Íssamlokur úr súkkulaðibitakökum
/Í dag deilum við með ykkur uppskrift af gómsætum íssamlokum úr súkkulaðibitakökum. Uppskriftin er í samstarfi við Ben & Jerry’s á Íslandi en frá þeim fást nokkrar tegundir af vegan ís sem er virkilega góður. Fyrir ekki svo mörgum árum var ómögulegt að finna vegan ís sem ekki var frostpinni. Í dag er sem betur fer hægt að fá vegan rjómaís sem gefur ekkert eftir hvað bragð og áferð varðar. Vegan ísinn frá Ben & Jerry’s er einmitt dæmi um svoleiðis ís.
Nýbakaðar súkkulaðibitakökur og ís er kombó sem er virkilega erfitt að toppa. Ég mæli allavega með því að þið prufið! Uppskriftin af kökunum er virkilega einföld og tekur enga stund að búa þær til.
Ég hafði mínar mjög hefðbundnar og notaði suðusúkkulaði en það er hægt að breyta til og setja allskonar skemmtilegt í kökurnar, eins og hnetur, hvítt súkkulaði, eða annað sælgæti sem manni þykir gott!
Þær bragðtegundir sem ég notaði í íssamlokurnar að þessu sinni voru “Cookies on cookie dough” og “Chocolate fudge brownie”. Báðar tegundirnar eru í miklu uppáhaldi hjá mér!
Hráefni:
250 gr smjörlíki
1 dl sykur
1 dl púðusykur
1/2 dl plöntumjólk
1 tsk vanilludropar
4 1/2 dl hveiti
1 tsk matarsódi
örlítið salt
150 gr suðusúkkulaði
Vegan Ben & Jerry’s ís
Aðferð:
Þeytið saman smjörið og sykurinn í smá tíma, bætið síðan útí mjólkinni og vanniludropunum og þeytið örlítið lengur.
Blandið saman öllum þurrefnunum í skál og hrærið síðan saman við smjörið og sykurinn.
Síðast er súkkulaðið saxað og því blandað saman við deigið.
Rúllið kúlur úr deiginu og bakið í 7-9 mínútur við 180°C.
Leyfið kökunum að kólna á plötunni.
Setjið eina kúlu af ís á hverja köku og pressið svo aðra köku ofan á og njótið!
Takk fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel!
-Veganistur
-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Ben & Jerry’s á Íslandi-