Sjónvarpskaka og klassísk rjómaterta │ Veganistur TV │ 6.þáttur

Sjónvarpskaka:

  • 7,5 dl hveiti

  • 3 dl sykur

  • 3 tsk lyftiduft

  • 2 tsk matarsódi

  • 1 tsk salt

  • 7,5 dl vegan mjólk (ég notaði haframjólk)

  • 2 dl rapsolía eða önnur bragðlaus olía

  • 1,5 tsk vanilludropar

  • 2 msk eplaedik

Kókosmjölskaramella

  • 150 gr smjör

  • 300 gr púðursykur

  • 200 gr kókosmjöl

  • 1 dl oatly mjólk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175°c

  2. Blandið saman þurrefnunum í stóra skál

  3. Bætið restinni af hráefnunum útí og hrærið saman þar til engir kekkir eru.

  4. Klæðið formið með bökunarpappír. Mér finnst gott að smyrja smá smjörlíki í botninn og hliðarnar og þá festist bökunarpappírinn vel við formið. Eins og ég tók fram hér að ofan nota ég form sem er 42x29x4 cm.

  5. Hellið deiginu út í formið og bakið í miðjum ofni í 30 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út þegar þið stingið í hana. Ég myndi kíkja á hana eftir 25 mínútur.

  6. Útbúið kókosmjölskaramelluna á meðan að kakan er í ofninum

  7. Bæriði saman í potti smjörlíkið og púðuryskurinn við meðalháan hita.

  8. Bætið kókosmjölinu og mjólkinni út í þegar sykurinn hefur bráðnað alveg og hrærið saman og leyfið að hitna vel í svona 5 mínútur í viðbót.

  9. Takið kökuna úr ofninum þegar hún er bökuð í gegn.

  10. Spyrjið kókoskaramellunni yfir kökuna og setjið hana aftur í ofnin í 10 til 15 mínútur.

Rjómaterta eins og amma gerði hana

  • Hvítir rjómatertu botnar

  • Oatly vanillurjómi

    • 1 dl vegan þeytirjómi

    • 1 dl oatly vanillusósa

  • Niðursoðnir ávextir

  • Hvítt smörkrem

    • 200 gr smjörlíki

    • 1/2 dl Oatly vanillusósa

    • 400 gr flórsykur

    • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Útbúið sama deig og hér að ofan en skiptið því í tvö kringlótt form og bakið eftir leiðbeiningum hér að ofan.

  2. Þeytið saman vegan rjóman og Oatly vanillusósuna og setjið til hliðar.

  3. Útbúið smjörkremið en þá byrjið þið á því að þeyta mjúkt smjörlíki í hrærivél, bætið síðan út í Oatly vanillusósunni og þeytið aðeins lengur. Bætið þá restinni af hráefnunum út í og þeytið saman.

  4. Þegar kakan er sett saman byrja ég á því að bleyta upp í öðrum botninum með smá vökva úr niðursoðnum ávöxtum.

  5. Næst sprauta ég hring á brúnina af botninum með smörkremi, fylli inn í hringin með vanillurjómanum og dreyfi síðan niðursoðnum ávöxtum yfir.

  6. Það er best að leyfa kökunni að kólna vel inn í ísskáp áður en spurt er restinni af smjörkreminu yfir hana til að hún klessist ekki saman.

  7. Dreyfið úr smjörkreminu yfir alla kökuna og skreytið að vild.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Oatly á Íslandi og Krónuna

Oatly_logo_svart.png
 
KRONAN-merki.png