Þeyttur vegan fetaostur með fíkjusultu og ristuðum pekanhnetum

Í dag deili ég með ykkur uppskrift af hátíðlegum þeyttum vegan fetaosti toppuðum með fíkjusultu (eða marmelaði), ristuðum pekanhnetum og rósmarín. Þetta er hinn FULLKOMNI forréttur yfir hátíðirnar og passar einnig dásamlega í jólaboðið eða áramótapartýið. Það tekur enga stund að útbúa þessa dásemd og enn styttri tíma að úða henni í sig.

Ég geri reglulega þeyttan fetaost og yfirleitt hef ég þeytt hann með sýrðum rjóma og notað sem meðlæti með mat. Í þetta sinn vildi ég gera hann aðeins hátíðlegri og jólalegri. Ég þeytti hann því með rjómaosti og eftir að hafa smakkað gómsætt fíkjumarmelaði um daginn vissi ég að það myndi passa fullkomlega með fetaostinum. Pekanhneturnar ofan á gerði ég með því að rista þær á pönnu upp úr ólífuolíu, hlynsírópi, sjávarsalti og fersku rósmarín. Lyktin sem fyllti eldhúsið á meðan ég ristaði hneturnar var ólýsanleg.

Toppurinn yfir i-ið var svo dill og graslaukssnakkið frá Finn crisp, en færsla dagsins er í samstarfi við Finn crisp á Íslandi. Ég er bókstaflega háð þessu snakki og samsetningin af þeytta fetaostinum og snakkinu er dásamleg. Ég á alltaf til poka af snakkinu uppi í skáp vegna þess að það slær alltaf jafn mikið í gegn þegar ég býð vinum uppá það með góðum ostum og sultu.

Ef þú vissir það ekki nú þegar er síðan okkar full af gómsætum uppskriftum að hátíðaruppskriftum fyrir jólin, hvort sem það er fyrir jólabaksturinn, jólaboðið, aðfangadagskvöld eða gamlárspartíið. Ef það er eitthvað sem þér finnst vanta geturðu sent okkur skilaboð og við sjáum hvort við getum ekki reddað því!

Ýttu hér til að finna geggjaðar jólauppskriftir!

Takk kærlega fyrir að lesa og ég vona innilega að þér líki uppskriftin. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef það er eitthvað.

-Helga María

Þeyttur vegan fetaostur með fíkjusultu og pekanhnetum

Þeyttur vegan fetaostur með fíkjusultu og pekanhnetum
Höfundur: Helga María
Þeyttur vegan fetaostur toppaður með fíkjusultu (eða marmelaði), ristuðum pekanhnetum og rósmarín. Þetta er hinn fullkomni forréttur yfir hátíðirnar og passar einnig dásamlega í jólaboðið eða áramótapartýið. Það tekur enga stund að útbúa þessa dásemd og enn styttri tíma að úða henni í sig.

Hráefni:

  • 1 stykki vegan fetaostur (ca 200 gr)
  • 1 dolla vegan rjómaostur (ca 150-250 gr)
  • Smá vegan mjólk ef þarf til að mýkja ostinn
  • 1 dl pekanhnetur
  • 1 msk ólífuolía
  • 1 msk hlynsíróp
  • 2 tsk ferskt rósmarín
  • Gróft sjávarsalt
  • fíkjumarmelaði eða fíkjusulta
  • 1/2-1 tsk balsamikedik (má sleppa)
  • 1-2 pokar dill og graslaukssnakk frá Finn Crisp

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja fetaostinn og rjómaostinn í matvinnsluvél og blanda. Hellið örlítilli mjólk út í ef blandan er of þykk.
  2. Færið fetaostablönduna í skál eða fat sem þið berið fram í.
  3. Skerið niður pekanhnetur og rósmarín og ristið á pönnu upp úr ólífuolíu, hlynsírópi og smá salti í nokkrar mínútur. Takið af hellunni þegar sírópið hefur þykknað og hneturnar orðnar svolítið ristaðar. Það á ekki að taka langan tíma.
  4. Toppið fetaostinn með fíkjumarmelaðinu og bætið svo pekanhnetunum yfir. Setjið balsamikedik yfir og svo nokkra dropa af ólífuolíu og sírópi. Ég bætti svo við smá rósmarín og grófu salti til að skreyta.
  5. Berið fram með dill og graslaukssnakkinu frá Finn Crisp.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

-Þessi færsla er í samstarfi við Finn Crisp á Íslandi-

 
 

Mexíkóskt maískornasalat

Í dag deilum við með ykkur gómsætu og einföldu maískornasalati sem inniheldur papríku, chilli, rauðlauk, kóríander og lime. Þetta bragðmikla salat passar fullkomlega með mexíkóskum mat og grillmat til dæmis.

Salatið er ótrúlega einfalt og tekur aðeins nokkrar mínútur að græja, en það gerir hvaða máltíð sem er ótrúlega góða. Það er einnig einfalt að skipta út grænmetinu fyrir það grænmeti sem hver og einn á til hverju sinni en sú blanda sem er hér, er að okkar mati sú fullkomna.

Uppskriftin er í samstarfi við ORA en það vörumerki þekkja lang flestir íslendingar mjög vel. Maískornin frá ORA má alls ekki vanta í allan mexíkóskan mat að okkar mati og er þetta salat mjög einföld og fljótleg leið til að gera maískorn einstök og spennandi.

Ein af mínúm uppáhalds leiðum til að bera fram salatið er í litlum tacos með til dæmis vegan hakki og guacamole. Það er virkilega einföld en góð máltíð sem lítur út fyrir að vera mjjög “fancy” og er einstaklega gaman að bjóða upp á.

Mexíkóskt maísbaunasalat

Mexíkóskt maísbaunasalat
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 5 Min: 15 Min
Einfalt og gott maískornasalat sem hentar til dæmis með mexíkóskum mat eða alls konar grillmat.

Hráefni:

  • 1 dós ORA Maískorn
  • 1/2 msk vegan smjör eða smjörlíki til steikingar
  • 1/4 rauð papríka
  • 1/4 rauðlaukur
  • 1/2 rautt chilli (takið fræin úr)
  • 1/2 dl ferskt kóríander (má sleppa)
  • safi úr hálfri lime
  • 1/2 tsk sjávarsalt
  • 1 kúfull msk majónes
  • 1 kúfull msk vegan sýrður rjómi
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Steikið maísbaunirnar á pönnu uppúr vegan smjöri eða smjörlíki og salti í nokkrar mínútur eða þar til kornin byrja að verða fallega gyllt hér og þar
  2. Setið maískornin í skál og leyfið að kólna aðeins á meðan þið undirbúið restina af grænmetinu
  3. Saxið niður grænmetið og blandið saman við maískornin ásamt restinni af hráefnunum.
  4. Hrærið saman og smakkið til með salti og pipar.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við ORA -