Þriggjarétta vegan matur fyrir aðfangadagskvöld

Ég hugsa að flestir séu sammála okkur með það að aðfangadagskvöld sé eitt besta kvöld ársins. Við systur erum alveg ótrúlega mikil jólabörn og má segja að jólamaturinn sé ein af mikilvægustu máltíðum ársins að okkar mati. Í mörg ár fengum við endalaust spurninguna “En hvað borðið þið á jólunum??”. Nú eru að ganga í garð tíundu jólin okkar sem vegan og hefur jólamaturinn breyst alveg ótrúlega mikið í gegnum þessi ár. Fyrstu árin vorum við með hnetusteikur og svona frekar ómerkilegt meðlæti þó svo að margt hefðbundið jólameðlæti hafi þó alltaf verið auðvelt að gera vegan.

Við vorum þó ekki lengi að fatta að við vildum þróa betri rétti og nýjar hefðir hvað varðar jólin og þá sérstaklega aðfangadag. Við höfum síðustu ár borðað einhvern besta jólamat sem við höfum smakkað og erum við alltaf að prófa eitthvað nýtt og betrumbæta réttina. Síðustu jól hafa einnig verið 100% vegan hjá allri fjölskyldunni okkar þó svo að engin þeirra sé vegan, fyrir utan okkur að sjálfsögðu, og finnst þeim það alls ekkert verra.

Í ár fannst okkur því tilvalið að deila með ykkur í samstarfi við Krónuna þremur nýjum réttum sem saman gera fullkomið aðfangadagskvöld að okkar mati.

Fyrsti rétturinn er hinn FULLKOMNI forréttur fyrir aðfangadagskvöld eða fínt jólaboð. Rauðrófucarpaccio með kryddolíu, klettasalati, furuhnetum, balsamikediki og vegan parmesanosti. Einstaklega fallegur og góður forréttur.

Rétturinn er kryddaður með villibráðakryddi sem passar alveg fullkomlega með rauðrófunum, parmesan ostinum og balsamik edikinu. Hann er algjör veisla fyrir bragðlaukana og hefur hann notið gífurlegra vinsælda þar sem við höfum boðið upp á hann, bæði hjá vegan fólki og öðrum.

Rauðrófu carpaccio með gómsætu salati: (forréttur fyrir 4)

  • 2 meðalstórar rauðrófur

  • Góð ólífuolía

  • Villibráðakrydd frá Kryddhúsinu

  • Salt

  • Klettasalat

  • Ristaðar furuhnetur

  • Vegan parmesan ostur frá Violife

  • Balsamik edik

Aðferð:

  1. Byrjið á því að flysja rauðrófurnar. Það er gott að hafa í huga að rauðrófur geta mjög auðveldlega litað tréskurðarbretti og gott er að vera í hönskum þegar þær eru meðhöndlaðar.

  2. Pakkið rauðrófunum ásamt 1 tsk af salti í álpappír og bakið við 180°C í 50 mínútur. Takið út úr ofninum og leyfið þeim að kólna alveg. Ég geri þetta oft snemma um daginn eða jafnvel daginn áður.

  3. Notið mandolín eða mjög beittan hníf til að skera rauðrófurnar niður í mjög þunnar sneiðar, best er ef að það sést nánast í gegnum þær. Raðið þeim í þunnt, þétt lag á stóran disk eða fjóra litla diska.

  4. Hellið ólífuolíu yfir og stráið 1-2 tsk af villibráðakryddinu yfir og nuddið því aðeins á rauðrófuskífurnar, fínt að nota pensil eða bara fingurna.

  5. Stráið klettasalati, furuhnetum, balsamik ediki og parmesan ostinum yfir. Kryddið með smá salti og pipar og berið fram.

Aðalrétturinn er alls ekki af verri endanum, en þetta árið langaði okkur að deila með ykkur betrumbættri útgáfu af vinsæla innbakaða hátíðar oumphinu sem við deildum fyrst árið 2016. Þennan rétt höfum við haft í matinn á aðfangadag síðan og hefur hann þróast með hverju árinu.

Við höfum bætt við valhnetum, trönuberjum og portobello svepp í steikina sem gerir hana ótrúlega bragðmikla og hátíðlega. Við mælum svo sannarlega með að gera stóra steik þar sem við getum lofað ykkur að flestir munu vilja smakka hana þegar hún kemur ilmandi úr ofninum.

Hér á blogginu má síðan finna fullt af uppskriftum af hátíðlegu meðlæti sem passar fullkomlega með steikinni.

Hér eru nokkur dæmi:

Hátíðarsteikin:

  • 2 pokar Garlic and Thyme Oumph!

  • 2-3 litlir skallot laukar

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk rósmarín

  • Salt og pipar eftir smekk

  • 1 dl valhnetur

  • 1 bolli niður saxað grænkál

  • 1/2 dl (25 gr) þurrkuð trönuber (má sleppa)

  • 250 ml hafrarjómi, við notuðum Oatly

  • 1 tsk gróft sinnep

  • 1 sveppateningur

  • 1 rúlla smjördeig frá PASTELLA (er í kælinum hjá upprúllaða pizzadeiginu)

  • 3 portobello sveppir

Aðferð:

  1. Saxið niður skallotlaukana og pressið hvítlaukinn. Leyfið oumphinu að þiðna aðeins og saxið það síðan gróflega. Steikið laukinn, hvítlaukinn og oumphið í nokkrar mínútur upp úr smá ólífuolíu. 

  2. Saxið gróflega grænkálið og valhnetur og bætið út á pönnuna ásamt, salti, pipar, rósmaríni og trönuberjunum. Steikið í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til grænkálið er orðið vel mjúkt.

  3. Bætið hafrarjómanum, sinnepi og sveppatening út í, steikið saman svo sveppatningurinn leysist upp og allt er komið vel saman.

  4. Leyfið fyllingunni að kólna alveg áður en henni er pakkað inn í smjördeigið

  5. Rúllið út smjördeiginu og setjið sirka helminginn af fyllingunni í lengju á mitt deigið. Takið stilkana af sveppunum og leggið í röð ofan á fyllinguna. Setjið restina af fyllingunni yfir og pressið hana þétt upp að sveppunum svo þetta verði fallega “slétt” lengja. Það er best að nota hendurnar bara til að móta þetta til.

  6. Það má alveg loka deiginu á einfaldan hátt með því að rúlla því yfir fyllinguna í hring svo sárið endi undir steikinni. VIð hins vegar ákváðum að gera fallega fléttu í deigið en þá er einfaldlega skorið ræmur sitthvoru megin við steikina upp á móti hvorri hliðinni og þær síðan fléttaðar yfir hvor aðra. Við mælum með að finna bara kennslumyndband á youtube ef þið eruð óviss með þessa aðferð en þau má finna með því að skrifa “braided wellington” í leitina.

  7. Penslið steikina með smá haframjólk og í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til smjördeigið verður fallega gyllt að ofan.

Síðast en ALLS EKKI síst er það svo eftirrétturinn en það er alveg komin tími á að við deilum með ykkur þessum ofur einfalda vegan hátíðarís. En það besta við þennan ís, fyrir utan hversu bragðgóður hann er, er hvað það er auðvelt að búa hann til. Grunnuppskriftina er hægt að leika sér með og bæta út í allskyns góðgæti ef maður vill. Skemmtilegur ís sem býður uppá ýmsa möguleika.

Það var alltaf boðið upp á heimagerðan ís á jólunum hjá okkur þegar við vorum yngri en við vorum í nokkuð langan tíma að þróa uppskriftina þar til hún varð nógu góð. Það má segja að vanillusósan frá Oatly sé leyni innihaldsefnið þar sem hún gerir bæði fullkomna áferð og unaðslegt bragð.

Uppskriftin er í samstarfi við Happi haframjólkur súkkulaðið en það er nýtt vegan súkkulaði gert úr haframjólk og er selt í Krónunni. Virkilega gott vegan súkkulaði sem er búið að gera jólabaksturinn svo skemmtilegan núna síðustu vikur. Það hefur lengi vantað gott fjölbreytt vegan súkkulaði og erum við því alveg að elska þetta merki. Saltkaramellu braðið gerir ísinn ótrúlega góðan en þá má alveg nota venjulega súkkulaðið eða appelsínu súkkulaðið frá HAPPI í þessa uppskrift líka. Bara það sem ykkur finnst best.

Vegan jólaís með saltkaramellu súkkulaði:

  • 1 ferna (250 ml) vanillusósa frá Oatly

  • 1 ferna Oatly þeytirjóminn

  • 1 dl sykur

  • 2 tsk vanillusykur frá gestus

  • 2 plötur saltkaramellu súkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta rjóman í hrærivél eða með handþeytara. Setjið í aðra skál og geymið til hliðar.

  2. Þeytið vanillusósuna, vanillusykurinn og sykur saman þar til það verður mjög loftkennt.

  3. Hrærið vanillusósu blönduna og þeytta rjóma mjög varlega saman þar til það er alveg blandað.

  4. Saxið súkkulaðið mjög smátt, Við mælum með að hafa ekki mjög stóra bita af súkkulaðinu í ísnum þar sem það verður aðeins hart þegar það er fryst. Blandið súkkulaðinu varlega saman við ísinn.

  5. Setjið í köku- eða ísform, setjið plastfilmu yfir og látið hana alveg þétt við ís”deigið” svo ekkert loft sé á milli. Setjið í frysti í að minnska kosti 12 klukkustundir.

Karamellusósa

  • 100 g smjör

  • 100 g púðursykur

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1 dl hafrarjómi

  • 1/4 tsk salt

Aðferð:

  1. Setjið allt í pott og kveikið undir á meðal hita.

  2. Leyfið smjörinu og sykrinum að bráðna alveg og látið síðan sjóða í 5-7 mínútur. Hrærið í stanslaust á meðan.

  3. Sósuna má bera fram heita með ísnum eða leyfa henni aðeins að kólna ef þið viljið skreyta ístertu með henni.

Við vonum að þið njótið vel og hlökkum mikið til að fylgjast með hvað grænkerar ætla að hafa í jólamatinn í ár!

-Þessi færsla er í samstarfi við Krónuna og öll hráefnin í uppskriftirnar fást þar. Færslan er einnig í samstarfi við Happi, vegan súkkulaði úr haframjólk-

 
 

Jólahlaðborð með lítilli fyrirhöfn.

Í fyrra fengum við systur boð um að setja saman vegan jólahlaðborð í samstarfi við Krónuna sem var alveg ótrúlega skemmtilegt. Við vorum því fljótar að ákveða í samvinnu við þau að gera það aftur í ár þar sem þetta er virkilega skemmtileg hefð sem er klárlega komin til að vera á okkar heimili. Það er svo gamana að geta boðið góðum vinum eða fjölskyldu í notalega stund án þess að það þurfi að vera rosaleg fyrirhöfn.

Úrvalið af tilbúnum vegan réttum og vegan hráefnum er orðið svo ótrúlega gott og finnst okkur mjög gaman að geta sett saman svona flott hlaðborð af vegan mat án þess að þurfa að gera allt frá grunni. Framboðið hefur aukist svo mikið síðustu ár að í þetta skiptið þurftum við að velja úr réttum til að bjóða upp á þar sem það var svo mikið gómsætt í boði í Krónunni. Það er því alveg liðin tíð að þurfa að hafa áhyggjur af öllum boðum í gegnum hátíðirnar og þurfa alltaf að vera með eitthvað tilbúið. Það er einfaldlega hægt að hoppa út í búð og grípa með sér vegan steik og meðlæti fyrir næsta boð.

Við vildum hafa hlaðborðið eins einfalt og við gátum og völdum því nánast einungis rétti sem þurfti bara að hita. Það eina sem við gerðu frá grunni var ein ostakúla fyrir ostabakkan og síðan fljótlegt kartöflugratín. VIð ákváðum að prufa að kaupa forsoðnar bökunarkartöflur í gratínið og vá hvað það var mikil snilld. Við notuðum uppskrift sem má finna hérna á blogginu en skárum kartöflurnar bara í skífur. Það þurfti því einungis að baka gratínið í 10 mínútur í ofninum og var það ekkert smá gómsætt. Það er algjörlega fullkomin laust ef ekki gefst mikill tími fyrir eldamennskuna. Við tókum einnig myntu og súkkulaði ísinn frá VegaNice og settum í kökuform og inni frysti. Þegar allt annað var tilbúið tókum við hann út, settum á kökudisk og bráðið súkkulaði yfir. Þar með vorum við komnar með fallega ístertu á mjög einfaldan hátt. Allt annað þurftum við einungis að hita eða setja í fínar skálar og bera fram.

Þessir réttir eru því ekki einungis fullkomnir til að bjóða upp á í hlaðborði heima heldur einnig til að taka með sér í jólaboð þar sem kannski ekki er boðið upp á eitthvað vegan. Eða þá til að benda vinum og fjölskyldu á sem eru að vandræðast með hvað þau geta boðið upp á fyrir vegan fólk. Þá er algjör snilld eða geta sagt þeim hvað sé hægt að kaupa sem einungis þarf að hita.

Það sem við buðum uppá í okkar hlaðborði:

Forréttir:

Ostabakki með hátíðarostunum frá Violife, heimagerðri ostakúlu, chillisultu, kexi, vínberjum og sultuðum rauðlauk. Ostakúlu uppskrift má finna hér, en það eru einnig fleira slíkar á leiðinni.
Sveppasúpa frá HAPP

Aðalréttir:

Oumph wellington.
Gardein savory stuffed turk’y (Fyllt soyjakjötsstykki")

Meðlæti:

Sveppasósa frá HAPP
Fljótlegt kartöflugratín (uppskrift hér, en ég notaði forsoðnar bökunarkartöflur svo gratínið þurfti einungis að baka í 10 mínútur.)
Sætkartöflumús frá Nóatúni
Rauðkál frá Nóatúni
Grænar baunir
Maísbaunir
Vegan laufabrauð frá ömmubakstri
Baguette

Eftirréttir:

R’ISALAMAND frá Naturli
VegaNice Súkkulaði&myntu ís
Vegan piparkökur
Fazer Marianne nammi

Drykkir:

Tilbúið jólaglögg í fernu
Malt og appelsín

Ps. Við erum með gjafaleik á instagram þar sem við gefum tvö 20.000 króna gjafabréf í Krónuna svo þið getið sett saman ykkar eigið hlaðborð. Okkur finnst einnig mjög gaman þegar þið taggið okkur og megið þið endilega tagga okkur og Krónuna ef þið setjið saman ykkar eigið hlaðborð.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og fæst allt í hlaðborðið þar -

 
 

Anamma hátíðarsteik á tvo vegu

IMG_9274.jpg

Þegar ég var yngri var jólamaturinn heilagur fyrir mér. Það var alltaf það nákvæmlega sama í matinn á aðfangadag og því mátti alls ekki breyta. Eftir að ég varð vegan koma hins vegar varla jól nema ég sé með nýjan hátíðarrétt á boðstólnum. Á hverju ári hef ég prófað mig áfram með uppskriftir af alls konar steikum og er oft með fleiri en einn aðalrétt núna í jólamatinn.

Þetta árið er ég búin að vera að prófa mjög einfaldar uppskriftir sem henta einstaklega vel fyrir þá sem eru að byrja að fikra sig áfram í vegan matargerð og þá sem eru kannski að elda vegan mat fyrir vini eða ættingja en eru ekki vegan sjálf. Í þessar steikur þarf engin flókin hráefni og er matreiðslan sjálf einstaklega fljótleg og einföld. Ég gerði sömu steikina á tvo mismunandi vegu og komu þær báðar virkilega vel út. Steikunar henta einnig fullkomlega með hefðbundnu hátíðarmeðlæti sem er nú þegar á borðstólnum á flestum heimilum landsins.

Wellington steik (fyrir 4 til 5)

  • 6 stk Anamma hamborgarar

  • 4-5 kastaníu sveppir eða tveir portobello sveppir

  • 1-2 skarlott laukar eftir stærð

  • 2 stilkar ferskt tímían eða ferskt rósmarín

  • salt og pipar

  • 4 hvítlauksgeirar

  • 50 gr vegan smjör

  • 1-2 msk dijon sinnep

  • 1 rúlla tilbúið vegan smjördeig úr kæli eða frysti

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja sveppina, laukinn, 2 hvítlauksgeira og tímían eða rósmarín af einum stilk í blandara og blandið saman.

  2. Leyfið hamborgunum að þiðna og stappið þá saman og mótið í fallega steik.

  3. Bræðið vegan smjör á pönnu með restinni af hvítlauk og rósamríni eða tímían og steikið síðan hamborgarasteikina á öllum hliðum á pönnunni.

  4. Smyrjið sveppablöndunni á smjördeig, penslið steikina með dijon sinnepinu og rúllið steikinni inn í smjördeigið.

  5. Penslið steikina með smá plöntumjólk eða plöntu rjóma.

  6. Bakið við 200°C í 30 til 35 mínútur eða þar til hún verður fallega gylt að ofan.

Steik með púðursykurgljáa

  • 6 stk Anamma hamborgara

  • 1/2 dl púðursykur

  • 2 msk tómatsósa

  • 2 msk sætt sinnep

  • smá salt

  • 2 ananassneiðar úr dós

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C

  2. Leyfið hamborgunum að þiðna, stappið þá saman og mótið í langa fallega steik.

  3. Bræðið saman púðursykurinn, tómatsósu og sinnepið.

  4. Setjið vel af púðursykurgljáanum (sirka 2/3) á steikina og bakið í ofni í 15 mínútur.

  5. Takið steikina úr ofninum, smyrjið restinni af gljáanum yfir steikina og setjið tvær ananassneiðar á steikina og bakið í 10 mínútur í viðbót.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Ásbjörn Ólafsson, Bitz og Anamma á Íslandi.

anamma_logo.png
vendor_189.png

Jólamatur með sænsku ívafi

IMG_2277-2.jpg

Nú hef ég búið í Svíþjóð í nokkur ár og fengið ótrúlega góðan sænskan jólamat. Þess vegna langar mig að deila með ykkur hugmynd af jólamat með sænsku ívafi. Í Svíþjóð er boðið upp á julbord eins og það kallast og er borðið fyllt af allskonar kræsingum. Ég ákvað að útbúa nokkrar uppskriftir sem eru innblásnar af sænsku jólaborði, en það er þó fullt sem vantar hjá mér. Ég hugsaði þessar uppskriftir sem góðar hugmyndir að meðlæti um jólin, eða fyrir þá sem vantar hugmyndir fyrir jólaboðið.

IMG_2244.jpg

Sænskar veganbollur eru eitt af því sem er ómissandi á sænsku vegan jólaborði (ég notaði þær frá Hälsans Kök. Það gæti mörgum þótt það furðulegt og svolítið óhátíðlegt, en þær voru rosalega góðar með öllu meðlætinu. Á borðinu eru svo vanalega “prinskorvar” sem eru litlar pylsur sem steiktar eru á pönnu, og stór jólaskinka. Vegan pylsurnar frá Anamma væru mjög sniðugar sem prinskorv og svo er hægt að gera allskonar í staðinn fyrir jólaskinkuna. Það er bæði hægt að búa til sína eigin úr seitan, kaupa tilbúna úti í búð, eða gera ofnbakað blómkál eða rótarsellerí sem er mjög vinsælt hjá vegan fólki hérna í Svíþjóð.

IMG_2253.jpg

Mér finnst ekkert smá gaman að prufa eitthvað nýtt um jólin. Við sem erum vegan erum í því að búa til nýjar hefðir og vantar oft hugmyndir af einhverju hátíðlegu fyrir jóladag, annan í jólum, gamlárskvöld og öll jólaboðin. Við erum yfirleitt löngu búin að ákveða hvað við ætlum að hafa á aðfangadagskvöld, en þurfum meira að spá í öllum hinum dögunum.

IMG_2255.jpg
IMG_2257-2.jpg

Ég hélt mín fyrstu vegan jól árið 2011 og þá var úrvalið af vegan mat allt annað en þekkist í dag. Þá var það mjög vanalegt að grænkerar borðuðu hnetusteik við öll hátíðleg tilefni. Þegar ég var búin að borða hnetusteikina aðfangadagskvöld, jóladag og annan í jólum var ég oft komin með smá ógeð og fannst því ekkert svakalega spennandi að hafa hana aftur á gamlárs. Í dag erum við svo heppin að hafa endalaust úrval af skemmtilegum vörum og uppskriftum til að prufa eitthvað nýtt.

IMG_2263.jpg

Ég er búin að ákveða að hafa sveppasúpu í forrétt og innbakað Oumph! á aðfangadagskvöld, en uppskriftirnar finniði hér á blogginu. Á jóladag er ég svo að spá í að gera svona sænskt jólaborð en ætla að bæta við heilbakaðri sellerírót með gljáa. Ég er svo að spá í að gera tartaletturnar sem ég birti um daginn á gamlárskvöld. Svo ætlum við að baka lakkrístoppa og mögulega laufabrauð á næstu dögum. Í desert ætla ég að hafa ís einhverja daga, en svo ætla ég að útbúa vegan frysta ostaköku á gamlárs og stefni á að birta uppskrift af henni fyrir áramótin. Við erum þó nú þegar með tvær uppskriftir af gómsætum ostakökum nú þegar á blogginu. Eina svona frysta og aðra úr kasjúhnetum.

IMG_2276.jpg

Vegan jólaborð

Á disknum er ég með:

Kartöflugratín

Rósakál með möndlum og appelsínuberki

Rauðrófu- og eplasalat

Rauðvínssósu

Vegan síld á hrökkbrauði

Vegan kjötbollur frá Hälsans Kök

Grænkál sem ég steikti á pönnu uppúr sinnepi, Oatly rjóma, salti og pipar

Njótið
Veganistur