Mexíkóskt maískornasalat

Í dag deilum við með ykkur gómsætu og einföldu maískornasalati sem inniheldur papríku, chilli, rauðlauk, kóríander og lime. Þetta bragðmikla salat passar fullkomlega með mexíkóskum mat og grillmat til dæmis.

Salatið er ótrúlega einfalt og tekur aðeins nokkrar mínútur að græja, en það gerir hvaða máltíð sem er ótrúlega góða. Það er einnig einfalt að skipta út grænmetinu fyrir það grænmeti sem hver og einn á til hverju sinni en sú blanda sem er hér, er að okkar mati sú fullkomna.

Uppskriftin er í samstarfi við ORA en það vörumerki þekkja lang flestir íslendingar mjög vel. Maískornin frá ORA má alls ekki vanta í allan mexíkóskan mat að okkar mati og er þetta salat mjög einföld og fljótleg leið til að gera maískorn einstök og spennandi.

Ein af mínúm uppáhalds leiðum til að bera fram salatið er í litlum tacos með til dæmis vegan hakki og guacamole. Það er virkilega einföld en góð máltíð sem lítur út fyrir að vera mjjög “fancy” og er einstaklega gaman að bjóða upp á.

Mexíkóskt maísbaunasalat

Mexíkóskt maísbaunasalat
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 5 Min: 15 Min
Einfalt og gott maískornasalat sem hentar til dæmis með mexíkóskum mat eða alls konar grillmat.

Hráefni:

  • 1 dós ORA Maískorn
  • 1/2 msk vegan smjör eða smjörlíki til steikingar
  • 1/4 rauð papríka
  • 1/4 rauðlaukur
  • 1/2 rautt chilli (takið fræin úr)
  • 1/2 dl ferskt kóríander (má sleppa)
  • safi úr hálfri lime
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1 kúfull msk majónes
  • 1 kúfull msk vegan sýrður rjómi
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Steikið maísbaunirnar á pönnu uppúr vegan smjöri eða smjörlíki og salti í nokkrar mínútur eða þar til kornin byrja að verða fallega gyllt hér og þar
  2. Setið maískornin í skál og leyfið að kólna aðeins á meðan þið undirbúið restina af grænmetinu
  3. Saxið niður grænmetið og blandið saman við maískornin ásamt restinni af hráefnunum.
  4. Hrærið saman og smakkið til með salti og pipar.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við ORA -

Vegan taquitos

IMG_0391.jpg

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af vegan taquitos. “Hvað er taquitos?” spyrja eflaust einhverjir, en taquitos eru litlar maíspönnukökur eða hveiti tortillapönnukökur fylltar með gómsætri fyllingu, rúllaðar upp og steiktar eða djúpsteiktar. Taquitos eru svo bornar fram með því sem mann lystir og að okkar mati er þetta hinn fullkomni helgarkvöldmatur. Krispí að utan með mjúkri fyllingu inní, bornar fram með gómsætum sósum, tortillaflögum og litríku grænmeti. Þetta er eitt af því besta sem við systur höfum eldað lengi!

Sólin hefur skinið mikið uppá síðkastið og við komnar í mikið grillstuð og hlökkum til að byrja að vinna að sumarlegum grilluppskriftum fyrir ykkur. Okkur þætti ótrúlega gaman ef þið sendið okkur hugmyndir af réttum sem ykkur langar að sjá, hvort sem það er matur á grillið eða aðrar sumarlegar uppskriftir.

IMG_0379.jpg

Það er einmitt eitthvað svo sumarlegt við þessar gómsætu taquitos. Við erum ekki vissar hvort það eru fallegu litirnir, eða samsetningin af bragðinu, en það skiptir svo sem ekki öllu. Við sjáum fyrir okkur að gott sé að borða taquitos úti í sólinni með gómsætu meðlæti, eins og guacomole með miklum límónusafa. Gera svo einhvern ískaldan og safaríkan drykk með og njóta í botn.

Færsla dagsins er í samstarfi við Old El Paso, Við notuðum frá þeim white corn vefjurnar, Salsa dip, tortillaflögurnar og tacokryddið. Vörurnar frá Old El Paso eru ótrúlega gómsætar og henta ótrúlega vel í þennan frábæra rétt sem og fleiri af okkar uppáhalds mexíkósku uppskriftum.

IMG_0388.jpg

Sjáiði litina? Ég er á því að allt sem er svona litríkt og fallegt sé gott. Allavega nánast allt hehe.

IMG_0393.jpg

Vegan Taquitos

Hráefni;

  • Olía til að steikja upp úr

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1 pakki vegan “kjúklingur”

  • 1 pakki tacokrydd frá El Old Paso

  • 1,5 dl vatn

  • 1 dl vegan rjómaostur

  • 1,5 dl svartar baunir úr dós

  • 1 - 1,5 dl Taco dip frá Old El Paso

  • Safi úr 1/2 lime

  • Nokkrir dropar af sterkri sósu (má sleppa) - við notuðum mangó-habanero sósu

  • Salt og pipar eftir smekk

  • Rifinn vegan ostur

  • 2 pakkar White corn tortillur frá Old El Paso (í hvorum pakka eru 10 vefjur)

Aðferð:

  1. Leyfið vegan “kjúklingnum” að þiðna.

  2. Rífið “kjúklinginn” í sundur með því að nota tvo gaffla.

  3. Pressið hvítlaukinn og skerið rauðlaukinn í þunna strimla.

  4. Hitið olíu á pönnu.

  5. Steikið hvítlaukinn og laukinn á pönnunni þar til þeir hafa fengið svolítinn lit.

  6. Bætið vegan “kjúklingnum” á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur.

  7. Bætið kryddinu og vatninu út á og steikið í nokkrar mínútur í viðbót.

  8. Hellið baununum í sigti og skolið undir köldu vatni til að fá af þeim mest af safanum úr dósinni.

  9. Bætið baununum á pönnuna ásamt salsasósunni og blandið vel saman við restina.

  10. Bætið að lokum rjómaostinum, sterku sósunni og limesafanum út á og leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur. Saltið og piprið ef ykkur finnst þurfa.

  11. Takið af hellunni og leggið fyllinguna til hliðar.

  12. Útbúið rúllurnar með því að leggja vefju á borðið, strá vegan osti í botninn, setja svolítið af fyllingunni í og rúlla upp. Það á að vera hægt að rúlla þetta frekar þetta svo passið að setja ekki alltof mikið af fyllingu í hverja. Endurtakið svo þar til þið hafið fyllt allar vefjurnar.

  13. Hitið slatta af olíu á pönnu. Djúpsteikið hverja rúllu þar til hún fær gylltan lit.

  14. Leggið á fat með eldhúspappír sem dregur í sig svolítið af olíunni.

Meðlæti sem við höfðum með rúllunum:

  • Icebergsalat

  • Ferskt jalapeno og habanero chili

  • Vegan sýrður rjómi

  • Vorlaukur

  • Tortillaflögur frá Old El Paso

  • Kóríander

  • Guacomole

    • Lárpera

    • Tómatur

    • Rauðlaukur

    • Hvítlaukur

    • Limesafi

    • Salt og pipar

  • Maísmajónessalat

    • Steikur maís

    • Vegan majónes

    • Vegan sýrður rjómi

    • Vorlaukur

    • Kóríander

    • Limesafi

    • Salt og pipar

Takk fyrir að lesa og njótið!

Helga María og Júlía Sif

-Þessi færsla er í samstarfi við Old El Paso á Íslandi-

 
old-el-paso-800x800.jpg