Hátíðlegur vegan ís með saltkaramellu

Við deilum með ykkur gómsætri uppskrift að ís sem er dásamlegur eftirréttur að bjóða upp á við allskyns tilefni. Hvort sem það er um jólin, Í afmæli, matarboð eða önnur veisluhöld. Gómsætur ís með karamellusúkkulaði, karamellusósu og berjum.

Uppskriftin er í samstarfi við Happi á Íslandi og Krónuna. Happi súkkulaði er nýtt vegan súkkulaði gert úr haframjólk og er selt í Krónunni. Virkilega gott vegan súkkulaði.

Það besta við þennan ís, fyrir utan hversu bragðgóður hann er, er hvað það er auðvelt að búa hann til. Grunnuppskriftina er hægt að leika sér með og bæta út í allskyns góðgæti ef maður vill. Skemmtilegur ís sem býður uppá ýmsa möguleika.

Við elskum að útbúa ísinn sem eftirrétt á aðfangadagskvöld og hann slær í gegn á hverju ári. Við vonum að ykkur líki við og ekki gleyma að tagga okkur á Instagram ef þið gerið uppskriftirnar okkar, okkur þykir svo vænt um það! <3

Vegan jóla ís með saltkaramellu súkkulaði:

  • 1 ferna (250 ml) vanillu sósa frá Oatly

  • 1 ferna Oatly þeytirjóminn

  • 1 dl sykur

  • 2 tsk vanillusykur frá gestus

  • 2 plötur saltkaramellusúkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta rjóman í hrærivél eða með handþeytara. Setjið í aðra skál og geymið til hliðar.

  2. Þeytið vanillusósuna, vanillusykurinn og sykur saman þar til þa'ð verður mjjög loftkennt.

  3. Hrærið vanillusósublönduna og þeytta rjóma mjög varlega saman þar til það er alveg blandað.

  4. Saxið súkkulaðið mjög smátt, Við mælum með að hafa ekki mjög stóra bita af súkkulaðinu í ísnum þar sem það verður aðeins hart þegar það er fryst. Blandið súkkulaðinu varlega saman við ísinn.

  5. Setjið í köku- eða ísform, setjið plastfilmu yfir og látið hana alveg þétt við ís”deigið” svo ekkert loft sé á milli. Setjið í frysti í að minnska kosti 12 kklukkustundir.

Karamellusósa

  • 100 g smjör

  • 100 g púðursykur

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1 dl hafrarjómi

  • 1/4 tsk salt

Aðferð:

  1. Setjið allt í pott og kveikið undir á meðal hita.

  2. Leyfið smjörinu og sykrinum að bráðna alveg og látið síðan sjóða í 5-7 mínútur. Hrærið í stanslaust á meðan.

  3. Sósuna má bera fram heita með ísnum eða leyfa henni aðeins að kólna ef þið viljið skreyta ístertu með henni.

Takk fyrir að lesa og vona að ykkur liki vel.

-Veganistur

-Þessi uppskrift er í samstarfi við Krónuna og Happi vegan súkkulaði úr haframjólk-