Piparmajónes sem passar með nánast öllu!

Ef það er eitthvað sem við Íslendingar elskum þá eru það SÓSUR! Og mikið af þeim… Það breyttist mikið í matargerð okkar systra þegar við fórum að prófa okkur áfram með að gera vegan majónes heima, allt í einu opnaðist möguleiki á að búa til allar okkar uppáhaldssósur sem við þekktum síðan við vorum yngri. Hvort sem það var kokteilsósa, hamborgarsósa eða pítusósa var allt í einu ekkert mál að útbúa þær allar heima á núll, einni! Nú má líka finna vegan majónes í öllum helstu búðum sem er ótrúlega þægilegt og gerir sósugerðina ennþá einfaldari.

IMG_8150.jpg

Í þessari viku ætlum við að deila með ykkur uppskrift af einni af okkar uppáhalds. En það er piparmajónessósa.

Piparmajónes

  • 1 dós majónes (250gr)

  • 1/2 dl vatn

  • 1 msk malaður pipar

  • 1 msk sítrónusafi

  • 1/2 tsk salt

Aðferð:

  1. Hrærið vatninu og majónesi saman í skál. það þarf að hræra svolítið vel til að það blandist alveg saman. (Þessi skrefi má alveg sleppa en mér finnst það betra til að fá sósuna örlítið þynnri en majónesið er eitt og sér).

  2. Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið vel saman.

Sósan er fullkomin til að nota í alls kynns pítur eða vefjur og passar alveg einstaklega vel með anamma snitselinu sem er á myndunum hérna að ofan.

-Njótið vel og endilega! Endilega taggið okkur og sendið okkur myndi þegar þið eruð að prófa uppskriftinar okkar! <3

Þessi færsla er unnin í samstarfið við Anamma vegan á Íslandi.

 
anamma_logo.png