Safarík og gómsæt vegan eplakaka með kardimommum og vanilluís

Í dag deili ég með ykkur uppskrift að dásamlega góðri vegan eplaköku með kardimommum, bourbon viskí og vanilluís. Dúnmjúk og gómsæt kaka sem gleður bragðlaukana. Eplakakan er einstaklega falleg og hentar fullkomlega í kaffiboð eða matarboð.

Uppskrift dagsins er í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi og í kökuna notaði ég epla og kanilsultuna frá þeim sem gaf kökunni extra mýkt. Í kökunni finnur maður eplabita frá sultunni sem mér finnst alveg ótrúlega gott. Ég bókstaflega elska þessa sultu, bæði með vöfflum og pönnukökum en líka ofan á brauð og kex með vegan ostum. Hún er algjört uppáhald. Sulturnar frá St. Dalfour hafa í mörg ár verið mikið borðaðar á mínu heimili og slá alltaf í gegn.

Ég hef alltaf verið mikið fyrir eplaköku. Það var ein af mínum uppáhalds kökum sem barn og ég baka hana oft þegar ég á von á gestum í mat eða kaffi. Það er bæði ótrúlega einfalt og fljótlegt að baka hana og síðan er hún auðvitað virkilega góð.

Ég vildi gera eitthvað aðeins nýtt og öðruvísi en ég er vön svo ég ákvað að setja í kökuna kardemommur og bourbon viskí. Fjölskyldan mín gerir mikið grín að mér fyrir að vilja nota áfengi í allar uppskriftir þessa dagana. Ég drekk sjálf voðalega sjaldan áfengi svo mér hefur þótt spennandi að nota það sem ég á í mat og bakstur í staðinn. Að sjálfsögðu má sleppa viskíinu í kökunni og hún verður alveg jafn góð, en ég mæli mikið með því að prófa.

Ég bar kökuna fram með vanilluís. Það er eitthvað við eplaköku og vanilluís saman, fullkomin blanda að mínu mati. Ég toppaði kökuna með möndluflögum og kanilsykri sem gaf henni gott “krisp”.

Ég vona innilega að þið prófið að baka þessa köku og að ykkur líki vel. Ekki gleyma að tagga okkur á Instagram ef þið prófið þessa uppskrift eða einhverja aðra frá okkur, okkur þykir svo vænt um það.

Eplakaka

  • 2 og 1/2 dl hveiti

  • 1 dl sykur

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk matarsódi

  • 1/2 tsk salt

  • 1 tsk malaðar kardimommur

  • 1 tsk vanilludropar

    1 dl olía

  • 1 msk eplaedik

  • 2 og 1/2 - 3 dl hrein vegan jógúrt

  • 1/2 dl bourbon viskí (má að sjálfsögðu sleppa eða setja minna)

  • 1/2 krukka epla- og kanilsulta frá St. Dalfour (ca 150 gr)

  • 1-2 epli

  • Kanilsykur

  • Möndluflögur að toppa með

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175°c

  2. Byrjið á því að hræra saman þurrefnum í stóra skál.

  3. Bætið restinni af hráefnunum saman við (fyrir utan sultuna, kanelsykurinn og möndlurnar) og hærið saman í deig án kekkja. Hrærið samt ekki of mikið svo kakan verði ekki þurr.

  4. Smyrjið 20 cm form með smjörlíki eða leggið smjörpappír í það. Ég bakaði kökuna í steypujárnspönnu og notaði smjörpappír með.

  5. Hellið deiginu í formið og toppið með sultunni. Ég setti klumpa af sultu yfir deigið og deifði svo úr henni.

  6. Skerið eplið í þunnar sneiðar og raðið yfir sultuna. Stráið svo kanilsykri og möndluflögum yfir.

  7. Bakið í 25-30 minútur eða þar til pinni kemur hreinn úr kökunni þegar stungið er í hana. Athugið að það getur þó komið sulta með prjóninum til baka. Ef þið skoðið fyrstu mynd og ykkur finnst kakan líta óbökuð út er það alls ekki raunin heldur er það sultan sem hefur blandast í kökuna. Ótrúlega safaríkt og gott!

  8. Berið fram með vegan vanilluís og njótið. Ég læt kökuna kólna en finnst þó gott að bera hana fram örlítið volga.

Takk fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur uppskriftin!

-Helga María

-Þessi uppskrift er í samstarfi við St. Dalfour á íslandi-

 
 

Vegan brauðréttur með vegan beikoni og osti

Ef það er eitthvað sem mér finnst nauðsynlegt í allar veislur og um hátíðir þá er það svo sannarlega heitur brauðréttur! Það er hægt að gera svo ótrúlega margar og skemmtilegar útfærslur af þessum æðislega rétti en við höfum til dæmis deilt með ykkur hefðbundnum heitum brauðrétti sem og heitu rúllubrauði hérna á blogginu áður.

Uppskriftin sem við deilum með ykkur í dag er síðan þriðja útfærslan á heitum brauðrétti en það er fyllt “baguette” brauð. Það má að sjálfsögðu gera hinar uppskriftirnar líka í þessari útfærslu eða öfugt.

Þessi uppskrift er ólík öðrum heitum brauðréttum sem við höfum deilt með ykkur áður en í þetta skipti erum við með fyllingu sem er stútfull af gómsætum vegan osti, reyktum vegan “beikon” bitum og vorlauk. Hann er því fullkomin til að breyta aðeins út af vananum og lofum við ykkur að þið sláið í gegn í boðum ef þið komið með þetta brauð.

Uppskriftin er mjög einföld og tekur enga stund að í undirbúningi. Brauðið er fullkomið til að taka með sér þar sem það er mjög auðvelt að pakka því inn í álpappír eða annað slíkt og helst það þá vel heitt í góðan tíma.

Það er einnig fullkomið að gera þennan gómsæta rétt til dæmis á milli jóla og nýárs en við áttum alls ekki í vandræðum með að klára eitt stykki með kaffinu þó við værum ekki nema þrjú saman.

Hráefni:

  • 1 súrdeigsbaguette

  • 2 msk góð steikingarolía

  • 1 tsk salt

  • 2 dl smokey bites

  • 2 vorlaukar

  • 1/2 Smokey mature ostur úr Violife hátíðarostabakkanum

  • 1/2 Chilli and garlic ostur úr Violife hátíðarostabakkanum

  • 220 gr vegan rjómaostur

  • 1 dl hafrarjómi

  • Ofan á brauðið fer:

    • Restin af ostunum tveimur, eða eins mikið magn og hver og einn vill

    • 1/2 tsk hvítlauksduft

    • 1/2 tsk paprikuduft

    • 1 msk þurrkuð steinselja

Aðferð:

  1. Byrjið á því að steikja reyktu bitana (smokey bites) ásamt niðurskornum vorlauk upp úr olíu og salti í nokkrar mínútur.

  2. Rífið niður ostinn og hrærið saman í skál rifnum ostinum, rjómaosti, hafrarjóma, reyktu bitana og vorlaukinn.

  3. Skerið ofan í brauðið tvær langar rifur (athugið að skera alls ekki alveg í gegnum brauðið) og takið ofan af og aðeins innan úr brauðinu eins og sést á myndunum.

  4. Fyllið brauðið með rjómaostafyllingunni.

  5. Rífið vel af báðunum ostunum yfir fyllinguna og stráið hvítlauksdufti, paprikudufti og steinselju yfir.

  6. Bakið við 210°C í 12-15 mínútur eða þar til osturinn verður fallega gylltur að ofan.

-Njótið vel

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Violife á Íslandi -

 
 

Vegan réttir í áramótaveisluna

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að vegan partýréttum fyrir áramótaveisluna. Við vitum öll að gamlárskvöld einkennist að miklu leyti af mat og drykk. Við grænkerarnir erum að sjálfsögðu engin undantekning þar. Við systur höfum því sett saman gómsætan partýmat sem mun stela senunni í áramótapartýinu og sanna fyrir ÖLLUM að vegan partý eru bestu partýin! Færsla dagsins er í samstarfi við Krónuna og allt sem þarf í þessa dásamlegu áramótaveislu fáiði þar.

Það fyrsta sem við bjóðum uppá er krydduð ostakúla sem er fullkomin með góðu kexi. Ostakúlan er innblásin frá mexíkóosti og er svolítið spæsí en samt alls ekki of. Hún var ekki lengi að hverfa ofan í okkur eftir að við kláruðum að taka myndir af henni.

Það er alltaf jafn gaman að bjóða fólki uppá ostakúlur því það er skemmtilega öðruvísi og alveg svakalega bragðgott. Það er líka svo gaman að prófa sig áfram með mismunandi brögð og samsetningar.

Utan um kúluna gerðum við kasjúhnetukryddblöndu og hún setti punktinn yfir i-ið að okkar mati. Ekkert smá góð!

Mexíkó ostakúla

  • 1 askja (250 gr) hreinn Sheese rjómaostur eða annar góður vegan rjómaostur

  • 2 msk vegan smjör

  • 2 msk vegan majónes

  • 1 Chilli og hvítlauksostur úr ostabakkanum frá Violife

  • 1/2 epic mature úr ostabakkanum frá violife

  • 1 dl niðursaxaður vorlaukur

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 tsk paprikuduft

  • 2-3 tsk hot sauce eða tabasco sósa

  • 1 tsk sojasósa

Mexíkó kryddblanda utan um ostinn:

  • 3-4 msk mexíkaninn krydd frá Kryddhúsinu

  • 1 tsk chilli og lime krydd frá Bowl&Basket

  • Heimagerður kasjúhnetuparmesan

    • 1 dl kasjúhnetur

    • 2 msk næringarger

    • 1 tsk laukduft

    • 1 tsk hvítlauksduft

    • 1 tsk salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra saman rjómaostinn, smjörið og mæjónesið.

  2. Saxið niður vorlaukinn.

  3. Bætið restinni af hráefnunum ofan í skálina og blandið vel saman með sleif.

  4. Skiptið ostinum í tvennt og útbúið tvær kúlur sem þið vefjið inn í plastfilmu (sjá mynd að ofan).

  5. Setjið ostinn í ísskáp í minnst tvo tíma svo hann harðni svolítið og auðveldara sé að velta honum uppúr möndlunum. Ef þið ætlið að bjóða uppá ostinn í partýi eða sem forrétt mæli ég með því að gera hann snemma sama dags eða jafnvel kvöldið áður. Hann er nefnilega betri ef hann fær aðeins að standa í ísskápnum.

  6. Takið hann út þegar þið ætlið að bera hann fram og veltið uppúr kryddblöndunni.

Aðferð fyrir kryddblöndu:

  1. Setjið hráefni fyrir heimagerða kasjúhnetuostinn í blandari eða matvinnsluvél og vinnið í nokkrar sekúndur þar til það verður að mjög grófu “mjöli”.

  2. Blandið saman við restina af kryddunum.

  3. Dreifið á disk og veltið ostinum upp úr.

Næst á boðstólnum er önnur gómsæt ostakúla sem er aðeins meira í þessum hefðbundna hátíðlega búning, mjög jólaleg og góð. Hún inniheldur meðal annars timían og þurrkuð trönuber og utan um kúluna eru saxaðar pekanhnetur. Virkilega gómsætt og eins og hin kúlan er hún fullkomin með góðu kexi. Pssst.. Við erum með fleiri færslur á blogginu með dásamlegum partýréttum ef þið viljið kíkja!

Ostakúla með trönuberjum, timían og pekanhnetum:

  • 1 askja (250 gr) hreinn Sheese rjómaostur eða annar góður vegan rjómaostur

  • 2 msk vegan smjör

  • 2 msk vegan majónes

  • 1 smoked mature úr hátíðarostabakkanum frá Violife

  • 1/2 epic mature úr hátíðarostabakkanum frá Violife

  • 1 dl niðursaxaður vorlaukur

  • 1/2 dl niðursöxuð þurrkuð trönuber

  • 1 tsk hvítlauksduft

  • 1 tsk timían

  • 1 tsk sojasósa

Utan um ostinn :

  • Pekanhnetur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra saman rjómaostinn, smjörið og mæjónesið.

  2. Saxið niður vorlaukinn og trönuberin.

  3. Bætið restinni af hráefnunum ofan í skálina og blandið vel saman með sleif.

  4. Skiptið ostinum í tvennt og útbúið tvær kúlur sem þið vefjið inn í plastfilmu (sjá mynd að ofan).

  5. Setjið ostinn í ísskáp í minnst tvo tíma svo hann harðni svolítið og auðveldara sé að velta honum uppúr möndlunum. Ef þið ætlið að bjóða uppá ostinn í partýi eða sem forrétt mæli ég með því að gera hann snemma sama dags eða jafnvel kvöldið áður. Hann er nefnilega betri ef hann fær aðeins að standa í ísskápnum.

  6. Takið hann út þegar þið ætlið að bera hann fram og veltið uppúr pekanhnetunum.

  7. Saxið niður pekan hnetur og dreifið á stóran disk. Veltið ostinum upp úr þeim.

Snakk og ídýfa er að okkar mati möst í gott partý. Við útbjuggum því einfalda og gómsæta ídýfu sem er innblásin af Holiday ídýfuduftinu frá Maarud sem fæst því miður ekki á Íslandi en er virkilega gott. Ídýfan kom ekkert smá vel út og tók snakkið á næsta level!

Gómsæt vegan ídýfa

  • 4 dl vegan sýrður rjómi

  • 3 msk vegan mæjónes

  • 1,5 tsk laukduft

  • 1,5 tsk hvítlauksduft

  • 1/2 tsk túrmerík

  • 1 tsk paprikuduft

  • 1/2 tsk þurrkað dill

  • 1/2 tsk þurrkuð steinselja

  • 1 tsk sítrónusafi

  • 1/2-1 tsk hlynsíróp

  • 1 tsk tabasco sósa

  • Salt og pipar eftir smekk. Ég notaði 1 tsk salt og smá pipar

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman í skál og leyfið að standa í ísskáp í sirka klukkustund til að leyfa brögðunum að blandast vel saman.

Nammi er svo sannarlega mikilvægt líka í góðum gleðskap og við ákváðum að búa til skemmtilegt súkkulaðibark með allskyns sælgæti í. Ef þið hafið ekki prófað súkkulaði með saltstöngum mælum við með því að gera það ASAP! Svo gott!!

Súkkulaði bark með nammi:

  • Saltkringlur

  • Fazer marianne brjóstsykur

  • Tutti Frutti nammi frá Fazer

  • 2 plötur reint hafrasúkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Byrjið á því að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgju. Passið að hræra í því á 20-30 sekúndna fresti ef það er gert í örbylgjunni

  2. Saxið niður það nammið í mjög grófa bita og bætið út í súkkulaðið.

  3. Hellið á bökunarpappír, dreifið vel úr og leyfið því að harðna í kæli í allavega eina klukkustund.

  4. Brjótið eða skerið niður í bita og berið fram.

Auk þessarra rétta eru á plattanum:

  • Ólífur

  • Vínber

  • Ostarnir úr Holiday bakkanum frá Violife

  • Vegan chorizo frá Veggyness

  • Brauðstangir

  • Snakk

  • Baguettebrauð

  • Hrökkbrauð

  • Sulta

  • Jarðarber húðuð í hvítt súkkulaði og haframjólkusúkkulaði frá Happi

  • Pestó

  • Möndlur

  • Saltkringlur dýfðar í bráðið súkkulaði

Takk fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel!

-Veganistur

-Þessi færsla er í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefni í uppskriftirnar þar-

 
 

Þriggjarétta vegan matur fyrir aðfangadagskvöld

Ég hugsa að flestir séu sammála okkur með það að aðfangadagskvöld sé eitt besta kvöld ársins. Við systur erum alveg ótrúlega mikil jólabörn og má segja að jólamaturinn sé ein af mikilvægustu máltíðum ársins að okkar mati. Í mörg ár fengum við endalaust spurninguna “En hvað borðið þið á jólunum??”. Nú eru að ganga í garð tíundu jólin okkar sem vegan og hefur jólamaturinn breyst alveg ótrúlega mikið í gegnum þessi ár. Fyrstu árin vorum við með hnetusteikur og svona frekar ómerkilegt meðlæti þó svo að margt hefðbundið jólameðlæti hafi þó alltaf verið auðvelt að gera vegan.

Við vorum þó ekki lengi að fatta að við vildum þróa betri rétti og nýjar hefðir hvað varðar jólin og þá sérstaklega aðfangadag. Við höfum síðustu ár borðað einhvern besta jólamat sem við höfum smakkað og erum við alltaf að prófa eitthvað nýtt og betrumbæta réttina. Síðustu jól hafa einnig verið 100% vegan hjá allri fjölskyldunni okkar þó svo að engin þeirra sé vegan, fyrir utan okkur að sjálfsögðu, og finnst þeim það alls ekkert verra.

Í ár fannst okkur því tilvalið að deila með ykkur í samstarfi við Krónuna þremur nýjum réttum sem saman gera fullkomið aðfangadagskvöld að okkar mati.

Fyrsti rétturinn er hinn FULLKOMNI forréttur fyrir aðfangadagskvöld eða fínt jólaboð. Rauðrófucarpaccio með kryddolíu, klettasalati, furuhnetum, balsamikediki og vegan parmesanosti. Einstaklega fallegur og góður forréttur.

Rétturinn er kryddaður með villibráðakryddi sem passar alveg fullkomlega með rauðrófunum, parmesan ostinum og balsamik edikinu. Hann er algjör veisla fyrir bragðlaukana og hefur hann notið gífurlegra vinsælda þar sem við höfum boðið upp á hann, bæði hjá vegan fólki og öðrum.

Rauðrófu carpaccio með gómsætu salati: (forréttur fyrir 4)

  • 2 meðalstórar rauðrófur

  • Góð ólífuolía

  • Villibráðakrydd frá Kryddhúsinu

  • Salt

  • Klettasalat

  • Ristaðar furuhnetur

  • Vegan parmesan ostur frá Violife

  • Balsamik edik

Aðferð:

  1. Byrjið á því að flysja rauðrófurnar. Það er gott að hafa í huga að rauðrófur geta mjög auðveldlega litað tréskurðarbretti og gott er að vera í hönskum þegar þær eru meðhöndlaðar.

  2. Pakkið rauðrófunum ásamt 1 tsk af salti í álpappír og bakið við 180°C í 50 mínútur. Takið út úr ofninum og leyfið þeim að kólna alveg. Ég geri þetta oft snemma um daginn eða jafnvel daginn áður.

  3. Notið mandolín eða mjög beittan hníf til að skera rauðrófurnar niður í mjög þunnar sneiðar, best er ef að það sést nánast í gegnum þær. Raðið þeim í þunnt, þétt lag á stóran disk eða fjóra litla diska.

  4. Hellið ólífuolíu yfir og stráið 1-2 tsk af villibráðakryddinu yfir og nuddið því aðeins á rauðrófuskífurnar, fínt að nota pensil eða bara fingurna.

  5. Stráið klettasalati, furuhnetum, balsamik ediki og parmesan ostinum yfir. Kryddið með smá salti og pipar og berið fram.

Aðalrétturinn er alls ekki af verri endanum, en þetta árið langaði okkur að deila með ykkur betrumbættri útgáfu af vinsæla innbakaða hátíðar oumphinu sem við deildum fyrst árið 2016. Þennan rétt höfum við haft í matinn á aðfangadag síðan og hefur hann þróast með hverju árinu.

Við höfum bætt við valhnetum, trönuberjum og portobello svepp í steikina sem gerir hana ótrúlega bragðmikla og hátíðlega. Við mælum svo sannarlega með að gera stóra steik þar sem við getum lofað ykkur að flestir munu vilja smakka hana þegar hún kemur ilmandi úr ofninum.

Hér á blogginu má síðan finna fullt af uppskriftum af hátíðlegu meðlæti sem passar fullkomlega með steikinni.

Hér eru nokkur dæmi:

Hátíðarsteikin:

  • 2 pokar Garlic and Thyme Oumph!

  • 2-3 litlir skallot laukar

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk rósmarín

  • Salt og pipar eftir smekk

  • 1 dl valhnetur

  • 1 bolli niður saxað grænkál

  • 1/2 dl (25 gr) þurrkuð trönuber (má sleppa)

  • 250 ml hafrarjómi, við notuðum Oatly

  • 1 tsk gróft sinnep

  • 1 sveppateningur

  • 1 rúlla smjördeig frá PASTELLA (er í kælinum hjá upprúllaða pizzadeiginu)

  • 3 portobello sveppir

Aðferð:

  1. Saxið niður skallotlaukana og pressið hvítlaukinn. Leyfið oumphinu að þiðna aðeins og saxið það síðan gróflega. Steikið laukinn, hvítlaukinn og oumphið í nokkrar mínútur upp úr smá ólífuolíu. 

  2. Saxið gróflega grænkálið og valhnetur og bætið út á pönnuna ásamt, salti, pipar, rósmaríni og trönuberjunum. Steikið í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til grænkálið er orðið vel mjúkt.

  3. Bætið hafrarjómanum, sinnepi og sveppatening út í, steikið saman svo sveppatningurinn leysist upp og allt er komið vel saman.

  4. Leyfið fyllingunni að kólna alveg áður en henni er pakkað inn í smjördeigið

  5. Rúllið út smjördeiginu og setjið sirka helminginn af fyllingunni í lengju á mitt deigið. Takið stilkana af sveppunum og leggið í röð ofan á fyllinguna. Setjið restina af fyllingunni yfir og pressið hana þétt upp að sveppunum svo þetta verði fallega “slétt” lengja. Það er best að nota hendurnar bara til að móta þetta til.

  6. Það má alveg loka deiginu á einfaldan hátt með því að rúlla því yfir fyllinguna í hring svo sárið endi undir steikinni. VIð hins vegar ákváðum að gera fallega fléttu í deigið en þá er einfaldlega skorið ræmur sitthvoru megin við steikina upp á móti hvorri hliðinni og þær síðan fléttaðar yfir hvor aðra. Við mælum með að finna bara kennslumyndband á youtube ef þið eruð óviss með þessa aðferð en þau má finna með því að skrifa “braided wellington” í leitina.

  7. Penslið steikina með smá haframjólk og í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til smjördeigið verður fallega gyllt að ofan.

Síðast en ALLS EKKI síst er það svo eftirrétturinn en það er alveg komin tími á að við deilum með ykkur þessum ofur einfalda vegan hátíðarís. En það besta við þennan ís, fyrir utan hversu bragðgóður hann er, er hvað það er auðvelt að búa hann til. Grunnuppskriftina er hægt að leika sér með og bæta út í allskyns góðgæti ef maður vill. Skemmtilegur ís sem býður uppá ýmsa möguleika.

Það var alltaf boðið upp á heimagerðan ís á jólunum hjá okkur þegar við vorum yngri en við vorum í nokkuð langan tíma að þróa uppskriftina þar til hún varð nógu góð. Það má segja að vanillusósan frá Oatly sé leyni innihaldsefnið þar sem hún gerir bæði fullkomna áferð og unaðslegt bragð.

Uppskriftin er í samstarfi við Happi haframjólkur súkkulaðið en það er nýtt vegan súkkulaði gert úr haframjólk og er selt í Krónunni. Virkilega gott vegan súkkulaði sem er búið að gera jólabaksturinn svo skemmtilegan núna síðustu vikur. Það hefur lengi vantað gott fjölbreytt vegan súkkulaði og erum við því alveg að elska þetta merki. Saltkaramellu braðið gerir ísinn ótrúlega góðan en þá má alveg nota venjulega súkkulaðið eða appelsínu súkkulaðið frá HAPPI í þessa uppskrift líka. Bara það sem ykkur finnst best.

Vegan jólaís með saltkaramellu súkkulaði:

  • 1 ferna (250 ml) vanillusósa frá Oatly

  • 1 ferna Oatly þeytirjóminn

  • 1 dl sykur

  • 2 tsk vanillusykur frá gestus

  • 2 plötur saltkaramellu súkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta rjóman í hrærivél eða með handþeytara. Setjið í aðra skál og geymið til hliðar.

  2. Þeytið vanillusósuna, vanillusykurinn og sykur saman þar til það verður mjög loftkennt.

  3. Hrærið vanillusósu blönduna og þeytta rjóma mjög varlega saman þar til það er alveg blandað.

  4. Saxið súkkulaðið mjög smátt, Við mælum með að hafa ekki mjög stóra bita af súkkulaðinu í ísnum þar sem það verður aðeins hart þegar það er fryst. Blandið súkkulaðinu varlega saman við ísinn.

  5. Setjið í köku- eða ísform, setjið plastfilmu yfir og látið hana alveg þétt við ís”deigið” svo ekkert loft sé á milli. Setjið í frysti í að minnska kosti 12 klukkustundir.

Karamellusósa

  • 100 g smjör

  • 100 g púðursykur

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1 dl hafrarjómi

  • 1/4 tsk salt

Aðferð:

  1. Setjið allt í pott og kveikið undir á meðal hita.

  2. Leyfið smjörinu og sykrinum að bráðna alveg og látið síðan sjóða í 5-7 mínútur. Hrærið í stanslaust á meðan.

  3. Sósuna má bera fram heita með ísnum eða leyfa henni aðeins að kólna ef þið viljið skreyta ístertu með henni.

Við vonum að þið njótið vel og hlökkum mikið til að fylgjast með hvað grænkerar ætla að hafa í jólamatinn í ár!

-Þessi færsla er í samstarfi við Krónuna og öll hráefnin í uppskriftirnar fást þar. Færslan er einnig í samstarfi við Happi, vegan súkkulaði úr haframjólk-

 
 

Hátíðlegur vegan ís með saltkaramellu

Við deilum með ykkur gómsætri uppskrift að ís sem er dásamlegur eftirréttur að bjóða upp á við allskyns tilefni. Hvort sem það er um jólin, Í afmæli, matarboð eða önnur veisluhöld. Gómsætur ís með karamellusúkkulaði, karamellusósu og berjum.

Uppskriftin er í samstarfi við Happi á Íslandi og Krónuna. Happi súkkulaði er nýtt vegan súkkulaði gert úr haframjólk og er selt í Krónunni. Virkilega gott vegan súkkulaði.

Það besta við þennan ís, fyrir utan hversu bragðgóður hann er, er hvað það er auðvelt að búa hann til. Grunnuppskriftina er hægt að leika sér með og bæta út í allskyns góðgæti ef maður vill. Skemmtilegur ís sem býður uppá ýmsa möguleika.

Við elskum að útbúa ísinn sem eftirrétt á aðfangadagskvöld og hann slær í gegn á hverju ári. Við vonum að ykkur líki við og ekki gleyma að tagga okkur á Instagram ef þið gerið uppskriftirnar okkar, okkur þykir svo vænt um það! <3

Vegan jóla ís með saltkaramellu súkkulaði:

  • 1 ferna (250 ml) vanillu sósa frá Oatly

  • 1 ferna Oatly þeytirjóminn

  • 1 dl sykur

  • 2 tsk vanillusykur frá gestus

  • 2 plötur saltkaramellusúkkulaði frá HAPPI

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta rjóman í hrærivél eða með handþeytara. Setjið í aðra skál og geymið til hliðar.

  2. Þeytið vanillusósuna, vanillusykurinn og sykur saman þar til þa'ð verður mjjög loftkennt.

  3. Hrærið vanillusósublönduna og þeytta rjóma mjög varlega saman þar til það er alveg blandað.

  4. Saxið súkkulaðið mjög smátt, Við mælum með að hafa ekki mjög stóra bita af súkkulaðinu í ísnum þar sem það verður aðeins hart þegar það er fryst. Blandið súkkulaðinu varlega saman við ísinn.

  5. Setjið í köku- eða ísform, setjið plastfilmu yfir og látið hana alveg þétt við ís”deigið” svo ekkert loft sé á milli. Setjið í frysti í að minnska kosti 12 kklukkustundir.

Karamellusósa

  • 100 g smjör

  • 100 g púðursykur

  • 1 tsk vanilludropar

  • 1 dl hafrarjómi

  • 1/4 tsk salt

Aðferð:

  1. Setjið allt í pott og kveikið undir á meðal hita.

  2. Leyfið smjörinu og sykrinum að bráðna alveg og látið síðan sjóða í 5-7 mínútur. Hrærið í stanslaust á meðan.

  3. Sósuna má bera fram heita með ísnum eða leyfa henni aðeins að kólna ef þið viljið skreyta ístertu með henni.

Takk fyrir að lesa og vona að ykkur liki vel.

-Veganistur

-Þessi uppskrift er í samstarfi við Krónuna og Happi vegan súkkulaði úr haframjólk-

 
 

Vegan wellington með Oumph! og portobellosveppum

Vegan wellington. Uppáhalds hátíðarmaturinn okkar systra. Við höfum í mörg ár eldað góða wellingtonsteik um jólin. Gómsæt fylling innbökuð í smjördeigi. Borin fram með allskonar gúrmé meðlæti. NAMM!

Uppskriftin sem við deilum með ykkur í dag er uppfærð útgáfa af innbakaða hátíðaroumphinu sem við birtum á blogginu fyrir nokkrum árum síðar.

Virkilega gómsæt wellington steik sem gerir jólin enn betri. Við vonum innilega að ykkur líki uppskriftin. Hjá okkur ættuði líka að finna uppskrift af allskonar gómsætu meðlæti.

Hér eru nokkur dæmi:

Hátíðarsteik:

  • 2 pokar Garlic and Thyme Oumph!

  • 2-3 litlir skallot laukar

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 tsk rósmarín

  • salt og pipar

  • 1 dl valhnetur

  • 1 bolli niðursaxað grænkál

  • 1/2 dl þurrkuð trönuber (má sleppa)

  • 250 ml hafrarjómi eða annar vegan matreiðslurjómi

  • 1 tsk gróft sinnep

  • 1 sveppateningur

  • 1 rúlla smjördeig frá

  • 3 portabello sveppir

Aðferð:

  1. Saxið niður skallotlaukana og pressið hvítlaukinn. Leyfið oumphinu að þiðna aðeins og saxið það síðan gróflega. Stikið laukinn, hvítlaukinn og oumphið í nokkrar mínútur upp úr smá ólífuolíu.

  2. Saxið gróflega grænkálið og valhneturnar og bætið út á pönnuna ásamt, salti, pipar, rósmaríni og trönuberjunum. Steikið í nokkrar mínútur í viðbót eða þar til grænkálið er orðið vel mjúkt.

  3. Bætið hafrarjómanum, sinnepi og sveppatening út í, steikið saman svo sveppatningurinn leysist upp og allt er komið vel saman.

  4. Leyfið fyllingunni að kólna alveg áður en henni er pakkað inn í smjördeigið

  5. Rúllið út smjördeiginu og setjið sirka helminginn af fyllingunni í lengju á mitt deigið. Takið stilkana af sveppunum og leggið í röð ofan á fyllinguna. Setjið restina af fyllingunni yfir og pressið hana þétt upp að sveppunum svo þetta verði fallega “slétt” lengja. Það er best að nota hendurnar bara til að móta þetta til.

  6. Það má alveg loka deiginu á einfaldan hátt með því að rúlla því yfir fyllinguna í hring svo sárið endi undir steikinni. VIð hins vegar ákváðum að gera fallega fléttu í deigið en þá er enfaldlega skorið ræmur sitthvoru megin við steikina upp á móti hvorri hliðinni og þær síðan fléttaðar yfir hvor aðra.. VIð mælum með að finna bara kennslumyndband á youtub ef þið eruð óviss mð þessa aðferð en þau má finna með því að skrifa “braided wellington” í leitina.

  7. Penslið steikina með smá haframjólk og bakið í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 30 mínútur eða þar til smjördeigið verður fallega gyllt að ofan.

Takk fyrir að lesa og við vonum að ykkur líki vel! <3

-Veganistur

-Þessi uppskrift er í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefni í réttinn þar-

 
 

Rauðrófucarpaccio með klettasalati og vegan parmesanosti (forréttur fyrir 4)

Við kynnum hinn FULLKOMNA forrétt fyrir aðfangadagskvöld - eða við önnur skemmtileg tilefni. Rauðrófucarpaccio með kryddolíu, klettasalati, furuhnetum, balsamikediki og vegan parmesanosti. Einstaklega fallegur og góður forréttur.

Við erum oft spurðar að því hvort við höfum hugmyndir af góðum forrétt fyrir jólin. Við erum vanar að gera sveppasúpu eða aspassúpu, en í ár langaði okkur að breyta aðeins til og útbúa nýja og skemmtilega uppskrift að forrétt.

Rauðrófucarpaccio er ferskur og góður réttur sem við hlökkum til að gera við fleiri skemmtileg tilefni. Við borðum jú alltaf fyrst með augunum svo það er ekki leiðinlegt að kunna bera fram svona fallegan mat.

Rauðrófucarpaccio með gómsætu salati: (forréttur fyrir 4)

  • 2 meðalstórar rauðrófur

  • Góð ólífuolía

  • Villibráðakrydd frá Kryddhúsinu

  • Salt

  • Klettasalat

  • Ristaðar furuhnetur

  • Vegan parmesan ostur frá Violife

  • Balsamikedik

Aðferð:

  1. Byrjið á því að flysja rauðrófurnar. Það er gott að hafa í huga að rauðrófur geta mjög auðveldlega litað tréskurðarbretti og gott er að vera í hönskum þegar þær eru meðhöndlaðar.

  2. Pakkið rauðrófunum ásamt 1 tsk af salti í álpappír og bakið við 180°C í 50 mínútur. Takið út úr ofninum og leyfið þeim að kólna alveg. Ég geri þetta oft snemma um daginn eða jafnvel daginn áður.

  3. Notið mandolín eða mjög beittan hníf til að skera rauðrófurnar niður í mjög þunnar sneiðar, raðið þeim í þunnt þétt lag á stóran disk eða fjóra litla diska.

  4. Hellið ólífuolíu yfir og stráið 1-2 tsk af villibráðakryddinu yfir og nuddið því aðeins á rauðrófuskífurnar, fínt að nota pensil eða bara fingurna.

  5. Stráið klettasalati, furuhnetum, balsamik ediki og parmesan ostinum yfir. Kryddið með smá salti og pipar og berið fram.

Takk fyrir að lesa og vonandi líkar ykkur vel! <3

-Veganistur

-Þessi uppskrift er í samstarfi við Krónuna og fást öll hráefni í réttinn þar-

 
 

Gómsætt vegan heitt súkkulaði með skemmtilegu tvisti!

Hátíðlegt heitt súkkulaði með Cointreau og þeyttum vegan rjóma. Svo dásamlega gott. Fullkomið eftir langan göngutúr í desemberkuldanum. NAMM!

Í dag er annar sunnudagur í aðventu og ég er svo sannarlega komin í jólaskap. Ég mun eyða jólunum í Svíþjóð í fyrsta sinn og er bæði spennt og pínulítið stressuð. Venjurnar á t.d. aðfangadagskvöld eru aðeins öðruvísi en heima og ég mun líklega sakna þess að hlusta á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin klukkan 6. Eins varð ég mjög hissa þegar ég fékk að heyra að þau deila út pökkunum og opna þá svo bara öll samtímis. En ég er viss um að ég mun njóta jólanna í botn.

En að heita súkkulaðinu. Ég vildi gera eitthvað aðeins öðruvísi en ég er vön og ákvað að setja smá Cointreau út í. Það sló heldur betur í gegn. Útkoman var gómsætt heitt súkkulaði með appelsínusúkkulaðibragði og smá extra kikki frá áfenginu. Fullorðinskakó hehe. Ég bauð vinum mínum uppá bolla af súkkulaðinu og þau sögðust aldrei hafa smakkað jafn gott heitt súkkulaði. Ætli það séu ekki ágætis meðmæli?!

Það sem þú þarft í þennan góða drykk er:

Suðusúkkulaði
Vatn
Vegan mjólk
Kanilstöng
Smá salt
(mikilvægt)
Cointreau
(Má sleppa auðvitað)
Þeyttan veganrjóma að toppa með

Gæti ekki verið einfaldara.

ímyndið ykkur að koma heim eftir kaldan göngutúr í desember, setja á ljúfa jólatónlist, baka vöfflur og skella í heitt súkkulaði. Ég veit fátt meira kósý.

Vegan heitt súkkulaði með Cointreau (fyrir 4-5)

Hráefni:

  • 175g suðusúkkulaði

  • 2 dl vatn

  • 1 líter vegan mjólk. Ég notaði Oatly haframjólk

  • Smá salt

  • Kanilstöng

  • 8 cl. Cointreau. Má sleppa eða nota annað áfengi sem ykkur finnst gott. Get t.d. ímyndað mér að Kahlúa passi mjög vel

  • Vegan þeyttur rjómi að toppa með. Mæli með Oatly eða Aito

Aðferð:

  1. Setjið vatnið í pott og brjótið súkkulaðið ofan í. Hrærið vel í pottinum á meðan súkkulaðið bráðnar í vatninu

  2. Hellið mjólkinni út í pottinn ásamt kanilstönginni og leyfið suðunni að koma upp. Hrærið í á meðan svo það brenni ekki við botninn.

  3. Takið af hellunni, saltið örlítið og bætið Cointreau út í og hrærip saman við.

  4. Berið fram með þeyttum vegan rjóma og njótið!

Takk fyrir að lesa og vona að ykkur líki vel!
-Helga María

Rjómalöguð vegan sveppasúpa

Hvað er betra á köldum vetrardegi en rjómalöguð vegan sveppasúpa?! Ég ELSKA að gera góðar súpur og oftar en ekki verður sveppasúpa fyrir valinu hjá mér. Sveppir, rjómi, skallotlaukur, hvítlaukur, hvítvín, timían. Dásamlegt!

Þessa súpu er einfalt að útbúa og hún hentar bæði sem hversdagsmatur eða við fínni tilefni. Ég geri hana oft þegar ég vil bjóða upp á góða súpu í veislu eða matarboði og svo er ég vön að útbúa hana sem forrétt á aðfangadagskvöld.

Það er eitthvað við blönduna af sveppum, rjóma og hvítvíni. Hún slær alltaf í gegn hjá mér, hvort sem um er að ræða sósur, súpur eða gómsætan pastarétt.

Timían þykir mér svo algjört “möst” í súpuna. Það er að sjálfsögðu ekkert mál að sleppa því ef ykkur finnst það ekki gott, en mér finnst það gefa súpunni virkilega gómsætt bragð.

Mörgum þykir gott að blanda súpuna í matvinnsluvél eða blandara en persónulega finnst mér gott að hafa hana þykka og með sveppabitum.

Ég ber súpuna alltaf fram með góðu brauði. Þetta brauð finnst mér gott að baka með súpunni þegar ég er í stuði.

Gómsæt rjómalöguð vegan sveppasúpa

Hráefni:

  • 50 gr smjörlíki

  • 1 msk olía

  • 4 skallotlaukar

  • 2-3 hvítlauksgeirar

  • 500 gr sveppir

  • 1 dl hvítvín

  • 4 msk hveiti

  • 1 til 2 greinar ferskt timían

  • 1 tsk þurrkað timían

  • salt og pipar

  • 1 sveppateningur

  • 1 -2 grænmetisteningar

  • 1 msk sojasósa

  • 300 ml vatn

  • 500 ml vegan mjólk (helst ósæt. Ég nota Oatly haframjólk)

  • 300-400 ml vegan matreiðslurjómi

  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið smjörlíki og olíu og pönnu.

  2. Saxið lauk og steikið á pönnu þar till hann hefur mýkst.

  3. Pressið hvítlaukinn og setjið á pönnuna og steikið í 2-3 mínútur.

  4. Sneiðið sveppina og bætið út á pönnuna og steikið þar til þeir hafa mýkst og tekið á sig smá lit.

  5. Bætið timían út í.

  6. Hellið víninu yfir og leyfið því að malla í nokkrar mínútur

  7. Stráið hveitinu yfir sveppina og hrærið. Þetta mun verða mjög þykkt.

  8. hellið vatninu út í smám saman og hrærið á meðan svo ekki myndist kekkir.

  9. Myljið sveppakraftinn og grænmetiskraftinn út í svo þeir leysist vel upp.

  10. Hellið mjólkinni og sojasósunni út í og leyfið súpunni að malla í 15-20 mínútur. Smakkið súpuna og sjáið hvort eitthvað vantar af kryddi.

  11. Bætið að lokum rjómanum út í, látið suðuna koma upp og takið þá af hellunni.

  12. Látið súpuna malla í 15-20 mínútur áður en rjóminn fer útí.  Á þessu stigi er fínt að smakka súpuna og sjá hvort vantar meira af kryddum. 

  13. Ef gera á súpuna daginn áður, líkt og við gerum t.d. oft á jólunum, er fínt að bíða með að setja rjómann útí þar til hún er hituð upp rétt áður en það á að borða hana.

  14. Berið fram með góðu brauði.

Takk fyrir að lesa og vonandi smakkast vel!

-Helga María


Jólahlaðborð með lítilli fyrirhöfn.

Í fyrra fengum við systur boð um að setja saman vegan jólahlaðborð í samstarfi við Krónuna sem var alveg ótrúlega skemmtilegt. Við vorum því fljótar að ákveða í samvinnu við þau að gera það aftur í ár þar sem þetta er virkilega skemmtileg hefð sem er klárlega komin til að vera á okkar heimili. Það er svo gamana að geta boðið góðum vinum eða fjölskyldu í notalega stund án þess að það þurfi að vera rosaleg fyrirhöfn.

Úrvalið af tilbúnum vegan réttum og vegan hráefnum er orðið svo ótrúlega gott og finnst okkur mjög gaman að geta sett saman svona flott hlaðborð af vegan mat án þess að þurfa að gera allt frá grunni. Framboðið hefur aukist svo mikið síðustu ár að í þetta skiptið þurftum við að velja úr réttum til að bjóða upp á þar sem það var svo mikið gómsætt í boði í Krónunni. Það er því alveg liðin tíð að þurfa að hafa áhyggjur af öllum boðum í gegnum hátíðirnar og þurfa alltaf að vera með eitthvað tilbúið. Það er einfaldlega hægt að hoppa út í búð og grípa með sér vegan steik og meðlæti fyrir næsta boð.

Við vildum hafa hlaðborðið eins einfalt og við gátum og völdum því nánast einungis rétti sem þurfti bara að hita. Það eina sem við gerðu frá grunni var ein ostakúla fyrir ostabakkan og síðan fljótlegt kartöflugratín. VIð ákváðum að prufa að kaupa forsoðnar bökunarkartöflur í gratínið og vá hvað það var mikil snilld. Við notuðum uppskrift sem má finna hérna á blogginu en skárum kartöflurnar bara í skífur. Það þurfti því einungis að baka gratínið í 10 mínútur í ofninum og var það ekkert smá gómsætt. Það er algjörlega fullkomin laust ef ekki gefst mikill tími fyrir eldamennskuna. Við tókum einnig myntu og súkkulaði ísinn frá VegaNice og settum í kökuform og inni frysti. Þegar allt annað var tilbúið tókum við hann út, settum á kökudisk og bráðið súkkulaði yfir. Þar með vorum við komnar með fallega ístertu á mjög einfaldan hátt. Allt annað þurftum við einungis að hita eða setja í fínar skálar og bera fram.

Þessir réttir eru því ekki einungis fullkomnir til að bjóða upp á í hlaðborði heima heldur einnig til að taka með sér í jólaboð þar sem kannski ekki er boðið upp á eitthvað vegan. Eða þá til að benda vinum og fjölskyldu á sem eru að vandræðast með hvað þau geta boðið upp á fyrir vegan fólk. Þá er algjör snilld eða geta sagt þeim hvað sé hægt að kaupa sem einungis þarf að hita.

Það sem við buðum uppá í okkar hlaðborði:

Forréttir:

Ostabakki með hátíðarostunum frá Violife, heimagerðri ostakúlu, chillisultu, kexi, vínberjum og sultuðum rauðlauk. Ostakúlu uppskrift má finna hér, en það eru einnig fleira slíkar á leiðinni.
Sveppasúpa frá HAPP

Aðalréttir:

Oumph wellington.
Gardein savory stuffed turk’y (Fyllt soyjakjötsstykki")

Meðlæti:

Sveppasósa frá HAPP
Fljótlegt kartöflugratín (uppskrift hér, en ég notaði forsoðnar bökunarkartöflur svo gratínið þurfti einungis að baka í 10 mínútur.)
Sætkartöflumús frá Nóatúni
Rauðkál frá Nóatúni
Grænar baunir
Maísbaunir
Vegan laufabrauð frá ömmubakstri
Baguette

Eftirréttir:

R’ISALAMAND frá Naturli
VegaNice Súkkulaði&myntu ís
Vegan piparkökur
Fazer Marianne nammi

Drykkir:

Tilbúið jólaglögg í fernu
Malt og appelsín

Ps. Við erum með gjafaleik á instagram þar sem við gefum tvö 20.000 króna gjafabréf í Krónuna svo þið getið sett saman ykkar eigið hlaðborð. Okkur finnst einnig mjög gaman þegar þið taggið okkur og megið þið endilega tagga okkur og Krónuna ef þið setjið saman ykkar eigið hlaðborð.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og fæst allt í hlaðborðið þar -