Vegan ostakökueftirréttur með mangó og ástaraldin

Vegan ostakökueftiréttur með mangó- och ástaraldin. Einfaldur, bragðgóður og skemmtilegur eftirréttur að bjóða uppá í matarboði eða við önnur tilefni. Ég ber hann fram í fallegum glösum sem gerir það að bæði er auðvelt að útbúa hann og þægilegt að borða.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi og ég notaði gómsæta mangó- og ástaraldinmarmelaðið þeirra í eftirréttinn. Marmelaðið er ótrúlega gott og gaf ferskleikann sem passaði fullkomlega með ostakökunni sem annars er mjög sæt. Við elskum sulturnar frá St. Dalfour. Hágæða vörur með skemmtilegum bragðtegundum sem bjóða uppá skemmtilega möguleika.

Botninn er úr digestive kexi og hann gefur eftirréttinum seltu svo saman myndar hvert lag æðislegan “balans”. Eftirréttinn er hægt að setja í glös eða litlar skálar og kæla en það er líka hægt að setja hann í form og frysta og gera þá sem frysta ostaköku. Við erum nú þegar með nokkrar uppskriftir af slíkum kökum.

Til að hafa þetta sem einfaldast og þægilegast ákvað ég að gera svona kældan eftirrétt. Eitthvað sem hægt er að gera með stuttum fyrirvara og sem þægilegt er að bera fram.

Þessi eftirréttur er virkilega braðgóður. Þetta er líka tilvalin uppskrift að senda á fjölskyldu og vini sem halda að það sé erfitt að gera vegan eftirrétti. Þetta gæti ekki verið einfaldara!

Sjáiði bara hversu fallegur hann er. Við borðum jú fyrst með augunum er það ekki?! :D

Vegan ostakökueftirréttur með mangó- og ástaraldinmarmelaði (3-4 skammtar)

Hráefni:

  • 200 gr. Digestive kex

  • 100 gr. smjörlíki

  • 1.5 dl vegan vanillusósa

  • 1.5 dl vegan þeytirjómi

  • 150-250 gr vegan rjómaostur (sumir eru 150 og aðrir 250 og það virkar að nota einn bara)

  • 2 msk vanillusykur

  • 1 dl sykur

  • 1 krukka mangó og ástaraldinmarmelaði frá St. Dalfour

Aðferð:

  1. Bræðið smjörlíkið.

  2. Myljið kexið í matvinnsluvél og blandið smjörlíkinu út í. Leggið til hliðar.

  3. Þeytið rjómann og vanillusósuna saman og leggið til hliðar.

  4. Þeytið í annarri skál rjómaostinn, sykurinn og vanillusykurinn.

  5. Blandið rjómaostablöndunni varlega saman við þeytta rjómann.

  6. Setjið mulið kex í glas, litlar glerkrukkur eða skálar og pressið niður svo það verði svolítið þétt.

  7. Bætið ostakökufyllingu yfir svo hun fylli næstum glasið

  8. Setjið í kæli í a.m.k 2 tíma eða í frysti i 1 tíma

  9. Takið út og toppið með marmelaðinu og berið fram.

Takk fyrir að lesa og vona að ykkur líki uppskriftin

-Helga María

-Þessi uppskrift er í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi-

 
 

Vegan hakkabuff með rjómakenndri lauksósu

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af einföldu vegan hakkabuffi með lauksósu og kartöflugratín. Einfaldur heimilismatur sem er bragðgóður og saðsamur. Mér finnst best að bera hakkabuff fram með rjómakenndri lauksósu og annaðhvort kartöflugratíni eða soðnum kartöflum. Þegar ég spái í því held ég að allar kartöflur passi með hvort sem það eru þær sem ég hef þegar nefnt eða kartöflumús, franskar eða ofnbakaðar. Súrar gúrkur og sulta er svo “möst” að mínu mati. Ég notaði sænska títuberjasultu en rifsberjasulta myndi einnig passa fullkomlega með!

Færsla dagsins er í samstarfi við Anamma á Íslandi. Formbar hakkið frá þeim er það allra besta í svona hakkabuff. Það er ólikt venjulegu vegan hakki að því leiti að auðvelt er að móta það í buff, bollur eða borgara án þess að þurfa að nota önnur bindiefni með. Það er því nóg að krydda eftir smekk, forma buff og elda. “Formbar” hakkið fæst í Hagkaupum, Vegan búðinni, Fjarðarkaupum og Melabúðinni.

Eitt af markmiðum mínum fyrir komandi ár er að vera dugleg að birta uppskriftir af góðum hversdagslegum heimilismat sem er einfaldur en á sama tíma bragðgóður og spennandi. Við viljum að grænkerar hafi endalaust af hugmyndum af góðum mat að elda og elskum að deila með ykkur uppskriftum af gómsætum vegan mat.

Sjáið þennan fallega steikta lauk. Hann gefur sósunni svo gómsætt bragð.

Það er svo ótrúlega auðvelt að útbúa þessi gómsætu vegan hakkabuff og ég elska að leyfa þeim að malla aðeins í rjómakenndri lauksósunni í lokinn.

Vegan hakkabuff með rjómakenndri lauksósu

Hráefni:

  • Olía til steikingar

  • 500 gr formbar hakk frá Anamma (hakkinu leyft að þiðna þar til það er kallt eins og úr ísskáp)

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 msk fljótandi grænmetiskraftur eða 1/2 grænmetisteningur muldur niður

  • 1 msk sojasósa

  • 1 msk vegan matreiðslurjómi

  • 1 msk gróft sinnep

  • Salt og pipar eftir smekk

Lauksósa:

  • Olía að steikja upp úr

  • 1 mjög stór laukur eða 2 venjulegir

  • 400 ml vegan matreiðslurjómi

  • 1/3 teningur sveppakraftur eða grænmetiskraftur

  • 1/2-1 tsk sojasósa

  • 1 tsk þurrkað timían

  • Salt og pipar eftir smekk (farið varlega í saltið því bæði sveppakrafturinn og sojasósan gefa mikla seltu)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að gera buffin tilbúin til steikingar. Látið hakkið þiðna en hafið það þó kalt þegar þið meðhöndlið það. Ef það nær of miklum hita verður erfiðara að móta það. Ég miða við að það sé við það hitastig sem það væri beint úr kæliskáp. Þetta tekur 30-40 mínútur. Ég hef þó sjálf sett hakkið í örbylgjuna á afþýðingu ef ég lendi í stressi og það skemmdi alls ekki fyrir.

  2. Setjið hakkið í skál ásamt restinni af hráefninum og blandið saman með höndunum. Mótið 4 buff og leggið til hliðar.

  3. Skerið laukinn niður í þunna strimla og steikið á pönnu uppúr olíu. Saltið laukinn örlítið svo hann svitni vel. Leyfið honum að steikjast í nokkrar mínútur þar till hann fær gylltan og fínan lit. Takið hann þá af pönnunni og leggið til hliðar en þrífið pönnuna ekki því við steikjum buffin beint á henni og laukurinn gefur bara gott bragð.

  4. Bætið við meiri olíu á pönnuna og steikið buffin á meðalháum hita þar til þau eru vel steikt á báðum hliðum. Þau eru svolítið þykk svo það þarf að passa að þau séu steikt í gegn. Þau eiga að hafa fengið meira “þétta” áferð þegar potað er í þau.

  5. Bætið lauknum aftur á pönnuna með buffunum og bætið við restinni af sósuhráefnunum og hrærið svo hún blandist vel. Ég myl niður sveppakraftinn svo hann blandist auðveldlega í sósuna. Piprið eftir smekk og saltið smá þó það sé að mínu mati ekki þörf á miklu salti.

  6. Berið fram með meðlæti að eigin vali. Ég hafði með þeim súrar gúrkur, títuberjasultu og kartöflugratín, en uppskriftina af gratíninu finniði HÉRNA.

Takk fyrir að lesa og vona að þið njótið!

-Helga María

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi-

 
 

Einfalt vegan kartöflugratín

Kartöflugratín. Eitt af mínu uppáhalds meðlæti. Kartöflur, vegan rjómi, vegan ostur, góð krydd. Dásamlega gott!

Ég elska gott meðlæti. Mér þykir stundum meðlætið mikilvægara en aðalrétturinn. Ég myndi t.d. frekar panta mér franskar og vegan kokteilsósu án hamborgara en einungis hamborgara með engum frönskum. Eins myndi ég auðveldlega getað borðað eintómt kartöflugratín. Kartöflugratín, grænar baunir og sveppasósa, dýrindis kvöldmatur. Nei nú er ég kannski farin að ganga aðeins of langt, en þið skiljið hvert ég er að fara. Meðlæti er gríðarlega mikilvægt.

Kartöflugratín er eitt af þessu meðlæti sem passar með öllu. Það getur bæði verið hversdagslegt og hátíðlegt og ég borða það bæði með þriðjudagskvöldmatnum og á aðfangadagskvöld.

Ég gerði þetta gratín sem meðlæti með þessu vegan hakkabuffi um daginn og það var fullkomið saman!

Kartöflugratín

Hráefni:

  • 25 gr. smjörlíki að smyrja í eldfasta mótið

  • 750 gr kartöflur

  • 300 ml vegan matreiðslurjómi

  • 200 ml vegan mjólk (mæli með haframjólk eða ósætri sojamjólk)

  • 2-3 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk þurrkað timían

  • Örlítið af hvítum pipar

  • Salt og pipar eftir smekk

  • Rifinn ostur eftir smekk til að dreyfa yfir. Ég notaði u.þ.b. 70 gr.

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°c

  2. Smyrjið eldfast mót með smjörlíki

  3. Skerið kartöflurnar niður í mjög þunnar sneiðar. Ég notaði mandólin. Ég leyfði hýðinu að vera á.

  4. Raðið kartöflunum í formið og hellið út á rjómanum, mjólkinni, kryddið og stráið yfir ostinum

  5. Setjið álpappír yfir og leyfið kartöflunum að bakast í 60 mínútur. Mér finnst best að baka þær hægt. Stingið í og sjáið hvort kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Ef ekki, leyfið þeim að bakast aðeins lengur.

  6. Takið þær út, hækkið hitann í 200°c og setjið þær örlítið hærra í ofninn í 10 mínútur svo ofninn fái fínan lit.

Takk fyrir að lesa og vona að þið njótið

-Helga María

Vegan jólakleinur

Vegan jólakleinur með kanilsykri. Er til eitthvað betra? Svo undursamlega góðar og skemmtilegt að bjóða uppá um aðventuna!

Okkur langaði að baka eitthvað klassískt íslenskt en langaði að gera það með skemmtilegu tvisti. Kleinur var það fyrsta sem okkur datt í hug. En ekki bara kleinur, heldur jólakleinur. Guð minn almáttugur hvað þær smakkast vel. Ég sit hérna í sófanum mínum í Piteå, sár út í sjálfa mig að hafa ekki tekið nokkrar kleinur með mér frá Íslandi.

Hráefni:

  • 1 kg hveiti

  • 350 gr sykur

  • 100 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • Hörfræegg

    • 2 msk möluð hörfræ

    • 100 ml vatn

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk hjartasalt

  • 2 tsk kanill

  • 1/4 tsk engifer

  • 1/2 tsk negull

  • 5 dl plöntumjólk

  • 3 tsk kardimommudropar

  • 1 tsk vanilludropar

  • 2 msk eplaedik

  • 2-3 stykki hörð steikingarolía

  • Kanilsykur til að velta kleinunum upp úr eftir að þær eru steiktar

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál. Blandið hörfræeggið í litla skál og setjið til hliðar.

  2. Skerið mjúkt smjörlíki í teninga og blandið saman við þurrefnin með höndunum þar til það hefur blandast við hveitiblönduna.

  3. Blandið mjólkinni, hörfræegginu,dropum og eplaediki saman í annarri skál og hellið síðan saman við hveitiblönduna. Hnoðið saman í hrærivél eða blandið saman með sleif þar til öll hráefni eru komin vel saman. B

  4. Hellið á hveitiþakið borð og hnoðið saman í kúlu. Fletjið út þar til það er tæplega 1 cm í þykkt og skerið út tígla. Skerið gat í hvern tígul og snúið kleinunni í gegn.

  5. Hitið olíuna í stórum potti. Það er gott að vita hvenær olían er orðin nógu heit með því að setja lítinn bút af deigi út í olíuna en það á að fljóta upp að yfirborðinu og verða fallega ljósgyllt á annari hliðinni á nokkrum sekúndum.

  6. Steikið kleinurnar í sirka 1-2 mínútur á hverri hlið.

  7. Setjið kleinurnar á eldhúsbréf um leið og þær koma upp úr olíunni og látið hvíla í 4-5 mínútur og veltið síðan upp úr kanilsykri.

Vegan jólastjarna með appelsínusúkkulað

Í dag ætlum við að deila með ykkur uppskrift af fallegri vegan jólastjörnu. Deigið er hefðbundið kanilsnúðadeig en fyllingin er hátíðleg og góð appelsínusúkkulaðifylling. Þessi jólastjarna er skemmtileg tilbreyting frá kanilsnúðum og slær heldur betur í gegn í aðventukaffinu eða jólaboðinu.

Við erum gríðarlega spenntar fyrir jólunum og þessi fallega stjarna kom okkur svo sannarlega í jólaskap. Það er erfitt að útskýra með orðum hvernig stjarnan er gerð án þess að láta það hljóma meira flókið en það í raun er. Þess vegna mælum við með því að horfa á nýjasta reelið okkar á Instagram en þar sýnum við hvernig hún er búin til.

Stjörnuna er auðvitað hægt að gera með hvaða fyllingu sem er, en við mælum mikið með appelsínusúkkulaði. Það er virkilega hátíðlegt og gott!

Hráefni:

  • 5 dl plöntumjólk

  • 100 gr smjörlíki

  • 1 pakki þurrger

  • 1 1/2 dl sykur

  • 1 tsk kardimommudropar

  • 10-12 dl hveiti

Aðferð:

  1. Bræðið smjörlíki í potti við lágan hita og bætið mjólkinni út í þegar það er alveg bráðnað. Hellið mjólkurblöndunni í skál og leyfið henni að kólna ef hún er of heit en hún á að vera sirka við líkamshita (37°C). Okkur finnst best að nota fingurinn til að mæla hitan en þegar við finnum ekki fyrir hitabreytingu er hitastigið rétt.

  2. Straið þurrgeri yfir mjólkina og einni teskeið af sykri og leyfið þessu að standa í 10 mínútur.

  3. Bætið restinni af hráefnunum út í og hnoðið saman. Hnoðið deigið í dágóða stund annað hvort í höndunum eða í hrærivél. Deigið á að vera frekar blautt en samt auðvelt að meðhöndla með höndunum án þess að það klessist.

  4. Leyfið deiginu að hefast í skál með hreinu viskustykki yfir í allavega klukkustund áður en það er flatt út.

  5. Skiptið deiginu í fjórar jafn stórar kúlur.

  6. Fletjið hverja kúlu út í hring sem er aðeins stærri í stór matardiskur. Notið matardisk til að skera út fullkomin hring úr hverjum bita af deigi.

  7. Skiptið fyllingunna í þrjár jafnstóra hluta. Byrjið á því að smyrja einum hluta af fyllingu á einn deighring og strá söxuðu appelsínusúkkulaði yfir, setjið síðan annan deighring ofan á, smyrjið fyllingu þar yfir og stráið appelsínusúkkulaði yfir, setjið síðan þriðja deighringinn yfir og smyrjið síðasta hlutanum af fyllingu yfir ásamt söxuðu appelsínusúkkulaði áður en þið setjið síðasta hringin af deigi efst.

  8. Setjið glas eða hringlótt piparkökuform í mitt deigið og skerið deigið í 16 bita út frá hringnum í miðjunni. Það er best að gera með því að skera fyrst í miðjunni í 4 áttir frá miðju. Skera síðan hvern part í helming og síðan aftur í helming.

  9. Takið í tvo hluta í einu og snúið þeim í tvo hringi frá hvorum öðrum og festin endana síðan vel saman.

  10. Bakið við 180°C í 35 til 40 mínútur eða þar til stjarnan er fallega gyllt að ofan.

  11. Blandið saman 1 dl af vatni og 1 dl af sykri í skál og hrærið þar til sykurinn er uppleystur.

  12. Takið stjörnuna út og penslið með sykurblöndunni um leið. Leyfið henni síðan að kólna aðeins áður en hún er borin fram.

Appelsínusúkkulaðifylling

  • 150 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • 1 dl púðursykur

  • 1 msk flórsykur

  • 2 msk kakó

  • Appelsínubörkur af einni appelsínu

  • Appelsínusafi úr hálfri appelsínu

  • 2 plötur niðursaxað appelsínusúkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Blandið öllu nema appelsínusúkkulaðinu saman í skál.

  2. Saxið appelsínusúkkulaðið niður og setjið í aðra skál.

Takk fyrir að lesa og njótið!

-Veganistur

Vegan jólabakstur - þrjár gómsætar uppskriftir

Uppáhalds árstíðin okkar systra er gengin í garð. Loksins! já, ég segi árstíð, vegna þess að svoleiðis lítum við á jólahátíðina. Við elskum stemninguna sem fylgir jólunum. Fallegar jólaseríur og skraut, jólalögin, smákökubakstur, heitt súkkulaði, væmnar jólamyndir og góður matur er brot af því sem gerir það að verkum að okkur þykir svona vænt um þennan tíma.

Færsla dagsins er í sama þema og sú sem við birtum í gær en hún er tileinkuð jólabakstri. Við ætlum í dag að deila með ykkur þremur uppskriftum af gómsætum jólabakstri. Við erum nú þegar ég fullt af skemmtilegum uppskriftum af bakstri fyrir hátiðirnar og þessar þrjár eru virkilega skemmtileg viðbót við þær. Hér á síðunni okkar eiga allir að geta fundið eitthvað skemmtilegt að baka! Allar uppskriftir dagsins finnurðu neðst í færslunni.

Á næstu vikum munum við birta færslur í samstarfi við Krónuna. Öll hráefnin sem við notum í þær færslur fást þar. Við höfum lengi unnið með Krónunni og okkur þykir gríðarlega vænt um það samstarf. Krónan leggur sig fram við að bjóða upp á góðar og vandaðar matvörur fyrir grænkera og úrvalið hjá þeim af skemmtilegum vegan mat fyrir jólin er alltaf til fyrirmyndar. Við erum þess vegna mjög spenntar að deila með ykkur gómsætum uppskriftum þar sem þið getið fundið allt í sömu verslun og gert dásamlega góðan mat fyrir jólin.

Færsla dagsins er einnig í samstarfi við Happi. Happi er gómsætt vegan súkkulaði úr haframjólk sem kom nýlega í verslanir Krónunnar. Við grænkerarnir fögnum því alltaf þegar hægt er að kaupa vegan súkkulaði sem er ekki bara hið hefðbundna suðusúkkulaði heldur vegan mjólkursúkkulaði. Happi er akkúrat svoleiðis súkkulaði og þau bjóða uppá nokkrar spennandi bragðtegundir. Í færslu dagsins ætlum við að nota tvær týpur. Fyrri týpan er appelsínusúkkulaði sem þið sjáið á myndunum hér að ofan. Okkur fannst það passa dásamlega í fyrstu uppskrift færslunnar.

Sú uppskrift er af þessari fallegu jólastjörnu. Deigið er hefðbundið kanilsnúðadeig en fyllingin er hátíðleg og góð appelsínusúkkulaðifylling. Þessi jólastjarna er skemmtileg tilbreyting frá kanilsnúðum og slær heldur betur í gegn í aðventukaffinu eða jólaboðinu. Uppskriftina finnurðu neðst í færslunni.

Við vildum baka eitthvað klassískt íslenskt en langaði að gera það með skemmtilegu tvisti. Kleinur. En ekki bara kleinur, heldur jólakleinur. Guð minn almáttugur hvað þær smakkast vel. Ég sit hérna í sófanum mínum í Piteå, sár út í sjálfa mig að hafa ekki tekið nokkrar kleinur með mér frá Íslandi.

Eigið þið fjölskyldumeðlim sem er skeptískur á að vegan matur sé góður? Skellið þessum kleinum á borðið og sjáið hversu margar hverfa á nokkrum mínútum! ;)

Sjáið hvað þær eru fallegar?! Ef þessar kleinur koma fólki ekki í jólaskap þá veit ég ekki hvað!

Í sjálfum kleinunum eru jólaleg og góð krydd og svo er þeim velt úppúr kanilsykri. NAMM!

Það er svo sannarlega hægt að baka góðar vegan kleinur. Það tók okkur mörg ár að þora að prófa það sjálfar, en við birtum upprunalega sjálfa kleinuuppskriftina í bókinni okkar. Það var kominn tími til að skella henni á bloggið fannst okkur og tilvalið að gera hana með jólatvisti! Uppskriftina finnurðu neðst í færslunni.

Þriðja og síðasta uppskrift dagsins er af smákökum með hvítu súkkulaði og trönuberjum. Súkkulaðið sem við notum í kökurnar er frá Happi og er hvítt súkkulaði með þurrkuðum hindberjum. Svo undursamlega gott!

Okkur langaði að gera skemmtilegar súkkulaðibitakökur sem væru aðeins öðruvísi en þær sem við erum vanar að gera. Þegar við sáum þetta hvíta súkkulaði frá Happi vissum við strax að við vildum nota það í kökurnar. Því sjáum við svo sannarlega ekki eftir.

Við mælum með þessum kökum sem viðbót við þær sortir sem þíð ætlið ykkur að baka. Deigið sjálft hefðum við auðveldlega getað hámað í okkur, svo ótrúlega gott! Þið getið rétt ímyndað ykkur jólaskapið sem við komumst í við að baka allar þessar kræsingar.

Jólastjarna með appelsínusúkkulaðifyllingu:

Hráefni:

  • 5 dl plöntumjólk

  • 100 gr smjörlíki

  • 1 pakki þurrger

  • 1 1/2 dl sykur

  • 1 tsk kardimommudropar

  • 10-12 dl hveiti

Aðferð:

  1. Bræðið smjörlíki í potti við lágan hita og bætið mjólkinni út í þegar það er alveg bráðnað. Hellið mjólkurblöndunni í skál og leyfið henni að kólna ef hún er of heit en hún á að vera sirka við líkamshita (37°C). Okkur finnst best að nota fingurinn til að mæla hitan en þegar við finnum ekki fyrir hitabreytingu er hitastigið rétt.

  2. Straið þurrgeri yfir mjólkina og einni teskeið af sykri og leyfið þessu að standa í 10 mínútur.

  3. Bætið restinni af hráefnunum út í og hnoðið saman. Hnoðið deigið í dágóða stund annað hvort í höndunum eða í hrærivél. Deigið á að vera frekar blautt en samt auðvelt að meðhöndla með hreinum höndum án þess að það klessist. Í hrærivél losnar það frá skálinni þegar það hefur náð réttri áferð.

  4. Leyfið deiginu að hefast í skál með hreinu viskustykki yfir í allavega klukkustund áður en það er flatt út.

  5. Skiptið deiginu í fjórar jafn stórar kúlur.

  6. Fletjið hverja kúlu út í hring sem er aðeins stærri í stór matardiskur. Notið matardisk til að skera út fullkomin hring úr hverjum bita af deigi.

  7. Skiptið fyllingunna í þrjár jafnstóra hluta. Byrjið á því að smyrja einum hluta af fyllingu á einn deighring og strá söxuðu appelsínusúkkulaði yfir, setjið síðan annan deighring ofan á, smyrjið fyllingu þar yfir og stráið appelsínusúkkulaði yfir, setjið síðan þriðja deighringinn yfir og smyrjið síðasta hlutanum af fyllingu yfir ásamt söxuðu appelsínusúkkulaði áður en þið setjið síðasta hringin af deigi efst.

  8. Leggið glas eða kringlótt piparkökuform á mitt deigið og skerið deigið í 16 hluta út frá hringnum í miðjunni. Það er best að gera með því að skera fyrst frá miðjunni í 4 hluta. Skera síðan hvern part í helming og síðan aftur í helming. Þannig að lokum eru þetta 16 lengjur.

  9. Takið í tvo hluta í einu og snúið þeim í tvo hringi frá hvorum öðrum og festið endana síðan vel saman.

  10. Pennslið stjörnuna með haframjólk

  11. Bakið við 180°C í 35 til 40 mínútur eða þar til stjarnan er fallega gyllt að ofan.

  12. Blandið saman 1 dl af vatni og 1 dl af sykri í skál og hrærið þar til sykurinn er uppleystur.

  13. Takið stjörnuna út og penslið með sykurblöndunni um leið. Leyfið henni síðan að kólna aðeins áður en hún er borin fram.

  14. Stráið yfir flórsykri (Má sleppa)

Appelsínusúkkulaðifylling

  • 150 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • 1 dl púðursykur

  • 1 msk flórsykur

  • 2 msk kakó

  • Appelsínubörkur af einni appelsínu

  • Appelsínusafi úr hálfri appelsínu

  • 2 plötur niðursaxað appelsínusúkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Blandið öllu nema appelsínusúkkulaðinu saman í skál.

  2. Saxið appelsínusúkkulaðið niður og setjið í aðra skál.



Vegan jólakleinur

Hráefni:

  • 1 kg hveiti

  • 350 gr sykur

  • 100 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • Hörfræegg

    • 2 msk möluð hörfræ

    • 100 ml vatn

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk hjartasalt

  • 2 tsk kanill

  • 1/4 tsk engifer

  • 1/2 tsk negull

  • 5 dl plöntumjólk

  • 3 tsk kardimommudropar

  • 1 tsk vanilludropar

  • 2 msk eplaedik

  • 2-3 stykki hörð steikingarolía

  • Kanilsykur til að velta kleinunum upp úr eftir að þær eru steiktar

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál. Blandið hörfræeggið í litla skál og setjið til hliðar.

  2. Skerið mjúkt smjörlíki í teninga og blandið saman við þurrefnin með höndunum þar til það hefur blandast við hveitiblönduna.

  3. Blandið mjólkinni, hörfræegginu,dropum og eplaediki saman í annarri skál og hellið síðan saman við hveitiblönduna. Hnoðið saman í hrærivél eða blandið saman með sleif þar til öll hráefni eru komin vel saman.

  4. Hellið á hveitiþakið borð og hnoðið saman í kúlu. Fletjið út þar til það er tæplega 1 cm í þykkt og skerið út tígla. Skerið gat í hvern tígul og snúið kleinunni í gegn.

  5. Hitið olíuna í stórum potti. Það er gott að vita hvenær olían er orðin nógu heit með því að setja lítinn bút af deigi út í olíuna en það á að fljóta upp að yfirborðinu og verða fallega ljósgyllt á annari hliðinni á nokkrum sekúndum.

  6. Steikið kleinurnar í sirka 1-2 mínútur á hverri hlið.

  7. Setjið kleinurnar á eldhúsbréf um leið og þær koma upp úr olíunni og látið hvíla í 4-5 mínútur og veltið síðan upp úr kanilsykri.



Smákökur með hvítu súkkulaði og trönuberjum

Hráefni:

  • 250 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 dl sykur

  • 1 tsk vanilludropar

  • 4 1/2 dl hveiti

  • 1 tsk lyftiduft

  • örlítið salt

  • 160 gr hvítt súkkulaði með hindberjum frá HAPPI

  • 1 dl þurrkuð trönuber

Aðferð:

  1. Þeytið saman smjörlíki, sykur og vanilludropa í 4-5 mínútur á háum styrk.

  2. Bætið hveiti, lyftidufti og salti út í og hrærið saman þar til öll hráefni eru komin saman.

  3. Saxið súkkulaðið og blandið saman við deigið ásamt trönuberjunum

  4. Mótið litlar kúlur með höndunum og bakið í 8-9 mínútur við 180°C

Við vonum innilega að þessar uppskriftir komi ykkur í jafn mikið jólaskap og okkur sjálfum. Taggið okkur endilega á Instagram ef þið gerið eitthvað af uppskriftunum okkar, við verðum alltaf jafn glaðar að sjá það! <3

-Þessi færsla er í samstarfi við Krónuna og öll hráefnin í uppskriftirnar fást þar. Færslan er einnig í samstarfi við Happi, vegan súkkulaði úr haframjólk-

 
 
 
 


Smákökur með tvöföldu súkkulaði og sjávarsalti

Það kemur örugglega engum á óvart að jólin eru uppáhalds tími ársins hjá okkur systrum og þá sérstaklega hvað varðar mat. Við systur erum búnar að eyða síðustu vikum í að prófa og mynda nýjar hátíðlegar uppskriftir og það mun svo sannarlega ekki vanta nýjar jólauppskriftir á blogginu hjá okkur í ár. Fyrsta hátíðlega færslan eru þessar ótrúlega góðu súkkulaðismákökur með tvöföldu súkkulaði.

Smákökurnar eru einskonar “brownie” smákökur og eru þær alveg stútfullar af súkkulaði, ótrúlega mjúkar og gómæstar. Þær eru nánast eins og gott konfekt og henta því einstaklega vel með kaffibollan eða jafnvel eftir góða máltíð.

Ég notaði cocospread súkkulaðismyrjuna frá violife í kökurnar sem gerir þær extra mjúkar og bragðgóðar, en síðan er stráð örlítið af sjávarsalti yfir hverja köku sem dregur enn frekar fram djúpa súkkulaðibragðið. Við mælum með að allir prófi þessar kökur og fylgist með okkur næstu vikur þar sem við munum birta mikið af nýjum uppskriftum.

Hráefni:

  • 1 dolla violife cocospread (150 gr)

  • 50 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • 100 gr suðusúkkulaði

  • 1 dl sykur

  • 1 dl púðursykur

  • 2 1/2 dl hveiti

  • 1 tsk lyftiduft

  • 2 msk kakóduft

  • 150 gr saxað suðusúkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða smjörlíki og 100 gr suðusúkkulaði í potti við lágan hita eða yfir vatnsbaði.

  2. Þeytið saman cocospread, sykur og púðursykur í hrærivél eða með handþeytara í 4-5 mínútur

  3. Hellið súkkulaðismjör blöndunni hægt út í sykurblönduna og hafið hrærivélina í gangi á meðan á lágri stillingu.

  4. Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið síðan saman við blautu hráefnin.

  5. Saxið 150 gr af suðusúkkulaði og bætið út í deigið.

  6. Kælið deigið í að minnsta kosti 4 klst eða yfir nótt.

  7. Mótið í litlar kúlur og bakið við 180°C í 8-10 mínútur. Leyfið þeim að kólna á plötunni áður en þið takið þær af.

-Njótið vel og endilega verið dugleg að tagga okkur á instagram þegar þið eruð að baka uppskriftirnar okkar. <3

- Færslan er unnin í samstarfi við Violife á Íslandi -