Súkkulaðijógúrt með pólókex mulningi
/Í dag deilum við með ykkur uppskrift af gómsætum og einföldum morgunmatur sem hentar fullkomlega við betri tilefni, um helgar eða með brönsinum til dæmis. Rétturinn samanstendur af unaðslegri, hollri súkkulaðijógúrt með banana og pólókex mulningi sem bætir smá sætu og krönsi í réttinn.
Úrvalið af vegan jógúrti er orðið mjög gott og fannst mér því tilvalið að gera mjög einfalt tvist á tilbúið jógúrt sem gerir það líkt og það sem heimagert. Frosnu bananarnir gefa smá sætu í jógúrtið og gera það ískalt og ferskt.
Póló kex hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum en það hefur verið vegan frá upphafi. Það er mátulega sætt að mínu mati og virkar fullkomlega með jógúrtinni þar sem hún er ekki sæt. Kexið gefur gott kröns í réttinn og gerir hann smá sparilegan.
Súkkulaðijógúrt með pólókexi
Hráefni:
- 10 pólókex
- 1 frosin banani
- 400 ml hreint vegan skyr eða vegan grískt jógúrt (eða annað þykkt jógúrt)
- 1 msk kakó
- Jarðaber og ristaður kókos til að skreyta (eða það sem hver og einn vill nota)
Aðferð:
- Setjið í blandara vegan jógúrtið, bananan og kakóið. Blandið þar til jógúrtið verður alveg slétt og laust við alla kekki. Getið þurft að stoppa á milli og skafa niður hliðarnar þar sem blandarinn getur átt erfitt með frosna bananan í byrjun.
- Myljið kexið annað hvort í blandara eða með því að setja það í ziplock poka og brjóta það niður.
- Setjið smá af kexmulning í krukku eða lítið glas, hálf fyllið glasið með jógúrtinni og setjið síðan meiri kexmulning og að lokum meira jógúrt.
- Skreytið með því sem hver og einn vill
- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Pólókex/Frón -