Vegan taquitos

IMG_0391.jpg

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af vegan taquitos. “Hvað er taquitos?” spyrja eflaust einhverjir, en taquitos eru litlar maíspönnukökur eða hveiti tortillapönnukökur fylltar með gómsætri fyllingu, rúllaðar upp og steiktar eða djúpsteiktar. Taquitos eru svo bornar fram með því sem mann lystir og að okkar mati er þetta hinn fullkomni helgarkvöldmatur. Krispí að utan með mjúkri fyllingu inní, bornar fram með gómsætum sósum, tortillaflögum og litríku grænmeti. Þetta er eitt af því besta sem við systur höfum eldað lengi!

Sólin hefur skinið mikið uppá síðkastið og við komnar í mikið grillstuð og hlökkum til að byrja að vinna að sumarlegum grilluppskriftum fyrir ykkur. Okkur þætti ótrúlega gaman ef þið sendið okkur hugmyndir af réttum sem ykkur langar að sjá, hvort sem það er matur á grillið eða aðrar sumarlegar uppskriftir.

IMG_0379.jpg

Það er einmitt eitthvað svo sumarlegt við þessar gómsætu taquitos. Við erum ekki vissar hvort það eru fallegu litirnir, eða samsetningin af bragðinu, en það skiptir svo sem ekki öllu. Við sjáum fyrir okkur að gott sé að borða taquitos úti í sólinni með gómsætu meðlæti, eins og guacomole með miklum límónusafa. Gera svo einhvern ískaldan og safaríkan drykk með og njóta í botn.

Færsla dagsins er í samstarfi við Old El Paso, Við notuðum frá þeim white corn vefjurnar, Salsa dip, tortillaflögurnar og tacokryddið. Vörurnar frá Old El Paso eru ótrúlega gómsætar og henta ótrúlega vel í þennan frábæra rétt sem og fleiri af okkar uppáhalds mexíkósku uppskriftum.

IMG_0388.jpg

Sjáiði litina? Ég er á því að allt sem er svona litríkt og fallegt sé gott. Allavega nánast allt hehe.

IMG_0393.jpg

Vegan Taquitos

Hráefni;

  • Olía til að steikja upp úr

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1 pakki vegan “kjúklingur”

  • 1 pakki tacokrydd frá El Old Paso

  • 1,5 dl vatn

  • 1 dl vegan rjómaostur

  • 1,5 dl svartar baunir úr dós

  • 1 - 1,5 dl Taco dip frá Old El Paso

  • Safi úr 1/2 lime

  • Nokkrir dropar af sterkri sósu (má sleppa) - við notuðum mangó-habanero sósu

  • Salt og pipar eftir smekk

  • Rifinn vegan ostur

  • 2 pakkar White corn tortillur frá Old El Paso (í hvorum pakka eru 10 vefjur)

Aðferð:

  1. Leyfið vegan “kjúklingnum” að þiðna.

  2. Rífið “kjúklinginn” í sundur með því að nota tvo gaffla.

  3. Pressið hvítlaukinn og skerið rauðlaukinn í þunna strimla.

  4. Hitið olíu á pönnu.

  5. Steikið hvítlaukinn og laukinn á pönnunni þar til þeir hafa fengið svolítinn lit.

  6. Bætið vegan “kjúklingnum” á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur.

  7. Bætið kryddinu og vatninu út á og steikið í nokkrar mínútur í viðbót.

  8. Hellið baununum í sigti og skolið undir köldu vatni til að fá af þeim mest af safanum úr dósinni.

  9. Bætið baununum á pönnuna ásamt salsasósunni og blandið vel saman við restina.

  10. Bætið að lokum rjómaostinum, sterku sósunni og limesafanum út á og leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur. Saltið og piprið ef ykkur finnst þurfa.

  11. Takið af hellunni og leggið fyllinguna til hliðar.

  12. Útbúið rúllurnar með því að leggja vefju á borðið, strá vegan osti í botninn, setja svolítið af fyllingunni í og rúlla upp. Það á að vera hægt að rúlla þetta frekar þetta svo passið að setja ekki alltof mikið af fyllingu í hverja. Endurtakið svo þar til þið hafið fyllt allar vefjurnar.

  13. Hitið slatta af olíu á pönnu. Djúpsteikið hverja rúllu þar til hún fær gylltan lit.

  14. Leggið á fat með eldhúspappír sem dregur í sig svolítið af olíunni.

Meðlæti sem við höfðum með rúllunum:

  • Icebergsalat

  • Ferskt jalapeno og habanero chili

  • Vegan sýrður rjómi

  • Vorlaukur

  • Tortillaflögur frá Old El Paso

  • Kóríander

  • Guacomole

    • Lárpera

    • Tómatur

    • Rauðlaukur

    • Hvítlaukur

    • Limesafi

    • Salt og pipar

  • Maísmajónessalat

    • Steikur maís

    • Vegan majónes

    • Vegan sýrður rjómi

    • Vorlaukur

    • Kóríander

    • Limesafi

    • Salt og pipar

Takk fyrir að lesa og njótið!

Helga María og Júlía Sif

-Þessi færsla er í samstarfi við Old El Paso á Íslandi-

 
old-el-paso-800x800.jpg
 

Vegan ostahorn með aspas og sveppum

IMG_0333-4.jpg

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af gómsætum ostahornum með sveppa- og aspasfyllingu. Þessi ostahorn eru fullkomin til að taka með sér í ferðalagið eða bjóða uppá í veislum. Þau bragðast eins og uppáhalds heiti brauðrétturinn okkar og við erum vissar um að þau munu slá í gegn við allskonar tilefni.

IMG_0296-3.jpg

Svona horn er að sjálfsögðu hægt að leika sér endalaust með og breyta til hvað varðar fyllingu. Færsla dagisins er í samstarfi með Violife og í aspashornin notuðum við bæði hreina rjómaostinn þeirra og rifinn ost. Vegan ostarnir og rjómaostarnir eru svo fullkomnir í svona horn en Violife framleiða allskonar spennandi bragðtegundir. Við gætum t.d. ímyndað okkur að bæði hvítlauks- og jurtarjómaosturinn og chilirjómaosturinn séu æðislegir í svona horn. Af sneiddu ostunum væri svo örugglega æði að nota t.d. þann með sveppabragði og þann með “kjúklingabragði”.

Það er langt síðan við systur hittumst síðast og blogguðum saman. Ég (Helga) bý í Svíþjóð svo við erum vanar að þurfa að vinna svolítið i sitthvoru lagi. Núna er ég þó á landinu og því höfum við getað tekið okkur smá tíma í að blogga. Það er alltaf jafn gaman þegar við vinnum saman og það minnir okkur á það hversu dýrmætt það er að við rekum þessa síðu saman, sem í fyrstu átti bara að vera lítið “hobbí”, en er í dag orðið svo stór hluti af lífinu okkar.

IMG_0309.jpg

Við hlökkum til að heyra hvað ykkur finnst um aspashornin og hvort þau munu klárast jafn fljótt og þau gerðu hjá okkur. Eins megiði endilega deila með okkur ef þið prófið að gera aðra fyllingu í hornin og hvernig það kom út. Við elskum að fá nýjar og skemmtilegar hugmyndir.

IMG_0342-3.jpg

Ostahorn með aspas og sveppum

Hornin sjálf:

  • 8-10 dl hveiti (byrjið á 8 og bætið svo við eftir þörfum)

  • 1 pakki þurrger

  • 1 msk sykur

  • 1 tsk salt

  • 5 dl plöntumjólk

  • 100 gr smjörlíki

Aðferð:

  1. Bræðið smjörlíki í potti og bætið mjólkinni saman við. Mjólkin þarf ekki að hitna mikið, heldur vera við líkamshita.

  2. Hellið mjólkurblöndunni í stóra skál og stráið þurrgerinu saman við. Leyfið því að standa í nokkrar mínútur eða þar til það byrjar að freyða svolítið.

  3. Bætið restinni af hráefnunum útí.

  4. Bætið við meira hveiti ef þarf. Ég held ég hafi á endanum notað um 9 dl. Deigið má ekki vera of þurrt, þið eigið að geta stunduð hreinum fingri ofan í án þess að deig klessist við hann. Hnoðið deigið létt. Ef þið notið hrærivél er fínt að miða við að deigið sé tilbúið þegar það byrjar að losna frá skálinni.

  5. Leyfið deiginu að hefast í klukkutíma í skál með viskustykki eða plastfilmu yfir.

  6. Hitið ofninn í 200°c

  7. Skiptið deiginu í tvennt ef þið viljið hafa hornin frekar stór en í fernt ef þið viljið hafa þau minni (við gerðum stór) og fletjið út hvern helming fyrir sig í hring. Skerið niður í sneiðar (sjá mynd að ofan), setjið fyllingu á og stráið rifnum Violife osti yfir. Passið ykkur að setja ekki alltof mikið af fyllingu í hvert því það þarf að vera hægt að rúlla þessu upp án þess að allt velli úr. Rúllið upp frá breiðari endanum.

  8. Smyrjið með örlítilli vegan mjólk og stráið yfir einhverju sem ykkur þykir gott. Við notuðum sesamgaldur frá pottagöldrum en það er líka gott að strá yfir sesamfræjum, grófu salti eða jafnvel rifnum Violife osti.

  9. Bakið í 10-12 mínútur eða þar til hornin hafa fengið gylltan og fínan lit.

  10. Leyfið þeim að kólna svolítið áður en þau eru borin fram.

Aspas- og rjómaostafylling:

  • Olía til steikingar

  • 2 öskjur hreinn rjómaostur frá Violife

  • 1 dós grænn aspas plús 1 msk safi úr dósinni

  • 100 gr sveppir

  • 1 sveppakraftur

  • Salt og pipar ef þarf. Sveppakrafturinn er saltur svo smakkið til svo að þetta verði ekki of salt.

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu

  2. Saxið sveppina smátt og steikið á pönnunni

  3. Saxið aspasinn líka aðeins og bætið á pönnuna

  4. Myljið sveppakraftinn og bætið á pönnuna ásamt 1 msk af aspas safanum

  5. Takið af pönnunni og leyfið að kólna aðeins

  6. Setjið rjómaostinn í skál og bætið sveppa- og aspasblöndunni út í og hrærið saman.

  7. Bætið salti og pipar ef ykkur finnst þurfa.

Takk fyrir að lesa og njótið vel!

-Helga María og Júlía Sif

-Þessi færsla er í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
violife-logo-1.png