Ernubrauð
/Þetta einfalda brauð er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Það er fullkomið fyrir veislur, matarboð eða bara hversdagslega. Það besta við brauðið er bæði hvað það er ótrúlega bragðgott og hversu ódýrt og einfalt er að búa það til, en einnig hvað það býður uppá marga möguleika. Það er nefnilega hægt að leika sér endalaust með það. Okkur þykir til dæmis rosalega gott að bæta í deigið ólífum, hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum (sem er fullkomið með allskonar pastaréttum), en einnig er gott að bæta við uppáhalds fræjunum sínum eða jafnvel hvítlauksdufti og karrý.
Hráefni:
1/2 líter volgt vatn
3 tsk þurrger
1 msk salt
600 gr hveiti
Olía til að pennsla yfir og gróft salt til að dreifa yfir
Aðferð:
Setjið volgt vatn í skál og dreyfið þurrgerinu yfir. Leyfið þessu að standa í 5 mínútur áður en haldið er lengra.
Bætið hveitinu og saltinu útí. (Ef þið ætlið að bæta einhverju í brauðið er best að bæta því útí á þessu stigi, áður en deigið er hrært saman.)
Hrærið deigið með sleif þar til hveitið er alveg blandað, sem sagt ekkert þurrt hveiti eftir
Setjið plastfilmu eða poka yfir skálina og leyfið henni að standa í ísskáp í 8 klukkustundir eða yfir nótt.
Hellið deiginu beint á plötu (ekki móta það), pennslið með olíu og dreyfið vel af grófu salti yfir. Bakið við 200°C í 50 mínútur eða þar til brauðið er gullið að ofan.
Njótið vel
-Veganistur