Vegan íspinnar með Pólókexi

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að virkilega einföldum og góðum vegan íspinnum hjúpuðum með súkkulaði og kókosmjöli. Þetta er hið fullkomna sumartrít og við mælum með því að eiga alltaf nokkra til í frystinum. Þessir dásamlegu íspinnar munu ekki valda ykkur vonbrigðum. Þeir eru ótrúlega rjómakenndir og góðir og hverfa fljótt ofan í maga.

Færsla dagsins er í samstarfi við Frón og Pólókexið frá þeim gegnir lykilhlutverki í íspinnunum. Kexið er nefnilega mulið ofan í ísblönduna sem gefur bæði gómsætt kókosbragð og stökkir kexbitarnir passa svo vel við rjómakenndan ísinn. Við erum alltaf jafn stoltar af því að fá að vinna með Fróni því Pólókex hefur verið mikilvægur partur af fæðuhring okkrar systra í mörg ár.

Ísblönduna settum við í íspinnaform. Uppskriftin gerði um 6-8 íspinna. Ef þið eigið ekki svoleiðis form er ekkert mál að setja alla blönduna í eitt stórt form. Íspinnaformin keyptum við í Allt í köku.

vegan-ispinnar-med-polokexi-

Að lokum eru pinnarnir húðaðir með súkkulaði og kókosmjöli. Algjört NAMMI. Þessir heimagerðu íspinnar toppa alla íspinna keypta út í búð að okkar mati. Við mælum mikið með því að þið prófið.

Takk innilega fyrir að lesa og við vonum innilega að ykkur líki uppskriftin vel.

Vegan íspinnar með Pólókexi

Vegan íspinnar með Pólókexi
Fyrir: 6-8
Höfundur: Veganistur
Gómsætir og einfaldir vegan íspinnar hjúpaðir með súkkulaði og kókosmjöli. Þetta er hið fullkomna sumartrít og við mælum með því að eiga alltaf nokkra til í frystinum. Þessir dásamlegu íspinnar munu ekki valda ykkur vonbrigðum. Þeir eru ótrúlega rjómakenndir og góðir og hverfa fljótt ofan í maga.

Hráefni:

Aðferð:

  1. Þeytið saman rjóma og vanillusósu.
  2. Bætið sykri og vanilludropum saman við og þeytið svo það blandist vel saman.
  3. Myljið Pólókex í ziplock poka með kökukefli gróft og blandið saman við með sleikju.
  4. Frystið í ísskpinnaformum eða stóru formi helst yfir nótt, eða allavega í 8 klukkutíma.
  5. Bræðið suðusúkkulaði og hjúpið íspinnana með því og stráið kókosmjöli yfir.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur
Created using The Recipes Generator

Vegan smjördeigspylsuhorn

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að vegan smjördeigspylsuhorn. Þetta er að okkar mati hinn fullkomni pinnamatur í partýið og veisluna, forréttur í matarboðið eða partur af helgarbrunch. Hornin eru líka tilvalin sem nesti í ferðalagið!

Þetta er einn af þessum skemmtilegu partýréttum sem tekur enga stund að útbúa en kemur virkilega á óvart. Smjördeigi er einfaldlega vafið utan um vegan pylsur, penslað með plöntumjólk, toppað með everything bagel kryddi og bakað í ofninum. Okkur finnst gott að bera hornin fram með tómatsósu.

Færsla dagsins er í samstarfi við Anamma og við notuðum að sjálfsögðu pylsurnar frá þeim í bitana. Við höfum elskað vörurnar frá Anamma í mörg ár og erum virkilega stoltar að fá að vinna með þeim.

Við elskum að gera góða partýrétti og smárétti og hér á blogginu er fjöldinn allur af góðgæti sem hægt er að gera fyrir slík tilefni. Þessi pylsuhorn eru einstaklega skemmtileg vegna þess að þau passa bæði í fullorðinspartý og barnaafmæli. Við mælum virkilega með.

Takk innilega fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki uppskriftin!

Vegan smjördeigspylsuhorn

Vegan smjördeigspylsuhorn
Höfundur: Veganistur
Gómsæt vegan smjördeigspylsuhorn, sem eru að okkar mati hinn fullkomni pinnamatur í partýið og veisluna, forréttur í matarboðið eða partur af helgarbrunch. Hornin eru líka tilvalin sem nesti í ferðalagið!

Hráefni:

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 210°c.
  2. Leyfið pylsunum að þiðna svo hægt sé að skera þær. Skerið hverja pylsu í tvennt.
  3. Skerið smjördeigið niður svo hægt sé að rúlla hverjum pylsubita í deigið svo að það séu tvö lög af smjördeigi utan um hvern bita.
  4. Penslið með plöntumjólk og stráið "everything bagel" kryddi yfir.
  5. Bakið í 12-14 mínútur.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur
Created using The Recipes Generator

-Þessi færsla er gerð í samstarfi við Anamma á Íslandi-