl oatly vanillusósa

  • Niðursoðnir ávextir

  • Hvítt smörkrem

    • 200 gr smjörlíki

    • 1/2 dl Oatly vanillusósa

    • 400 gr flórsykur

    • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Útbúið sama deig og hér að ofan en skiptið því í tvö kringlótt form og bakið eftir leiðbeiningum hér að ofan.

  2. Þeytið saman vegan rjóman og Oatly vanillusósuna og setjið til hliðar.

  3. Útbúið smjörkremið en þá byrjið þið á því að þeyta mjúkt smjörlíki í hrærivél, bætið síðan út í Oatly vanillusósunni og þeytið aðeins lengur. Bætið þá restinni af hráefnunum út í og þeytið saman.

  4. Þegar kakan er sett saman byrja ég á því að bleyta upp í öðrum botninum með smá vökva úr niðursoðnum ávöxtum.

  5. Næst sprauta ég hring á brúnina af botninum með smörkremi, fylli inn í hringin með vanillurjómanum og dreyfi síðan niðursoðnum ávöxtum yfir.

  6. Það er best að leyfa kökunni að kólna vel inn í ísskáp áður en spurt er restinni af smjörkreminu yfir hana til að hún klessist ekki saman.

  7. Dreyfið úr smjörkreminu yfir alla kökuna og skreytið að vild.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Oatly á Íslandi og Krónuna

Oatly_logo_svart.png
 
KRONAN-merki.png

Auðvelt foccacia brauð og fylltir smjördeigsnúðar │ Veganistur TV │ 5.þáttur

Auðvelt Foccasia brauð

  • 5 dl hveiti

  • 2 1/2 tsk þurrger

  • 1/2 tsk salt

  • 2 1/2 dl volgt vatn (sirka við líkamshita)

  • Filippo Berio Olífuolía

Aðferð:

  1. Setjið hveitið, þurrger og salt í stóra skál og hrærið aðeins saman.

  2. gerið holu í miðjuna á skálinni og hellið vatninu í holuna.

  3. Hrærið deiginu saman með sleif þar til allt er komið vel saman og ekkert þurrt hveiti er eftir í skálinni.

  4. Hellið smá ólífuolía í kringum deigið og flettið því aðeins í höndunum.

  5. Setjið plastfilmu, disk eða annað “lok” yfir skálinni (passa að hafa ekki alveg lofþétt lok") og geymið deigið í ísskáp í 10 til 12 tíma eða yfir nótt.

  6. Setjið ólífuolíu yfir deigið og hendurnar þegar það hefur fengið að hvíla nægilega lengi í ísskápnum og veltið því aðeins í skálinni og hellið því síðan í eldfast mót eða pönnu sem má fara í ofn og leyfið því að hvíla í tvo til fjóra tíma eða þar til það hefur náð að fylla út í mótið eða pönnuna.

  7. Hellið olíu yfir deigið og hendur einu sinni enn og gerið “göt” hér og þar í deigið með fingrunum.

  8. Stráið vel af grófu salti yfir brauðið og bakið í 40 mínútur í 200°C heitum ofni eða þar til brauðið er orðið fallega gyllt að ofan.

  9. Leyfið brauðinu að kólna aðeins áður en það er skorið eða í allavega hálftíma.

  10. Brauðið má bera fram eitt og sér en þá má líka skera það þversum í gegn og nýta það í góðar samlokur.

  11. Einnig er gott að setja t.d. ólífur og sólþurrkaða tómata yfir deigið áður en það er bakað.

Fylltir smjördeigs snúðar með Oatly rjómaosti

  • Tilbúið vegan smjördeig (fæst bæði í kæli og í frysti)

  • 1 askja Oatly rjómaostur (Påmacken)

  • 1 tsk laukduft

  • 1/2 hvítlauksgeiri

  • örlítið salt

  • 2-3 msk saxaður ferskur graslaukur

  • 3-4 sveppir

  • 1 lúka klettasalat

Aðferð:

  1. Leyfið smjördeiginu aðeins að þyðna (ef notað er frosið deig þ.a.s.)

  2. Hrærið saman í skál rjómaostinum, hvítlauk, laukdufti, salti og graslauk.

  3. Saxið niður sveppina

  4. Smyrjið deigið með vel af rjómaostinum.

  5. Stráið sveppunum og klettasalatinu yfir degið.

  6. Rúllið deiginu upp og skerið í sirka 2 cm þykka bita.

  7. Raðið á ofnplötu með smjörpappír og ýtið aðeins ofan á snúðana með höndunum eða sleikju.

  8. Smyrjið snúðana með smá oatly mjólk og stráið yfir þá sesamfræum.

  9. Bakið í 200°C heitum ofni í sirka 20 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðin fallega gylltir.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
Oatly_logo_svart.png
 
KRONAN-merki.png
 

Svartbaunaborgari og hlaðnar franskar │ Veganistur TV │ 4. þáttur

Svartbaunaborgari (4-6 borgarar)

  • 2 dósir svartar baunir

  • 2-3 cm vorlaukur

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 2 dl malaðar kasjúhnetur

  • 1 dl rifin vegan ostur frá Violife

  • 1 dl malað haframjöl

  • salt og pipar

  • 2 tsk laukduft

  • 1 msk hamborgarakrydd (t.d. “best á hamborgaran” eða kryddið frá Kryddhúsinu)

Aðferð:

  1. Stappið svörtu baunirnar með kartfölustappara eða gaffli eða setjið þær í matvinnslúvél eða hrærivél og maukið þær vel.

  2. Saxið niður vorlaukinn og pressið hvítlaukinn og bætið út í.

  3. Blandið restinni af hráefnunum út í og hrærið vel saman.

  4. Skiptið deiginu í fjóra til sex hluta og mótið hamborgara úr hverjum parti.

  5. Bakið borgarana í 200°C heitum ofni í 15 til 20 mínútur eða steikið á pönnu í nokkrar mínútur á hverri hlið.



Hollari hamborgarasósa

  • 1 dós Oatly sýrður rjómi

  • 1/2 dl tómatsósa

  • 1-2 msk saxaðar súrar gúrkur

  • 1 tsk laukduft

  • 1 tsk paprikusuft

  • smá salt

Aðferð:

  1. Saxið niður súru gúrkurnar.

  2. blandið öllu saman í skál.



Hlaðnar franskar

  • 1 pakki vöfflufranskar

  • 1/2 - 1 pakki Original rifin ostur frá Violife

  • 2 msk ólífuolía

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 msk þurrkur steinselja

  • 1 tsk salt

  • Jalapeno úr krukku (má sleppa)

  • 1 dós Oatly sýrður rjómi

  • avocado

  • tómatar

  • smá af hamborgarasósunni

Aðferð:

  1. Ég byrjaði á því að djúpsteikja franskarnar í nokkrar mínútur í djúpsteikingarolíu, en því má alveg sleppa.

  2. Setjið franskarnar í fat eða pönnu sem má fara í ofn.

  3. Hrærið saman í skál ostinum, olíunni, hvítlauksduftinu, steinseljunni og saltinu og stráið yfir franskarnar.

  4. Raðið jalapenoinu yfir og bakið franskarnar í 210°C heitum ofni í 15 mínútur eða þar til osturinn verður fallega gylltur.

  5. Hellið sýrða rjómanum yfir franskarnar þegar þær koma úr ofninum ásamt avocadoinu, tómötunum og smá af hamborgarasósunni.

-Njótið vel

Þessi færsla en unnin í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
KRONAN-merki (1).png
Oatly_logo_svart (1).png



Núðlusúpa með grænu karrý og steikt hrísgrjón │ Veganistur TV │ 3. þáttur

Núðlusúpa með grænu karrý frá Blue Dragon (fyrir tvo)

  • 1/2 pakki af tófú (sirka 225 gr)

  • 1/2 laukur

  • 1 tsk hvítlauksmauk frá Blue Dragon

  • 4-5 kastaníusveppir

  • 1 grænt chilli (má sleppa)

  • 2 msk olífuolía

  • 2-3 msk sesamolía frá Blue Dragon

  • 1 dl grænt karrý frá Blue Dragon

  • 2 1/2 dl vatn

  • 2 1/2 dl kókosmjólk eða Oatly haframjólk

  • 1 grænemtisteningur

  • 2-3 msk soyasósa

  • ferskur kóríander (má sleppa)

  • 120 gr heilhveiti núðlur frá Blue Dragon eða aðrar vegan núðlur.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að saxa niður laukinn, skera tófúið í litla kubba, sveppina í sneiðar og saxið niður græna chilli’ið. Ég tek fræin úr chilliinu þar sem ég vil ekki hafa súpuna of sterka en græna karrýið er frekar sterkt eitt og sér.

  2. Hitið olíurnar í potti og setjið hvítlauksmaukið út í. Bætið grænmetinu, tófúinu og karrýmaukinu út í pottinn og steikið í góðar 10 mínútur.

  3. Bætið vatninu, kókosmjólkinni eða haframjólkinni, salti og grænmetisteningnum út í pottinn og leyfið þessu að sjóða í 10 til 15 mínútur

  4. Bætið núðlunum, kóríander (ef þið kjósið að nota hann) og soyasósunni út í og leyfið súpunni að sjóða í 3 til 4 mínútur í viðbót eða þar núðlurnar eru soðnar í gegn

Steikt hrísgrjón

  • 1/2 pakki tófú (sirka 225 gr)

  • 2 gulrætur

  • 1 dl frosnar grænar baunir

  • 1 dl frosnar maísbaunir

  • 2-3 cm vorlaukur

  • 1 tsk hvítlauksmauk frá Blue Dragon

  • 2-3 msk soyasósa

  • 1 tsk laukduft

  • 1 dl ósoðin hrísgrjón

  • 3 dl vatn

  • 1 grænmetisteningur

  • 2-3 msk soyjasósa

  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið tófúið í litla kubba og saxið niður vorlaukinn og gulræturnar.

  2. Hitið olíurnar á pönnu og bætið síðan út á pönnunna grænmetinu, tófúinu, kryddunum og soyasósunni. Steikið í góða stund.

  3. Bætið út á pönnuna hrísgrjónunum, vatninu og grænmetistening. Hrærið aðeins saman. Setjið lok á pönnunna og leyfið þessu að sjóða á lágum hita í 20 mínútur eða þar til hrísgrjónin eru alveg soðin í gegn.

  4. Berið fram með smá auka soyjasósu ef hver og einn vill eða jafnvel sweet chilli sósu.

Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og Blue Dragon á Íslandi.

 
KRONAN-merki.png
blue-dragon-9f73dcaec1.png

Tvennskonar OREO eftirréttir │ Veganistur TV │2. þáttur

Brownie með OREO kexi smákökudeigi

  • Brownie deig

    • 4 Hörfræegg

      • 4 msk mölup hörfræ

      • 12 msk vatn

    • 350 gr vegan smjörlíki eða smjör

    • 5 dl sykur

    • 2 tsk vanilludropar

    • 5 dl hveiti

    • 2 1/2 kakóduft

    • 2 tsk lyftiduft

    • 1 tsk salt

    • 3 dl Oatly haframjólk

  • 1 pakki double cream eða venjulegt OREO

  • Smákökudeig

    • 100 gr vegan smjör eða smjörlíki

    • 1 dl sykur

    • 3/4 dl púðusykur

    • 1 hörfræegg (má skipta út fyrir 1/4 dl Oatly haframjólk

      • 1 msk möluð hörfræ

      • 3 msk vatn

    • 2 1/2 dl hveiti

    • 1/2 tsk matarsódi

    • 1 tsk vanilludropar

    • 100 gr suðusúkkulaði eða gott vegan súkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa brownie deigið en þá er byrjað á því bræða saman smjörlíki, sykurinn og vanilludropana á meðalháum hita svo það brenni ekki við. Hrærið í smjörlíkisblöndunni allan tíman.

  2. Blandið þurrefnunum í skál og hrærið þau örlítið saman.

  3. Hellið smjörlíkisblöndunni, mjólkinni og hörfræeggjunum út í og hrærið vel saman.

  4. Hellið deiginu í stálpönnu sem þolir að fara í ofn, eldfast mót eða litla ofnskúffu.

  5. Brjótið oreo kexin of dreyfið þeim jafnt yfir kökuna

  6. Útbúið smákökudeigið en þá er byrjað á því að þeyta saman smjörlíki, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst

  7. Bætið út í hörfræegginu út í og þeytið aðeins lengur

  8. Blandið þurrefnunum saman í skál og bætið þeim út í smjörblænduna og hrærið vel saman. Deigið á að vera frekar klístrað en samt þannig að hægt sé að móta það í höndunum.

  9. Dreyfið deiginu jafnt yfir alla kökuna og bakið hana í u.þ.b. 45 mínútur í 180°C heitum ofni. Takið kökuna út og leyfið henni að standa í allavega 15 mínútur áðurn en hún er borinn fram.

Kakan hentar fullkomlega með Oatly ís.

Djúpsteikt oreo

  • Pönnukökudeig

    • 2,5 dl hveiti

    • 1 msk sykur

    • 2 tsk lyftiduft

    • örlítið salt

    • 2,5 dl mjólk

    • 2 msk olía

    • 1 tsk vanilludropar

    • 2 tsk eplaedik

  • 1 pakki Double cream eða venjulegt OREO

  • 2 pakkar (sirka 1 kg) palmin feiti eða önnur góð steikingarolía

Aðferð:

  1. Útbúið pönnukökudeigið en þá byrjið þið á að blanda þurrefnunum saman í skál og hræra örlítið saman.

  2. Bætið mjólkinni, olíunni, vanilludropunum og eplaediku út í og hrærið

  3. Hitið steikingarolíuna á hæstu stillingu þar til hún hefur bráðnað alveg. Mér finnst gott að prófa hvort olían sé orðin nógu heit með því að setja smá pönnukökudeig út í og sjá hversu fljótt það er að verða steikt og fallega gyllt. Þegar pönnukökudeigið verður fallega gyllt á sirka 1 mínútu er það tilbúið og fínt að lækka hitan um 1 eða 2. Ég t.d. lækka úr 9 í 7,5.

  4. Veltið hverju oreo kexi fyrir sig upp úr pönnukökudeigi og setjið út í olíuni. Steikið í sirka 1 til 1,5 mínútu á hvorri hlið og takið síðan upp og leyfið hverri köku að hvíla í nokkrar mínútur á eldhúsbréfi áður en þær eru bornar fram.

Kökurnar eru fullkomnar með Oatly ís eða vegan þettur rjóma.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi.

 
 
KRONAN-merki.png
Oatly_logo_svart.png
 

Tvær haustlegar súpur │ Veganistur TV │1. þáttur

Brokkolí og maíssúpa:

  • 4 msk olía (má vera minna ef fólk vill minni fitu)

  • 1 stór brokkolíhaus eða tveir litlir

  • 3-4 meðalstórar gulrætur

  • 1 laukur

  • 4 dl maísbaunir

  • 2-3 hvítlauksrif

  • 2 tsk túrmerik

  • 1 tsk laukduft

  • Salt og pipar

  • 2 lárviðarlauf

  • 750 ml vatn

  • 750 ml Oatly haframjólk (ég notaði Oatly Barista)

  • 500 ml Oatly hafrarjómi

  • 3 teningar grænmetiskraftur

  • Vel af ferskum kóríander (má sleppa eða skipta út fyrir steinselju)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera brokkolí blómin frá stilknum og setja til hliðar. Saxið stilkinn síðan allan niður ásamt gulrótunum og lauknum.

  2. Hitið olíuna í stórum potti. Setjið pressaðan hvítlauk og laukinn í pottinn og steikið í nokkrar mínútur.

  3. Bætið söxuðu brokkolíinu og gulrótunum út í ásamt laukdufti, túrmerik, salti og pipar. Steikið í 8 til 10 mínútur eða þar til grænmetið verður orðið vel mjúkt.

  4. Bætið vatninu og mjólkinni út í ásamt grænmetikraftinum og maísbaunum og leyfið þessu að sjóða í u.þ.b. 10 mínútur. Setjið brokkolí blómin og maísbaunirnar út í og sjóðið í 10 mínútur í viðbót.

  5. Smakkið til og bætið við krafti ef þarf.

  6. Setjið rjómann út í ásamt fersku kóríander eða steinselju og leyfið suðunni að koma upp aftur.

  7. Berið súpuna fram með súrdeigsbrauði og vegan smjöri eða eina og sér.

  8. Við mælum með að bæta smá cayenne pipar í súpuna með kryddunum ef fólk vill hafa hana smá “spicy”.

Vegan “kjöt”súpa

  • ½ rófa

  • 4-5 meðalstórar gulrætur

  • 7-8 meðalstórar kartöflur

  • 2 dl niðurskorið hvítkál

  • 3 lítrar vatn

  • 1 dl linsubaunir

  • ½ dl hrísgrjón

  • 1 dl súpujurtir

  • 2-3 teningar af grænmetiskrafti

  • 1 teningur af sveppakrafti

  • 2-4 msk olífuolía

Aðferð:

  1. Skerið allt grænmetið í bita af svipaðri stærð.

  2. Setjið öll hráefnin nema 1 grænmetistening í stóran pott og látið suðuna koma upp

  3. Lækkið á meðalháan hita og leyfið súpunni að sjóða í u.þ.b. 30 mínútur. Smakkið súpuna til eftir um 15 mínútur og bætið við salti eða síðasta grænmetisteningnum ef þarf.

  4. Berið fram eina og sér eða með súrdeigs brauði og vegan smjöri.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Krónuna og Oatly

 
 
KRONAN-merki.png
 
Oatly_logo_svart.png