Anamma hátíðarsteik á tvo vegu

IMG_9274.jpg

Þegar ég var yngri var jólamaturinn heilagur fyrir mér. Það var alltaf það nákvæmlega sama í matinn á aðfangadag og því mátti alls ekki breyta. Eftir að ég varð vegan koma hins vegar varla jól nema ég sé með nýjan hátíðarrétt á boðstólnum. Á hverju ári hef ég prófað mig áfram með uppskriftir af alls konar steikum og er oft með fleiri en einn aðalrétt núna í jólamatinn.

Þetta árið er ég búin að vera að prófa mjög einfaldar uppskriftir sem henta einstaklega vel fyrir þá sem eru að byrja að fikra sig áfram í vegan matargerð og þá sem eru kannski að elda vegan mat fyrir vini eða ættingja en eru ekki vegan sjálf. Í þessar steikur þarf engin flókin hráefni og er matreiðslan sjálf einstaklega fljótleg og einföld. Ég gerði sömu steikina á tvo mismunandi vegu og komu þær báðar virkilega vel út. Steikunar henta einnig fullkomlega með hefðbundnu hátíðarmeðlæti sem er nú þegar á borðstólnum á flestum heimilum landsins.

Wellington steik (fyrir 4 til 5)

  • 6 stk Anamma hamborgarar

  • 4-5 kastaníu sveppir eða tveir portobello sveppir

  • 1-2 skarlott laukar eftir stærð

  • 2 stilkar ferskt tímían eða ferskt rósmarín

  • salt og pipar

  • 4 hvítlauksgeirar

  • 50 gr vegan smjör

  • 1-2 msk dijon sinnep

  • 1 rúlla tilbúið vegan smjördeig úr kæli eða frysti

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja sveppina, laukinn, 2 hvítlauksgeira og tímían eða rósmarín af einum stilk í blandara og blandið saman.

  2. Leyfið hamborgunum að þiðna og stappið þá saman og mótið í fallega steik.

  3. Bræðið vegan smjör á pönnu með restinni af hvítlauk og rósamríni eða tímían og steikið síðan hamborgarasteikina á öllum hliðum á pönnunni.

  4. Smyrjið sveppablöndunni á smjördeig, penslið steikina með dijon sinnepinu og rúllið steikinni inn í smjördeigið.

  5. Penslið steikina með smá plöntumjólk eða plöntu rjóma.

  6. Bakið við 200°C í 30 til 35 mínútur eða þar til hún verður fallega gylt að ofan.

Steik með púðursykurgljáa

  • 6 stk Anamma hamborgara

  • 1/2 dl púðursykur

  • 2 msk tómatsósa

  • 2 msk sætt sinnep

  • smá salt

  • 2 ananassneiðar úr dós

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°C

  2. Leyfið hamborgunum að þiðna, stappið þá saman og mótið í langa fallega steik.

  3. Bræðið saman púðursykurinn, tómatsósu og sinnepið.

  4. Setjið vel af púðursykurgljáanum (sirka 2/3) á steikina og bakið í ofni í 15 mínútur.

  5. Takið steikina úr ofninum, smyrjið restinni af gljáanum yfir steikina og setjið tvær ananassneiðar á steikina og bakið í 10 mínútur í viðbót.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Ásbjörn Ólafsson, Bitz og Anamma á Íslandi.

anamma_logo.png
vendor_189.png

Vegan Ceasar salat með vegan ceasar sósu frá Sacla

Við fengum í hendurnar í síðustu viku þessa nýju ceasar salat dressingu frá Sacla Italia. Ég er búin að vera að prófa hana í alls konar uppskriftir eins og ofan á pizzu og í salöt. Í þessari viku ætla ég að deila með ykkar uppskrift af salati sem ég er búin að vera með æði fyrir síðan ég gerði það fyrst. Ég hef aldrei verið mikið fyrir salöt en eitt af því sem er yfirleitt ekki mikið vegan úrval af eru vegan salat dressingar. Alvöru djúsi dressingar sem lyfta salatinu upp á annað “level”. En þessi sósa gerir það svo sannarlega.

Ég ákvað því að prufa að gera klassískt Ceasar salat með sósunni, sem kom ekkert smá vel út. Ég nota yfirleitt steikt tófú, vegan nagga eða vegan snitsel í salatið og stundum einshvers konar pasta. Það er líka algjört möst að gera brauðteninga fyrir salatið en þá má gera á mjög einfaldan og fljótlegan hátt heimavið. Þetta salat er matarmikið og hentar því sem hádegismatur eða kvöldmatur en það má líka gera sem meðlæti með alls kyns mat.

IMG_9085.jpg

Ceasar salat með steiktu tófúi (fyrir 4)

  • 300 gr steikt tófú (má skipta út fyrir vegan snitsel eða nagga og sleppa kryddhjúpnum)

    • 1 dl plöntumjólk (t.d. hafra eða soya)

    • 2 dl hveiti

    • 1 tsk hveiti

    • ½ tsk svartur pipar

    • 2 tsk oregano

    • 2 tsk steinselja

    • 1 tsk laukduft

    • 1 tsk hvítlauksduft

    • 1 tsk paprikuduft

  • 7-8 sneiðar af baguette brauði

    • ½ dl olífuolía

    • 1 tsk hvítlauksduft

    • 1 tsk salt

    • 2 tsk þurrkuð steinselja

  • 300 gr makkarónupasta

  • 200 gr gott ferkst salat

  • ½ krukka vegan ceasar dressing frá Sacla Italia

Aðferð:

  • Byrjið á því að útbúa brauðteningana með því að skera baguette sneiðarnar í litla kubba, velta þeim upp úr olíunni og kryddunum, raða á bökunarplötu og baka í u.þ.b. 10 mínútur við 220°C.

  • Skerið tófúið í sneiðar, hellið mjólk í grunna skál og blandið hveitiblöndunni saman í aðra skál. Veltið síðan öllum tófú bitunum upp úr mjólkinni síðan hveitinu, svo aftur mjólkinni og loks hveitinu í annað sinn og steikið á pönnu upp úr vel af olíu. Ég set alveg botnfylli af olíu í pönnuna. Leyfið tófúinu að kólna í nokkrar mínútur og skerið síðan í teninga.

  • Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakkningunum.

  • Skerið salatið gróft og blandið öllu saman í stóra skál.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla italia á Íslandi.

 
logo Sacla.jpg
 

Hátíðleg piparköku-ostakaka og tyrkis pepper toppar │ Veganistur TV │ 8. þáttur

Hátíðleg piparköku-ostakaka

  • Piparkökubotn

    • 150 gr vegan piparkökur

    • 80 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • Vanilluostakökufylling

    • 2 dl vegan þeytirjómi

    • 2 dl Oatly vanillusósa

    • 150 ml Oatly rjómaostur (1 dolla)

    • 1 dl sykur

    • 1 tsk vanilludropar

  • Karamella

    • 50 gr vegan smjör eða smjörlíki

    • 3/5 dl síróp

    • 2 msk Oatly iMat hafrarjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa botninn. Setjið piparkökurnar í blandara eða matvinnsluvél og myljið niður. Bræðið smjörið og hellið út í piparkökurnar á meðan þið blandið á lágum styrk.

  2. Setjið bökunarpappír í botninn á kringlóttu kökuformi og hellið piparkökubotninum í formið. Ýtið paparkökumulningnum vel í botninn á forminu og setjið í frysti á meðan þið útbúið fyllinguna.

  3. Þeytið rjóman í hrærivél og hellið síðan Oatly vanillusósunni út í hrærivélina og þeytið aðeins áfram. Setjið til hliðar

  4. Þeytið saman rjómaostinn, sykurinn og vanilludropana þar til létt og hrærið síðan varlega saman við rjómanblönduna með sleikju.

  5. Hellið yfir piparkökubotninn, sléttið vel úr fyllingunni og setjið í frysti á meðan þið útbúið karamelluna.

  6. Brærið smjörið á pönnu við vægan hita. Bætið sírópinu út í og leyfið þessu að sjóða saman í 3 til 4 mínútur og bætið síðan hafrarjómanum út í og leyfið suðunni að koma upp, það ætti einungis að taka um 1 mínútu.

  7. Setjið karamelluna í grunna skál og leyfið henni að kólna í 15 til 20 mínútur áður en þið hellið henni yfir ostakökuna. Dreifið vel úr karamellunni og hellið síðan yfir ostakökuna.

  8. Kakan þarf að fá að vera í frysti í 8 til 10 klukkustundir, eða yfir nótt, áður en hún er borin fram.

Tyrkis pepper toppar

  • 9 msk aquafaba (soðið af kjúklingabaunum í dós)

  • 300 gr púðursykur

  • 1 poki Tyrkis pepper (150 gr)

  • 1 plata Rapunzel 70% súkkulaði (80gr)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þeyta aquafaba í hrærivél þar til það verður að mjög þykkri froðu.

  2. Bætið púðursykrinu hægt út í, sirka 1 msk í einu þar á meðan að hrærivélin hrærir á meðalháum styrk. Þegar allur púðursykurinn er komin út í setjið þið hræriðvélina á hæsta styrk og þeytið þetta í 10 til 15 mínútur eða þar til deigið verður mjög þykkt og hreifist ekki til í skálinni þegar hún er hreyft til eða henni snúið á hvolf.

  3. Myljið tyrkis peppert brjóstsykurinn niður og saxið súkkulaðið og hrærið því mjög varlega saman við marengsin með sleikju.

  4. Setjið litla toppa á bökunarplötu með teskeið og bakið í 150°C heitum ofni í 15-16 mínútur. Mer finnst betra að baka þá i 15 mínútur en þá verða þeir aðeins mýkri svo ef þið viljið frekar stökka toppa er betra að baka þá í 16 mínútur.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
Oatly_logo_svart (1).png
 
KRONAN-merki (1).png
 

Auðvelt og fljótlegt jólahlaðborð að hætti Krónunnar

Við fengum það ótrúlega skemmtilega verkefni í samstarfi við Krónuna að skoða jólahlaðborðs tillögurnar sem þau eru búin að setja saman. En krónan hefur útbúið frábæran vef með vegan hátíðarvörum sem auðvelt er að pússla saman á fallegt jólahlaðborð eða fyrir matarboð. Snilldin við þennan vef er að tillögurnar eru einfaldar og aðgengilegar og flest sem hefur verið sett þar fram þarf einungis að hita áður en það er borið á borð. Við vildum hafa það til hliðsjónar þegar við völdum réttina í hlaðborðið okkar að það yrði sem allra auðveldast og ekki þyrfti að vera mikið umstang í kringum neinn rétt.

Við verðum að segja að úrvalið hjá þeim er ekkert smá flott og svo ótrúlega gaman hvað eru margar vörur að velja úr. Þetta hlaðborð er frábært til að fá tillögur að því sem hægt er að bjóða uppá á jólunum eða sem hugmyndir fyrir þá sem kannski eru ekki vanir að elda mikið vegan og eru að fá einhvern sem fylgir vegan lífstílnum í mat til sín. Við vildum hafa borðið sem fjölbreytast svo allir gætu fundið eitthvað sem þeim líkaði. Við ákváðum því að velja þrjá aðalrétti og síðan meðlæti sem myndi passa með þeim öllum. Okkur finnst líka alltaf nauðsynlegt að vera með góða súpu fyrir eða með jólamatnum og að sjálfsögðu eftirrétt.

Við ákvaðum að miða við að hlaðborðið yrði fyrir fjóra til sex manns og að verðið færi ekki yfir 15.000 krónur. En við erum einmitt með gjafaleik á instagram hjá okkur akkúrat núna þar sem við gefum tvö 15.000 króna gjafakort í Krónuna svo endilega kíkið þangað og takið þátt! Maturinn sem við vorum með passaði vel fyrir sex manns en næst munum við bæta við einum ís í viðbót þar sem það var eina sem hefði mátt vera meira af. Við ákváðum að setja upp fyrir ykkur lista af öllu því sem við keyptum ásamt verðunum og vorum við akkúrat rétt undir 15.000 krónum. En fyrir þriggja rétta máltíð fyrir 6 manns gerir það 2.468 krónur á mann.

jólahlaðborð.png

Undirbúningurinn á matnum var mjög einfaldur en við settur steikurnar og butternut graskerið í ofninn og elduðum samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunum, hituðum súpuna og sósuna upp í potti og suðum rósakálið. Við keyptum forsoðnar kartöflur sem við síðan brúnuðum rétt áður en allt var borið á borð en það má finna leiðbeiningar fyrir brúnaðar kartfölur hér. Steikurnar þurfa góðan tíma í ofninum svo það er frábært að nota þann tíma til þess að leggja á borð og gera það tilbúið en maturinn og borðið var tilbúið hjá okkur á innan við 40 mínútum.

Við hvetjum alla til að setja saman svona auðvelt jólahlaðborð til að bjóða fjölskyldu eða vinum og endileg tagga okkur á instagram ef þið deilið myndum og það er að sjálfsögðu ekkert mál að senda okkur fyrirspurnir ef þið þurfið einhverja hjálp með jólamatinn. ♡

IMG_9229.jpg

Borðbúnaðinn sem sjá má á myndunum fengum við að gjöf frá Bitz á Íslandi og passaði hann fullkomlega á jólaborðið. Diskarnir og skálarnar eru virkilega stílhreinar og fara ótrúlega fallega með gylu hnífapörunum sem gera borðið svo ótrúlega hátiðlegt. Vörurnar frá Bitz hafa að okkar mati ótrúlega fallega hönnun en þær eru einnig hitaþolnar og mega þar af leiðandi fara í ofn að 220°C og í uppþvottavél sem er mjög hentugt. Bitz fæst í Húsgagnahöllinni, Bast í kringlunni og versluninni Snúran.

IMG_9179.jpg

Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna og Bitz á Íslandi

 
KRONAN-merki.png
vendor_189.png
 

Vegan sörur

Ég myndi ekki segja að sörur væri ómissandi partur af jólaundirbúningnum frá mér en ef ég kemst í að baka sörur fyrir jólin þá finnst mér þær virkilega góðar. Það er smá vinna að baka sörur og tekur yfirleytt frekar langan tíma en mér finnst frábært að taka tíma frá fyrir jólin í sörubakstur að plata t.d. vinkonur mínar eða mömmu með mér í sörubaksturinn. Úr verður ótrúlega notaleg stund með fólkinu mínu og baksturinn auðveldari fyrir vikið.

Að gera vegan sörur þarf alls ekki að vera mikið mál. Botnarnir eru gerðir á aðeins öðruvísi hátt en hefðbundar sörur þar sem þeir líkjast aðeins meira marengstoppum en þessum algengustu söru uppskriftum. Það þarf að þeyta aquafaba, sem er vökvin sem er í dós af kjuklingabaunum, vel með sykrinum og bæta síðan möndlunum varlega saman við. Ég hef bæði verið að notast við malaðar möndlur og einnig hakkaðar en mér finnst baksturinn verða aðeins auðveldari ef notaðar eru hakkaðar möndlur. Hitt virkar þó alveg svo ég hvet ykkur til að prófa ykkur einfaldlega áfram. Það er líka sniðugt t.d. að skipa deiginu í tvennt og prufa að setja malaðar í annað og hakkaðar í hitt og sjá hvort kemur betur út.

Hráefni:

  • 1 dl auquafaba (kjúklingabaunavatn)

  • 100 gr sykur

  • 100 gr flórsykur

  • 200 gr hakkaða möndlur (eða malaðar)

Aðferð:

  1. Stífþeytið aquafaba á hæsta styrk í hrærivél þar til það verður að mjög þykkri froðu

  2. Bætið sykrinu og flórsykrinum út í mjög hægt, sirka 1 msk í einu, á meðan að hrærivélin hrærið á háum styrk. Hrærið síðan áfram á háum styrk þar til marengsin verður mjög stífur og hægt að hvolfa skálinni án þess að hann detti eða hreyfist.

  3. Blandið möndlunum mjög varlega saman við með sleif.

  4. Setjið í sprautupoka og sprautið litla botna á bökunarplötu

  5. Bakið við 150°C í 16 mínútur, leyfið botnunum að kólna alveg á plötunni áður en þeir eru teknir upp.

Kremið í fyllinguna

  • 175g vegan smjör eða smjörlíki við stofuhita

  • 1/2 dl síróp

  • 250g flórsykur

  • 1/4 dl kælt, sterkt uppáhelt kaffi

  • 1/2 msk kakó

  • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

  1. Þeytið smjörið í hrærivél þar til það er mjúkt

  2. Bætið sírópinu út í, í mjórri bunu.

  3. Bætið restinni af hráefnunum saman við og hrærið vel saman.

  4. Setjið sirka 1 tsk af kremi á hvern botn og setjið botnana í frysti í 30 til 60 mínútur áður en þið dýfið þeim í bráðið súkkulaði til að hjúpa fyllinguna.

Ég var með sirka 100 gr af hvítu,- “mjólkur”- og suðusúkkulaði og hjúpaði kökurnar sitt á hvað.

IMG_9032.jpg

-Njótið vel og gleðilega aðvenntu.

Aspassúpa og hátíðar meðlætið │ Veganistur TV │ 7. þáttur

Aspassúpa

  • 75 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 1 dl hveiti

  • 2 dósir niðursoðinn aspas (soðið og aspasinn)

  • 2 lítrar Oatly Barista mjólkin

  • 4 msk grænmetiskraftur (2 grænmetisteningar)

  • 2 tsk salt

  • 1/2 lítri Oatly iMat matreiðslurjómi

Aðferð:

  1. Bryjið á því að bræða smjörlíki í stórum potti. Þegar smjörlíkið er bráðið setjið hitan á hellunni niður á miðlungs eða lágan hita.

  2. Stráið hveitinu út í smjörið og hrærið það saman í hveitibolli, Bollan á að vera frekar þurr.

  3. Hellið soðinu af tveimur aspadósum í könnu og bætið út í pottinn í nokkrum skömmtum og hrærið vel saman við hveitibollunna. Ekki setja of mikið vökva út í pottinn í einu því þá er líklegra að kekkir myndist í súpunni.

  4. Þegar allt soðið er komið saman við bætið hálfum lítra af mjólkinni saman við og hrærið vel og síðan restinni af mjólkinni.

  5. Bætið grænmetiskrafti og saltinu saman við og leyfið því að hitna þar til suðan kemur upp.

  6. Þegar suðan er komin upp bætið matreiðslurjómanum og aspasinum saman við og hitið í nokkrar mínútur í viðbót.

  7. Berið fram með hvítu hveitibrauði.

Pipar sveppasósa

  • 25 gr vegan smjör eða smjörlíki

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 200 gr sveppir

  • 2 tímían stilkar (ferkst)

  • salt og pipar

  • 1 bréf piparsósa

  • 250 ml vatn

  • 2 msk grænmetiskraftur (1 grænmetisteningur)

  • 250 ml Oatly iMat matreiðslurjómi

  • 1 tsk rifsberjahlaup eða rifsberjasulta

Aðferð:

  1. Skerið sveppina í þunnar sneiðar, kremjið hvítlaukinn og setjið út á heita pönnu mðe vegan smjörinu og tímían stilkunum.

  2. Steikið í nokkrar mínútur þar til að vökvi fer að myndast úr sveppunum.

  3. bætið vatninu, piparsósunni og grænmetiskraftinum út á pönnuna og hrærið saman þar til duftið er alveg komið saman við vatnið.

  4. Bætið rjómanum og rifsberjasultunni saman við og leyfið suðunni að koma upp. Sjóðið í sirka 5 mínútur.

Brúnaðar kartöflur (10 meðalstórar kartöflur)

  • 10-12 soðnar litlar kartöflur

  • 50 gr vegan smjör

  • 100 gr sykur

  • 1/2 dl Oatly-hafrarjómi

Aðferð:

  1. Bræðið sykurinn á meðalhita á pönnu og passið að fylgjast vel með.

  2. Setjið smjörið útí um leið og sykurinn er bráðinn svo hann brenni ekki.

  3. Þegar smjörið er bráðið er slökkt undir, rjómanum hellt útí og hrært standslaust í hálfa mínútu áður en kartöflunum er helt út í.

Eplasalat

  • 2 meðalstór græn epli

  • 1 bolli græn vínber

  • 1 dl Oatly sýrður rjómi

  • 1/2 dl þeyttur vegan rjómi

Aðferð:

  1. Takið hýðið af eplunum og skerið niður í litla kúbba

  2. Skerið vínberin í tvennt

  3. hrærið sýrða rjómanum og þeytta rjómanum saman við ávextina í stórri skál.

-Njótið vel

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Krónuna og Oatly á Íslandi

 
 
KRONAN-merki.png
Oatly_logo_svart.png