Klassískt ceasar salat


Klassískt ceasar salat í vegan útgáfu með VFC “kjúklinga”lundum

Ótrúlega gott, einfalt salat með vegan ceasar dressingu. Ég elska að fá mér gott salat á sumrin en þetta er akkúrat fullkomið sumarsalat að mínu mati. “kjúklinga”lundirnar frá VFC passa fullkomlega í salati en þær eru með stökkum, bragðgóðum hjúp sem gefur salatinu extra “kröns”. Uppskriftin er fyrir eitt salat sem er nóg sem heil máltíð og svo er ekkert mál að margfalda eftir því hversu margir munu borða.


Klassískt ceasar salat með heimagerðri dressingu

Klassískt ceasar salat með heimagerðri dressingu
Fyrir: 1
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 22 Min: 32 Min

Hráefni:

Ceasar salat
Heimagerð vegan ceasar dressing

Aðferð:

Ceasar salat
  1. Byrjið á því að rista brauðteningana við 220°C á grillstillingu í ofni. Fylgist vel með og hristið þá aðeins til þegar þeir eru orðnir gullnir efst. Þetta tók sirka 6 mínútur á hvorri hlið hjá mér, 12 í heildina.
  2. Setjið VFC lundirnar í ofn á 200°C í 14 mínútur
  3. Útbúið sósuna.
  4. Skerið salatið niður, setjið út í brauðteninga og lundirnar. Blandið sósunni vel saman við og rífið parmesan yfir.
Heimagerð vegan ceasar salat
  1. Blandið öllum hráefnum nema vatninu saman í skál. Bætið örlitlu vatni út í þangað til þið fáið þá þykkt sem þið viljið. Smakkið til með salti og pipar.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi fersla er unnin í samstarfi við VFC -

Gulrótarbollakökur með rjómaostakremi

Þessar vegan gulrótabollakökur eru þær bestu, einföldustu og mjúkustu gulrótarbollakökur í heimi. Já, þið heyrðuð það hér. Kökurnar eru bókstaflega ómótstæðilegar og silkimjúkt rjómaostakremið ofan á er svo gott að ég gæti borðað það með skeið. Ertu að halda partý, veislu, matarboð eða einfaldlega í stuði til að baka? Þá eru þessar kökur fullkomnar fyrir þig!

Gulrótarbollakökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum nánustu. Kökurnar slá undantekningalaust í gegn hvenær sem ég ber þær fram og það hefur orðið hefð hjá mér síðustu ár að baka þær við allskyns tilefni. Bæði eru þær vinsælar hjá öllum sem smakka þær og á sama tíma er virkilega einfalt að búa þær til. Það gerir þær fullkomnar að baka fyrir afmæli, veislur og aðrar samkomur. Eins er þægilegt að bera þær fram þar sem óþarfi er að nota diska og hnífapör við að borða þær.

Þessi færsla var upprunalega skrifuð árið 2017 en ég sá þessar fallegu gulrætur úti í búð um daginn og ákvað að mynda bollakökurnar upp á nýtt. Uppskriftin er þó sú sama þrátt fyrir nýtt og ferkst útlit.

Eins og ég sagði hér að ofan er einstaklega auðvelt að baka þessar gulrótabollakökur. Hráefnunum er hrært saman í skál með písk á einungis nokkrum mínútum.

  1. Þurrefnum blandað saman í skál

  2. Blautu hráefnunum blandað saman við

  3. Gulræturnar rifnar og þeim blandað saman við

  4. Deiginu skipt í möffinsform og bakaðar

Einfaldara gerist það ekki!

Spurningar og svör

  • Er hægt að gera gulrótaköku úr deiginu í staðinn fyrir bollakökur?
    Já, það er ekkert mál. Hægt er að deila deiginu í tvö 24 cm form og gera þannig tveggja hæða köku

  • Er nauðsynlegt að nota eplaedik?
    Eins og þið hafið líklega tekið eftir notum við eplaedik í nánast allar okkar kökuuppskriftir. Við mælum virkilega með því að hafa það í deiginu þar sem edikið vinnur með matarsódanum að því að gera kökuna mjúka og létta.

  • Er hægt að frysta kökurnar?
    Já, það er ekkert mál. Ef þið ætlið að baka kökurnar fyrir fram og bera þær fram seinna mæli ég þó með því að baka þær fyrir og þá frysta þær ef þið kjósið og svo setja kremið á þegar á að bera þær fram.

  • Er hægt að gera kökurnar glúteinlausar?
    Við höfum sjálfar ekki prufað að gera þessar kökur glúteinlausar og þar sem glúteinlaust hveiti virkar oft öðruvísi en venjulegt getum við ekki lofað sömu úkomu.

Ég baka kökurnar í muffins bökunarformi sem ég set pappírsformin ofan í. Það gerir það að verkum að kökurnar halda forminu vel og auðvelt er að sjá til þess að þær verði jafn háar. Ég mæli mikið með því að nota svona form, það er virkilega þægilegt. ég notaði ísskeið til að setja deigið í formið og fyllti það sirka 3/4 til að vera viss um að þær verði ekki of háar.

Rjómaostakremið er klárlega punturinn yfir i-ið. Vegan rjómaosti, smjörlíki, vanilludropum og flórsykri er þeytt saman í skál þar til úr verður silkimjúkt og gott krem sem er fullkomið ofan á gulrótarkökurnar.

Vegan gulrótarbollakökur með rjómaostakremi

Vegan gulrótarbollakökur með rjómaostakremi
Höfundur: Helga María
Þessar vegan gulrótabollakökur eru þær bestu, einföldustu og mjúkustu gulrótarbollakökur í heimi. Já, þið heyrðuð það hér. Kökurnar eru bókstaflega ómótstæðilegar og silkimjúkt rjómaostakremið ofan á er svo gott að ég gæti borðað það með skeið.

Hráefni:

Gulrótarkaka
  • 6 dl hveiti (athugið að þegar ég mæli hveiti þá moka ég hveitinu úr pokanum með skeið og færi yfir í dl málið. Með því passa ég að pressa ekki of miklu hveiti ofan í málið)
  • 2 1/2 dl sykur
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1 1/2 tsk matarsódi
  • 1 msk kanill
  • 1/2 tsk salt
  • 4 dl vegan mjólk (ég notaði haframjólk)
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1 dl olía
  • 1 msk eplaedik
  • 5 dl rifnar gulrætur
Rjómaostakrem aðferð:
  • 1 dolla Sheese rjómaostur, hreinn (ca 200gr)
  • 100 gr Krónusmjörlíki
  • 2-3 tsk vanilludropar
  • 1 pakki flórsykur (500gr)
  • Valhnetur að toppa með

Aðferð:

  1. Blandið saman öllum þurrefnunum í skál.
  2. Hrærið haframjólkinni, vanillunni, olíunni og edikinu saman við þar til alveg kekklaust.
  3. Rífið gulræturnar og blandið þeim vel saman við.
  4. Setjið deigið í bollakökuform eða tvo kringlótt form og bakið í 20-25 mínútur í 180°C heitum ofni.
  5. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en að kremið er sett á.
Rjómaostakrem
  1. Byrjið á því að þeyta rjómaostinn aðeins einan og sér í hrærivél.
  2. Bætið þar næst smjörlíkinu og vanilludropunum útí og þeytið aðeins saman við.
  3. Setjið síðast flórsykurinn og þeytið kremið þar til fallega slétt og fínt.
  4. Smyrjið eða sprautið kreminu á bollakökurnar eða botnana og njótið.
  5. Við stráðum aðeins af valhnetum yfir kökurnar og fannst það koma alveg æðislega út.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

Kartöflugratín

IMG_0196.jpg

Kartöflugratín er eitthvað sem við systurnar ólumst ekki upp við að borða. Það var ekki fyrr en á fullorðinsárunum sem við áttuðum okkur á því hvað gratín er frábært meðlæti. Í dag er það oft á boðstólum hjá okkur við ýmis hátíðleg tilefni. 

IMG_0224-4.jpg

Gratín er einn af þessum réttum sem bragðast rosalega vel og henta fullkomlega sem meðlæti með fínum mat, en er virkilega auðvelt að útbúa. Það er þægilegt þegar maður eldar eitthvað fínt sem þarfnast mikillar vinnu, að geta útbúið gott meðlæti sem hægt er að skella í ofninn án þess að spá mikið í því. Matreiðslurjóminn frá Oatly er í miklu uppáhaldi hjá okkur og hann gerir gratínið rjómakennt og gott. 

IMG_0169-2.jpg

Við höfum prufað okkur áfram með gratínið síðustu ár og hef komist að því að okkur þykir best að sjóða kartöflublönduna í potti og baka hana síðan í ofninum. Við höfum prufað að gera gratínið með vegan osti en komist að því að okkur þykir hann ekki nauðsyn. Við einfaldlega kryddum  blönduna áður hún fer í ofninn og yfirborðið verður svolítið stökkt, líkt og þegar ostur er settur yfir. Í dag bar ég gratínið fram með páskamatnum, en uppskrift af honum er að finna HÉR

IMG_0222.jpg

Kartöflugratín

Fyrir 4
Eldunartími: 40 mín

  • 1 msk vegan smjör

  • Sirka 0,75 kg kartöflur

  • 4 dl Oatly matreiðslurjómi

  • 1/2 laukur, skorinn í strimla

  • 2-3 hvítlauksgeirar - pressaðir

  • 1 grænmetisteningur

  • Pasta rossa krydd eftir smekk

  • Salt og pipar eftir smekk

  • Krydd til að strá yfir gratínið áður en það fer í ofninn. Mér þykir mjög gott að setja chili flögur, gróft salt og reykta papriku, en það er hægt að nota hvaða krydd sem er. 

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Skerið Kartöflurnar í sneiðar - mér þykir gott að hafa hýðið með

  3. hitið smjör í potti og bætið lauk og hvítlauk út í

  4. Steikið í nokkrar mínútur, eða þar til laukurinn hefur mýkst töluvert. Ef mér finnst laukurinn vera að festast við botninn helli ég örlitlu vatni út í

  5. Bætið kartöflunum í pottinn ásamt Oatly rjómanum og kryddunum og sjóðið við vægan hita í sirka korter

  6. Smyrjið eldfast mjót með örlitlu vegan smjöri, hellið blöndunni í, kryddið með því sem ykkur þykir best (eða dreifið vegan osti yfir) og bakið í 20 mínútur

-Veganistur

innnes2.jpg

-Færslan er unnin í samstarfi við Innnes Heildverslun-