Djúpsteiktir vegan mac and cheese bitar

djupsteiktir-mac-and-cheese-bitar-tilbunir-a-disk.jpg

Hæ!

Uppskriftin sem við deilum með ykkur í dag er hinn FULLKOMNI partýmatur. Djúpsteiktir vegan mac and cheese bitar. Svo dásamlega stökkir að utan og djúsí að innan. Bitarnir henta vel sem t.d pinnamatur, meðlæti, snarl eða kvöldmatur. Þeir myndu bókstaflega slá í gegn sem meðlæti með góðum hamborgara eins og þessum HÉR!

Hraefni-fyrir-mac-and-cheese-bita.jpg

Færslan er í samstarfi við Violife á Íslandi en við elskum ostinn frá þeim. Í uppskriftina ákvað ég að nota tvær týpur, Original flavor og Epic mature cheddar. Mér fannst þeir passa svo vel saman í ostasósuna. Það er þó hægt að nota hvaða ost frá þeim sem er. Það er örugglega geggjað að prófa að setja svolítið af rjómaosti líka. Möguleikarnir eru endalausir. Ég vissi að ég vildi nota Epic mature cheddar ostinn til að fá þetta gómsæta cheddar bragð. Ég sé sko ekki eftir því!

Hér í Piteå fæ ég ekki rifna ostinn frá Violife svo ég keypti hann í stykki og reif sjálf. Þið heima búið hinsvegar svo vel að geta keypt hann rifinn svo ég mæli með því. Epic mature osturinn fæst bara í stykkjum þó.

Þennan rétt er hægt að leika sér með og breyta eftir eigin höfði. Ég mæli auðvitað með því að ALLIR prufi að gera djúpsteikta mac and cheese bita, en það er auðvitað hægt að borða matinn beint úr pottinum eða færa hann í eldfast mót, strá yfir t.d. panko brauðraspi og baka í ofni. Ef þið veljið að baka hann í ofni eða borða beint úr pottinum er örugglega gott að bæta við t.d. brokkólí eða öðru grænmeti í hann!

mac-and-cheese-bitar-velt-uppur-jogurti.jpg

Við vitum öll hvað er gaman að koma fólki á óvart með spennandi nýjum réttum sem kannski flestum hefði ekki einu sinni dottið í hug að útbua. Þessir bitar eru akkúrat dæmi um svoleiðis mat. Matur sem stelur senunni við allskonar tilefni!

Djúpsteiktan mat tekur alltaf svolitla stund að útbúa en þrátt fyrir það er virkilega einfalt að útbúa djúpsteiktu mac and cheese bitana. Þeir eru einnig dæmi um mat sem gaman er að útbúa og okkur systrum þykir alltaf jafn spennandi að smakka eitthvað nýtt. Hlökkum mikið til að heyra hvað ykkur finnst!

Tilbunir-mac-and-cheese-bitar-opnir.jpg

Djúpsteiktir vegan mac and cheese bitar (sirka 30 stykki litlir bitar)

Hráefni:

Fyrir sjálfan mac and cheese réttinn:

  • 125 gr makkarónur

  • 20 gr smjörlíki

  • 20 hveiti

  • 3 dl vegan mjólk (ég notaði haframjólk)

  • 80 gr Violife ostur að eigin vali (ég notaði 40 gr original og 40 gr epic mature cheddar)

  • 1/2 tsk laukduft

  • 1/2 tsk hvítlauksduft

  • 2 msk næringarger

  • 1/2 tsk eplaedik

  • salt og pipar eftir smekk

Það sem þarf til að velta uppúr og djúpsteikja:

Blautt:

  • Sirka 500 ml hrein vegan jógúrt

  • 1 tsk eplaedik

  • Nokkrir dropar hot sauce (má sleppa en ég mæli með)

Þurrt:

  • 2 dl hveiti

  • 2 dl panko brauðrasp (eða venjulegt brauðrasp ef þið finnið ekki panko)

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk salt

  • 2 tsk hvítlauksduft

  • 2 tsk laukduft

  • 3 tsk paprikuduft

  • 1 tsk oregano krydd

  • 1 tsk timían krydd

  • 1 tsk basilika krydd

  • 1 tsk hvítur pipar

  • svartur pipar eftir smekk

  • Olja að djúpsteikja í (ég notaði 1 líter)

Aðferð:

  1. Sjóðið makkarónurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum. Saltið vatnið vel.

  2. Bræðið smjörlíki í öðrum potti.

  3. Bætið hveiti út í og hrærið með píski. Leyfið hveitiblöndunni að eldast svolítið og hrærið í á meðan. Við viljum fá burtu bragðið af hráu hveiti en hveitiblandan á þó ekki að verða brún.

  4. Bætið mjólkinni út í sirka 1 dl í einu og hrærið ve á meðan. Þannig fáiði þykka og fína sósu.

  5. Bætið rifna ostinum, eplaediki, laukdufti, hvítlauksdufti, salti og pipar samanvið og hrærið þangað til osturinn er alveg bráðinn.

  6. Hellið vatninu af makkarónunum og bætið þeim út í sósuna ásamt næringargerinu. Saltið og piprið meira ef ykkur finnst þurfa. Þetta má vera svolítið braðgmikið.

  7. Leggið réttinn í box og setjið inn í ísskáp í klukkutíma.

  8. Takið út og myndið litlar bollur. Mér finnst gott að hafa bitana svona sirka 2 munnbita. Þannig fékk ég 30 kúlur. Leggið bollurnar á fat og setjið í frystinn í sirka hálftíma eða þar til bollurnar eru orðnar vel stífar. Þær þurfa ekki að frosna þó.

  9. Undirbúið djúpsteikinguna. Blandið saman jógúrti, eplaediki og sterku sósunni í djúpan disk.

  10. Blandið saman hveiti, panko brauðraspi, lyftidufti og öllum kryddunum í annan djúpan disk.

  11. Hitið olíuna í 180°c.

  12. Veltið bitunum í jógúrtblönduna og svo hveitiblönduna og djúpsteikið þar til bitarnir fá fallegan, dökkan gylltan lit.

  13. Berið fram með t.d. vorlauk og góðri sósu. Ég mæli með salsasósu eða pizzasósu.

Takk kærlega fyrir að lesa og vona að þið njótið!
Ekki gleyma að tagga okkur á Instagram ef þið prófið einhverja af réttunum okkar! <3

-Helga María

-Þessi færsla er í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
violife-logo-1.png