Tandorri tófúspjót með vegan raita og pönnubrauði
/Tadorri tófúspjót með pönnubrauði og raita
Fyrir: 2
Undirbúningstími: 30 MinEldunartími: 30 Min: 2 Hour: 3 Hour
Ótrúlega einföld tandorri spjót sem hægt er annað hvort að baka í ofni eða skella á grillið.
Hráefni:
Tandorri tófúspjót
Vegan raita
Einfalt pönnubrauð
Aðferð:
Tandorri tófúspjót
- Blandið saman í skál gríska jógúrtinu, tandorri kryddiblöndu, salti og pressuðu hvítlauksrifi.
- Skerið hvorn kubb af tófúi í 9 frekar stóra bita
- Setjið tófúið út í jógúrtið og veltið því upp út svo það hylji vel.
- Setjið plastfilmu yfir og marenerið í ísskáp í að minnsta kosti 2 klukkutíma.
- Setjið kubbana á 3-4 grillspjót og bakið í ofni við 210°C í 15 mínútur, takið spjótin út og snúið þeim við og bakið í 15 mínútur í viðbót.
- Einnig má grilla spjótin en þá er gott að velta þeim aðeins um svo þau grillist á öllum hliðum.
Vegan raita
- Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið saman.
Einfalt pönnubrauð
- Hitið pönnu á frekar háum hita
- Blandið saman þurrefnunum.
- Hellið vatninu og olíunni saman við og blandið saman þar til þið fáið flott deig.
- Skiptið deiginu í fjóra hluta.
- Stráið smá hveiti á borðið og fletjið deigið úr.
- Steikið brauðið í nokkrar mínútur á hvorri hlið á þurri pönnu.