Sítrónukaka með birkifræjum og rjómaostakremi

IMG_0099.jpg

LOKSINS er aðeins farið að birta til og vorið að koma, þó svo að það sé skítakuldi og smá snjór af og til. En þessi tími árs er í MIKLU uppáhaldi hjá mér, með meiri birtu og sól og sumarið einhvern vegin rétt handan við hornið.

Mér fannst því tilvalið að skella í eina sumarlega köku sem er að mínu mati fullkomin fyrir páskana líka. Hún er fallega gul og ótrúleqa fersk og góð á bragðið.

Ég hef mikið séð svona kökur á netinu og erlendis en ekki eins oft hérna á Íslandi og er því búin að vera að fullkomna vegan útgáfu af þessari köku. Það var þó smá bras að komast yfir birkifræ hér á andi en ég fann þau loksins í Krónunni. Það má þó alveg sleppa þeim í þessari uppskrift ef þau eru ekki til út í búð eða á heimilu fyrir. Ég mæli þó með að prófa að kaupa birkifræin og nota þau í kökuna en þau koma með skemmtilegt “twist” á áferðina og síðan eru þau fullkomin ofan á heimabakað brauð, þó svo að það sé annað mál.

kakan er í grunnin hin fullkomna vanillukaka og ef sleppt er sítrónunni og fræjunum er hægt að nota þessa uppskrift sem grunn í alls konar kökur. Í þessari útgáfu gefur sítrónusafinn og börkurinn ótrúlega ferkst og gott bragð og er kakan alveg ótrúlega sumarleg og góð. Hún passar að mínu mati líka fullkomlega með íslatte, ef við viljum missa okkur alveg í sumarfýlingnum.

IMG_0079.jpg

Sítrónubotnar með birki

  • 7,5 dl hveiti

  • 3 dl sykur

  • 3 tsk lyftiduft

  • 2 tsk matarsódi

  • 1 tsk salt

  • 5 1/2 dl plöntumjólk

  • 2 dl matarolía eða önnur bragðlaus olía

  • safi og börkur af 1 sítrónu

  • 2 msk eplaedik

  • 2-3 msk birkifræ

Aðferð:

  1. Hitið ofnin í 180 gráður.

  2. Byrjið á því að balnda saman í skál plöntu mjólkinni, sítrónusafanum og berkinum ásamt edikinu og leggið til hliðar.

  3. Hrærið þurrefnin saman í aðra skál, bætið síðan út í mjólkurblöndunni og olíunni og hrærið vel saman.

  4. Bætið birkifræunum saman við og hrærið aðeins.

  5. Skiptið í tvö 24 cm form eða þrjú 18 cm form og bakið í ofninum í 30 mínútur, eða þar til tannstöngull eða grillpinni kemur hreinn út þegar honum er stungið í einn botninn.

Rjómaostakrem með sítrónu (miðað við þriggja hæða köku)

  • 250 gr hreinn vegan rjómaostur (t.d. oatly)

  • 400 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 pakkar flórsykur. (ég vil hafa kremið mjög stíft til að skreyta með því en þá minnka sykurinn ef hver og einn vill)

  • safi úr 1/2 sítrónu

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta smjörlíkið vel eitt og sér í hrærivél eða með handþeytara.

  2. Bætið rjómaostinum út í og þeytið vel saman við smjörlíkið.

  3. Bætið flórsykri út í ásamt sítrónusafanum og þeytið vel.

  4. Skreytið kökuna eins og hver og einn vill.

-Njótið vel og takk fyrir að lesa <3

Vegan húðrútina með vörum frá dr.organic

Ég er búin að vera á leiðinni lengi að setja inn fleiri hversdagslegar færslur á bloggið þar sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt að skrifa þær og lesa slíkar færslur hjá öðrum. Ég er hins vegar alveg hræðilega léleg að muna eftir því að taka myndir yfir daginn og á þar með akkúrat núna fullt af myndum af hinu og þess frá sitt hvorum deginum en ekkert með nógu góðu samhengi… Þar sem að það er alltof langt síðan ég setti eitthvað annað en uppskriftir hérna inn ætla ég að þessu sinni að deila með ykkur húðrútínunni minni.

Við erum búnar að vera í samstarfi við dr.organic síðustu vikur og hef ég verið að prófa fullt af vöru frá þeim og er búin að finna nokkurn veginn út hvaða vörur henta mér best akkúrat núna. Ég er búin að vera mjög ánægð með þessar vörur og finnst alveg frábært hversu aðgengilegar þær eru sem og hvað þær eru á viðráðanlegu verði. En það finnst mér vera mjög mikilvægt þegar kemur að húðvörum.

Einnig eru nánast allar vörurnar þeirra vegan og eru þær mjög vel merktar á umbúðunum svo það er ekkert mál að vera fullviss um að varan sé 100% vegan.

Ég hef yfirleitt ekki verið nógu dugleg að sjá vel um húðina mína og finnst mjög margt sem við kemur húðvörum og farða oft frekar yfirþyrmandi. Það getur verið smá vinna að finna góðar vegan vörur sem eru aðgengilegar og á góðu verði og þess vegna hef ég verið extra ánægð með dr.organic vörurnar. Þar hef ég fundið allar þær vörur sem ég þarf, merktar vegan.

Ein af mínum uppáhalds vörum í línunni hefur verið Aloe Vera andlitshreinsirinn en hann hef ég notað kvölds og morgna til að þrífa andlitið. Ég nota hann einnig til þess að þrífa af farða og finnst hann virka vel í það og hreinsa farðan mjög auðveldlega af.

Þar á eftir hef ég notað þetta æðislega serum frá dr.organic en það er svo ótrúlega létt og ilmurinn af því virkilega góður. Serumið er stútfullt af C-vítamíni og er því algjör rakabomba fyrir andlitið en ég nota það yfirleitt á morgnanna undir rakakremið.

Morgun- og kvöldrútinan mín hefur því aðallega verið þessar þrjár vörur, það er:

  1. Hreinsa andlitið vel með Aloe Vera andlitshreinsinum

  2. Set organic guava serumið á húðina, nota alla morgna og stundum á kvöldin.

  3. Nota rakakrem á húðina, en ég hef verið að nota Vitamin E rakakremið alla daga. Á kvöldin set ég mjög vel af kreminu og sef með það.

Aðrar vörur sem ég hef notað hvað mest eru þær sem eru á þessum myndum. Vitamin E svitalyktareyðirinn er það fyrsta sem ég gat ekki lifað án eftir að ég prófaði hann en ég hef mjög miklar skoðanir á svitalyktaeyði, allt frá því hvort hann sé glær eða hvítur og upp í hvernig lykt er af honum. Þessi vara tikkaði í öll boxin hjá mér en hann er alveg gegnsær, virkar mjög vel og hefur ekki allt of sterka lykt.

Síðan er það vítamín E olían en hana hef ég verið að nota mikið á þurrkubletti en ég fékk þessa vöru í janúar og ég er vön að vera með þurrkubletti á andlitinu til dæmis á veturnar. Eftir að hafa notað olíuna í tvo daga voru þurrkublettirnir hins vegar alveg farnir. Þetta er því klárlega eins af mínum uppáhalds vörum og hef ég verið að nota hana á allan líkaman einu til tvisvar sinnum í mánuði eða þegar mér finnst húðin mín þurfa á smá extra raka að halda.

dr.organic vörurnar fást á eftirfarandi stöðum:

  • Apótek

  • Heilsubúðir

  • Krónan

  • Hagkaup

  • Fjarðarkaup

  • Heimkaup.is

-Njótið vel og vonandi nýtist þetta einhverjum

Knús, Júlía Sif

Þessi færsla er unnin í samstarfi við dr.organic á Íslandi.

Unknown.jpg