"Marry me" Oumph! með orzo (risoni)


Hinn fullkomni kvöldmatur!

Í dag deilum við uppskrift af rjómkenndum rétti með orzo (risoni), oumph, sólþurrkuðum tómötum og spínati. Rétturinn er innblásin af vinsælum rétti sem kallast “marry me chicken.” Þetta er fljótlegur og gómsætur réttur sem minnir mikið á risotto en er mun auðveldara að útbúa.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Oumph á Íslandi og ég notaði Thyme & garlic Oumph í uppskriftina. Ég nota Oumph gríðarlega mikið í mína matargerð og elska að sjá hvað úrvalið stækkar ört hjá þeim. Thyme & garlic mun samt alltaf vera í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég toppaði með basiliku, vegan parmesan, sítrónuberki og chiliflögum. Þið trúið því ekki hversu góð lykt var í eldhúsinu á meðan þessi gómsæti réttur var að malla. Útkoman er þessi rjómakenndi gómsæti réttur sem er fullkomið að bera fram með góðu baguettebrauði. Ég hlakka til að gera fleiri útgáfur af þessum rétti, kannski oumph með risoni og góðri sítrónusósu. Ég get líka vel trúað því að það væri virkilega gott að setja rjómaost út í.



"Merry me" Oumph! með orzo (risoni)

"Merry me" Oumph! með orzo (risoni)
Fyrir: 2-3
Höfundur: Veganistur

Hráefni:

Aðferð:

  1. Látið Oumphið þiðna aðeins og skerið það niður í aðeins minni bita.
  2. Hitið olíu frá sólþurrkuðu tómötunum og vegan smjör í potti.
  3. Steikið Oumphið í nokkrar mínútur á meðalháum hita eða þar til það mýkist vel.
  4. Skerið niður lauk og pressið eða rífið hvítlaukinn og bætið út í pottinn ásamt chiliflögum og steikið í nokkrar mínútur svo laukurinn og hvítlaukurinn mýkist vel. Hrærið reglulega í svo að laukurinn brenni ekki.
  5. Skerið sólþurrkuðu tómatana niður og bætið út í ásamt risoni og steikið í sirka tvær mínútur á meðan þið hrærið vel í.
  6. Bætið víninu og dijonsinnepinu út í og látið steikjast í nokkrar mínútur í viðbót.
  7. Hellið vatninu út í ásamt grænmetisteningnum og látið malla í 10-15 mínútur eða þar til risoniið er orðið mjúkt. Hrærið reglulega í svo að það festist ekki í botninum.
  8. Bætið spínati, rjóma, parmesanosti, basiliku og sítrónusafa út í og leyfið að hitna svolítið áður en þið berið fram. Smakkið til og bætið salti og pipar ef ykkur finnst þurfa. Toppið svo með basiliku, parmesanosti og sítrónuberki.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur
Created using The Recipes Generator

-Færslan er unnin í samstarfi við Oumph! á Íslandi-

 
 

Kalt kínóasalat með hnetusmjörssósu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að virkilega fljótlegu og einföldu köldu kínóasalati með hnetusmjörssósu. Salatið er fullkomið sem bæði kvöldmatur og hádegismatur og hentar vel í nestisboxið þar sem það er borið fram kallt. Það er stútfullt af góðu grænmeti og sósan er bragðmikil og góð og inniheldur hnetusmjör, sojasósu, hvítlauk, engifer, sesamolíu og hlynsíróp. Virkilega gott!

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Kikkoman og við notuðum sojasósuna frá þeim í sósuna. Sojasósan þeirra er okkar “go to” og við notum hana mikið í allskyns matargerð. Við erum því alltaf jafn spenntar fyrir því að vinna með þeim.

Hnetusmjörssósan er algjört lostæti og við elskum að nota hana í allskonar núðlurétti, salöt, tófúrétti og hrísgrjónarúllur. Fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir jarðhnetum er ekkert mál að nota annað hvort tahini eða möndlusmjör.

Grænmetið sem við notuðum í þetta skipti var paprika, edamamebaunir, gulrætur, rauðkál, vorlaukur og kóríander. Það má að sjálfsögðu leika sér endalaust með það og nota það sem manni lystir. Þetta salat er einnig tilvalið til að nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum.

Við vonum innilega að ykkur líki uppskriftin. Þetta er réttur sem við systur höfum verið með algjört æði fyrir í langan tíma. Endilega látið okkur vita í kommentunum hvað ykkur finnst!

Kínóa salat með hnetusmjörssósu

Fyrir: 2
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 20 Min: 30 Min

Hráefni:

Hnetusmjörssósa

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða kínóað eftir leiðbeiningum á pakkningu.
  2. Sjóðið edamame baunirnar í vatni í 4-5 mínútur og setjið til hliðar og leyfið að kólna.
  3. Skerið í þunna strimla gulrætur, papríku, rauðkál, vorlauk og kóríander.
  4. Útbúið sósuna.
  5. Blandið öllu saman í stóra skál.
Hnetusmjörssósa
  1. Byrjið á því að hræra saman vatninu og hnetusmjörinu en það tekur smá tíma að ná því sléttu.
  2. Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið saman.
  3. Smakkið til með salti og pipar, en einnig má bæta við smá soyasósu ef hver og einn vill.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur
Created using The Recipes Generator

-Færslan er unnin í samstarfi við Kikkoman-

 
 

Súkkulaði- og kókostart með Pólókexbotni

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að gómsætri súkkulaði- og kókostart með Pólókexbotni. Hinn fullkomni eftirréttur sem mun slá í gegn í matarboðinu, veislunni eða bara fyrir framan sjónvarpið. Fyllingin er dúnamjúk á meðan botninn er stökkur og góður. Ofan á er svo gómsætt súkkulaðiganache. Dásamlega gott!

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Frón og við notum pólókex í botninn. Við höfum unnið með Frón í svolítinn tíma og okkur finnst alltaf jafn gaman að prófa nýjar hugmyndir með Pólókexinu. Það hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur síðan við urðum vegan 2011. Á þeim tíma var Pólókex eitt af fáum tegundum af kexi sem var vegan. Það hefur því alltaf átt sérstakan stað í okkar hjarta og við elskum að nota það í eftirrétti og fleira.

Í botninn þarf einungis tvö hráefni; Pólókex og smjörlíki. Kexið er malað í matvinnsluvél og bræddu smjörlíki hrært saman við. Blöndunni er svo þrýst í botninn á tart formi og bakað í 8 mínútur. Gæti virkilega ekki verið einfaldara.

Fyllingin er svo gerð með því að þeyta vanillusósu og bæta svo sykri, condenced kókosmjólk og bráðnu súkkulaði saman við í mjórri bunu á meðan þið þeytið á meðalstyrk. Fyllingunni er svo helt yfir botninn þegar hann hefur fengið að kólna og sett í frysti í sirka hálftíma áður en súkkulaðiganachinu er helt yfir.

Kakan er svo látin standa í frysti í sirka fjóra tíma. Það er gott að leyfa henni svo að standa í sirka hálftíma áður en skorið er í hana!

Útkoman er þessi dásamlega rjómakennda og góða súkkulaði- og kókostart. Við lofum ykkur að hún veldur ekki vonbrigðum!

Við vonum svo innilega að þið prófið og að ykkur líki vel! <3

Súkkulaði og kókostart með pólókexbotni

Súkkulaði og kókostart með pólókexbotni
Fyrir: 10
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 15 MinEldunartími: 8 Min: 4 Hour: 4 H & 23 M
Dúnamjúk og ljúffeng súkkulaðitart með kókoskeim og pólókex botni

Hráefni:

Pólókexbotn
  • 200 gr pólókex
  • 75 gr vegan smjör eða smjörlíki
Súkkulaðikókos fylling
  • 1 ferna vanillusósa sem þeytist
  • 1 dós condenced coconut milk
  • 150 gr suðusúkkulaði
  • salt á hnífsoddi
Súkkulaðiganache
  • 1 dl vegan rjómi
  • 100 gr suðusúkkulaði

Aðferð:

Pólókexbotn
  1. Hitið ofnin í 180°C
  2. Byrjið á því að mala kexið niður í matvinnsluvél eða blandara.
  3. Bræðið smjörlíkið og hrærið saman við kexið.
  4. Þrýstið kexinu í botninu á "tart" kökuformi sem og upp alla kannta svo það þekji formið vel.
  5. Bakið í 8 mínútur.
  6. Taka úr ofninum og leyfið botninum að kólna alveg áður en fyllingin fer ofan í.
Súkkulaðikókos fylling
  1. Byrjið á því að þeyta vanillusósuna þar til hún verður vel loftkennd
  2. Bætið saltinu, kókosmjólkinni og bráðnu súkkulaðinu saman við í mjóum bunum á meðan þið þeytið á meðalstyrk. Þeytið aðeins áfram.
  3. Hellið fyllingunni yfir pólókex botnin þegar hann hefur fengið að kólna alveg.
  4. Setjið í frysti í 30 mínútur áður en þið hellið súkkulaði ganache ofan á.
  5. Frystið í kökuna í að minnsta kosti 4 klst áður en hún er borin fram.
  6. Best er að taka kökuna úr frysti, taka hana strax úr forminu og leyfa henni að hvíla í 30 mínútur áður en hún er borin fram.
Súkkulaðiganache
  1. Hitið rjóman í litlum potti þar til hann fer aðeins að bubla.
  2. Taka af hitanum og hellið súkkulaði dropum eða söxuðu súkkulaði út í, látið rjóman þekja súkkulaðið alveg og leyfið þessu að hvíla í 5 mínútur.
  3. Hrærið vel saman þar til allt súkkulaðið er bráðið.
  4. Hellið yfir kökuna og dreyfið úr, setjið kökuna aftur í frysti.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Frón-