Ítölsk samloka með grænu pestói

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af svokallaðri “pizzasamloku” sem er ótrúlega einfalt að gera frá grunni og er ómótstæðilega gómsæt. Samlokan er með ítölskum innblæstri, einföldu áleggi sem leikur við bragðlaukana.

Þessi skemmtilega samloka hefur verið mjög vinsæl á samfélagsmiðlum á síðustu misserum og langaði mig því að prófa að gera mína eigin og gera hana á vegan máta. Það er alls ekkert mál með græna pestóinu frá sacla og góðum vegan ostum.

Í samlokuna setti ég vegan rjómaost, grænt pestó frá Sacla Italia sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur, klettasalat, tómata, pikklaðan rauðlauk, vegan parmesan og balsamik edik. Græna pestóið er bragðmikið og passar fullkomlega með ferskum tómötunum, klettasalatinu og parmesaninum. Rjómaosturinn gefur samlokunni rjómakenndan grunn. Það má þó að sjálfsögðu leika sér að vild með fyllingu í samlokuna og nota hvað sem leynist í skápunum heima.

Fyrir ekki svo löngu keypti ég mér pizzastál en það hefur verið ein bestu kaup sem ég hef gert lengi og hefur sett pizzabaksturinn á heimilinu upp á nýjar hæðir. Það gerir heimagerðar pizzur svo ótrúlega góðar og baksturinn svo einfaldan. Þessa samloku þarf til dæmis ekki að baka nema í sirka 6-7 mínútur og verður botnin stökkur að utan og mjúkur að innan.

Ítölsk pestó samloka

Ítölsk pestó samloka
Fyrir: 1
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 Min: 1 H & 30 M: 1 H & 40 M
Dásamleg, einföld ítölsk samloka með grænu pestói. Skemmtileg loka til að bjóða uppá í matarboðum eða hvers konar hittingum eða til að brjóta upp á hversdagslegan kvöldmat.

Hráefni:

Pizzadeig f/ 1 samloku
Ítölsk pestó samloka
Pikklaður rauðlaukur

Aðferð:

Pizzadeig
  1. Hrærið þurrgerinu og sykrinum saman við volgt vatnið
  2. Bætið restinni af hráefnunum saman við og hnoðið saman í hrærívél eða höndunum
  3. Gerið kúlu úr deiginu og leyfið því að hefast í 40-60 mínútur.
  4. Slátið kúluna niður og hnoðið aðeins. Rúllið aftur í kúlu og leyfið því að hefast aftur í 15 mínútur. (Ef þið gerið meira en eina samloku í einu þá er það hér sem þið skiptið deiginu í jafn margar kúlur og samlokurnar eiga að vera og leyfið þeim síðan að hefast í 15 mínútur)
  5. Notið hendurnar til að "fletja" út deigið með því að þrýsta því út í kantana og í hringi og móta það þannig í hringlaga deig (hægt að sjá á instagram hjá okkur myndband)
  6. Setjið örlítið af ólífuolíu yfir botnin og brjótið hann saman
  7. Ég baka deigið á pizzastein/pizzastáli og þá þarf það einungis um 6-7 mínútur í ofninum. Ef deigið er bakað á venjulegri plötu verið búin að forhita ofninn í 220°C og bakið síðan bökuna í 18-20 mínútur eða þar til hún verður fallega gyllt að ofan.
Ítölsk pestó samloka
  1. Smyrjir vel af rjómaosti og grænu pestói inn í brauðið. Setjið restinni af hráefnunum í því magni sem hver og einn vill í samlokuna. Berið fram.
  1. Skerið laukinn niður í þunna strimla. Ekki saxa hann. Ég sker hann í tvennt og svo í strimla.
  2. Blandið sykri, vatni og ediki saman í pott og látið hitna þannig að sykurinn leysist upp.
  3. Setjið laukinn í hreina krukku og hellið vökvanum yfir.
  4. Látið standa í klukkustund.
  5. Laukurinn geymist í allt að 2 vikur í ísskáp.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla á Íslandi -

 
 

Súkkulaði- og kókostart með Pólókexbotni

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að gómsætri súkkulaði- og kókostart með Pólókexbotni. Hinn fullkomni eftirréttur sem mun slá í gegn í matarboðinu, veislunni eða bara fyrir framan sjónvarpið. Fyllingin er dúnamjúk á meðan botninn er stökkur og góður. Ofan á er svo gómsætt súkkulaðiganache. Dásamlega gott!

Uppskrift dagsins er í samstarfi við Frón og við notum pólókex í botninn. Við höfum unnið með Frón í svolítinn tíma og okkur finnst alltaf jafn gaman að prófa nýjar hugmyndir með Pólókexinu. Það hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur síðan við urðum vegan 2011. Á þeim tíma var Pólókex eitt af fáum tegundum af kexi sem var vegan. Það hefur því alltaf átt sérstakan stað í okkar hjarta og við elskum að nota það í eftirrétti og fleira.

Í botninn þarf einungis tvö hráefni; Pólókex og smjörlíki. Kexið er malað í matvinnsluvél og bræddu smjörlíki hrært saman við. Blöndunni er svo þrýst í botninn á tart formi og bakað í 8 mínútur. Gæti virkilega ekki verið einfaldara.

Fyllingin er svo gerð með því að þeyta vanillusósu og bæta svo sykri, condenced kókosmjólk og bráðnu súkkulaði saman við í mjórri bunu á meðan þið þeytið á meðalstyrk. Fyllingunni er svo helt yfir botninn þegar hann hefur fengið að kólna og sett í frysti í sirka hálftíma áður en súkkulaðiganachinu er helt yfir.

Kakan er svo látin standa í frysti í sirka fjóra tíma. Það er gott að leyfa henni svo að standa í sirka hálftíma áður en skorið er í hana!

Útkoman er þessi dásamlega rjómakennda og góða súkkulaði- og kókostart. Við lofum ykkur að hún veldur ekki vonbrigðum!

Við vonum svo innilega að þið prófið og að ykkur líki vel! <3

Súkkulaði og kókostart með pólókexbotni

Súkkulaði og kókostart með pólókexbotni
Fyrir: 10
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 15 MinEldunartími: 8 Min: 4 Hour: 4 H & 23 M
Dúnamjúk og ljúffeng súkkulaðitart með kókoskeim og pólókex botni

Hráefni:

Pólókexbotn
  • 200 gr pólókex
  • 75 gr vegan smjör eða smjörlíki
Súkkulaðikókos fylling
  • 1 ferna vanillusósa sem þeytist
  • 1 dós condenced coconut milk
  • 150 gr suðusúkkulaði
  • salt á hnífsoddi
Súkkulaðiganache
  • 1 dl vegan rjómi
  • 100 gr suðusúkkulaði

Aðferð:

Pólókexbotn
  1. Hitið ofnin í 180°C
  2. Byrjið á því að mala kexið niður í matvinnsluvél eða blandara.
  3. Bræðið smjörlíkið og hrærið saman við kexið.
  4. Þrýstið kexinu í botninu á "tart" kökuformi sem og upp alla kannta svo það þekji formið vel.
  5. Bakið í 8 mínútur.
  6. Taka úr ofninum og leyfið botninum að kólna alveg áður en fyllingin fer ofan í.
Súkkulaðikókos fylling
  1. Byrjið á því að þeyta vanillusósuna þar til hún verður vel loftkennd
  2. Bætið saltinu, kókosmjólkinni og bráðnu súkkulaðinu saman við í mjóum bunum á meðan þið þeytið á meðalstyrk. Þeytið aðeins áfram.
  3. Hellið fyllingunni yfir pólókex botnin þegar hann hefur fengið að kólna alveg.
  4. Setjið í frysti í 30 mínútur áður en þið hellið súkkulaði ganache ofan á.
  5. Frystið í kökuna í að minnsta kosti 4 klst áður en hún er borin fram.
  6. Best er að taka kökuna úr frysti, taka hana strax úr forminu og leyfa henni að hvíla í 30 mínútur áður en hún er borin fram.
Súkkulaðiganache
  1. Hitið rjóman í litlum potti þar til hann fer aðeins að bubla.
  2. Taka af hitanum og hellið súkkulaði dropum eða söxuðu súkkulaði út í, látið rjóman þekja súkkulaðið alveg og leyfið þessu að hvíla í 5 mínútur.
  3. Hrærið vel saman þar til allt súkkulaðið er bráðið.
  4. Hellið yfir kökuna og dreyfið úr, setjið kökuna aftur í frysti.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

-Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Frón-

Einföld og fljótleg bláberjabaka

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að dásamlega góðri og einfaldri bláberjaböku sem er fullkomin fyrir alla fjölskylduna. Þetta er hinn fullkomni eftirréttur að gera þegar þú vilt gera eitthvað sætt og gott sem tekur stutta stund og þarfnast lítillar sem engrar fyrirhafnar. Ég mæli mikið með að gera þessa gómsætu bláberjaböku úr nýtíndum bláberjum, það er extra gott.

Færsla dagsins er í samstarfi við Til hamingju. Við systur elskum vörurnar frá þeim og skáparnir okkar eru fullir af allskonar þurrvörum frá þeim sem gott er að nota í bakstur eða matargerð. Við erum því einstaklega stoltar yfir því að fá að vinna með þeim.

Þessi uppskrift er ein af þeim sem hægt er að leika sér með. Það má skipta möndlunum út fyrir aðrar hnetur, til dæmis heslihnetur, eða fræ. Frystirinn minn er fullur af gómsætum bláberjum sem ég tíndi í skóginum síðustu vikur og þess vegna fannst mér tilvalið að nota þau í uppskriftina. Það má þó skipta þeim út fyrir til dæmis epli, nektarínur eða önnur ber.

Í uppskriftina nota ég engan hvítan sykur, mér finnst passa betur að setja hlynsíróp. Ég hef líka notað einungis döðlur sem sætu og líka blandað döðlum og smávegis af hlynsírópi. Allt smakkaði það ótrúlega vel, en mér finnst ég fá sem besta áferð með því að nota hlynsírópið.

Þegar ég sagði að uppskriftin væri einföld var ég alls ekki að grínast. Hitið ofninn í 180°c, Blandið í skál haframjöli, muldum möndlum, kókosmjöli, bræddu smjörlíki eða kókosolíu, hlynsírópi, smá salti og kanil. Hellið svo bláberjum í eldfast mót og hrærið maíssterkju og örlitlu hlynsírópi saman við. Toppið með haframjölsblöndunni og bakið í ofni í sirka hálftíma. TILBÚIÐ.

Toppið með vegan vanilluís eða vegan þeyttum rjóma. Ég get ímyndað mér að vegan vanillusósa sé líka virkilega góð með. Borðið sem eftirrétt, millimál, morgunmat jafnvel.

Takk innilega fyrir að lesa og vonandi líkar þér uppskriftin! <3

-Helga María

Einstaklega fljótleg og góð vegan bláberjabaka

Einstaklega fljótleg og góð vegan bláberjabaka
Fyrir: 6
Höfundur: Helga María
Þessi gómsæta vegan bláberjabaka er hinn fullkomni einfaldi eftirréttur. Það tekur enga stund að útbúa hana og hún er dásamlega góð borin fram með vegan vanilluís eða vegan þeyttum rjóma.

Hráefni:

  • 200 gr haframjöl frá Til hamingju
  • 50 gr kókosmjöl frá Til hamingju
  • 50 gr möndlur frá Til hamingju
  • 1 tsk kanill
  • Smá salt
  • 150 gr vegan smjörlíki
  • 1/2 dl hlynsíróp plús 1 tsk til að setja út í berin
  • 400 gr bláber - frosin eða fersk. Ég notaði frosin ber sem ég tíndi sjálf
  • 1 msk maíssterkja
  • Vegan vanilluís eða vegan þeytirjómi til að bera fram með

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°c undir og yfir hita.
  2. Blandið saman haframjöli, kókósmjöli, muldum möndlum (ég muldi mínar í matvinnsluvél en það er hægt að hakka þær smátt ef þið eigið ekki svoleiðis vél), kanil og salti í skál.
  3. Bætið við bræddu smjörlíki og hlynsírópi og hrærið saman við.
  4. Setjið bláberin í eldfast mót. Bætið saman við maíssterkju og hlynsírópi og hrærið svo það þekji berin vel.
  5. Stráið haframjölsblöndunni yfir og bakið í ofninum í sirka 30 mínútur eða þar til bakan fær gylltan og fínan lit.
  6. Berið fram með vegan vanilluís eða vegan þeyttum rjóma.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur
 
 

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Til hamingju-

Smjördeigsbökur með vegan ostum og vínberjasultu

Í dag deilum við með ykkur dásamlega góðum smjördeigsbökum með vegan fetaosti, rjómaosti, vínberjasultu, timían og balsamikediki. Skemmtilegar bökur sem gott er að bjóða uppá í veislunni, partýinu eða vínkvöldinu. Bökurnar henta t.d. vel við tilefni þar sem kex, ostar og sulta eru á boðstólnum. Blanda af söltu, sætu og súru. Fullkomið!

Hugmyndin að bökunum kom í síðustu viku þegar ég útbjó þeyttan fetaost. Ég tók fram gómsætu vínberjasultuna frá St. dalfour og smurði henni á kex með þeytta fetaostinum. Guðdómleg blanda. Færsla dagsins er einmitt í samstarfi við St. Dalfour og við erum ótrúlega spenntar fyrir því að vinna með þeim. Við höfum í mörg ár notað sulturnar þeirra við allskyns tilefni. Virkilega góðar gæðasultur. Nýlega komu á markað þrjár nýjar bragðtegundir og við ætlum á næstu vikum að kynna þær fyrir ykkur. Í dag kynnum við til leiks vínberjasultuna. Þar sem ég bý í Svíþjóð stendur Vindruva á sultukrukkunni en á sultunni heima stendur French grape.

Kex, vegan ostar og sulta. Eitthvað sem ég gæti borðað daglega. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og ákvað að nota smjördeig. Ég mæli eindregið með því að þið prófið. Þetta er svo dásamlega gott.

Keypt smjördeig er oftar en ekki vegan. Það inniheldur sjaldan smjör en þess í stað olíur. Það er því oftast laust við allar mjólkurafurðir. Það er þó mikilvægt að lesa vel á umbúðirnar til að vera viss.

Ég útbjó bökurnar í muffinsformi, eins og við gerum með hátíðarOumphið okkar. Það er bæði einfalt að útbua þær á þann hátt og líka þægilegt að vera þær fram. Auk ostanna og sultunnar setti ég í þær ferskt timían, ólífuolíu, balsamikedik, salt og pipar. NAMM!

Smjördeigsbökur með vegan fetaosti, rjómaosti og sultu

Hráefni:

  • 1 pakki vegan smjördeig, annaðhvort frosið eða upprúllað kælt

  • 1 krukka vínberjasulta frá St. Dalfour (Ath í verslunum á íslandi heitir bragðtegundin French grape)

  • 1 pakki vegan fetaostur

  • 1 dolla vegan rjómaostur

  • Ferskt timían

  • Ólífuolía

  • Balsamikedik

  • Salt og pipar

  • Vegan mjólk til að pennsla bökurnar með

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Takið smjördeigið úr frystinum og látið það þiðna svona nánast alveg. Það á að vera kallt ennþá samt þegar þið meðhöndlið það. Ef þið notið kælt deig, takið það út svona 5 mínútum áður en þið ætlið að nota það.

  3. Ef þið notið kælt deig, rúllið því út og skerið eins og ég gerði á myndinni að ofan. Ég fékk 9 bökur úr mínu deigi. Ef þið notið fryst mæli ég með því að fletja hverja plötu örlítið út og skipta henni svo í tvo ferninga.

  4. Leggið smjördeigið í muffinsform og fyllið. Ég setti 1 tsk rjómaost, 1 tsk fetaost, 1 tsk sultu, nokkra dropa af ólífuolíu, nokkra dropa af ediki, smá timían, salt og pipar í hverja. Það má auðvitað setja aðeins meira, ég þurfti að hafa í huga að þær yrðu fínar fyrir mynirnar. En ég mæli þó með að fylla þær ekki of mikið.

  5. Lokið bökunum með því að klípa saman hornin og pennslið með mjólkinni

  6. Bakið í 10-15 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar. Látið kólna svolítið áður en þið berið fram.

Takk fyrir að lesa og vona að þið njótið vel!

-Helga María

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi-

 
 


Hátíðlegar morgunverðarbökur úr smjördeigi

IMG_0147.jpg

Nú er innan við vika í að jólin gangi í garð og í nótt fljúgum við Siggi til Noregs og eyðum jólunum með fjölskyldunni hans. Við erum orðin svakalega spennt að komast í smá jólafrí saman eftir annasamt haust. Ég er ekki byrjuð að pakka, en það var mér mikilvægt að koma þessarri færslu frá mér áður en við förum. Ég ætla nefnilega að deila með ykkur uppskrift af dásamlegum fylltum morgunverðarbökum úr smjördeigi sem eru fullkomnar í jólabrönsinn.

IMG_0119.jpg

Ég var búin að ákveða að útbúa einhverja uppskrift með smjördeigi fyrir jólin en var ekki alveg viss hvað ég vildi gera. Við erum nú þegar með geggjaða uppskrift af innbökuðu Oumph! hérna á blogginu og sveppawellington í bókinni okkar. Eins er fjöldinn allur af geggjuðum hugmyndum af wellington á netinu og það er hægt að kaupa nokkrar tegundir tilbúnar. Mér fannst því meira spennandi að gera eitthvað annað en hefðbundinn aðalrétt fyrir jólin. Mér datt í hug að útbúa eitthvað gott og hátíðlegt sem væri hugsað sem morgunmatur/hádegismatur yfir hátíðirnar. Í bökunum eru steiktar kartöflur, tófúhræra, Oumph! og bechamel sósa.

IMG_0123.jpg

Ég prufukeyrði uppskriftina um daginn og sýndi aðeins frá því í Instastory. Þar spurði ég fylgjendur okkar hvaða meðlæti þeim dytti í hug að væri gott með bökunum. Flestir stungu uppá hefðbundnu bröns meðlæti og svo fékk ég allskonar nýjar og skemmtilegar hugmyndir líka. Að lokum sá ég að það skiptir í raun ekki miklu máli hvaða meðlæti ég hef í færslunni, því það er misjafnt hvað fólki þykir gott. Ég ákvað að hafa þetta svolítið eins og stóran og góðan bröns og það var fullkomið.

Í þetta skiptið notaði ég upprúllað kælt smjördeig þar sem ég fann hvergi fryst vegan smjördeig hérna í Piteå. Á Íslandi er þó held ég auðveldara að finna það í frysti en ég hef þó rekist á vegan smjördeig í kæli í Hagkaup. flest keypt smjördeig er vegan því það inniheldur smjörlíki en ekki smjör en það er mikilvægt að lesa á pakkann. Þau merki sem ég veit að fást á Íslandi og eru vegan eru Findus og TC bröd. Það eru örugglega til fleiri tegundir sem ég man ekki eftir.

IMG_0132.jpg

Ég elska að gera smjördeigsbökur í möffinsskúffu. Það er bæði þægilegt að útbúa þær og skemmtilegt að bera þær fram. Það er pottþétt hægt að gera þær fallegri en mér finnst það skipta litlu máli og eiginlega bara betra að hafa þær heimilislegar og fínar.

IMG_0135.jpg

Þetta verður síðasta uppskriftin okkar núna fyrir jólin en ég ælta að gera mitt allra besta að gefa ykkur eina uppskrift á milli jóla og nýárs af desert sem er geggjaður fyrir gamlárskvöld. Við erum með nokkrar uppskriftir á blogginu sem gætu verið góðar sem eftirréttir en svo erum við með uppskrift af risalamande og súkkulaðibúðing í bókinni okkar sem eru hinir fullkomnu hátíðareftirréttir. En eins og ég segi ætla ég að reyna að birta eina fyrir gamlárskvöld.

IMG_0143.jpg

Ég flýg svo til Íslands í byrjun janúar og ég get ekki beðið eftir því að koma heim og halda útgáfuhóf fyrir bókina og gera allskonar skemmtilegt með Júlíu í tilefni veganúar. Við erum ekkert smá spenntar fyrir komandi tímum!

Morgunverðarbökur - 12 bökur

  • 6 plötur fryst smjördeig (2 stykki upprúllað smjördeig ef þið kaupið svoleiðis)

  • 1 pakki Oumph! - Ég notaði garlic & thyme

  • 1 tsk liquid smoke (má sleppa en ég mæli með að hafa það með)

  • 300 gr kartöflur

  • Olía til steikingar

  • Salt og pipar eftir smekk

  • Tófúhræra (uppskrift hér að neðan)

  • Bechamelsósa (uppskrift hér að neðan

Aðferð:

  1. Takið Oumph úr frystinum og leyfið því að þiðna þar til hægt er að skera það í litla bita.

  2. Skrælið kartöflurnar og skerið í litla bita.

  3. Hitið olíu á tveimur pönnum. Ef þið eigið bara eina pönnu geriði þetta hvort á eftir öðru.

  4. Steikið kartöflurnar þar til þær eru mjúkar í gegn. Saltið þær og passið að fylgjast vel með þeim því kartöflur eiga það til að festast svolítið við pönnuna. Takið kartöflurnar af pönnunni og leggið til hliðar þegar þær eru tilbúnar.

  5. Steikið á meðan Oumph uppúr olíu og bætið á pönnuna salti og liquid smoke. Takið af pönnunni og leggið til hliðar þegar bitarnir eru eldaðir í gegn. Ekki þrífa pönnuna.

  6. Bætið aðeins meira af olíu á pönnuna sem þið steiktuð Oumph á og útbúið tófúhræru eftir leiðbeiningunum að neðan.

  7. Útbúið bechamelsósuna eftir leiðbeiningum hér að neðan.

  8. Blandið tófúhrærunni, Oumphinu, kartöflunum og sósunni saman í stóra skál. Saltið ef þarf. Ég salta allt frekar vel á meðan ég geri það og vil hafa þessa blöndu bragðmikla og góða.

  9. Ef þið notið fryst smjördeig mæli ég með að taka það út þannig plöturnar nái að þiðna svolítið áður en það er notað. Þó eiga þær ekki að vera orðnar alveg þiðnar því þá er erfiðara að vinna með smjördeigið. Það er svolítið erfitt að útskýra en þið munuð skilja þegar þið byrjið að vinna með þetta. fletjið hverja plötu aðeins út og skerið í tvennt þannig úr komi tveir ferhyrningar. Ef þið notið upprúllað kælt deig rúllið það út og skerið fyrst í tvennt langsum og svo í þrennt þannig úr komi sex kassar. Þið sjáið á einni af myndunum fyrir ofan hvernig ég gerði. Uppskriftin af fyllingunni passar í 12 bökur.

  10. Bakið við 200°c í 20 mínútur eða þar til þetta er orðið fallega gyllt að ofan.

Tófúhræra

  • 1 pakki tófú (sirka 400-450 gr)

  • olía til steikingar

  • 1 tsk hvítlauskduft

  • 1 tsk laukduft

  • 1/2 tsk túrmerik

  • 1/2 tsk paprikuduft

  • 1/2 teningur sveppakraftur

  • 3 msk vatn eða sojamjólk

  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu.

  2. Opnið tófúið og helið vatninu af því. Myljið tófúið á pönnuna.

  3. Bætið við restinni af hráefnunum og blandið vel saman.

  4. Smakkið til og bætið við kryddum ef þarf.

Bechamelsósa

  • 2 msk smjörlíki

  • 2 msk hveiti

  • 3-4 dl ósæt sojamjólk

  • 2-3 msk næringarger

  • Örlítið af hvítum pipar

  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Setið smjörlíki í pott og bræðið.

  2. Bætið hveiti saman við og hrærið vel saman með písk.

  3. Hellið mjólkinni út í 1 dl í einu og hrærið vel á milli.

  4. Bætið næringargeri og kryddum út í og smakkið til.

Hugmyndir af meðlæti:

  • Sveppir steiktir uppúr olíu, hvítlauk og salti

  • Tómatar bakaðir í ofni með olíu, timían, rósmarín, grófu salti og svörtum pipar

  • Bakaðar baunir

  • Klettasalat

  • Vínber

  • Heimagerður kryddostur

Takk fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel

-Veganistur

Vegan galette með eplum og karamellusósu

IMG_9683.jpg

Jæjaaaa….

Þá erum við loksins mættar aftur eftir nokkra mánaða pásu sem fór að mestu í að útbúa matreiðslubókina okkar sem kemur út í loks ársins. Ég (Helga) er komin aftur til Piteå og byrjuð í skólanum og er hægt og rólega að komast aftur í góða rútínu.

Það hefur sjaldan verið jafn erfitt að byrja að blogga aftur eftir pásu eins og núna. Mér hefur liðið svolítið eins og ég sé uppiskroppa með hugmyndir. Eins og allt það sem ég kunni sé nú þegar á blogginu eða í bókinni okkar. Ég hef því aðeins verið að leika mér í eldhúsinu til að finna aftur sköpunargleðina í matargerðinni. Það hefur verið ljúft að fá smá tíma til að koma mér aftur af stað og á síðustu vikum hafa allskonar hugmyndir kviknað.

IMG_9665.jpg

Ég hef tekið eftir því uppá síðkastið að galette bökur eru í mikilli tísku á Instagram. Það virðist vera eitthvað við ófullkomið og “rustic” útlitið á þeim sem heillar marga matarljósmyndara. Ég var ekki alveg sannfærð þegar ég sá myndir af þessum bökum fyrst. Mér fannst þær líta mjög vel út en skildi ekki alveg æðið. Mig fór þó með tímanum að langa að prófa og ákvað að lesa mér smá til. Galette er franskt orð yfir flata kringlóta köku. Algengt er að galette bökur séu gerðar með því að útbúa bökudeig, fletja það út og leggja yfir það fyllingu sem annað hvort er sæt eða sölt. Endarnir á deiginu eru svo brotnir yfir fyllinguna og bakan bökuð í ofninum.

IMG_9668.jpg

Ég prófaði fyrst að útbúa míní útgáfur fylltar með bláberjum og þær smökkuðust mjög vel, en ég var svolítið óþolinmóð og kældi deigið alltof stutt og notaði smjörlíki við stofuhita í stað þess að hafa það kalt eins og mælt er með að gera. Deigið var því svolítið erfitt að meðhöndla og rifnaði auðveldlega. Ég las mér svo til og fékk nokkur ráð á Instagram og komst að því að mikilvægt er að nota ískalt smjör, ískalt vatn og kæla deigið vel. Ég fór eftir þeim ráðum í dag og bakan varð dásamlega góð og allt annað að meðhöndla deigið.

IMG_9671.jpg

Um daginn kom á markað nýtt smjörlíki frá merkinu Naturli. Vegan “smörbar” smjörið þeirra hefur fengist í svolítinn tíma og hefur bókstaflega slegið í gegn því það er bæði laust við pálmaolíu og bragðast ótrúlega vel. Ég var því svakalega spennt þegar ég frétti að þau framleiddu einnig smjörlíki sem hentar til baksturs og steikingar. Smjörlíkið þeirra er eins og smörbar smjörið laust við pálmaolíu og er búið til úr shea-, kókos-, raps- og möndluolíu. Ég er nú búin að prófa að baka aðeins úr því og það er dásamlega gott. Smörbar smjörið fæst nú þegar í öllum helstu verslunum landsins en smjörlíkið er einnig væntanlegt í verslanir á næstunni.

IMG_9673.jpg

Ég er svakalega spennt að prófa fleiri útgáfur af svona galette bökum. Margir útbúa þær með tómötum og góðum jurtum. Ég sé fyrir mér að það gæti verið dásamlega gott að útbúa fyllingu úr möndlu ricotta osti, ferskum tómötum og toppa svo með ferskum jurtum, sítrónusafa og berki, sjávarsalti og ólífuolíu. Ég myndi þá sleppa sykrinum í botninum og bæta við kannski einhverjum kryddum. Eða hafa hann bara klassískan.

IMG_9684.jpg

Mér þætti gaman að heyra hvort þið hafið einhverjar óskir um uppskriftir núna í vetur. Það fer til dæmis að líða að jólunum, minni uppáhalds árstíð (já jólin eru í mínum bókum heil árstíð), og ég vil að sjálfsögðu útbúa fyrir ykkur eins mikið af gómsætum hátíðaruppskriftum og ég mögulega get! Eins og ég segi hefur pásan verið ansi löng og því þætti mér mjög vænt um ef fólk kæmi með skemmtilegar uppástungur eða áskoranir.

IMG_9689.jpg

Galette með eplum

Botninn

  • 3 og 1/2 dl hveiti

  • 1 dl sykur

  • 1/2 tsk salt

  • 120 g kalt smjörlíki

  • ca 40 ml ískalt vatn (ég byrja á því að setja 2 msk í einu og bæti svo við eftir þörfum)

  • Möndluflögur til að strá á skorpuna (má sleppa)

  • Aquafaba (kjúklingabaunasafi) til að smyrja skorpuna. Það er líka hægt að nota vegan mjólk.

Fyllingin

  • 3-4 epli (ég notaði 3 og 1/2)

  • 1 dl púðursykur

  • 2 msk sítrónusafi plús smá börkur

  • 1 msk kanill

  • 1/2 tsk malað engifer

  • 1/4 tsk múskat

  • 1 og 1/2 msk hveiti

Karamellusósa

Uppskrift HÉR

Aðferð:

  1. Blandaðu í skál hveiti, sykri og salti.

  2. Skerðu kalt smjörlíki í kubba og notaðu puttana til að brjóta það niður og blanda gróflega við hveitið. Á ensku er þetta útskýrt þannig að smjörið eigi að vera á stærð við “pea” eða græna baun. (Veit ekki aaalveg með þá myndlíkindu á íslensku hehe.)

  3. Bættu ísköldu vatni útí í skömmtum og hrærðu saman með sleif. Ég set nokkrar matskeiðar í einu og bæti svo við eftir þörf.

  4. Stráðu hveiti á borð og færðu deigið yfir á það. Ekki hnoða það mikið en mótaðu úr því kúlu. Pakkaðu henni inní plastfilmu og settu í ísskáp í klukkustund.

  5. Afhýddu eplin og skerðu niður í sneiðar.

  6. Settu þau í stóra skál og hrærðu saman við þau restinni af hráefninum. Legðu til hliðar.

  7. Stráðu hveiti á borð og flettu út deigið í hring. Leggðu fyllinguna á miðja bökuna og hafðu smá spássíu til hliðana svo hægt sé að brjóta deigið aðeins yfir. Það þarf þó ekki að vera mikið pláss, en samt þannig að það nái að pakka fyllingunni aðeins inn.

  8. Brjóttu deigið yfir. Mundu að þetta á ekki að vera fullkomið. Galette bökur eru gerðar til þess að vera svolítið rustic og heimagerðar.

  9. Pennslaðu smá aquafaba eða mjólk yfir skorpuna og stráðu yfir möndluflögum og sykri.

  10. Bakaðu við 190°c í 30-40 mínútur eða þar til bakan er orðin gyllt og fín.

  11. Útbúðu karamellusósuna á meðan.

  12. Leyfið bökunni að kólna í 10 mín áður en hún er skorin. Vanilluís eða vanillusósa er að mínu mati nauðsyn með bökunni.

Takk fyrir að lesa og ég vona innilega að ykkur líki vel.

Helga María

Gómsæt eplabaka

IMG_3649-3.jpg

Það er ekkert betra eftir góða máltíð en góður eftirréttur. Eða það finnst mér allavega. Uppáhalds eftirréttirnir mínir eru einfaldir eftirréttir, eitthvað sem þarf ekki að hafa mikið fyrir, líkt og góður vegan ís eða einföld kaka. Við erum mjög heppin með það að það er ótrúlega mikið af góðum vegan ís komin á markaðin hér á landi og er þar ísinn frá Oatly einn af mínum uppáhalds. 

IMG_3520-2.jpg
IMG_3531 (3).jpg

Þessi eplabaka er einn af mínum uppáhalds eftirrétti en það er eindfaldlega vegna þess hversu auðvelt er að útbúa hana og hversu góð hún er. Það sem mér finnst líka vera mikill kostur er að það má undirbúa hana snemma um daginn og skella henni síðan bara í ofninn eftir matinn. 

IMG_3624-4.jpg

Kakan samanstendur af grænum eplum, möndlusmjörs-karamellu (sem passar fullkomlega með eplunu) og hafradeigi sem gerir "krönsí" áferð. Bakan passar fullkomlega með vanilluísnum frá Oatly.

IMG_3643-2.jpg

Eplabaka:

Aðferð:

  1. Afhýðið eplin og skerið niður í litla bita. Setjið í eldfast mót og hellið möndlusmjörs-karamellunni yfir.

  2. Útbúið deigið með því að blanda restinni af hráefnunum saman í skál og dreifið yfir eplin. 

  3. Bakið kökuna í 30 til 35 mínútur við 180°C 

Möndlusmjörs-karamella

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í pott og leyfið suðunni að koma upp.

  2. Sjóðið í 2 til 3 mínútur og hrærið í á meðan.

Vonum að þið njótið
-Veganistur

innnes2.jpg

-Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel og Innnes-

Innbakað hátíðarOumph!

Þegar gerast skal vegan er það oft jólamaturinn sem þvælist hvað mest fyrir fólki. Hvað skal borða á jólunum? er spurning sem við fáum ótrúlega oft á hverju ári. Flestir eiga margar góðar jólaminningar og tengjast þær nánast allar mat. Margir eru mjög vanafastir og líður illa við tilhugsunina um að borða eitthvað annað en það sem þau eru vön á jólunum. Við systur komumst hinsvegar að því að jólin verða alveg jafn hátíðleg og eftirminnileg sama hvað við borðum. Vegan matur er nefnilega ekki síðri öðrum mat líkt og margir virðast oft halda. 

Við höfum báðar prófað margt, annars vegar rétti sem hafa heppnast mjög vel og hins vegar rétti sem hafa endað í ruslinu. Ein jólin var það hnetusteik sem brann við, önnur jólin hnetusteik sem var óæt og fleira þess háttar. Svo hafa það verið gómsætar sveppasúpur sem hinir í fjölskyldunni geta ekki staðist og mjög gómsætar hnetusteikur. Við höfum komist að því að það skiptir í rauninni litlu máli hvað við borðum á jólnum, svo lengi sem það er gott.  Eftir þónokkuð mörg veganjól, áramót, páska og fleiri hátíðir höfum við þó loksins fundið rétt sem okkur finnst vera fullkomin fyrir hátíðirnar. 

Helga kynntist Oumph! vörunum á undan flestum Íslendingum þar sem hún bjó í Svíþjóð, en þaðan er varan upprunalega. Fyrir þá sem ekki vita hvað Oumph! er þá er það soyjakjöt sem inniheldur einungis soyja, vatn og olíu og er lang besta soyjakjötið á markaðnum í dag að okkar mati. Helga ákvað eftir að hafa kynnst þessari vöru að gera einhvern rétt úr henni um jólin í fyrra.  Tengdamamma hennar var að innbaka einhvers konar kjöt í smjördeigi og fannst henni tilvalið að prófa bara eitthvað þess háttar með Oumphinu.

Það kom ekkert smá vel út og vörum við staðráðnar í því að fyrir jólin í ár myndum við deila uppskriftinni með ykkur. Við fundum rosalega mikla þörf fyrir uppskrift af einhverju öðru en hnetusteik fyrir þessi jól. Hnetusteik er algengasti jólamatur grænmetisæta og sumir skiljanlega komnir með smá leið á henni. Júlía er að minnsta kosti spennt fyrir því að borða eitthvað annað þessi jóla eftir að hafa borðað hnetusteikina á aðfangadag, annan í jólum, gamlárskvöld og nýársdag í fyrra.  

Innbakað hátíðarOumph! (10 bökur)

  • 1 poki OumphI (annað hvort the chunk eða garlic and thyme)

  • 1-2 skallotlaukar

  • 3 hvítlauksrif

  • 2-4 blöð grænkál, allt eftir smekk

  • 1 tsk rósmarín

  • salt og pipar eftir smekk

  • 1 dl Oatly-hafrarjómi

  • 1 tsk gróft sinnep

  • 1/2 sveppateningur

  • 1 pakki Findus smjördeig

Aðferð:

  1. Leyfið Oumphinu að þiðna þar til auðvelt er að skera það í litla bita. Saxið einnig niður laukinn og grænkálið og setjið til hliðar.

  2. Steikið Oumphið upp úr smá olíu þar til það er vel heitt og setjið síðan laukinn, grænkálið og hvítlaukinn útí ásamt kryddunum.

  3. Steikið þetta í nágóðan tíma, eða um 10 - 15 mínútur, áður en rjómanum, sveppakraftinum og sinnepinu er bætt út í.

  4. Leyfið fyllingunni að hitna vel áður en slökkt er undir, en rjóminn þarf ekki að sjóða.

  5. Fletjið hverju smjördeigsplötu örlítið út (ekki hafa áhyggjur þó þið eigið ekki kökukefli, við redduðum okkur með glerflösku hehe) og skerið í tvennt. Leggið hvern ferhyrning af smjördeigi í eitt hólf á möffinsskúffu og setjið sirka 2 msk af fyllingunni ofan í. Festið öll fjögur hornin vel saman.

  6. Penslið hverja böku með þeirra plöntusmjólk sem er til hverju sinni, það má einnig nota afgangin af hafrarjómanum og bakið við 190 °C í 20 til 30 mínútur eða þar til gullinbrúnar.

Við bárum innbakaða Oumphið fram með brúnuðum kartöflum, rauðvínssveppasósu, grænum baunum og rauðkáli.

Rauðvíns-sveppasósa

  • 100 gr sveppir

  • 1 peli Oatly-hafrarjómi (250ml)

  • 1 msk rauðvín

  • 1/2 sveppateningur

  • salt og pipar

  • 2 msk hveiti

  • 3/4 dl vatn

  1. Steikið sveppina þar þeir eru mjúkir og svolítið vökvi myndast.

  2. Bætið rjóma, rauðvíni, sveppateningi, salti og pipar á í pottinn og látið sjóða í u.þ.b. 15 mínútur,

  3. Hristið eða þeytið saman með písk vatninu og hveitinu þar til alveg kekklaust og hellið út í í mjórri bunu á meðan hrært er stanslaust í súpunni.

  4. Leyfið suðunni að koma aftur upp og slökkvið undir.

Brúnaðar kartöflur (10-12 litlar)

  • 10-12 soðnar litlar kartöflur

  • 50 gr vegan smjör

  • 100 gr sykur

  • 1/2 dl Oatly-hafrarjómi

  1. Bræðið sykurinn á meðalhita á pönnu og passið að fylgjast vel með.

  2. Setjið smjörið útí um leið og sykurinn er bráðinn svo hann brenni ekki.

  3. Þegar smjörið er bráðið er slökkt undir, rjómanum hellt útí og hrært standslaust í hálfa mínútu áður en kartöflunum er helt út í.

Njótið vel
-Veganistur