Samloka með vegan kjötbollum, steiktum lauk og ostasósu

Uppskrift dagsins er að þessari dásamlega góðu samloku með vegan kjötbollum, grænu pestói, steiktum lauk og ostasósu. Já, mér er alvara. Þetta er ein D-J-Ú-S-í samloka skal ég segja ykkur! Mjúkt og gott baguette fyllt með allskonar gúmmelaði. Akkúrat eins og ég vil hafa mínar samlokur!

Færsla dagsins er í samstarfi við Anamma á Íslandi og ég notaði vegan kjötbollurnar þeirra í samlokuna. Ég á alltaf til poka af Anamma kjötbollum í frystinum því það er svo þægilegt að skella þeim á pönnu og bera fram með pasta eða kartöflum og góðri sósu. Í dag langaði mig að gera eitthvað nýtt með bollunum sem ég hef aldrei prufað áður og mig dreymdi um daginn að ég gerði gómsæta samloku með þessum bollum svo ég ákvað að slá til!

Ég byrjaði á því að steikja lauk á pönnu þangað til hann fékk fallegan lit. Lyktin í eldhúsinu þegar maður steikir lauk er dásemd. Ég steikti bollurnar svo á sömu pönnu án þess að þrífa hana á milli. Með því fá bollurnar extra gott bragð og ég þarf ekki að vaska jafn mikið upp. FULLKOMIÐ!

Ég gerði pastasósu og notaði í hana hvítlauk, heila tómata í dós, ítölsk krydd, sojasósu og balsamikedik. Sósa er best þegar hún fær að malla svolítið. Liturinn dekkist og sósan þykknar og brögðin fá að njóta sín betur. Ég leyfði svo bollunum að malla í nokkrar mínútur í sósunni.

Ostasósan sem ég gerði er sósan sem ég notaði í mac & cheese bitana sem ég birti hérna á blogginu í haust. Uppskriftin af þeim finnið þið HÉR! Það er alls ekki nauðsynlegt að útbúa þessa sósu, það má að sjálfsögðu bara strá yfir vegan osti og láta bráðna í ofninum. Ég var í svo miklu stuði í dag svo ég ákvað að prófa að gera sósuna með og mér fannst það koma virkilega vel út.

Ég byrjaði á því að rífa aðeins úr efri hluta brauðsins svo að bollurnar fengju pláss þegar samlokunni er lokað. Ég setti brauðið inní ofn á 200°c í nokkrar mínútur, bara svo það fengi að hitna. Svo smurði ég neðri hlutann með grænu pestói og setti svo Anamma bollur yfir og pastasósu. Því næst hellti ég yfir ostasósu og svo steiktum lauk. Ég lokaði samlokunni svo og setti hana í nokkrar mínútur í ofninn á grill þangað til samlokan varð svolítið krispí að ofan. SVO GOTT!

Takk innilega fyrir að lesa og ég vona að þér líki vel!

-Helga María

Samloka með vegan kjötbollum, ostasósu og steiktum lauk

Samloka með vegan kjötbollum, ostasósu og steiktum lauk
Fyrir: 3
Höfundur: Helga María
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 30 Min: 40 Min
Fáránlega djúsí og góð samloka með vegan kjötbollum, pastasósu, grænu pestói, ostasósu og steiktum lauk. Alvöru samloka sem gleður bæði líkama og sál!

Hráefni:

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera laukana í þunna strimla. Ég sker þá í tvennt og sker svo þunna strimla úr hverjum helming.
  2. Hitið ólífuolíu og örlítið af smjörlíki á pönnu.
  3. Steikið laukinn á pönnunni þar til hann hefur mýkst og fengið á sig fallegan lit. Ég leyfi honum að steikjast almennilega. Saltið og piprið örlítið.
  4. Takið laukinn af pönnunni og leggið til hliðar. Þvoið pönnuna ekki heldur bætið við aðeins meira af olíu og smjörlíki og steikið Anamma bollurnar þar til þær hafa fengið smá lit. Þær eiga ekki að steikjast of mikið því þær fá svo að malla í sósunni líka.
  5. Pressið hvítlauksgeiranna og steikið á pönnu eða í potti upp úr olíu og smjörlíki þar til þeir hafa mýkst.
  6. Maukið tómatana með höndunum og bætið út á pönnuna. Setjið örlítið af vatni í dósina til að fá restina af tómatsafanum og hellið út á pönnuna.
  7. Bætið við kryddunum, balsamikediki, sojasósu, salti og pipar og leyfið sósunni að malla þar til hún dekkist og þykkist svolítið.
  8. Bætið bollunum út í sósuna og leyfið að malla á meðan þið gerið ostasósuna.
  9. Hitið ofninn í 200°c.
  10. Rífið örlítið úr efri hluta brauðsins svo bollurnar passi vel inní samlokuna þegar henni er lokað.
  11. Hitið brauðið í ofninum í örfáar mínútur bara svo það fái að hitna svolítið.
  12. Smyrjið grænu pestói á neðri hluta brauðsins, bætið svo bollum ofan á og pastasósu, hellið svo svolítið af ostasósu yfir (eða vegan osti ef þið nennið ekki að útbúa ostasósuna) og að lokum steikta lauknum. Ég reif svolítið af vegan parmesan sem ég átti í ísskápnum yfir líka. Lokið svo samlokunni og setjið hana aftur í ofninn þangað til hún verður krispí. Ég setti á grill og hafði mína í sirka 5 mínútur.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur
Created using The Recipes Generator

-Þessi færsla er í samstarfi við Anamma á Íslandi-

Gómsætt vegan hvítlauksbrauð með bökuðum hvítlauk og jurtum

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að virkilega góðu ofnbökuðu hvítlauksbrauði með vegan smjöri, parmesanosti, bökuðum hvítlauk og ferskum jurtum. Einfalt og bragðgott sem meðlæti eða snarl. Hvítlauksbrauðið passar fullkomlega með góðu pasta eða súpu og mun slá í gegn í matarboðinu.

Færsla dagsins er í samstarfi við Violife á Íslandi og ég notaði nýja smjörið og prosociano ostinn frá þeim í hvítlauksbrauðið. Við erum alltaf jafn spenntar fyrir því að vinna með Violife því vörurnar þeirra eru í miklu uppáhaldi hjá okkur!

Í hvítlauksbrauðinu er bakaður hvítlaukur. Allir sem fylgjast með TikTok og Instagram reels hafa líklega séð ótal myndbönd þar sem fólk bakar hvítlauk í ofni, pressar geirana út með fingrunum og notar í allskonar rétti. Ég hef vanalega gert hvítlauksbrauð með því að pressa hvítlaukinn beint út í smjörið en ég bara varð að prófa að baka hann í ofninum fyrst og sjá hvernig það kæmi út.

Útkoman var virkilega góð og hvítlaukurinn fær örlítið mildara og sætara bragð sem gerir hvítlaukssmjörið einstaklega gott. Ég notaði tvo heila hvítlauka og fannst það mjög passlegt í þessa uppskrift.

Ég setti ferskar jurtir í hvítlaukssmjörið og ákvað að nota basíliku og blaðsteinselju sem passa báðar virkilega vel við hvítlaukinn. Það má skipta jurtunum út fyrir sínar uppáhalds. Timían er örugglega mjög gott í hvítlauksbrauð t.d.

Það er auðvitað hægt að gera hvítlauksbrauð á mismunandi vegu en mér finnst alltaf best að skera rákir í brauðið og passa að skera ekki alveg niður. Með því helst brauðið saman og ég treð hvítlaukssmjörinu og prosociano ostinum á milli sem gerir brauðið svo ótrúlega mjúkt og “djúsí” að innan en stökkt og gott að utan. Fullkomið!

Eins og ég sagði hér að ofan finnst mér gott hvítlauksbrauð passa virkilega vel með góðum pastarétti eða súpu. Ég mæli með að gera brauðið með t.d. þessu gómsæta pestópasta eða uppáhalds tómatsúpunni minni.

Takk innilega fyrir að lesa og ég vona að þér líki uppskriftin vel! <3

-Helga María

Gómsætt vegan hvítlauksbrauð

Gómsætt vegan hvítlauksbrauð
Fyrir: 3-4
Höfundur: Helga María
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 1 Hour: 1 H & 10 M
Virkilega gott ofnbakað hvítlauksbrauð með vegan smjöri, parmesanosti, bökuðum hvítlauk og ferskum jurtum. Einfalt og bragðgott sem meðlæti eða snarl.

Hráefni:

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c.
  2. Skerið toppinn af hvítlauknum, setjið á hann örlítið af salti og pipar og ólífuolíu og vefjið inn í álpappír. Bakið í 40-50 mínútur eða þar til hann hefur fengið fallegan lit.
  3. Setjið smjörið í skál ásamt restinni af hráefnunum og kreistið bakaða hvítlaukinn út í. Hrærið vel og passið að hvítlaukurinn blandist vel. Það er hægt að stappa hann aðeins fyrir svo hann maukist alveg örugglega.
  4. Skerið brauðið í sneiðar en skerið samt ekki alveg niður. Við viljum að brauðið haldist saman. Deilið hvítlaukssmjörinu í rifurnar og troðið aðeins meira af ostinum á milli. Smyrjið svo smjörinu sem safnast saman á köntunum ofan á brauðið.
  5. Bakið í 10-15 mínútur.
vegan, hvítlauksbrauð, vegan hvítlauksbrauð
meðlæti, snarl
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur
Created using The Recipes Generator

-Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Violife-

 
 

Gómsætar vegan vöfflur!

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að dásamlega góðum vegan vöfflum. Þær eru undursamlega stökkar að utan og dúnmjúkar að innan. Það gæti ekki verið auðveldara að skella í vegan vöffludeig og við LOFUM að þær hverfa ofan í mannskapinn á innan við fimmtán mínútum!

Ég elska vöfflur, bæði því mér þykir þær svo dásamlega góðar á bragðið, en líka vegna þess að ég elska að útbúa þær. Ef ég á von á gestum er ég fljót að taka fram vöfflujárnið og steikja nokkrar vöfflur til að bjóða upp á. Það krefst mjög lítillar fyrirhafnar þær og þær slá alltaf rækilega í gegn. Hver elskar ekki að vera boðið uppá nýsteiktar vöfflur?!

Það sem ég geri til að fá vöfflurnar stökkar að utan en mjúkar að innan er að ég nota sódavatn í vöffludeigið. Ég er svo sannarlega ekki að finna upp hjólið þarna heldur er þetta gamalt og gott ráð sem margir svíar nota. Mér finnst þetta gera vöfflurnar einstaklega góðar og mæli mikið með því að prufa.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Krónuna og þar fáið þið allt sem þið þurfið í uppskriftina. Þar er líka frábært úrval af góðum vegan þeytirjóma, vegan ís, vegan súkkulaði og fleiru gómsætu að toppa vöfflurnar með! Algjör snilld!

Hvað er gott á vöfflur?! ALLT myndi ég segja. Nei okei ég ætla að lista nokkur góð “combo”

  • Vegan þeyttur rjómi og rabbabarasulta - klassískt og gott!

  • Vegan vanilluís, vegan “nutella” og jarðarber. Hljómar örlítið klisjukennt en er virkilega gott. Kannski smá ristaðar heslihnetur ofan á???

  • Hnetusmjör, ristaður banani og kanelsykur eða hlynsíróp. Treystið mér!

  • Þeyttur vegan rjómi, fersk ber og hlynsíróp eins og á myndunum. SVO GOTT!

Vegan vöfflur

Hráefni:

  • 4 dl hveiti

  • 2 msk sykur

  • 1/2 tsk salt

  • 2 tsk lyftiduft

  • 4 dl vegan mjólk

  • 1 dl sódavatn

  • 1 tsk vanilludropar

  • 4 msk bráðið smjörlíki.

Aðferð:

  1. Sigtið þurrefnin í skál.

  2. Bætið blautu efnunum saman við fyrir utan sódavatnið. Reynið að hræra sem minnst því annars geta vöfflurnar orðið þurrar.

  3. Bætið sódavatninu saman við og hrærið eins lítið og mögulegt er.

  4. Steikið vöfflurnar þar til þær eru gylltar og fallegar

  5. Toppið með öllu sem ykkur þykir gott! Ég setti allskonar vegan ber, Þeytanlega rjómann frá Oatly og hlynsíróp.

Takk fyrir að lesa og vonandi smakkast vel. Munið að tagga okkur á Instagram ef þið prufið uppskriftirnar okkar. Það gerir okkur alltaf jafn glaðar!

-Þessi færsla er í samstarfi við Krónuna og þar fáiði öll hráefni í þessa uppskrift-