Brauðterta með baunasalati

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af klassískri brauðtertu með vegan útgáfu af hangikjöts- og baunasalati í samstarfi við ORA. Þessa brauðtertu má ekki vanta á hvaða veisluborð sem er sem og á hátíðisdögum.

Ég notast við blandað grænmeti frá ORA sem er lykilatriði í baunasalatinu og “bacon bites” til að fá smá reykt bragð í salatið. Þetta salat er virkilega einfalt og má vel bera fram eitt og sér með kexi eða brauði.

Ég elska að bera fram klassíska íslenska rétti sem eru hefðir fyrir í veislum og á hátíðisdögum og eru veisluréttir líkt og brauðtertur iðulega það sem slær mest í gegn. Eins og flestir sem hafa fylgt okkur lengi vita elskum við að deila með ykkur alls konar uppskriftum af veislumat og mæli ég með að þið kíkið einnig á þessa brauðtertuuppskrift sem er virkilega góð.

Brauðterta með baunasalati

Brauðterta með baunasalati
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 15 Min: 15 Min
Vegan útgáfu af klassískri brauðtertu og "hangikjöts" og baunasalati

Hráefni:

Aðferð:

  1. Blandið saman í skál majónesinu og sýrða rjómanum
  2. Bætið út í blandaða grænmetinu, beikon bitunum og salti og hrærið saman
  3. Smyrjið helmingnum af salatinu á brauðtertu brauðsneið og setjið aðra ofan á. Smyrjið restinni af salatinu og lokið síðan með þriðju sneiðinni
  4. Smyrjið vegan majónesi ofan á og á allar hliðar tertunnar
  5. Skreytið með fersku grænmeti og kryddjurtum eftir smekk
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur
Created using The Recipes Generator

- Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við ORA -

Dásamleg vegan aspasstykki

-Samstarf-

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af vegan aspasstykki með sveppum og osti. Mín nýja uppháldsútgáfa af klassíska heita brauðréttinum. Stökkt og gott baguette brauð fyllt með gómsætri aspasfyllingu. Betra gerist það ekki!

Að mínu mati er heitur brauðréttur alveg jafn mikilvægur á veisluborðið og kökur og tertur. Ég man að ég var eiginlega mest spennt fyrir aspasbrauðréttunum af öllum kræsingunum sem voru í boði í fjölskylduboðunum þegar ég var yngri. Yfirleitt var brauðrétturinn gerður í eldföstu móti eða í rúllubrauði. Í dag ætlum við að gera hann aðeins öðruvísi.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Hagkaup og þar fáiði allt sem þarf í brauðréttinn. Úrvalið af vegan mat í Hagkaup er einstaklega gott og þar er hægt að fá allt sem þarf í góða veislu eða önnur hátíðarhöld. Við erum virkilega stoltar að fá að vinna með þeim.

Aspasstykki smakkaði ég fyrst þegar ég vann í Bakarameistaranum yfir jólafríið mitt þegar ég var unglingur. Ég hef ekki smakkað svoleiðis síðan en hef séð síðustu ár að það hefur verið vinsælt að útbúa heitan brauðrétt í baguettebrauði. Í fyrra útbjó Júlía ótrúlega girnilegan heitan brauðrétt með vegan beikoni og ostum og birti hérna á blogginu. Ég ákvað því núna að prófa að gera útgáfu af aspasstykki og ég varð virkilega ánægð með útkomuna.

þegar ég sit og skrifa þetta er föstudagurinn langi og því tilvalið að útbúa brauðréttinn fyrir sína nánustu um páskana til að fá smá pásu frá súkkulaðinu. Hér á blogginu finnurðu ótal uppskriftir sem eru fullkomnar fyrir páskahátíðina. Hér koma nokkrar:

Vegan terta með jarðarberjarjóma

Vegan wellington með Oumph og portobellosveppum

Sítrónukaka með birkifræjum og rjómaostakremi

Fyllingin passar í tvö löng baguette, það má líka skera niður brauð, setja í eldfast mót og blanda fyllingunni við og setja rifinn ost eins og í meira hefðbundnum brauðrétti. Ég mæli samt mikið með því að prófa að gera svona aspasstykki.

Vegan aspasstykki

Vegan aspasstykki
Höfundur: Veganistur
Vegan aspasstykki með sveppum og osti. Mín nýja uppháldsútgráfa af klassíska heita brauðréttinum sem við þekkjum öll. Stökkt og gott baguette brauð fyllt með gómsætri aspasfyllingu.

Hráefni:

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c undir og yfir hita.
  2. Skerið sveppina smátt og steikið á pönnu upp úr vegan smjöri.
  3. Bætið rjómaosti, rjóma, eplaediki og aspasvökva út í og hrærið.
  4. Myljið sveppatening út í og hrærið og leyfið fyllingunni að byrja að bubbla. Saltið og piprið eftir smekk.
  5. Skerið aspasinn niður og bætið út í. Rífið ostinn og setjið helminginn af honum í fyllinguna. Hrærið þar til osturinn hefur bráðnað í fyllingunni.
  6. Skerið toppinn af baguettebrauðunum og deilið fyllingunni í þau. Toppið með restinni af ostuinum, smá grófu salti, paprikukryddi og þurrkaðri steinselju. Það má sleppa kryddunum, mér fannst þau passa vel við.
  7. Hitið brauðið í 15-20 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og brauðið tekið á sig smá lit.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur
Created using The Recipes Generator

Takk fyrir að lesa og ég vona að þér líki vel

-Helga María

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hagkaup-

 
 

Vegan skonsur með smjöri og sítrusmarmelaði

-Samstarf-

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af nýbökuðum skonsum (e. scones) bornum fram með smjöri og sítrusumarmelaði. Skonsurnar eru virkilega einfaldar og fljótlegar en það tekur innan við 30 mínútur að útbúa þær og þær innihalda 5 hráefni sem flestir eiga alltaf til heima. Fullkomnar að bera fram sem morgunmat um helgar.

Skonsur eru mjög vinsælar hérna í Svíþjóð og einmitt oft bakaðar um helgar. Íslenska nafnið gæti eflaust ruglað einhvern þar sem við þekkjum skonsur sem þykkar pönnukökur. Þessar skonsur minna þó meira á brauð og er hægt að leika sér endalaust með deigið. Það er bæði hægt að hafa þær saltar eins og ég gerði núna eða bæta smá sykri í deigið og jafnvel súkkulaði. Eins má nota jógurt í staðinn fyrir mjólk. Ég hef smakkað sætar scones og þær voru alls ekki síðri.

Eins og ég sagði tekur enga stund að útbúa skonsur og í rauninni er best að hræra og hnoða deigið alls ekki of mikið. Þegar mjólkinni hefur verið bætt út í er best að hræra henni saman við þurrefnin hratt í mjög stutta stund og færa deigið svo yfir á eldhúsborðið og hnoða það létt saman. Það þarf alls ekki að líta fullkomlega slétt út (sjá myndirnar að ofan).

Deiginu skipti ég í tvennt og flet út tvær kökur sirka 2-3 cm þykkar með höndunum. Ég sker svo hverja köku í fjóra bita með hníf og sting í þær með gaffli.

Úr koma þessar gómsætu skonsur sem eru langbestar bornar fram nýbakaðar og volgar. Fullkomnar á morgunverðarborðið um helgina.

Færsla dagsins er í samstarfi við St. Dalfour, en þegar ég smakkaði sítrónu- og límónumarmelaðið frá þeim var það fyrsta sem mér datt í hug að það væri örugglega fullkomið á nýbakaðar skonsur. Ég dreif mig inn í eldhús og hófst handa við að prófa og viti menn, ég hafði rétt fyrir mér. Marmelaðið er dásamlega gott og þar sem það inniheldur sítrónur og lime hefur það einstaklega ferskt bragð. Ég smurði góðu vegan smjöri undir og toppaði með marmelaðinu og það var algjör draumur.

Takk fyrir að lesa og ég vona að þér líki uppskriftin

-Helga María

Vegan skonsur

Vegan skonsur
Fyrir: 6-8
Höfundur: Veganistur
Einfaldar og fljótlegar skonsur sem tekur innan við 30 mínútur að útbúa. Þær innihalda 5 hráefni sem flestir eiga alltaf til heima. Fullkomnar að bera fram sem morgunmat um helgar.

Hráefni:

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 250°c undir og yfir hita.
  2. Hrærið þurrefnunum saman í stórri skál
  3. Skerið niður smjörlíkið og bætið útí og blandið saman við með fingrunum svo deigið verði eins og mylsna.
  4. Hellið mjólkinni út í og hrærið hratt og stutt saman. Ekki hafa áhyggjur þó deigið sé klístrað.
  5. Stráið hveiti á borð og færið deigið yfir á það. Hnoðið létt i stutta stund. Deilið hveitinu í 2 hluta og mótið kúlu úr hverjum hluta.
  6. Setjið smjörpappír á ofnskúffu og fletjið deigið út með höndunum í kringlóttar kökur sirka 2-3 cm að þykkt.
  7. Skerið 4 hluta úr deiginu. Það þarf ekki að skera alveg í gegn (sjá mynd að ofan) og stingið í kökuna með gaffli. Bakið í miðjum ofninum í 10-15 mínútur eða þar til þær hafa fengið örlítið gylltan lit.
  8. Berið fram með því sem ykkur lystir.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur
Created using The Recipes Generator


-Uppskriftin er unnin í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi-