Sumar SMASH hamborgari með grilluðum ananas

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af sumarlegum SMASH hamborgara með æðislegu hamborgarabuffunum frá Oumph! Borgarinn er einfaldur en ótrúlega bragðgóður og ekkert smá sumarlegur.

Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að nota ávexti í matargerð og er grillaður ananas í einstöku uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hann passa mjög vel með bbq sósunni og léttu hvítlauksmajói. Ég steikti borgarana á pönnu en það er ennþá betra að skella þeim á grillið.

Smash hamborgabuffin frá oumph eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér þar sem þeir eru soyjalausir en það er ein með soyjaofnæmi á heimilinu. Við erum því mikið með þessara borgara í matinn og held ég að þeir verði staðarbúnaður í grillveislurnar hjá okkur í sumar.

Sumarlegur SMASH hamborgari með grilluðum ananas

Sumarlegur SMASH hamborgari með grilluðum ananas
Fyrir: 2
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 5 MinEldunartími: 10 Min: 15 Min

Hráefni:

Hvítlauksmajó

Aðferð:

  1. Steikið borgarana á annari hliðinni á meðalhita þar til þeir verða fallega steiktir
  2. Snúið þeim á pönnuni og pressið(smashið) hverjum og einum aðeins niður, stráið smá salti og pipar yfir hvern og einn og penslið með bbq sósu. Setjið vegan oft yfir og lok á pönnuna og leyfið borgurunum að steikjast og ostinum að bráðna.
  3. Skerið ferskan ananas í þykkar sneiðar, takið miðjuna úr og grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið. (Einnig hægt að steikja á mjög heitri pönnu)
  4. Raðið borgurun saman með hvítlauksmajói, kletta salati, rauðlauk og ananasnum en ég setti tvö buff í hvorn borgara.
Hvítlauksmajó
  1. Rífið hvítlaukinn fínt
  2. Blandið öllu saman í skál
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oumph! -

 
 

Hamborgarar með frönskum og pikkluðu chilli

IMG_2460.jpg

Í dag deili ég með ykkur uppskrift af borgurum sem eru fullkomnir fyrir helgina! Sjálfir borgararnir eru djúsí og góðir, og henta bæði til steikingar og til að grilla, en til að gera þá enn ómótstæðilegri toppaði ég þá með chilimajó, djúpsteiktum strimluðum frönskum og pikkluðu chili. Þið trúið því ekki hversu gott þetta var!

IMG_2415-2.jpg

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Anamma, en borgarana útbjó ég úr “formbar” hakkinu frá þeim. Munurinn á því sem heitir formbar og því hefðbundna er að hið fyrra hentar einstaklega vel í að búa til hamborgara, bollur og annað sem krefst þess að maður móti eitthvað úr hakkinu. Það virkar þó líka að steikja það beint úr pokanum og ég geri það sjálf oft líka. Þessvegna á ég alltaf til poka af formbar färs í frystinum.

Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að útbúa góða vegan borgara og í dag. Þegar ég varð vegan fyrir 10 árum (já, það eru komin 10 ár síðan!!) þá var grænmetisbuff með tómatsósu og sinnepi það sem við grænkerarnir borðuðum í stað borgara. Ég vissi heldur ekki á þeim tíma hversu hlægilega auðvelt það er að gera vegan mæjónes svo allar gómsætar sósur hurfu af mínum matseðli í nokkur ár.

IMG_2438-2.jpg

Ég á ekki grill svo ég steikti borgarana á steypujárnspönnunni minni, en það er svakalega gott að skella þeim á grillið!

IMG_0002.jpg

Ég var í stuði til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og ákvað að útbúa þunnar franskar til að hafa á borgaranum. Á ensku heita þær shoestring fries eða skóreimafranskar (hehe). Þær eru ekkert smá krispí og góðar og eru bæði geggjaðar á borgarann og til að bera fram með.

IMG_2470.jpg

Ég útbjó einnig pikklað chili. Ég hef verið með æði fyrir að pikkla allskonar og ísskápurinn fullur af pikkluðu grænmeti. Mæli virkilega með.

IMG_2465-3.jpg

Ég vona að þið prófið þessa dásamlegu borgara, þeir eru hin fullkomna grilluppskrift fyrir sumarið.

IMG_2456.jpg

Borgararnir

Hráefni:

  • 500 gr formbar hakkið frá Anamma

  • 1 msk laukduft

  • 1 msk hvítlauksduft

  • 1-2 tsk sojasósa

  • 1 tsk gróft sinnep eða dijon sinnep

  • 1 tsk paprikuduft

  • salt og pipar

  • 1 tappi liquid smoke. Það er hægt að skipta því út fyrir 1 tsk reykt paprikuduft. Ef þið gerið það er óþarfi að hafa venjulegt paprikuduft

Aðferð:

  1. Takið hakkið úr frysti um það bil klukkutíma áður en matreiða á borgarana.

  2. Setjið öll kryddin út í þegar hakkið hefur aðeins fengið að þiðna.

  3. Mótið 4-5 buff út hakkinu (fer eftir því hversu þykka þið viljið hafa þá) og steikið eða grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

Shoestring franskar

Hráefni

  • Ferskar kartöflur eftir smekk. Fer algjörlega eftir því hversu margir ætla að borða. Ég útbjó franskar úr 6 stórum kartöflum og fékk frekar mikið úr þeim.

  • 1 líter olía til að djúpsteikja með

  • salt og pipar eða frönsku krydd. Ég blanda yfirleitt saman hvítlauksdufti, laukdufti, reyktri papriku, þurrkaðri steinselju, salti og pipar og strái yfir.

Aðferð:

  • Hitið olíu í stórum potti í 180°c

  • Skrælið kartöflurnar og rífið niður gróft. Ég nota svona julienne eins og þið sjáið á myndinni. Annars myndi ég skera niður mjööög þunnt með hníf bara.

  • Djúpsteikið hluta af kartöflunum í einu í hrærið varlega til að aðskilja þær í pottinum. Djúpsteikið í sirka 2-3 mínútur eða þar til þær eru orðnar gylltar og fínar.

  • Veiðið upp með sleif með götum og leggið á disk með eldhúspappír. stráið kryddinu yfir.

Pikklað chili

  • 5-6 fersk rauð chili

  • 2 dl vatn

  • 1 dl edik

  • 1/2 dl sykur

  • örlítið salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera niður chili. Ég hafði steinana með en takið þá úr ef þið viljið ekki hafa þetta mjög sterkt.

  2. Setjið vatn, edik og sykur í pott og leyfið því að hitna á hellu þar til sykurinn leysist upp.

  3. Setjið chili í glerkrukku og hellið blöndunni yfir og látið standa uppá borði þar til það hefur kólnað. Hægt að borða svo eftir svona klukkutíma.

  4. Geymist í ísskáp í 2 vikur.

Chilimæjó

  • Heimagert vegan mæjó eða keypt út í búð (Uppskrift af mæjóinu hér að neðan)

  • Sambal Olek

  1. Blandið saman og smakkið til. Hægt að salta smá í lokinn.

Vegan mæjónes:

  • 1 bolli ósæt sojamjólk (helst við stofuhita.) Ég nota þessa í rauðu fernunni frá Alpro, en svo er einnig til mjög góð frá Provamel, einnig í rauðri fernu

  • 2 tsk eplaedik

  • Bragðlaus olía eftir þörf. Ég nota sólblómaolíu eða rapsolíu

  • 1 tsk gróft sinnep

  • 1/2 tsk salt

  1. Hellið sojamjólkinni í blandara eða matvinnsluvél ásamt eplaedikinu og hrærið á miklum hraða í nokkrar sekúndur

  2. Hellið mjórri bunu af olíu ofan í á meðan blandarinn vinnur. Ég hefði átt að mæla fyrir ykkur hvað ég notaði mikla olíu, en ég gleymdi því. Ég nefnilega helli henni beint úr flöskunni í mjórri bunu þar til mæjónesið er orðið eins þykkt og ég vil hafa það. Það er mikilvægt að hella henni hægt svo þetta tekur alveg mínútu.

  3. Þegar mæjóið er orðið þykkt bæti ég sinnepinu og saltinu útí og hræri í nokkrar sekúndur í viðbót.

Takk fyrir að lesa og vonandi smakkast vel!

-Helga María

-Þessi uppskrift er í samstarfi við Anamma á Íslandi-

 
anamma.png
 


Mexíkóskar chorizo kjötbollur

Eins og flestir sem skoða bloggið okkar eða fylgjast með okkur á Instagram vita, þá elskum við systur mexíkóskan mat mjög mikið. Ég er líklega með einhvers konar mexíkóskan mat í kvöldmatinn í hverri viku og er ég alltaf að prófa að gera nýjar útfærslur á uppáhalds uppskriftunum mínum.

Ég er lengi búin að ætla að gera uppskrift af einhvers konar kjötbollum með svörtu doritosi og eftir að ég gerði ofnbakað nachos með chorizo pylsunum frá Anamma í fyrra datt mér í hug að þær myndu passa fullkomlega í kjötbollurnar.

Ég notaði því formbar hakkið frá Anamma, sem er lang besta hakkið til að gera bollur og borgara að mínu mati, ásamt chorizo pylsunum í bollurnar. Þessi tvenna kom virkilega vel út en pylsurnar eru mjög bragðmiklar og gera bollurnar extra bragðgóðar.

Þessi uppskrift er alls ekki flókin og má nota hana til að gera bollur, borgara eða sem einskonar “fyllingu” ofan á nachos eða í quesadilla. Ég bakaði mínar í ofni og bar þær fram með hrísgrjónum og guacamole en það er einnig mjög gott að steikja þær og nota í vefjur.

IMG_9884.jpg

Hráefni (fyrir 4-5) :

  • 350 gr formbar anamma hakk

  • 2 stk chorizo pylsur frá anamma

  • 1/2 rauðlaukur

  • 2 hvítlauksrif

  • 1/2 dl rifinn vegan ostur

  • 1/2 dl mulið svart doritos

  • 1/2 dl niðursaxað kóríander

  • 1 msk mexíkósk kryddblanda (t.d. taco krydd eða mexican fiesta

  • 1 tsk salt.

Aðferð:

  1. Leyfið Anamma hakkinu og chorizo pylsunum að þiðna áður en byrjað er að hræra restinni af hráefnunum saman við. Ég nota oftast örbylgjuofn til að þíða “kjötið”.

  2. Saxið niður rauðlaukinn og kóríanderinn, myljið svarta doritosið og pressið hvítlaukinn.

  3. Stappið chorizo pylsurnar með gaffli og hrærið saman við hakkið ásamt restinni af hráefnunum.

  4. Mótið bollur eða fjóra hamborgara úr hakkinu.

  5. Steikið bollurnar eða hamborgarana upp úr smá ólífuolíu í nokkrar mínútur á hverri hlið eða eldið þær í bakarofni í sirka 15 mínútur við 210°C.

  6. Ég hrærði 1 krukku af salsasósu saman við 1/2 dl af vatni, hellti yfir bollurnar og setti rifin vegan ost yfir. Þetta bakaði ég síðan í 15 mínútur í 210°C heitan ofn.

Það er fullkomið að bera þessar bollur fram með hrísgrjónum, guacamole og fersku salati eða með því meðlæti sem hver og einn kýs að nota.

Þessi uppskrift hentar fullkomlega í að gera mexíkóska hamborgara en ég setti quacamole, salsasósu, ferskt grænmeti, jalapeno og tortilla flögur á minn borgara.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi.

 
anamma_logo.png
 

Svartbaunaborgari og hlaðnar franskar │ Veganistur TV │ 4. þáttur

Svartbaunaborgari (4-6 borgarar)

  • 2 dósir svartar baunir

  • 2-3 cm vorlaukur

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 2 dl malaðar kasjúhnetur

  • 1 dl rifin vegan ostur frá Violife

  • 1 dl malað haframjöl

  • salt og pipar

  • 2 tsk laukduft

  • 1 msk hamborgarakrydd (t.d. “best á hamborgaran” eða kryddið frá Kryddhúsinu)

Aðferð:

  1. Stappið svörtu baunirnar með kartfölustappara eða gaffli eða setjið þær í matvinnslúvél eða hrærivél og maukið þær vel.

  2. Saxið niður vorlaukinn og pressið hvítlaukinn og bætið út í.

  3. Blandið restinni af hráefnunum út í og hrærið vel saman.

  4. Skiptið deiginu í fjóra til sex hluta og mótið hamborgara úr hverjum parti.

  5. Bakið borgarana í 200°C heitum ofni í 15 til 20 mínútur eða steikið á pönnu í nokkrar mínútur á hverri hlið.



Hollari hamborgarasósa

  • 1 dós Oatly sýrður rjómi

  • 1/2 dl tómatsósa

  • 1-2 msk saxaðar súrar gúrkur

  • 1 tsk laukduft

  • 1 tsk paprikusuft

  • smá salt

Aðferð:

  1. Saxið niður súru gúrkurnar.

  2. blandið öllu saman í skál.



Hlaðnar franskar

  • 1 pakki vöfflufranskar

  • 1/2 - 1 pakki Original rifin ostur frá Violife

  • 2 msk ólífuolía

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 msk þurrkur steinselja

  • 1 tsk salt

  • Jalapeno úr krukku (má sleppa)

  • 1 dós Oatly sýrður rjómi

  • avocado

  • tómatar

  • smá af hamborgarasósunni

Aðferð:

  1. Ég byrjaði á því að djúpsteikja franskarnar í nokkrar mínútur í djúpsteikingarolíu, en því má alveg sleppa.

  2. Setjið franskarnar í fat eða pönnu sem má fara í ofn.

  3. Hrærið saman í skál ostinum, olíunni, hvítlauksduftinu, steinseljunni og saltinu og stráið yfir franskarnar.

  4. Raðið jalapenoinu yfir og bakið franskarnar í 210°C heitum ofni í 15 mínútur eða þar til osturinn verður fallega gylltur.

  5. Hellið sýrða rjómanum yfir franskarnar þegar þær koma úr ofninum ásamt avocadoinu, tómötunum og smá af hamborgarasósunni.

-Njótið vel

Þessi færsla en unnin í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
KRONAN-merki (1).png
Oatly_logo_svart (1).png



Vegan hamborgari með bjórsteiktum lauk og hamborgarasósu

IMG_6520-5.jpg

Þá er komið að seinni færslunni í samstarfi okkar við Anamma í júní. Eins og við nefndum síðast þá erum við að vinna með nýja hakkið frá þeim sem mótast sérstaklega vel og hentar fullkomlega til að útbúa góða borgara eins og þennan. Í síðustu færslu deildum við með ykkur uppskrift af geggjuðum vegan bollum með ritz kexi og döðlum og við höfum fengið virkilega góð viðbrögð við þeim. Í dag er komið að þessum djúsí borgara sem er geggjaður á grillið eða pönnuna. Þetta nýja hakk er alger “game changer” og við erum ekkert smá ánægðar með að fá að vinna með svona góðar vandaðar vörur. Vörurnar frá Anamma fást í Hagkaup og Bónus og svo í ýmsum minni verslunum eins og Melabúðinni og Fjarðarkaup.

IMG_6494-5.jpg

Það er æðislegt að sjá úrvalið af vegan vörum aukast svona gríðarlega eins og gerst hefur síðustu ár. Það er ekkert svo langt síðan vegan borgarar voru alltaf gerðir úr hefðbundnu grænmetisbuffi með tómatsósu. Í dag er hinsvegar hægt að velja á milli allskonar borgara, en þar til fyrir stuttu var svolítið vesen að útbúa heimagerða borgara úr sojahakki. Það breyttist þó algerlega þegar Anamma byrjaði að framleiða nýja hakkið sitt og í dag er ekkert mál að útbúa djúsí heimagerða borgara.

IMG_6497-6.jpg

Við ákváðum að byrja á því að gera svolítið klassíska uppskrift. Uppskrift sem er geggggjuð eins og hún er en býður uppá það að setja hana í eigin búning ef maður vill. Þessa borgara er ekkert mál að grilla og við getum eiginlega lofað ykkur að jafnvel hörðustu kjötætur eiga eftir að elska þá.

IMG_6500-5.jpg

Í þetta skipti útbjuggum við gómsæta hamborgarasósu með borgurum og toppuðum þá einnig með bjórsteiktum lauk sem er ekkert smá góður. Hamborgarasósuna gerum við í hvert skipti sem við gerum okkur borgara. Það tekur enga stund að útbúa hana og hún er dásamleg. Við settum svo hvítlauksmæjónes á borgarann líka, en það var mest til að fá fallega mynd hehe.

IMG_6518-4.jpg

Eins og ég skrifaði að ofan er þessi uppskrift alveg svakalega góð, en það er auðvelt að prufa sig áfram og gera eitthvað aðeins öðruvísi úr henni. Ég hef t.d. stundum sett smá estragon út í og það gefur mjög skemmtilegt bragð. Eins er rosalega gott að blanda út í borgarann vegan fetaosti. Við erum mjög spenntar að heyra hvað ykkur finnst um borgarann og eins hvað ykkur þykir skemmtilegast að útbúa úr þessu frábæra nýja hakki frá Anamma.

IMG_6523-7.jpg

Hamborgarar 4 stykki

  • 440 gr formbar hakkið frá Anamma

  • 1 msk laukduft

  • 1 msk hvítlauksduft

  • 1-2 tsk sojasósa

  • 1 tsk gróft sinnep eða dijon sinnep

  • 2 tsk kjöt og grillkrydd

  • salt og pipar

  • BBQ sósa til að pennsla yfir (má sleppa)

Aðferð:

  1. Takið hakkið úr frysti um það bil klukkutíma áður en matreiða á borgarana.

  2. Setjið öll kryddin út í þegar hakkið hefur aðeins fengið að þiðna.

  3. Mótið 4 buff út hakkinu (sirka 110 gr hvert buff) og steikið eða grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

  4. Pennslið með BBQ sósu áður en borgararnir eru matreiddir ef þið kjósið. Það er alls engin nauðsyn en okkur þykir það svakalega gott.

Hamborgarasósa

  • 1-1 1/2 dl vegan majónes (keypt eða eftir uppskrift hérna af blogginu)

  • 1/2 dl tómatsósa

  • 1/2 dl mjög smátt saxaðar súrar gúrkur

  • 1 tsk paprikuduft

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 tsk laukduft

  • salt

Aðferð:

  1. Saxið súru gúrkurnar mjög smátt.

  2. Hrærið öllum hráefnunum saman í skál

Bjórsteiktur laukur

  • 2 stórir laukar

  • 1 msk sykur

  • 1 msk soyasósa

  • salt og pipar

  • 2-3 msk bjór

Aðferð:

  1. Skerið laukana í frekar þunnar sneiðar.

  2. steikið laukinn upp úr smá olíu þar til hann fer að brúnast vel.

  3. Bætið salt og pipar, sykri og soyasósu og steikið í nokkrar mínútur í viðbót.

  4. Bætið bjórnum útí og steikið í góðar 5 til 10 mínútur.




anamma.png

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi-