Tandorri tófúspjót með vegan raita og pönnubrauði

Einföld Tandorri tófúspjót sem eru svo ótrúlega gómsæt og svíkja engan.

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af tandorri tófúspjótum sem hægt er anars vegar að baka í ofni eða skella á grillið. Þessi spjót er svo ótrúlega einfalt að útbúa en bragðast alveg lygilega vel. Ef þið eruð mikið fyrir indverskan mat líkt og við systur verðið þið alls ekki svikin af þessum gómsætu spjótum. Við notuðum æðislega tófúið frá YIPIN en það passar einstaklega vel þar sem það er “extra firm” og heldst þar af leiðandi fullkomlega á grillspjótunum.

Tadorri tófúspjót með pönnubrauði og raita

Tadorri tófúspjót með pönnubrauði og raita
Fyrir: 2
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 30 MinEldunartími: 30 Min: 2 Hour: 3 Hour
Ótrúlega einföld tandorri spjót sem hægt er annað hvort að baka í ofni eða skella á grillið.

Hráefni:

Tandorri tófúspjót
Vegan raita
Einfalt pönnubrauð

Aðferð:

Tandorri tófúspjót
  1. Blandið saman í skál gríska jógúrtinu, tandorri kryddiblöndu, salti og pressuðu hvítlauksrifi.
  2. Skerið hvorn kubb af tófúi í 9 frekar stóra bita
  3. Setjið tófúið út í jógúrtið og veltið því upp út svo það hylji vel.
  4. Setjið plastfilmu yfir og marenerið í ísskáp í að minnsta kosti 2 klukkutíma.
  5. Setjið kubbana á 3-4 grillspjót og bakið í ofni við 210°C í 15 mínútur, takið spjótin út og snúið þeim við og bakið í 15 mínútur í viðbót.
  6. Einnig má grilla spjótin en þá er gott að velta þeim aðeins um svo þau grillist á öllum hliðum.
Vegan raita
  1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið saman.
Einfalt pönnubrauð
  1. Hitið pönnu á frekar háum hita
  2. Blandið saman þurrefnunum.
  3. Hellið vatninu og olíunni saman við og blandið saman þar til þið fáið flott deig.
  4. Skiptið deiginu í fjóra hluta.
  5. Stráið smá hveiti á borðið og fletjið deigið úr.
  6. Steikið brauðið í nokkrar mínútur á hvorri hlið á þurri pönnu.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Klassískt ceasar salat


Klassískt ceasar salat í vegan útgáfu með VFC “kjúklinga”lundum

Ótrúlega gott, einfalt salat með vegan ceasar dressingu. Ég elska að fá mér gott salat á sumrin en þetta er akkúrat fullkomið sumarsalat að mínu mati. “kjúklinga”lundirnar frá VFC passa fullkomlega í salati en þær eru með stökkum, bragðgóðum hjúp sem gefur salatinu extra “kröns”. Uppskriftin er fyrir eitt salat sem er nóg sem heil máltíð og svo er ekkert mál að margfalda eftir því hversu margir munu borða.


Klassískt ceasar salat með heimagerðri dressingu

Klassískt ceasar salat með heimagerðri dressingu
Fyrir: 1
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 22 Min: 32 Min

Hráefni:

Ceasar salat
Heimagerð vegan ceasar dressing

Aðferð:

Ceasar salat
  1. Byrjið á því að rista brauðteningana við 220°C á grillstillingu í ofni. Fylgist vel með og hristið þá aðeins til þegar þeir eru orðnir gullnir efst. Þetta tók sirka 6 mínútur á hvorri hlið hjá mér, 12 í heildina.
  2. Setjið VFC lundirnar í ofn á 200°C í 14 mínútur
  3. Útbúið sósuna.
  4. Skerið salatið niður, setjið út í brauðteninga og lundirnar. Blandið sósunni vel saman við og rífið parmesan yfir.
Heimagerð vegan ceasar salat
  1. Blandið öllum hráefnum nema vatninu saman í skál. Bætið örlitlu vatni út í þangað til þið fáið þá þykkt sem þið viljið. Smakkið til með salti og pipar.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi fersla er unnin í samstarfi við VFC -