Gómsæt eplabaka

IMG_3649-3.jpg

Það er ekkert betra eftir góða máltíð en góður eftirréttur. Eða það finnst mér allavega. Uppáhalds eftirréttirnir mínir eru einfaldir eftirréttir, eitthvað sem þarf ekki að hafa mikið fyrir, líkt og góður vegan ís eða einföld kaka. Við erum mjög heppin með það að það er ótrúlega mikið af góðum vegan ís komin á markaðin hér á landi og er þar ísinn frá Oatly einn af mínum uppáhalds. 

IMG_3520-2.jpg
IMG_3531 (3).jpg

Þessi eplabaka er einn af mínum uppáhalds eftirrétti en það er eindfaldlega vegna þess hversu auðvelt er að útbúa hana og hversu góð hún er. Það sem mér finnst líka vera mikill kostur er að það má undirbúa hana snemma um daginn og skella henni síðan bara í ofninn eftir matinn. 

IMG_3624-4.jpg

Kakan samanstendur af grænum eplum, möndlusmjörs-karamellu (sem passar fullkomlega með eplunu) og hafradeigi sem gerir "krönsí" áferð. Bakan passar fullkomlega með vanilluísnum frá Oatly.

IMG_3643-2.jpg

Eplabaka:

Aðferð:

  1. Afhýðið eplin og skerið niður í litla bita. Setjið í eldfast mót og hellið möndlusmjörs-karamellunni yfir.

  2. Útbúið deigið með því að blanda restinni af hráefnunum saman í skál og dreifið yfir eplin. 

  3. Bakið kökuna í 30 til 35 mínútur við 180°C 

Möndlusmjörs-karamella

Aðferð:

  1. Setjið allt saman í pott og leyfið suðunni að koma upp.

  2. Sjóðið í 2 til 3 mínútur og hrærið í á meðan.

Vonum að þið njótið
-Veganistur

innnes2.jpg

-Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel og Innnes-

Vikumatseðill 16. til 21. apríl

20170716_210154.jpg

Vikumatseðill 16.apríl til 21.apríl

Mánudagur:
Mexíkógrýta, kartöflumús og Oatly sýrður rjómi

Þriðjudagur:
Spagetti og vegan kjötbollur með tómatpastasósu og hvítlauksbrauði

Miðvikudagur:
Falafelbollur, salat og góður hummus.

Fimmtudagur:
Baunasúpa með kartöflum og rófum.

Föstudagur:
Gardein "kjúklingaborgari" með hvítlauksmajó og kartfölubátum

Laugardagur:
Pizza!
 

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg

Vegan grýta

IMG_2083.jpg
IMG_2122.jpg

Grýta er einn mesti nostalgíumatur sem ég veit um en það var mjög oft í matinn heima hjá mér þegar ég var barn. Rétturinn er virkilega einfaldur en á sama tíma ótrúlega góður sem gerir hann að fullkominni máltíð fyrir köld vetrarkvöld eftir langan dag þegar metnaðurinn er kannski ekki sá allra mesti. Stundum þarf maður virkilega á því að halda að geta bara hent saman hráefnum á pönnu og ekki hugsað neitt sérstaklega um það. 

Ég viðurkenni að grýta var ekki réttur sem að ég hélt að ég myndi borða eftir að ég varð vegan. Ég var þó ekki búin að vera vegan ýkja lengi, þó það hafi alveg verið komið rúmlega eitt ár, þegar ég komst að því að lang flest grýtuduft er vegan. Þá var reyndar ekki mikið um gott vegan hakk á markaðnum og ég hugsaði því ekki oft um að nýta mér slíkt duft. Nú er vegan hakk hins vegar auðfundið í lang flestum búðum og er það líka bara ótrúlega gott. Vegan hakk er eitt af mínu uppáhalds kjötlíki þar sem hakk er notað mikið í góða bragðmikla rétti sem oftast er auðvelt að gera vegan einfaldlega með því að skipta því út fyrir vegan hakk.

IMG_2308.jpg

Hægt er að gera nokkrar útgáfur af þessum rétt. Hann er hægt að gera á mjög einfaldan máta þar sem í raun þarf bara hakk og grýtuduftið, en einnig er hægt að leika sér með hann og bæta alls kynns góðum hráefnum út í. 

Hráefni:

  • Mexíkósk grýta frá Toro

  • 1 poki vegan hakk frá Halsans kök

Það sem mér finnst gott að setja út í:

  • 1 dós nýrnabaunir

  • 1 dl graskersfræ

  • frosnar harricot baunir

Aðferð:

  1. Steikið hakkið á pönnu upp úr smá vatni eða olíu.

  2. Bætið grýtuduftinu út í ásamt vatni eins og nauðsynlegt er samkvæmt pakkanum.

  3. Bætið nýrnabaunum, graskersfræjum og strangjabaunum saman við ef nota á slík hráefni.

  4. Leyfið réttinum að sjóða eins og pakkningarnar segja til um.

Rétturinn stendur vel einn og sér en uppáhalds meðlætið mitt með honum er kartöflumús og sýrður rjómi frá Oatly.

-Júlía Sif

Súkkulaðihúðaðar saltkaramellu-möndlukúlur

IMG_0343.jpg

Gómsætar súkkulaðihúðaðar möndlu og saltkaramellukúlur! Er hægt að biðja um meira?! Hér sit ég japlandi á þessu unaðslega góða sælgæti og hlakka til að deila með ykkur uppskriftinni. 

IMG_0235.jpg

Fyrir ekki svo löngu birti ég mynd af kúlunum á Instagram og spurði hvort áhugi væri fyrir því að fá uppskrift. Ég fékk heldur betur góð viðbrögð svo ég ákvað að kúlurnar skyldu fara á bloggið. Uppskriftin af þeim varð til þegar Siggi, kærastinn minn, spurði mig hvort ég gæti prufað að gera döðlukúlur sem hann gæti borðað. Ég var vön að nota í þær hnetusmjör og kasjúnetur, en þar sem hann er með ofnæmi fyrir flestum hnetum, gat hann aldrei borðað þær.  Ég ákvað því að breyta uppskriftinni og nota í hana möndlur og sjá hvort hún yrði ekki eins góð, og útkoman var enn betri en ég bjóst við. Síðan þá hef ég einungis notað möndlur í kúlurnar og held ég haldi mig við það framvegis. 

Ég geri kúlurnar í Twister könnunni fyrir Blendtec blandarann, en ég myndi mæla með því að notuð sé matvinnsluvél nema þið eigið annaðhvort Vitamix blandara eða Blendtec og Twister könnuna. Það getur verið algjört maus að útbúa svona kúlur í venjulegum blandara og ég sjálf hef frekar slæma reynslu af slíkri tilraun.

IMG_0260.jpg

Kúlurnar eru gómsætar bæði sem millimál þegar mann vantar orku, en líka fullkomnar til að bjóða upp á sem fingramat í veislum eða partýum. Mér finnst best að fá mér kúlu með kaffibolla dagsins, það er eitt besta "combo" sem ég veit. Ef þið viljið hafa þær í heilsusamlegri kanntinum er auðvitað hægt að nota 70% súkkulaði, eða einfaldlega sleppa súkkulaðinu. Mér finnst súkkulaðið samt ómissandi, en það er algjörlega smekksatriði. 

IMG_0285-2.jpg

Ég er mikið fyrir það þegar sætu og söltu er blandað saman svo mér finnst rosalega gott að strá örlitlu salti yfir kúlurnar. Mér þætti ótrúlega gaman að heyra hvað ykkur finnst ef þið gerið kúlurnar, og eins ef þið prufið að nota í þær aðra tegund af hnetum. Þetta er ein af þessum uppskriftum sem hægt er að leika sér endalaust með. 

IMG_0345.jpg

Kúlurnar (sirka 20 stk):

  • 2 dl möndlur

  • 2 og 1/2 dl ferskar döðlur (Það voru akkúrat 10 döðlur) - mikilvægt að taka steininn úr!

  • 1 kúfull msk möndlusmjör

  • 1 tsk hlynsíróp eða agave

  • 2 tsk kakóduft

  • 1/5 tsk salt

  • 1 tsk bráðin kókosolía (má sleppa! Möndlusmjörið sem ég notaði var rosalega þykkt svo ég bætti olíunni út í til að blandarinn ætti auðveldara með að vinna. Ég myndi byrja á því að setja allt hitt og sjá til hvort nauðsynlegt er að setja olíuna)

Utan um kúlurnar:

  • 100g suðusúkkulaði

  • 1/2 tsk kókosolía

  • Gróft salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja möndlurnar í matvinnsluvél eða blandara. (ATH að til að hægt sé að gera þetta í blandara þarf að eiga virkilega góða týpu. Ég mæli frekar með að útbúa kúlurnar í matvinnsluvél nema þið eigið hágæða blandara sem ræður við svona matargerð.) Púlsið þar til möndlurnar eru orðnar að kurli. Ég vil hafa mínar ágætlega grófar svo ég passa að mylja þær ekki.

  2. Takið steinana úr döðlunum og bætið þeim í matvinnsluvélina, ásamt kakódufti, salti, sírópi og möndlusmjöri. Maukið þar til allt hefur blandast vel saman. Ef deigið er of þykkt mæli ég með því að bæta kókosolíunni út í

  3. Rúllið úr deiginu litlar kúlur, raðið þeim á disk og setjið í ísskáp í svona 30-60 mínútur

  4. Bræðið súkkulaðið og hrærið saman við það kókosolíunni

  5. Veltið kúlunum upp úr súkkulaðinu og raðið þeim á disk. Ég set bökunarpappír undir þær svo þær festist ekki við diskinn. Stráið yfir þær grófa saltinu og setjið þær í ísskáp í allavega 30 mínútur svo súkkulaðið nái að harðna vel.

veganisturundirskrift.jpg

Ég ætla að breyta lífi mínu - 3. kafli

Jæja Helga, hvað er að frétta? Þessi færsla ætti að vera löngu komin og eins og mig langar að geta sagt að ég hafi fjölmargar gildar ástæður, er eiginlega engin afsökun nógu góð. Ætli það verði ekki efst á listanum fyrir næstu viku að birta færsluna á réttum tíma ehhehe.. 

IMG_0107-2.jpg

Síðustu vikur hefur líf mitt breyst að mörgu leyti en á sama tíma er erfiðara en ég hélt að breyta ýmsu. Ég get þó byrjað á því að segja að ég hef ekki verið jafn hamingjusöm lengi. Ég talaði um það í síðustu færslu hvernig ég vil segja skilið við þær ákveðnu hugmyndir um hver ég er og hvað ég get og get ekki gert. Það hefur verið ákveðin áskorun og ég hef komist að því að hugmyndir mínar um hver ég er, eru mun skorðaðri en ég gerði mér grein fyrir. Samt sem áður er það skemmtileg áskorun því ég hef kynnst sjálfri mér betur í kjölfarið. Það er þó ekki nóg að breyta því hvernig ég hugsa, heldur þarf ég að læra að taka skrefið og gera hlutina sem mig hefur alltaf langað en annaðhvort ekki þorað eða fundist ég ekki geta gert. Síðan ég var unglingur hef ég meðal annars forðast það að gera hluti sem ég er ekki nú þegar orðin góð í (ég átta mig fyllilega á því að dæmið gengur eiginlega ekki upp.) Ég myndi aldrei spila mini-golf eða reyna að búa til málverk, því ég kann það ekki. Þessi hugsunarháttur hefur gert það að verkum að ég stoppa sjálfa mig oft og geri ekkert af því sem mig langar því mér finnst ég ekki geta gert það nógu vel. 

IMG_9984-2.jpg

Ég hef mikið hugsað um þetta síðustu vikur og er ákveðin í að breyta þessu. Ég tók því fyrsta skrefið í síðustu viku. Síðan ég var barn hefur mér þótt gaman að búa til tónlist og hef í gegnum tíðina samið fullt af hálfkláruðum lögum. Mér hefur aldrei þótt ég hafa það sem þarf til að klára lögin og hvað þá leyfa fólki að heyra þau. Við Siggi höfum síðastliðna mánuði leikið okkur í GaragaBand í símanum mínum og búið til lög sem mér hefur þó aldrei þótt nálægt því nógu góð til að setja á netið, þar til ég áttaði mig á því að lögin sem ég geri núna eru einfaldlega eins góð og ég gert þau akkúrat núna, og að það er ekkert að því. Í síðustu viku settist ég við píanótið og samdi lag sem Siggi hjálpaði mér svo að setja upp í GaragaBand appið á símanum mínum og gerði meðal annars fyrir mig trommur og fl. Ég tók svo sönginn upp í iPhone heyrnatólin, svo gæðin eru allt annað en góð. Við ákváðum að setja það á Soundcloud og Youtube þrátt fyrir að lagið sé langt frá því að vera fullkomið. Oft er sagt að eyða þurfi 10.000 klukkutímum í að gera eitthvað til að verða mjög góð/ur í því, og ég hef alls ekki eytt 10.000 klukkutímum í að semja tónlist, svo það væri virkilega skrítið ef ég væri einhver snillingur í því. 

Lagið heitir I'll be fine og það var virkilega gaman að búa það til. Ég get leyft mér að segja að ég sé stolt af því, þrátt fyrir að mér finnist margt mega vera betra. Ég hlakka til að sýna ykkur fleiri lög og kannski eftir svona hundrað í viðbót kemur eitthvað meistaraverk. 

Síðustu vikur hef ég:

  • Vaknað í kringum klukkan 8 alla daga
  • Klætt mig í almennileg föt daglega og leyft kósýgallanum að bíða þar til á kvöldin
  • Talað oftar við systkini mín en ég hef gert síðasta hálfa árið nánast
  • Eytt miklum tíma í að læra að hugsa öðruvísi um sjálfa mig 
  • Bloggað það sem ég ætlaði fyrir páskana, þ.a.m. fyrstu færlsuna fyrir samstarfið sem við erum í
  • Hlustað á miiiikið af tónlist og sungið miklu meira en ég hef verið vön síðustu ár. Ég hef uppgvötað fullt af skemmtilegum tónlistarmönnum og notið þess að hlusta á eitthvað nýtt
  • Klárað lagið sem ég var að vinna í og birt það 
  • Haldið matarboð og kynnst vinum okkar hérna í Piteå betur
  • Unnið við borð en ekki í sófanum - stór sigur ehe
  • Borðað næringaríkan mat (fyrir utan nokkra daga um páskana)
  • Hugsað vel um húðina mína
  • Átt yndislegt símtal við Siggu vinkonu mína, sem var löngu orðið tímabært
  • Brosað meira og hlegið meira en ég hef gert lengi
  • Haldið áfram að þykja vænt um mig 

Það sem hefði mátt fara betur og ég mun bæta í þessari viku:

  • Ég hef hreyft mig vandræðalega lítið (af hverju er svona erfitt að fara í ræktina þegar maður hefur tekið pásku?!)
  • Ég hef stundum leyft uppvaskinu að bíða þar til daginn eftir, sem er aldrei þess virði
  • Ég hef oft gleymt mér í Youtube glápi þegar ég á að vera að gera eitthvað annað
  • Ég hef nokkrum sinnum dottið í sjálfsvorkunn varðandi vanvirka skjaldkirtilinn minn og því sem fylgir og ég ætla að tala betur um það í næstu færslu. 
  • Ég fór ekki á kaffihúsadeit eins og ég hafði ætlað mér
  • Ég færði EKKI lögheimilið!! Ég ætlaði að gera það tvisvar og fattaði að ég hafði gleymt vegabréfinu heima í bæði skiptin, halló Helga, þú getur þetta!

Þessa vikuna ætla ég að:

  • Halda áfram að tileinka mér þær daglegu venjur sem ég hef verið að taka upp
  • Færa lögheimilið í eitt skipti fyrir öll, ég verð!
  • Halda áfram að vinna í hinu laginu sem við Siggi erum að gera
  • Gera uppskriftarfærslurnar sem ég er með á dagskrá
  • Byrja að fara reglulega í ræktina, ég fór í gær og það lét mér líða virkilega vel
  • Hringja í ömmu
  • Hringja í systkini mín
  • Halda áfram að ganga frá eftir mig jafn óðum, það lætur mér líða mun betur í eigin umhverfi
  • Klára bókina sem ég er að lesa
  • Fara á kaffihúsadeit með sjálfri mér og skrifa
  • Byrja að undirbúa Póllandsferðina með kórnum (þarf m.a. að fara í blóðprufu og fá nýjan skammt af skjaldlyfjum áður en við förum)
IMG_9645.jpg

Næsta færsla kemur á réttum tíma, ég ætla að lofa sjálfri mér því!

Helga María 

 

 

Vikumatseðill 3. til 7. apríl

IMG_0439.jpg

Vikumatseðill 3. apríl til 7. apríl

 

Þriðjudagur:
Salat með kínóa, ofnbökuðu rótargrænmeti og hvítlauksjógúrtsósu

Miðvikudagur:
Hnetusmjörsnúðlur með tofu

Fimmtudagur:
Sætkartöflusúpa með súrdeigsbrauði

Föstudagur:
Supernachos með vegan hakki svörtum baunum, maís, salsa, vegan osti og guacamole

Laugardagur:
Mac and cheese að hætti veganista og hvítlauksbrauð


 

22710108_10155093561382525_553341027_n.jpg

Kartöflugratín

IMG_0196.jpg

Kartöflugratín er eitthvað sem við systurnar ólumst ekki upp við að borða. Það var ekki fyrr en á fullorðinsárunum sem við áttuðum okkur á því hvað gratín er frábært meðlæti. Í dag er það oft á boðstólum hjá okkur við ýmis hátíðleg tilefni. 

IMG_0224-4.jpg

Gratín er einn af þessum réttum sem bragðast rosalega vel og henta fullkomlega sem meðlæti með fínum mat, en er virkilega auðvelt að útbúa. Það er þægilegt þegar maður eldar eitthvað fínt sem þarfnast mikillar vinnu, að geta útbúið gott meðlæti sem hægt er að skella í ofninn án þess að spá mikið í því. Matreiðslurjóminn frá Oatly er í miklu uppáhaldi hjá okkur og hann gerir gratínið rjómakennt og gott. 

IMG_0169-2.jpg

Við höfum prufað okkur áfram með gratínið síðustu ár og hef komist að því að okkur þykir best að sjóða kartöflublönduna í potti og baka hana síðan í ofninum. Við höfum prufað að gera gratínið með vegan osti en komist að því að okkur þykir hann ekki nauðsyn. Við einfaldlega kryddum  blönduna áður hún fer í ofninn og yfirborðið verður svolítið stökkt, líkt og þegar ostur er settur yfir. Í dag bar ég gratínið fram með páskamatnum, en uppskrift af honum er að finna HÉR

IMG_0222.jpg

Kartöflugratín

Fyrir 4
Eldunartími: 40 mín

  • 1 msk vegan smjör

  • Sirka 0,75 kg kartöflur

  • 4 dl Oatly matreiðslurjómi

  • 1/2 laukur, skorinn í strimla

  • 2-3 hvítlauksgeirar - pressaðir

  • 1 grænmetisteningur

  • Pasta rossa krydd eftir smekk

  • Salt og pipar eftir smekk

  • Krydd til að strá yfir gratínið áður en það fer í ofninn. Mér þykir mjög gott að setja chili flögur, gróft salt og reykta papriku, en það er hægt að nota hvaða krydd sem er. 

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Skerið Kartöflurnar í sneiðar - mér þykir gott að hafa hýðið með

  3. hitið smjör í potti og bætið lauk og hvítlauk út í

  4. Steikið í nokkrar mínútur, eða þar til laukurinn hefur mýkst töluvert. Ef mér finnst laukurinn vera að festast við botninn helli ég örlitlu vatni út í

  5. Bætið kartöflunum í pottinn ásamt Oatly rjómanum og kryddunum og sjóðið við vægan hita í sirka korter

  6. Smyrjið eldfast mjót með örlitlu vegan smjöri, hellið blöndunni í, kryddið með því sem ykkur þykir best (eða dreifið vegan osti yfir) og bakið í 20 mínútur

-Veganistur

innnes2.jpg

-Færslan er unnin í samstarfi við Innnes Heildverslun-