Grænt karrý með tófú og grænmeti
/Grænk karrí með tófú og grænmeti
Fyrir: 4
Hráefni:
Aðferð:
- Hitið ofninn í 200°c.
- Skerið niður butternut grasker í bita og setjið í eldfast mót með olíu, salti og pipar. Bakið þar til graskersbitarnir eru mjúkir í gegn.
- Útbúið karríið á meðan graskerið bakast. Hitið olíu í potti, skerið niður hvíta hlutann af vorlauk og steikið í nokkrar mínútur þar til hann hefur mýkst.
- Bætið karrímauki við og steikið í nokkrar mínútur í viðbót á meðan þið hrærið vel.
- Bætið kókosmjólk, vatni og grænmetiskrafti saman við ásamt sojasósu og sykri. Leyfið því að malla í sirka 15-20 mínútur á lágum hita.
- Sjóðið hrísgrjón á meðan.
- Sjóðið vatn í öðrum potti með smá salti. Skerið niður brokkólí og nokkrar af sykurertunum. Ég hafði nokkrar heilar og nokkrar niðurskornar. Sjóðið í nokkrar mínútur eða þar til það er akkúrat tilbúið. Ég vil frekar hafa það smá stökkt en mauksoðið. Takið grænmetið úr vatninu og setjið beint í ískalt vatn svo það hætti að eldast.
- Setjið graskerið, soðna grænmetið og tilbúið steikt tófú frá Yipin ofan í karríið. Leyfið því að hitna upp á hellunni og kreistið limesafa út í. Smakkið til og bætið við salti ef þarf. Toppið svo með salthnetum, græna hlutanum af vorlauknum, kóríander og lime.
-Uppskriftin er unnin í samstarfi við Yipin á Íslandi-