Súkkulaðikaka með kirsuberjamarmelaði og súkkulaðiganache

Dúnmjúk súkkulaðikaka með kirsuberjamarmelaði og rjómakenndu súkkulaðiganache. Svo undursamlega góð. Ég stráði svolitlu af grófu salti ofan á og bar kökuna fram með þeyttum rjóma. Saltið passar svo vel við súkkulaðið, kirsuberjamarmelaðið gefur kökunni ferskleika sem vegur upp á móti sætunni og rjóminn sömuleiðis. Fullkomið jafnvægi að mínu mati.

Kökubotninn er okkar klassíski súkkulaðibotn sem við systur höfum bakað í yfir tíu ár. Það gæti bókstaflega ekki verið auðveldara að baka hann og hann verður alltaf jafn dúnmjúkur og góður. Ég á afmæli á morgun og ákvað að þessi gómsæta kaka yrði mín afmæliskaka. Fullkomin!

Í staðin fyrir hefðbundið krem toppaði ég kökuna með kirsuberjamarmelaði frá St. Dalfour, en þessi færsla er einmitt gerð í samstarfi við þau. Við Júlía notum marmelaðið þeirra mikið í okkar daglegu lífi, bæði í bakstur, ofan á brauð og annað. Hugmyndin um að para kirsuberjamarmelaðið með súkkulaðiköku fékk ég fyrir þónokkru síðan og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum.

Ofan á marmelaðið setti ég svo súkkulaðiganache. Ég gerði ganache með því að hita rjóma í potti og hella svo yfir smjörlíki og saxað súkkulaði. Áferðin er fyrst eins og þykk súkkulaðisósa en þegar það hefur fengið að kælast í nokkra tíma verður það að ganache sem bráðnar bókstaflega í munninum.

Sjáið bara þessa fallegu kökusneið. Ég hefði ekki getað valið betri afmælisköku!

Ég mæli mikið með því að þið prófið kirsuberjamarmelaðið frá St. Dalfour. Það er bæði geggjað með súkkulaðiköku og líka með góðu kexi og ostum. Ég get ímyndað mér að það væri fullkomið í þessar smjördeigsbökur!

Takk innilega fyrir að lesa og vona að þið njótið!

-Helga María

Súkkulaðikaka með kirsuberjamarmelaði og súkkulaðiganache

Súkkulaðikaka með kirsuberjamarmelaði og súkkulaðiganache
Höfundur: Helga María
Dúnmjúk súkkulaðikaka með kirsuberjamarmelaði og rjómakenndu súkkulaðiganache. Svo undursamlega góð.

Hráefni:

Súkkulaðiganache

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175°c.
  2. Blandið saman þurrefnunum í skál.
  3. Bætið blautu hráefnunum út í og hrærið saman.
  4. Klæðið bökunarform í smjörpappír (ég notaði 20 cm form) og hellið deiginu ofan í og bakið kökuna í 20-30 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út þegar stungið er í hana.
  5. Látið botninn kólna alveg áður en þið haldið áfram.
  6. Setjið botninn á kökudisk og skerið hana til hún er ójöfn að ofan, svo hún sé alveg slétt. Smellið hringnum utan um kökuna aftur og bætið sultunni ofan á. Hellið að lokum ganache yfir og látið kökuna kólna í ísskáp í minnst klukkutíma. Það er svo súkkulaðiganache-ið nái að harðna.
  7. Berið fram með þeyttum rjóma.
Súkkulaðiganache
  1. Saxið súkkulaðið og setjið í skál með smjörlíkinu. Passið að smjörlíkið sé við stofuhita.
  2. Hitið rjómann í potti þar til hann nær suðu. Hellið yfir súkkulaðið og setjið lok eða disk yfir og látið standa í 5 mínútur sirka.
  3. Hrærið svo í þannig að súkkulaðið bráðni vel í rjómanum.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur
Created using The Recipes Generator

Kalt núðlusalat með hnetusmjörssósu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af gómsætu köldu núðlusalati með einfaldri hnetusmjörssósu. Salatið er samansett af þunnum núðlum, þunnt skornu fersku gærnmeti og bragðmikilli sósu.

Færslan er unnin í samstarfi við Hagkaup og fást öll hráefnin hjá þeim. Við völdum “glass” núðlurnar frá santa maria í salatið þar sem þær eru örþunnar og einstaklega góðar í kalda rétti. Síðan fann ég Lima baunir í dós hjá þeim en þær hef ég ekki séð í öðrum búðum. Þær henta fullkomlega í asíska rétti hvort sem um er að ræða kalda eða heita rétti.

Hnetusmjörssósan er það sem gefur réttinum bragð en hún er ótrúlega einföld en mjög bragðmikil. Það er hægt að leika sér með aðeins með innihaldsefnin og gera sósuna sterkari eða mildari eftir því hvað hver og einn kýs. Það má einnig sleppa alveg chillimaukinu ef þið viljið hafa hana alveg milda.

Kalt núðlusalat með hnetusmjörssósu

Kalt núðlusalat með hnetusmjörssósu
Fyrir: 4
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 15 MinEldunartími: 3 Min: 18 Min
Gómsætt kalt núðlusalat með bragðsterkri hnetusmjörssósu og fersku grænmeti.

Hráefni:

Hráefni
  • 1 pakki glass núðlur frá santa maria
  • Sirka 1 bolli af smátt sneiddu rauðkáli
  • 1 stór gulrót
  • 1/2 rauð papríka
  • 1/2 gul papríka
  • 2 litlir vorlaukar
  • 1/2 dós lima baunir (lima baunir eru grænar og þær má finna hjá niðursoðnum baunum í hagkaup)
  • hnetusmjörsósa (uppskrift hér að neðan)
  • 1 dl saxað ferskt kóríander (og aðeins meira til að bera fram með ef fólk vill)
  • 1 dl gróft saxaðar salthnetur
  • Lime til að bera fram með
Hnetusmjörssósa
  • 1 dl fínt hnetusmjör
  • 1 dl vatn
  • safi úr 1 lime
  • 2 msk sojasósa
  • 1 kúfull teskeið sambal oelek frá santa maria
  • 1 msk hlynsíróp
  • 1 msk sesamolía
  • 1 hvítlauksrif
  • sirka 1 cm af fersku engifer

Aðferð:

  1. Byrjið á að útbúa núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, en þá eru þær lagðar í bleyti í soðið vatn í 3 mínútur. Hellið vatninu af og skolið núðlurnar vel upp úr köldu vatni svo þær haldi ekki áfram að eldast.
  2. Skerið allt grænmetið niður í þunnar ræmur. Passið að skera gulræturnar extra þunnt.
  3. Skolið lima baunirnar vel.
  4. Útbúið sósuna, og hrærið öllu saman í stóra skál.
  5. Berið fram með söxuðum jarðhnetum, fersku kóríander og lime sneið.
Hnetusmjörssósa
  1. Byrjið á því að hræra saman hnetusmjörinu og vatninu. Best er að blanda saman 1 dl af hnetusmjöri við 1/2 dl af vatni mjög vel og bæta síðan restinni af vatninu út í og hræra vel saman.
  2. Rífið niður hvítlaukinn og engifer mjög fínt.
  3. Blandið restinni af hráefnunum saman við hnetusmjörið.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hagkaup -

 
 

Vegan pítur með grísku ívafi

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að geggjuðum pítum með grísku ívafi, stútfullar af grænmeti, maríneruðu Oumphi og bragðmikilli tzatzikisósu. Hinn FULLKOMNI kvöldmatur að okkar mati.

Færsla dagsins er unnin í samstarfi við Hagkaup og fást öll hráefnin í uppskriftina þar. Hagkaup stendur sig virkilega vel þegar kemur að úrvali af vegan vörum og það er okkur mikill heiður að fá að vinna með þeim.

Í píturnar notaði ég Oumph sem ég lét þiðna og setti svo í maríneringu. Ég vildi hafa kryddið í gyros stíl þar sem það passar virkilega vel með tzatzikisósunni. Það kom að sjáfsögðu virkilega vel út!

Tzatzikisósa í skál

Tzatzikisósa er jógúrtsósa með rifinni gúrku, hvítlauk, ólífuolíu og annaðhvort rauðvínsediki eða sítrónusafa, salti og pipar. Það er gott að bæta út í hana ferskum jurtum og yfirleitt er notað dill eða minta en ég átti til kóríander svo ég notaði það. Það passaði mjög vel fannst mér.

bakki með oumph gyros, pítubrauði og meðlæti

Ég velti því lengi fyrir mér hvort ég vildi gera pítur, gómsætar vefjur úr liba brauði eða baka heimagert pönnubrauð með Oumphinu og tzatzikisósunni en ákvað á endanum að gera pítur því það er svo fljótlegt og gott. Ég notaði frosna pítubrauðið frá Hatting sem er mitt uppáhalds.

Steikt gyros oumph í skál

Lyktin sem fyllti eldhúsið á meðan ég steikti Oumphið var dásamleg og bragðið af því alls ekki síðra. Ég mæli mjög mikið með því að prófa þessa kryddblöndu!

Ég gerði stóra uppskrift af tzatzikisósu því ég vildi eiga afgang í ísskápnum til að bera fram með matnum mínum næstu daga. Mér finnst sósan passa með nánast öllu, svo fersk og góð.

Við elskum Oumph og notum það mikið í okkar matargerð. Ef ykkur langar að elda aðra góða uppskrift með Oumphi þá mælum við mikið með þessu gómsæta tikka masala!

Takk fyrir að lesa og ég vona að þið njótið! <3

-Helga María

Vegan pítur með grísku ívafi

Vegan pítur með grísku ívafi
Fyrir: 3-4
Höfundur: Helga María
Gómsætar pítur með grísku ívafi fylltar með grænmeti, krydduðu Oumphi og tzatzikisósu. Hinn fullkomni kvöldmatur að okkar mati

Hráefni:

Tzatzikisósa

Aðferð:

Oumph í marineringu
  1. Takið Oumph úr frysti og leyfið að þiðna.
  2. Setjið það í skál og bætið restinni af hráefnunum út í.
  3. Látið marinerast í minnst einn klukkutíma (gott að gera tzatzikisósuna á meðan).
  4. Hitið olíu á pönnu og steikið oumphið í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til það fær á sig lit.
  5. Hitið pítubrauð í ofninum og fyllið með grænmeti, Oumphi og sósu. Njótið!
Tzatzikisósa
  1. Rífið gúrkuna og setjið hana í sigti yfir skál. Bætið smá salti út í og kreistið gúrkuna vel svo að sem mest af vökvanum renni af.
  2. Hellið vökvanum burtu og setjið rifnu gúrkuna í skál ásamt restinni af hráefnunum og hrærið saman. Smakkið til með sítrónusafa, salti og pipar.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur
Created using The Recipes Generator

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Hagkaup-