Panang karrý ramen með Oumph
/Fullkomið haustlegt ramen
Í dag deilum við með ykkur uppskrift af æðislegri einfaldri núðlusúpu eða svokölluðu “ramen”. Súpan er gerð á einni pönnu og tekur innan við 15 mínútur að elda. Það er auðvelt að nýta það sem til er út í súpuna, hvaða grænmeti sem hugurinn girnist en að þessu sinni settum við sveppi, edamame og oumph”.
Panang ramen með Oumph!

Fyrir: 2
Undirbúningstími: 5 MinEldunartími: 10 Min: 15 Min
Æðislegt einfalt ramen með panang karrý, sveppum, edamame og oumph!
Hráefni:
Aðferð:
- Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkningum
- Hitið olíu á pönnu og setjið pressaðan hvítlauk, rifið engifer og panang curry maukið út á pönnuna. Steikið aðeins og bætið síðan við sveppum, edamame og oumphi. Steikið í 5-6 mínútur.
- Bætið kókosmjólk, vatni, grænmetiskrafti, soyasósu og miso út á pönnuna og leyfið suðunni að koma upp. Leysið upp miso og grænmetiskraft og smakkið til með salt og pipar. Sjóðið í 5-6 mínútur.
- Skiptið núðlunum í tvær skálar og skiptið síðan soðinu, sveppunum, oumphi og edamame baunum í skálarnir.
- Stráið niðursneiddum vorlauk, kóríander, sesamfræjum og chilli olíu yfir og berið fram.
- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Oumph! á Íslandi -