Tortellini með Anamma pylsum

Það eru líklegast margir sem hafa sjaldan eytt jafn miklum tíma heimavið og á þessu ári. Ég er allavega ein af þeim og hefur nánast allt, skólinn, vinnan og fleira færst heim, og það er ekkert skrítið við það lengur að vera lang oftat heima í hádeginu. Mér hefur fundist nauðsynlegt á þessum tímum að luma á góðum, fljótlegum uppskriftum, sérstaklega fyrir hádegin þegar ég er á kafi í einhverju og vil ekki eyða of miklum tíma í að elda.

Ein af þeim uppskriftum sem ég hef mikið gripið í síðustu mánuði er þetta einfalda tortellini með Anamma pyslunum. Þetta er þó svo einföld uppskrift að það er varla hægt að kalla þetta uppskrift. Ég er búin að vera með algjört æði fyrir þessu vegan tortellini sem ég fann í vegan búðinni í skeifunni fyrr á árinu. Ég hef ekki borðað tortellini áður frá því að ég varð vegan svo ég var mjög spennt þegar ég fann þetta.

Þessi vara olli mér svo sannarlega engum vonbrigðum. Það er virkilega bragðgott og þarf mjög lítið að gera svo það verði að gómsætri máltíð. Ég hef einnig borðað mikið af anamma pylsunum og förum við oftast með tvo eða þrjá poka á viku á mínu heimili. Mér finnst algjör snilld að stappa pylsurnar niður og gera þær að einskonar hakki. En líkt og tortelliníið eru þær mjög bragðgóðar og þarf lítið að gera við þær aukalega þegar þær eru notaðar í mat.

Rétturinn verður því til á nokkrum mínutum, það þarf fá hráefni og lítið umstang í kringum eldamennskuna en það finnst mér akkúrat það besta við þessa uppskrift. Þessi réttur hentar líka fullkomlega sem nesti og er ekki síðri þó hann sé orðin kaldur þegar maður gæðir sér á honum.

Hráefni

  • 1 pakki PORCINI tortellini

  • 2-3 anamma vegokorv pylsur

  • 50 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 lítill vorlaukur

  • 1 dl söxuð fersk steinselja (má nota 1-2 msk þurrkuð steinselja)

  • smá salt og pipar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja vatn í pott, bíða eftir að suðan komi upp og sjóða tortelliníið eftir leiðbeiningum á pakkningunni

  2. Þíðir pyslurnar, t.d. í örbylgjuofni ef þær hafa ekki fengið tíma til að þiðna) og stappið þær síðan með gaffli þar til þær verða að mauki.

  3. Brærðið smjörið á pönnu og bætið síðan vorlauknum, hvítlauknum og pylsunum út á og steikið.

  4. Þegar pylsurnar eru orðan steiktar og orðnar að góðu hakki bætið þá steinseljunni og soðnu tortellini út á og steikið í 2 til 3 mínútur í viðbót.

-Njótið vel

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Anamma á íslandi og Tortellini var gjöf frá vegan búðinni.

 
anamma_logo.png
 

Sjónvarpskaka og klassísk rjómaterta │ Veganistur TV │ 6.þáttur

Sjónvarpskaka:

  • 7,5 dl hveiti

  • 3 dl sykur

  • 3 tsk lyftiduft

  • 2 tsk matarsódi

  • 1 tsk salt

  • 7,5 dl vegan mjólk (ég notaði haframjólk)

  • 2 dl rapsolía eða önnur bragðlaus olía

  • 1,5 tsk vanilludropar

  • 2 msk eplaedik

Kókosmjölskaramella

  • 150 gr smjör

  • 300 gr púðursykur

  • 200 gr kókosmjöl

  • 1 dl oatly mjólk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175°c

  2. Blandið saman þurrefnunum í stóra skál

  3. Bætið restinni af hráefnunum útí og hrærið saman þar til engir kekkir eru.

  4. Klæðið formið með bökunarpappír. Mér finnst gott að smyrja smá smjörlíki í botninn og hliðarnar og þá festist bökunarpappírinn vel við formið. Eins og ég tók fram hér að ofan nota ég form sem er 42x29x4 cm.

  5. Hellið deiginu út í formið og bakið í miðjum ofni í 30 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn út þegar þið stingið í hana. Ég myndi kíkja á hana eftir 25 mínútur.

  6. Útbúið kókosmjölskaramelluna á meðan að kakan er í ofninum

  7. Bæriði saman í potti smjörlíkið og púðuryskurinn við meðalháan hita.

  8. Bætið kókosmjölinu og mjólkinni út í þegar sykurinn hefur bráðnað alveg og hrærið saman og leyfið að hitna vel í svona 5 mínútur í viðbót.

  9. Takið kökuna úr ofninum þegar hún er bökuð í gegn.

  10. Spyrjið kókoskaramellunni yfir kökuna og setjið hana aftur í ofnin í 10 til 15 mínútur.

Rjómaterta eins og amma gerði hana

  • Hvítir rjómatertu botnar

  • Oatly vanillurjómi

    • 1 dl vegan þeytirjómi

    • 1 dl oatly vanillusósa

  • Niðursoðnir ávextir

  • Hvítt smörkrem

    • 200 gr smjörlíki

    • 1/2 dl Oatly vanillusósa

    • 400 gr flórsykur

    • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Útbúið sama deig og hér að ofan en skiptið því í tvö kringlótt form og bakið eftir leiðbeiningum hér að ofan.

  2. Þeytið saman vegan rjóman og Oatly vanillusósuna og setjið til hliðar.

  3. Útbúið smjörkremið en þá byrjið þið á því að þeyta mjúkt smjörlíki í hrærivél, bætið síðan út í Oatly vanillusósunni og þeytið aðeins lengur. Bætið þá restinni af hráefnunum út í og þeytið saman.

  4. Þegar kakan er sett saman byrja ég á því að bleyta upp í öðrum botninum með smá vökva úr niðursoðnum ávöxtum.

  5. Næst sprauta ég hring á brúnina af botninum með smörkremi, fylli inn í hringin með vanillurjómanum og dreyfi síðan niðursoðnum ávöxtum yfir.

  6. Það er best að leyfa kökunni að kólna vel inn í ísskáp áður en spurt er restinni af smjörkreminu yfir hana til að hún klessist ekki saman.

  7. Dreyfið úr smjörkreminu yfir alla kökuna og skreytið að vild.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Oatly á Íslandi og Krónuna

Oatly_logo_svart.png
 
KRONAN-merki.png

Auðvelt foccacia brauð og fylltir smjördeigsnúðar │ Veganistur TV │ 5.þáttur

Auðvelt Foccasia brauð

  • 5 dl hveiti

  • 2 1/2 tsk þurrger

  • 1/2 tsk salt

  • 2 1/2 dl volgt vatn (sirka við líkamshita)

  • Filippo Berio Olífuolía

Aðferð:

  1. Setjið hveitið, þurrger og salt í stóra skál og hrærið aðeins saman.

  2. gerið holu í miðjuna á skálinni og hellið vatninu í holuna.

  3. Hrærið deiginu saman með sleif þar til allt er komið vel saman og ekkert þurrt hveiti er eftir í skálinni.

  4. Hellið smá ólífuolía í kringum deigið og flettið því aðeins í höndunum.

  5. Setjið plastfilmu, disk eða annað “lok” yfir skálinni (passa að hafa ekki alveg lofþétt lok") og geymið deigið í ísskáp í 10 til 12 tíma eða yfir nótt.

  6. Setjið ólífuolíu yfir deigið og hendurnar þegar það hefur fengið að hvíla nægilega lengi í ísskápnum og veltið því aðeins í skálinni og hellið því síðan í eldfast mót eða pönnu sem má fara í ofn og leyfið því að hvíla í tvo til fjóra tíma eða þar til það hefur náð að fylla út í mótið eða pönnuna.

  7. Hellið olíu yfir deigið og hendur einu sinni enn og gerið “göt” hér og þar í deigið með fingrunum.

  8. Stráið vel af grófu salti yfir brauðið og bakið í 40 mínútur í 200°C heitum ofni eða þar til brauðið er orðið fallega gyllt að ofan.

  9. Leyfið brauðinu að kólna aðeins áður en það er skorið eða í allavega hálftíma.

  10. Brauðið má bera fram eitt og sér en þá má líka skera það þversum í gegn og nýta það í góðar samlokur.

  11. Einnig er gott að setja t.d. ólífur og sólþurrkaða tómata yfir deigið áður en það er bakað.

Fylltir smjördeigs snúðar með Oatly rjómaosti

  • Tilbúið vegan smjördeig (fæst bæði í kæli og í frysti)

  • 1 askja Oatly rjómaostur (Påmacken)

  • 1 tsk laukduft

  • 1/2 hvítlauksgeiri

  • örlítið salt

  • 2-3 msk saxaður ferskur graslaukur

  • 3-4 sveppir

  • 1 lúka klettasalat

Aðferð:

  1. Leyfið smjördeiginu aðeins að þyðna (ef notað er frosið deig þ.a.s.)

  2. Hrærið saman í skál rjómaostinum, hvítlauk, laukdufti, salti og graslauk.

  3. Saxið niður sveppina

  4. Smyrjið deigið með vel af rjómaostinum.

  5. Stráið sveppunum og klettasalatinu yfir degið.

  6. Rúllið deiginu upp og skerið í sirka 2 cm þykka bita.

  7. Raðið á ofnplötu með smjörpappír og ýtið aðeins ofan á snúðana með höndunum eða sleikju.

  8. Smyrjið snúðana með smá oatly mjólk og stráið yfir þá sesamfræum.

  9. Bakið í 200°C heitum ofni í sirka 20 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðin fallega gylltir.

Þessi færsla er unninn í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
Oatly_logo_svart.png
 
KRONAN-merki.png
 

Svartbaunaborgari og hlaðnar franskar │ Veganistur TV │ 4. þáttur

Svartbaunaborgari (4-6 borgarar)

  • 2 dósir svartar baunir

  • 2-3 cm vorlaukur

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 2 dl malaðar kasjúhnetur

  • 1 dl rifin vegan ostur frá Violife

  • 1 dl malað haframjöl

  • salt og pipar

  • 2 tsk laukduft

  • 1 msk hamborgarakrydd (t.d. “best á hamborgaran” eða kryddið frá Kryddhúsinu)

Aðferð:

  1. Stappið svörtu baunirnar með kartfölustappara eða gaffli eða setjið þær í matvinnslúvél eða hrærivél og maukið þær vel.

  2. Saxið niður vorlaukinn og pressið hvítlaukinn og bætið út í.

  3. Blandið restinni af hráefnunum út í og hrærið vel saman.

  4. Skiptið deiginu í fjóra til sex hluta og mótið hamborgara úr hverjum parti.

  5. Bakið borgarana í 200°C heitum ofni í 15 til 20 mínútur eða steikið á pönnu í nokkrar mínútur á hverri hlið.



Hollari hamborgarasósa

  • 1 dós Oatly sýrður rjómi

  • 1/2 dl tómatsósa

  • 1-2 msk saxaðar súrar gúrkur

  • 1 tsk laukduft

  • 1 tsk paprikusuft

  • smá salt

Aðferð:

  1. Saxið niður súru gúrkurnar.

  2. blandið öllu saman í skál.



Hlaðnar franskar

  • 1 pakki vöfflufranskar

  • 1/2 - 1 pakki Original rifin ostur frá Violife

  • 2 msk ólífuolía

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 msk þurrkur steinselja

  • 1 tsk salt

  • Jalapeno úr krukku (má sleppa)

  • 1 dós Oatly sýrður rjómi

  • avocado

  • tómatar

  • smá af hamborgarasósunni

Aðferð:

  1. Ég byrjaði á því að djúpsteikja franskarnar í nokkrar mínútur í djúpsteikingarolíu, en því má alveg sleppa.

  2. Setjið franskarnar í fat eða pönnu sem má fara í ofn.

  3. Hrærið saman í skál ostinum, olíunni, hvítlauksduftinu, steinseljunni og saltinu og stráið yfir franskarnar.

  4. Raðið jalapenoinu yfir og bakið franskarnar í 210°C heitum ofni í 15 mínútur eða þar til osturinn verður fallega gylltur.

  5. Hellið sýrða rjómanum yfir franskarnar þegar þær koma úr ofninum ásamt avocadoinu, tómötunum og smá af hamborgarasósunni.

-Njótið vel

Þessi færsla en unnin í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
KRONAN-merki (1).png
Oatly_logo_svart (1).png



Núðlusúpa með grænu karrý og steikt hrísgrjón │ Veganistur TV │ 3. þáttur

Núðlusúpa með grænu karrý frá Blue Dragon (fyrir tvo)

  • 1/2 pakki af tófú (sirka 225 gr)

  • 1/2 laukur

  • 1 tsk hvítlauksmauk frá Blue Dragon

  • 4-5 kastaníusveppir

  • 1 grænt chilli (má sleppa)

  • 2 msk olífuolía

  • 2-3 msk sesamolía frá Blue Dragon

  • 1 dl grænt karrý frá Blue Dragon

  • 2 1/2 dl vatn

  • 2 1/2 dl kókosmjólk eða Oatly haframjólk

  • 1 grænemtisteningur

  • 2-3 msk soyasósa

  • ferskur kóríander (má sleppa)

  • 120 gr heilhveiti núðlur frá Blue Dragon eða aðrar vegan núðlur.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að saxa niður laukinn, skera tófúið í litla kubba, sveppina í sneiðar og saxið niður græna chilli’ið. Ég tek fræin úr chilliinu þar sem ég vil ekki hafa súpuna of sterka en græna karrýið er frekar sterkt eitt og sér.

  2. Hitið olíurnar í potti og setjið hvítlauksmaukið út í. Bætið grænmetinu, tófúinu og karrýmaukinu út í pottinn og steikið í góðar 10 mínútur.

  3. Bætið vatninu, kókosmjólkinni eða haframjólkinni, salti og grænmetisteningnum út í pottinn og leyfið þessu að sjóða í 10 til 15 mínútur

  4. Bætið núðlunum, kóríander (ef þið kjósið að nota hann) og soyasósunni út í og leyfið súpunni að sjóða í 3 til 4 mínútur í viðbót eða þar núðlurnar eru soðnar í gegn

Steikt hrísgrjón

  • 1/2 pakki tófú (sirka 225 gr)

  • 2 gulrætur

  • 1 dl frosnar grænar baunir

  • 1 dl frosnar maísbaunir

  • 2-3 cm vorlaukur

  • 1 tsk hvítlauksmauk frá Blue Dragon

  • 2-3 msk soyasósa

  • 1 tsk laukduft

  • 1 dl ósoðin hrísgrjón

  • 3 dl vatn

  • 1 grænmetisteningur

  • 2-3 msk soyjasósa

  • salt og pipar

Aðferð:

  1. Skerið tófúið í litla kubba og saxið niður vorlaukinn og gulræturnar.

  2. Hitið olíurnar á pönnu og bætið síðan út á pönnunna grænmetinu, tófúinu, kryddunum og soyasósunni. Steikið í góða stund.

  3. Bætið út á pönnuna hrísgrjónunum, vatninu og grænmetistening. Hrærið aðeins saman. Setjið lok á pönnunna og leyfið þessu að sjóða á lágum hita í 20 mínútur eða þar til hrísgrjónin eru alveg soðin í gegn.

  4. Berið fram með smá auka soyjasósu ef hver og einn vill eða jafnvel sweet chilli sósu.

Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og Blue Dragon á Íslandi.

 
KRONAN-merki.png
blue-dragon-9f73dcaec1.png