Sítrónuostakaka
/Í dag deilum við með ykkur uppskrift af ótrúlega gómsætri og sumarlegri sítrónuostaköku sem slær svo sannarlega í gegn. Kakan hefur virkilega gott sítrónubragð en er á sama tíma mátulega sæt og ekkert smá loftkennd og mjúk. Þessa ostaköku er hinn fullkomni eftirréttur, til dæmis eftir grillmat en hún hentar einnig fullkomlega á veisluborðið eða bara með kaffinu.
Það sem er best við þessa uppskrift er að það þarf ekki að frysta kökuna og best er að útbúa hana í fati eða öðru fallegu móti sem hægt er að bera hana fram í. Það er virkilega einfalt að útbúa kökuna og hana má bera fram samdægurs.
Kakan er svo fallega gul og því er auðvelt að skreyta hana smá til að hún verði mjög falleg á borði og gerir liturinn hana ekkert smá sumarlega. Ég notaði einungis sítrónu sneiðar og smá mynntu til að skreyta mína og kom það mjög fallega út.
Sumarleg sítrónuostakaka
Hráefni:
- 200 gr digestive hafrakex
- 70 gr bráðið vegan smjör eða smjörlíki
- 250 ml (1 ferna) oatly þeytirjómi
- 2 öskjur oatly rjómaostur
- 1 dl flórsykur
- börkur af 1 sítrónu
- safi úr 1/2 sítrónu
- 1 dl mjólk
- safi úr 3 sítrónum
- börkur af 1 sítrónu
- 1 dl flórsykur
- 2 msk hveiti
Aðferð:
- Setjið kexið í matvinnsluvél eða blandara og myljið niður
- Bræðið smjörið og hellið út í og blandið aðeins saman
- Setjið í botnin á fati eða kökuformi og þrýstið niður í botninn
- Geymið í kæli á meðan þið útbúið fyllinguna
- Þeytið rjóman í hrærivél eða með handþeytara þar til hann verður stífþeyttur
- Bætið rjómaostinum, flórsykrinum, sítrónusafanum og sítrónuberkinum út í og þeytið aðeins lengur
- Hellið yfir kexbotnin of dreifið jafnt yfir formið
- Setjið í kæli á meðan þið útbúið sítrónugljáan
- Hristið saman mjólkina og hveitið þannig það verði ekki kekkjótt.
- Setjið öll hráefnin saman í pott og hitið að suðu
- Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til það þykknar örlítið
- Setjið í breiða, grunna skál og leyfið gljáanum að kólna í 30 mínútur áður en þið hellið honum varlega yfir kökuna.
- Kælið kökuna í að minnsta kosti 2 klst áður en þið berið hana fram
- Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Hagkaup -