Kasjúhnetuostakaka
/Eftirréttir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en þeir eru, að mínu mati, ekki síður mikilvægir en aðalrétturinn þar sem þeir setja eins konar punkt yfir I'ið í góðu matarboði. Ostakökur finnst mér vera hinn fullkomni eftirréttur. Þær er hægt að gera á ótlejandi mismunandi vegu, bæði mjög sætur eða minna sætar, og svo eru þær oft svo ótrúlega fallegar.
Uppskrift vikunnar er einmitt af ostaköku en þó ekki hinni hefðbundu ostaköku sem að flestir þekkja. Þessi uppskrift inniheldur engan ost og engar mjólkurvörur. Kakan er því 100% vegan og inniheldur einungis holl og góð næringarefni, en meginuppistaða kökunnar eru kasjúhnetur. Kakan er einnig ekkert bökuð heldur einungis fryst og því alveg hrá.
Ég gerði þessa köku í fyrsta skipti fyrir nokkrum árum og varð hún strax ein af mínum uppáhalds. Hún er alveg ótrúlega auðveld þar sem maður skellir einfaldlega öllu í blandara og síðan í form. Hún þarfnast þó smá fyrirvara þar sem hún þarf að vera í frysti í að minnsta kosti 8 klukkustundir. Mér finnst því fullkomið að henda í hana kvöldinu áður en bera á hana fram og geyma hana einfaldlega í frystinum þar til rátt áður en á að njóta hennar.
Þessi uppskrift hefur einnig þann kost að það er hægt að leika sér endalaust með hana. Uppskriftin er í grunninn alltaf sú sama og svo er hægt að bæta við alls kynns berjum, kaffi eða súkkulaði og þá verður þetta alltaf eins og ný og ný kaka. Hins vegar þarf í kökuna góðan blandara sem ræður vel við að gera kasjúhneturnar að silkimjúkri fyllingu. Þær má leggja í bleyti í svolitla stund til að mýkja upp en það þarf þó kraftmikinn og góðan blandara. Við systur eigum báðar blendtec blandara sem við erum virkilega ánægðar með. Hann er ótrúlega kraftmikill og ég hef ekki enn fundið neitt matakynns sem að hann á erfitt með að tæta niður í frumeindir. Blendtec fæst í heimilstækjum og hentar alveg fullkomlega í þessa uppskrift.
Vanilla og jarðaberja kasjúostaka:
Döðlubotn:
15 döðlur
4 dl hnetublanda (t.d. hesli, valhnetur og möndlur)
Aðferð:
Setjið döðlurnar og hneturnar í blandara (mjög hentugt að nota twister jar) og blandið vel þar til blandan verður að þéttri kúlu og allar hneturnar eru vel malaðar.
Þjappið blöndunni í botninn á 22/24 cm formi og frystið á meðan þið útbúið fyllinguna.
Fylling:
500 gr kasjúhnetur (lagðar í bleyti í nokkra klukkutíma ef tími gefst)
4 1/2 dl kókosmjólk
1 1/2 dl agave síróp
2 msk sítróna
2 tsk vanilla (+ef hafa á vanilluköku)
u.þ.b. 6-8 frosin jarðaber (einungis sett í helming fyllingarinnar)
Aðferð:
Setjið allt nema jarðaberinn saman í blandarakönnuna og blandið á hæsta styrk þar til balndan verður silkimjúk.
Hellið helming blöndunnar yfir döðlubotninn og frystið. Hafið kökuna í frystinum í minnsta kosti 4 klukkustundir áður en jarðaberjafyllingunni er helt yfir svo skilin verði falleg og bein.
Setjið jarðaberinn út í restina af fyllingunni og blandið á hæsta styrk. Geymið fyllinguna í ísskáp þar til tímabært er að hella henni yfir vanillukökuna. Hafið kökuna í frysti í að minnsta kosti 4 klukkustundir í viðbót.
Takið kökuna út úr frysti hálftíma til klukkutíma áður en hún er borin fram.