Vegan brún sósa
/Brún sósa er eitthvað sem er algjörlega nauðsynlegt að kunna að gera að okkar mati. Þessi uppskrift er ótrúlega einföld, fljótleg og klikkar aldrei. Innihaldsefnin eru fá og tekur innan við 10 mínútur að útbúa sósuna alveg frá grunni. Sósan hentar fullkomlega með vegan kjötbollum, grænmetisbollum og hrísgrjónaréttum til dæmis eða nánast hverju sem er.
Þessi uppskrift er ein af svona grunn uppskriftunum sem ég gríp til nánast í hverri viku. Það er svo ótrúlega auðvelt að gera einfaldan, fljótlegan kvöldmat, eins og vegan kjötbollur til dæmis, að máltíð með þessari góðu sósu. Þetta er líka uppskrift sem ég á alltaf allt til í og er erfitt að trúa því hversu góð hún er miðað við hversu einfalt og fljótlegt það er að matreiða hana.
Vegan brún sósa
Hráefni:
- 1/2 lítri vatn
- 2 grænmetisteningar
- 1/4 dl næringarger
- 1/4 dl hveiti
- 1 msk soyjasósa
- 1 tsk laukduft
- 2-3 dropar sósulitur
Aðferð:
- Byrjið á því að hrista saman vatnið og hveiti í hristibrúsa eða krukku.
- Hellið hveitiblöndunni í pott og bætið öllu nema sósulitnum út í.
- Hitið að suðu og hrærið vel í á meðan. Sjóðið í 4-5 mínútur.
- Bætið sósulitnum út í, einum dropa í einu þar til sá litur sem þið kjósið kemur fram.