Vegan smash borgarar!

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að djúsí vegan smash borgurum með piparmæjónesi, laukhringjum og vegan beikoni sem steikt er uppúr sírópi. Fullkomnir borgarar að gera um helgina og bera fram með stökkum frönskum. og ísköldum drykk að eigin vali.

Uppskriftin er gerð í samstarfi við Oumph á Íslandi. Við höfum verið gríðarlega spenntar fyrir því að smakka nýju smash borgarana frá þeim og þeir ollu svo sannarlega ekki vonbrigðum. Við systur elskum svo sannarlega vörurnar frá Oumph og erum mjög spenntar fyrir því að fá þann heiður að vinna með þeim. Ofan á borgarann setti ég svo steikta smokey bites frá þeim sem ég steikti upp úr olíu og sírópi. Það kom virkilega vel út.

Ég vildi gera tvöfalda borgara svo ég setti vegan ost á tvo þeirra. Ég kryddaði þá einungis með salti og pipar í þetta skipti. Þetta voru virkilega með þeim betri vegan borgurum sem ég hef smakkað. Svo djúsí!!

Ég elska að setja laukhringi á borgara. Ég vissi að ég vildi hafa sykrað vegan beikon og piparmajónes og mér datt í hug að laukhringir myndu passa vel með. Það var algjörlega raunin og þeir pössuðu fullkomlega með. Auk þess setti ég kál, tómata og rauðlauk. Eins og ég skrifaði hér að ofan gerði ég tvöfalda borgara. Ég viðurkenni að það var mest gert fyrir myndatökuna, mér hefði alveg þótt nóg að hafa þá einfalda.

Takk innilega fyrir að lesa og ég vona að ykkur líki uppskriftin vel! <3

-Helga María

Vegan smash borgarar

Vegan smash borgarar
Höfundur: Veganistur
djúsí vegan smash borgarar með piparmæjónesi, laukhringjum og vegan beikoni sem steikt er uppúr sírópi. Fullkomnir borgarar að gera um helgina og bera fram með stökkum frönskum. og ísköldum drykk að eigin vali.

Hráefni:

  • 4 stk smash borgarar frá Oumph
  • Olía að steikja upp úr
  • Salt og pipar eða annað krydd að eigin vali
  • vegan ostur
  • Hamborgarabrauð
  • Kál, tómatar og rauðlaukur
  • Laukhringir (passa að þeir séu vegan)
  • Smokey bites frá Oumph
  • 1 tsk síróp
  • Smá salt
  • Piparmajónes (uppskrift hér að neðan)
  • Franskar
Piparmajónes
  • 1 dós majónes (250gr)
  • 1/2 dl vegan sýrður rjómi
  • 1 msk malaður pipar
  • 1/2 tsk sinnep
  • 1 tsk laukduft
  • 1 msk sítrónusafi
  • 1/2 tsk salt

Aðferð:

  1. Hitið ofninn og bakið franskar og laukhringi eftir leiðbeiningum á pökkunum.
  2. Hitið olíu á pönnu og steikið vegan beikonið í nokkrar minútur. Bætið salti og sírópi út á og steikið þar til það verður svolítið stökkt. Smakkið til og bætið við sírópi ef ykkur finnst þörf á.
  3. Steikið borgarana á pönnu upp úr olíu og saltið og piprið. Snúið borgurum og setjið ostasneið á, nokkra vatnsdropa og lok yfir svo osturinn svitni og bráðni betur.
  4. Hitið brauðið í ofninum í nokkrar mínútur.
  5. Skerið niður grænmeti og setjið borgarana saman.
Piparmajónes
  1. Hrærið öllum hráefnum saman í skál og smakkið til.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Oumph á Íslandi-

 
 

Sticky teryaki tófú með brokkólí og sesamfræjum

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að guðdómlega góðu sticky teryaki tófú með brokkólí, vorlauk og sesamfræjum. Dásamlega braðgóður, einfaldur og saðsamur réttur sem tekur aðeins 20 mínútur að útbúa og inniheldur örfá hráefni.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Kikkoman á Íslandi og hvítlauks teryakisósan þeirra gegnir lykilhlutverki í réttinum. Það er mikill heiður að fá að vinna með Kikkoman því við systur höfum notað vörurnar frá þeim í mörg ár.

Þessi réttur er einn af þeim sem tekur bókstaflega enga stund að skella í, en smakkast alls ekki svoleiðis. Tófúið er einfaldlega steikt á pönnu ásamt engiferinu, brokkólíið gufusoðið og svo er sósan sett á ásamt maísmjöli. Tófúið er svo borið fram með grjónum, vorlauk, sesamfræjum og kóríander. Einfaldara gerist það ekki!

Við erum spennar að nota Kikkoman teryakisósuna í fleiri rétti. Það er til dæmis hægt að leika sér með þennan rétt og bæta við meira grænmeti. Þunnt skornar gulrætur og paprika myndi til dæmis passa virkilega vel að okkar mati.

Sticky teryaki tófú með brokkolí og sesam fræjum

Sticky teryaki tófú með brokkolí og sesam fræjum
Fyrir: 4
Höfundur: Veganistur

Hráefni:

  • 400 gr tófú
  • 4 msk hitaþolin ólífuolía
  • 1 cm engifer (sirka 1 tsk þegar búið er að saxa það mjög smátt)
  • 1/2 haus brokkolí
  • 1 flaska TERIYAKI sauce with roasted garlic frá Kikkoman
  • 1 kúfull msk maísmjöl
  • sesam fræ, ferskt kóríander og niðursneiddur vorlaukur til að bera fram með réttinum
  • U.þ.b. 200 gr hrísgrjón

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða hrísgrjónin eftir leiðbeiningum á pakkningunum.
  2. Saxið engifer niður mjög smátt og skerið tófúið í kubba. Skerið brokkolí"blómin" frá stilknum.
  3. Setjið vatn í pott og leyfið suðunni að koma upp, setjið brokkolíið út í og sjóðið í 7 mínútur.
  4. Hitið olíuna á pönnu og bætið síðan út á engiferinu og tófúinu ásamt örlítið af salti. Steikið saman þar til tófúið verður fallega gyllt að utan.
  5. Bætið teriyaki sósunni út á pönnuna ásamt borkkolíinu og leyfið suðunni að koma upp. Stillið helluna á lágan hita og stráið maísmjölinu yfir og hrærið strax vel saman við.
  6. Berið fram með soðnum hrísgrjónum, sesamfræjum, vorlauk og ferskum kóríander.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Takk fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki uppskriftin!

-Veganistur

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Kikkoman á Íslandi-

 
 

Súkkulaðijógúrt með pólókex mulningi

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af gómsætum og einföldum morgunmatur sem hentar fullkomlega við betri tilefni, um helgar eða með brönsinum til dæmis. Rétturinn samanstendur af unaðslegri, hollri súkkulaðijógúrt með banana og pólókex mulningi sem bætir smá sætu og krönsi í réttinn.

Úrvalið af vegan jógúrti er orðið mjög gott og fannst mér því tilvalið að gera mjög einfalt tvist á tilbúið jógúrt sem gerir það líkt og það sem heimagert. Frosnu bananarnir gefa smá sætu í jógúrtið og gera það ískalt og ferskt.

Póló kex hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá okkur systrum en það hefur verið vegan frá upphafi. Það er mátulega sætt að mínu mati og virkar fullkomlega með jógúrtinni þar sem hún er ekki sæt. Kexið gefur gott kröns í réttinn og gerir hann smá sparilegan.

Súkkulaðijógúrt með pólókexi

Súkkulaðijógúrt með pólókexi
Fyrir: 2 litlar krukkur
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 Min: 10 Min
Gómsætt súkkulaðijógúrt með pólókexi og kókosflögum. Æðislegur spari morgunmatur sem hentar fullkomlega um helgar eða með brönsinum til dæmis.

Hráefni:

  • 10 pólókex
  • 1 frosin banani
  • 400 ml hreint vegan skyr eða vegan grískt jógúrt (eða annað þykkt jógúrt)
  • 1 msk kakó
  • Jarðaber og ristaður kókos til að skreyta (eða það sem hver og einn vill nota)

Aðferð:

  1. Setjið í blandara vegan jógúrtið, bananan og kakóið. Blandið þar til jógúrtið verður alveg slétt og laust við alla kekki. Getið þurft að stoppa á milli og skafa niður hliðarnar þar sem blandarinn getur átt erfitt með frosna bananan í byrjun.
  2. Myljið kexið annað hvort í blandara eða með því að setja það í ziplock poka og brjóta það niður.
  3. Setjið smá af kexmulning í krukku eða lítið glas, hálf fyllið glasið með jógúrtinni og setjið síðan meiri kexmulning og að lokum meira jógúrt.
  4. Skreytið með því sem hver og einn vill
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Pólókex/Frón -