Tvennskonar OREO eftirréttir │ Veganistur TV │2. þáttur

Brownie með OREO kexi smákökudeigi

  • Brownie deig

    • 4 Hörfræegg

      • 4 msk mölup hörfræ

      • 12 msk vatn

    • 350 gr vegan smjörlíki eða smjör

    • 5 dl sykur

    • 2 tsk vanilludropar

    • 5 dl hveiti

    • 2 1/2 kakóduft

    • 2 tsk lyftiduft

    • 1 tsk salt

    • 3 dl Oatly haframjólk

  • 1 pakki double cream eða venjulegt OREO

  • Smákökudeig

    • 100 gr vegan smjör eða smjörlíki

    • 1 dl sykur

    • 3/4 dl púðusykur

    • 1 hörfræegg (má skipta út fyrir 1/4 dl Oatly haframjólk

      • 1 msk möluð hörfræ

      • 3 msk vatn

    • 2 1/2 dl hveiti

    • 1/2 tsk matarsódi

    • 1 tsk vanilludropar

    • 100 gr suðusúkkulaði eða gott vegan súkkulaði

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa brownie deigið en þá er byrjað á því bræða saman smjörlíki, sykurinn og vanilludropana á meðalháum hita svo það brenni ekki við. Hrærið í smjörlíkisblöndunni allan tíman.

  2. Blandið þurrefnunum í skál og hrærið þau örlítið saman.

  3. Hellið smjörlíkisblöndunni, mjólkinni og hörfræeggjunum út í og hrærið vel saman.

  4. Hellið deiginu í stálpönnu sem þolir að fara í ofn, eldfast mót eða litla ofnskúffu.

  5. Brjótið oreo kexin of dreyfið þeim jafnt yfir kökuna

  6. Útbúið smákökudeigið en þá er byrjað á því að þeyta saman smjörlíki, sykur og púðursykur þar til létt og ljóst

  7. Bætið út í hörfræegginu út í og þeytið aðeins lengur

  8. Blandið þurrefnunum saman í skál og bætið þeim út í smjörblænduna og hrærið vel saman. Deigið á að vera frekar klístrað en samt þannig að hægt sé að móta það í höndunum.

  9. Dreyfið deiginu jafnt yfir alla kökuna og bakið hana í u.þ.b. 45 mínútur í 180°C heitum ofni. Takið kökuna út og leyfið henni að standa í allavega 15 mínútur áðurn en hún er borinn fram.

Kakan hentar fullkomlega með Oatly ís.

Djúpsteikt oreo

  • Pönnukökudeig

    • 2,5 dl hveiti

    • 1 msk sykur

    • 2 tsk lyftiduft

    • örlítið salt

    • 2,5 dl mjólk

    • 2 msk olía

    • 1 tsk vanilludropar

    • 2 tsk eplaedik

  • 1 pakki Double cream eða venjulegt OREO

  • 2 pakkar (sirka 1 kg) palmin feiti eða önnur góð steikingarolía

Aðferð:

  1. Útbúið pönnukökudeigið en þá byrjið þið á að blanda þurrefnunum saman í skál og hræra örlítið saman.

  2. Bætið mjólkinni, olíunni, vanilludropunum og eplaediku út í og hrærið

  3. Hitið steikingarolíuna á hæstu stillingu þar til hún hefur bráðnað alveg. Mér finnst gott að prófa hvort olían sé orðin nógu heit með því að setja smá pönnukökudeig út í og sjá hversu fljótt það er að verða steikt og fallega gyllt. Þegar pönnukökudeigið verður fallega gyllt á sirka 1 mínútu er það tilbúið og fínt að lækka hitan um 1 eða 2. Ég t.d. lækka úr 9 í 7,5.

  4. Veltið hverju oreo kexi fyrir sig upp úr pönnukökudeigi og setjið út í olíuni. Steikið í sirka 1 til 1,5 mínútu á hvorri hlið og takið síðan upp og leyfið hverri köku að hvíla í nokkrar mínútur á eldhúsbréfi áður en þær eru bornar fram.

Kökurnar eru fullkomnar með Oatly ís eða vegan þettur rjóma.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi.

 
 
KRONAN-merki.png
Oatly_logo_svart.png
 

Hollar prótein smákökur

Síðustu vikur (eða mánuði…) hef ég líkt og flestir verið mikið heima, mikið að vinna í tölvunni og dagarnir oft lengri en venjulega. Ég hef mikið verið að “mönnsa” og borða mishollan mat yfir daginn og þá sérstaklega þegar ég sit við tölvuna allan daginn. Matarræðið hefur því ekki alveg verið upp á tíu og ég enda oft á að borða mikið af óhollum mat, nammi, vegan bakkelsi og fleiru í þá áttinu. Ég ákvað því í síðustu viku að reyna að koma mér aðeins út úr því og reyna að búa til hollari valkosti heima til að borða í millimál og grípa í þegar mig langar í eitthvað við tölvuna yfir daginn. Ein af uppskriftunum sem ég er búin að vera að gera yfir daginn eru þessar hollu, góðu prótein smákökur sem er virkilega bragðgóðar og innihalda cookies and creme prótein sem passar fullkomlega með hinum hráefnunum. Þær eru mjög einfaldar og urðu til úr hráefnum sem ég átti bara hérna heima og eru hráefni sem flestir eiga í eldhúsinu. Þær uppfylla alveg þessar

Hráefni:

  • 1 bolli hafrar

  • 1 1/2 tsk lyftiduft

  • 2 skeiðar Cookies and Cream prótein frá PEAK (ég fékk mitt á TrueFitness.is)

  • 1 banani

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1/2 dl síróp

  • 1 dl haframjólk

  • 1 dl saxað súkkulaði

Aðferð:

  1. Malið hafrana í blandara eða matvinnsluvél þar til það verður að fínu mjöli

  2. Blandið höfrunum, lyftiduftinu og próteininu saman í skál

  3. Stappið bananan vel niður í mauk.

  4. Setjið restina af hráefnunum fyrir utan súkkulaðið út í þurrefnin og hrærið saman.

  5. Blandið súkkulaðinu út í deigið

  6. Skiptið í sex stórar kökur á bökunarpappír og smyrjið þær aðeins út þar sem kökurnar bráðna ekki út í ofninum líkt og hefðbundnar súkkulaðibitakökur.

  7. Bakið við 175°C í 12-14 mínútur.

Próteinið er gjöf frá TrueFitness.is

Tvær haustlegar súpur │ Veganistur TV │1. þáttur

Brokkolí og maíssúpa:

  • 4 msk olía (má vera minna ef fólk vill minni fitu)

  • 1 stór brokkolíhaus eða tveir litlir

  • 3-4 meðalstórar gulrætur

  • 1 laukur

  • 4 dl maísbaunir

  • 2-3 hvítlauksrif

  • 2 tsk túrmerik

  • 1 tsk laukduft

  • Salt og pipar

  • 2 lárviðarlauf

  • 750 ml vatn

  • 750 ml Oatly haframjólk (ég notaði Oatly Barista)

  • 500 ml Oatly hafrarjómi

  • 3 teningar grænmetiskraftur

  • Vel af ferskum kóríander (má sleppa eða skipta út fyrir steinselju)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera brokkolí blómin frá stilknum og setja til hliðar. Saxið stilkinn síðan allan niður ásamt gulrótunum og lauknum.

  2. Hitið olíuna í stórum potti. Setjið pressaðan hvítlauk og laukinn í pottinn og steikið í nokkrar mínútur.

  3. Bætið söxuðu brokkolíinu og gulrótunum út í ásamt laukdufti, túrmerik, salti og pipar. Steikið í 8 til 10 mínútur eða þar til grænmetið verður orðið vel mjúkt.

  4. Bætið vatninu og mjólkinni út í ásamt grænmetikraftinum og maísbaunum og leyfið þessu að sjóða í u.þ.b. 10 mínútur. Setjið brokkolí blómin og maísbaunirnar út í og sjóðið í 10 mínútur í viðbót.

  5. Smakkið til og bætið við krafti ef þarf.

  6. Setjið rjómann út í ásamt fersku kóríander eða steinselju og leyfið suðunni að koma upp aftur.

  7. Berið súpuna fram með súrdeigsbrauði og vegan smjöri eða eina og sér.

  8. Við mælum með að bæta smá cayenne pipar í súpuna með kryddunum ef fólk vill hafa hana smá “spicy”.

Vegan “kjöt”súpa

  • ½ rófa

  • 4-5 meðalstórar gulrætur

  • 7-8 meðalstórar kartöflur

  • 2 dl niðurskorið hvítkál

  • 3 lítrar vatn

  • 1 dl linsubaunir

  • ½ dl hrísgrjón

  • 1 dl súpujurtir

  • 2-3 teningar af grænmetiskrafti

  • 1 teningur af sveppakrafti

  • 2-4 msk olífuolía

Aðferð:

  1. Skerið allt grænmetið í bita af svipaðri stærð.

  2. Setjið öll hráefnin nema 1 grænmetistening í stóran pott og látið suðuna koma upp

  3. Lækkið á meðalháan hita og leyfið súpunni að sjóða í u.þ.b. 30 mínútur. Smakkið súpuna til eftir um 15 mínútur og bætið við salti eða síðasta grænmetisteningnum ef þarf.

  4. Berið fram eina og sér eða með súrdeigs brauði og vegan smjöri.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Krónuna og Oatly

 
 
KRONAN-merki.png
 
Oatly_logo_svart.png
 

Lasagna rúllur með Sacla Italia sósum.

Uppskrift vikunnar er af fullkomnum kósý heimilismat. Ég elska að elda pottrétti og góða ofnrétti þegar fer að hausta og núna er akkúrat sá tími ársins sem mikið af grænmeti er sem best. Því er fullkomið að elda góða grænmetisrétti sem hafa grænmeti í aðalhlutverki. Mig langaði akkúrart að gera þannig rétt núna í vikunni þar sem ég hef mikið verið að deila “kjöt”líkis uppskriftum síðustu vikur.

Þessar nýju vegan sósur frá Sacla Italia eru fullkomnar í ítalska matargerð og gera þær eldamennsku extra einfalda og þægilega. Ég ákvað að fara smá óhefðbundna leið að lasagna í þetta skiptið og gera lasagna rúllur en það kom ekkert smá á óvart hvað það var auðvelt og hversu vel það kom út. Þessi réttur er svo ótrúlega fallegur í fatinu og svo þægilegt að skammta hverjum og einum, sér rúllu.

Í þetta skiptið fór ég aðeins óhefðbundnari leið með hvítu sósuna en í staðin fyrir að gera hvíta sósu frá grunni eða nota rjómaost líkt og ég hef oft gert áður ákvað ég að nota frábæru CH**SE sósuna frá Sacla. Ég prófaði mig áfram með tófu þar sem mér fannst vanta smá upp á áferðina á réttinum og koma það fullkomlega út að stappa eða mylja niður tófú og hræra ostasósunni saman við. Áferðin minnir svolítið á kotasælu en það var alltaf notuð kotasæla í lasagna á mínu heimili þegar ég var lítil.

Hráefni

  • 8-9 lasagna plötur

  • Fylling:

    • 1 dl linsubaunir

    • 1 sveppakraftur

    • 2-3 hvítlauksgeirar

    • 1/2 kúrbítur

    • 1/2 laukur

    • 2-3 gulrætur

    • 2-3 sellerístangir

    • 2 msk ítalskar juritr (t.d. oreganó, basil og smá tímían blandað saman)

    • 1 teningur grænmetiskraftur

    • salt og pipar

    • 2 krúkkur Vegan Bolognese sósa frá Sacla

    • 1-2 dl vatn

  • 1-2 dl vegan ostur (má sleppa)

  • Hvít sósa

    • 1 krukka VEGAN CH**SE sósan frá Sacla Italia

    • 100 gr tófú

    • 2-3 dl eða sirka 2 lúkur af spínati

    • 1 tsk hvítlauksduft

    • 1 tsk laukduft

    • 2 msk þurrkurð steinselja

  • 1-2 dl vegan ostur (má sleppa)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja linsubaunirnar, sveppakraftin og vel af vatni í pott og sjóða í sirka 20 mínútur.

  2. ´Á meðan að linsurnar sjoða skerið allt grænmetið ´í fyllinguna niður ´í sm´áa teninga og pressið hvítlaukinn. Steikið grænmetið upp úr olía í góðar 10 mínútur á vægum hita eða þar til það fer að mýkjast vel. Bætið ítölsku jurtunum, salti og pipar út í og hrærið saman við ásamt linsubaunum. Steikið þetta áfram í nokkrar mínútur í viðbót.

  3. Bætið Bolognese sósunum út í ásamt 1-2 dl af vatni og leyfið suðunni að koma upp. Smakkið til og slökkvið síðan undir.

  4. Myljið tófúfið í skál með höndunum eða stappið það vel með gaffli og saxið spínatið niður frekar smátt.

  5. Hrærið ölum hráefnunum fyrir hvítu sósunni saman við tófúið og spínatið og setjið til hliðar

  6. Setjið vel af vatni í stóran pott ásamt smá olíu og salti og látið suðuna koma upp. Þegar vatnið fer að sjóða setjið þá lasagna plöturnar eina af annari út í vatnið og leyfið þeim að sjóða í 6-8 mínútur.

  7. Setjið lasagna plöturnar yfir í volgt vatn og passið að þær séu ekki fastar saman. Ef þær festast aðeins saman er ekki mál að taka þær varlega í sundur ofan í volgu vatni.

  8. Setjið smá fyllingu í botninn á eldföstu móti

  9. Takið eina lasagnaplötu í einu, smyrjið á hana vel af hvítri sósu og síðan fyllingu og rúllið henni varlega upp og raðið þessu þétt saman í eldfasta mótið.

  10. Geymið örlítið af fyllingu og hvítri sósu til að smyrja aðeins yfir og stráið síðan ostinum yfir allt saman í lokinn ef fólk kýs að nota ost.

  11. Bakið í ofni við 220°C í 10 til 15 mínútur eða þar til efsta lagið er orðið fallega gyllt.

Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að útbúa þennan rétt og hann kemur fólki alltaf á óvart þar sem hann er svo fallegur í fatinu og ótrúlega brgaðgóður. Ég mæli með því að bera hann fram með góðu salati og hvítlauksbrauði.

-Njótið vel

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi

 
Sacla_HR.png
 

Ofnbakað nachos með CHORIZO pylsum og CH**SE sósunni

IMG_8278.jpg

Þá er komið að enn einni uppskriftinni með mexíkósku þema. Það er ekkert leyndarmál að við systur elskum mexíkóskan mat, hvort sem það er burrito, taco, nachos eða súpur þá klikkar það bara einhvern veginn aldrei! Þessi uppskrift er að sjálfsögðu ótrúlega einföld svo að hver og einn getur útbúið þennan rétt og hann tekur enga stund að verða klár.

Þegar ég fékk í hendurnar þessa ostasósu frá Sacla þá vissi ég strax að ég þyrfti að gera einhvers konar nachos með sósunni þar sem hún er með þessu ostasósu bragði sem er af hefðbundnum ostasósum sem hægt er að kaupa út í búð. Ég vildi gera eitthvað aðeins öðruvísi en venjulega og því ákvað ég að nota þessar æðislegu Chorizo pylsur frá Anamma. Þær eru svo ótrúlega góðar og bragðmiklar að það þarf ekki að gera mikið við þær til að fá bragðmikinn og góðan rétt.

Ég ákvað að stappa pylsurnar niður og gera úr þeim einskonar hakk sem kom ekkert smá vel út! Þessar pyslur eru svo bragðgóðar að það þarf nánast ekkert að krydda réttinn. Þær henta því í alls konar rétti og ég mæli með fólk prófi sig áfram með þær í alls konar mat. Ég notað þær til dæmis ótrúlega mikið í pasta og á pizzur.

ezgif.com-gif-maker.gif

Eins og með nánast alla okkar rétti má að sjálfsögðu leika sér eins og hver og einn vill með þennan rétt og við mælum með að fólk prófi seig áfram sérstaklega með það sem eru sett ofan á réttinn. Það er algjörlega smekkur hvers og eins hvort þið viljið hafa réttinn sterkan eða ekki t.d. og við mælum með að sleppa jalapenoinu ef þið viljið ekki sterkan rétt.

Hráefni

  • 1 poki saltaðar tortillaflögur

  • 1 pakki anamma chorizo pylsur

  • 1 dós tómatpúrra

  • 2 dl vatn

  • 1/2-1 krukka Vegan CH**SE sósan frá Sacla Italia

  • 1/2 rauðlaukur

  • 1-2 msk jalapeno

  • 1/2 til 1 dl svartar ólífur

  • kirskuberjatómatar

  • 1 Avocadó

  • Kirskuberjatómatar

  • Ferskur kóríander

  • Salsasósa

Aðferð:

  1. Gott er að taka pylsurnar úr frysti nokkrum klukkutímum fyrir svo þær fái tíma til að þiðna

  2. Hitið ofninn við 220°C

  3. Ef pyslurnar eru ekki afþíddar má afþíða þær í örbygljuofni. Setjið pylsurnar í djúpan disk eða skál og stappið þær niður svo þær verði að einskonar mauki.

  4. Steikið pylsurnar í nokkrar mínútur upp úr olíu. Pylsurnar þarf ekkert að krydda þar sem þær eru mjög góðar og bragðmiklar fyrir. Ég setti þó smá salt út á pönnuna þegar ég var að steikja þær

  5. Þegar pylsurnar eru vel steiktar og orðan að eins konar hakki, er tómatpúrran og vatnið sett út á pönnunna og hrærið það vel saman við pylsu”hakkið”. Leyfið þessu að malla í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til sósan er aðeins farin að þykkna.

  6. Hellið tortilla flögunum í eldfast mót.

  7. Hellið síðan hakkinu yfir flögurnar, dreifið rauðlauknum yfir og hellið Vegan CH**SE sósunni yfir allt.

  8. Dreifið ólífunum og jalapeno’nu yfir eða því sem hver og einn kýs að nota.

  9. Bakið í ofninum í 10 til 15 mínútur eða þar ostasósan og snakkið fer að verða fallega gyllt að ofan.

  10. Stráið niðurskornu avókadói, kirsuberjatómötum og kóríander yfir og berið fram með salsasósu eða þeirri sósu sem hver og einn kýs að nota.

Það má leika sér með alls konar hráefni og sósur í þessari uppskrift en þetta er mín uppáhalds útfærsla.

-Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi og Sacla Italia á Íslandi

 
anamma_logo.png
logo Sacla.jpg
 

Matardagbók og NEW IN frá Adidas! <3

Mig hefur lengi langar að deila með ykkur smá hversdagslegri mat og því sem ég er að borða dags daglega í svona “matardagbókar”færslu eða eins og þú kalla það er oftast kallað á ensku “what I eat in a day”. Ég ákvað því loksins að láta verða að því þar sem ég elska að skoða svona blogg frá öðrum.

Ég byrjaði daginn á því að synda smá og fékk mér síðan próteinsjeik í morgunmat. Ég er ekki mikið fyrir að borða morgunmat og fer því oft á morgunæfingu áður en ég borða og fæ mér bara léttan morgunmat. Þetta prótein með mocha bragði finnst mér ótrúlega gott en ég fékk það að gjöf frá TrueFitness.is.

Í hádeginu fékk ég mér ristað brauð með tófúhræru, en mér finnst það ótrúlega þægilegur hádegismatur þegar ég er heima í hádeginu og get eldað mér eitthvað en hef ekki mjög mikinn tíma. Eftir hádegi fór ég á æfingu og kíkti síðan á vinkonu mína og við lærðum saman restina af deginum. Það er að mínu mati nauðsynlegt að eiga einn lærdómspartner, en ég er alls ekki góð í að læra þegar ég er heima.

Mig langaði líka að nýta tækifærið og sýna ykkur þessa ótrúlega fallegu VEGAN strigaskó frá Adidas sem við systur fengum í gjöf frá adidas.is. Þeir eru 100% vegan en mér hefur lengi fundist vera þörf á vegan skóm frá stærstu og vinsælustu fyrirtækjunum.

Ég er algjör “sucker” fyrir strigaskóm og þá aðallega hvítum strigaskóm. Þessi týpa heitir vegan condinental 80 og fást á adidas.is. Mér finnst þeir alveg ótrúlega fallegir og finnst frábært að þau hjá adidas séu að taka vinsælar týpur frá sér og gera nákvæmlega eins vegan útgáfur og ekki skemmir fyrir hvað þeir eru með fallegt vegan merki á hliðinni! Adidas.is er núna komin með fjórar tegundir af vegan skóm sem er ekkert smá frábært. Það er líka svo næs að geta verslað þá hérna heima og þurfa ekki að bíða eftir sendingunni í marga daga.

Í “kaffinu” eða sem millimál fékk ég mér bara keyptan hummus og gúrku þar sem ég var ekki búin að hugsa út í millimál og hoppaði því bara út í búð og keypti þetta. Þeir sem umgangast mig mikið þessa dagana vita að ég borða þetta á nánast hverjum einasta degi. Yfirleitt klára ég heila dollu af Sóma hummus og nánast heila gúrku. Ég hef átt í MIKLU love-hate sambandi við Sóma hummusinn en er að elska hann þessa dagana!

Ég kom frekar seint heim eftir lærdóminn svo við skelltum bara snitselinu frá anamma í ofninn ásamt pítubrauði, skárum niður grænmeti og notuðum sósur sem við áttum í ísskápnum. Mjög fljótlegt og þægilegt en á sama tíma ótrúlega gott.

image00022.jpeg

Seinna um kvöldið fékk ég mér að sjálfsögðu uppáhaldið mitt Pepsi Max, sem ég mun örugglega aldrei geta hætt að drekka þó ég reyni eins og ég get, og popp. Mig langaði ótrúlega mikið í bíó þetta kvöldið en það var eiginlega bara til að fá þetta möns, svo ég græjaði það bara heima í staðinn.

Vonandi fannst ykkur þetta skemmtilegt og þið megið endilega láta okkur vita í kommentunum ef þið viljið fleiri svona hversdagslegar færslur.

Takk fyrir að lesa! <3

- Skórnir eru gjöf frá Adidas.is -

Project+-+Drawing+11350016114151990018.png