Vefjur með falafel, hummus og chili-mæjó
/Nú er janúar að líða undir lok sem þýðir að Veganúar fer að klárast. Okkur hefur þótt virkilega gaman að sjá hversu margir eru að taka þátt í ár og við hvetjum að sjálfsögðu alla til að halda áfram. Eins þætti okkur gaman að heyra hvernig ykkur hefur gengið í Veganúar og hvaða matur ykkur hefur þótt standa fram úr.
Þessi færsla er sú síðasta í samstarfi okkar við Krónuna í Veganúar en okkur fannst tilvalið að enda á falafel vefjum sem eru í miklu uppáhaldi hjá okkur. Falafel eru bollur gerðar úr kjúlingabaunum og allskyns kryddum. Bollurnar eiga uppruna sinn að rekja til Egyptalands og eru yfirleitt borðaðar í pítubrauði eða vefjum. Okkur þykir best að borða falafel í vefju, með hummus, grænmeti og sterkri sósu.
Hér er listinn yfir hráefnin. Það er svolítið erfitt að lista niður hlutföll því það er misjafnt hvað fólk vill setja mikið í vefjurnar sínar og hvort fólk borðar fleiri en eina vefju.
Vefjur - Við mælum með þeim frá Planet Deli og Banderos
Falafelbollur frá Hälsans Kök - Pakkinn er 300g og miðast við þrjá fullorðna
Hummus frá Tribe
Salat að eigin vali
Rauðlaukur (má sleppa)
Kirsuberjatómatar (má sleppa)
Sriracha mæjó frá Flying goose
Eldið falafelbollurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum. Það er bæði hægt að steikja þær á pönnu eða í bakaraofni og við mælum með því síðarnefnda.
Hitið vefjurnar í nokkrar sekúndur í ofninum eða í örbylgjuofni
Smyrjið vefjuna með hummus, raðið falafelbollunum og því grænmeti sem ykkur lystir ofan á og endið svo á sriracha mæjóinu. Það er virkilega bragðgott en heldur sterkt svo við mælum með að setja ekki of mikið til að byrja með.
Rúllið vefjurnar upp og njótið!
Veganistur
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefnin þar