Linsubauna "Shepert's pie"

IMG_9897.jpg

Mér finnst ég alltaf byrja þessar færslur á að tala um veðrið en það hefur snjóað af og til á landinu síðustu daga og hef ég þurft að skafa nánast alla morgna síðustu vikuna svo það er eiginlega bara ekki annað hægt. Matarvenjur mínar fara líka bara svo rosalega eftir veðri einhvernveginn, en það er akkúrat þess vegna sem ég ákvað að deila með ykkur þessari tilteknu uppskrift núna.

IMG_9874.jpg
IMG_9875.jpg

Uppskriftin er af svokallari “Sherpert’s pie” en ég held að það sé ekki mikil hefð fyrir því að fólk eldi þennan rétt hérna á Íslandi. Ég kynntist honum allavega ekki fyr en eftir að ég varð vegan þar sem það er mjög auðvelt að gera vegan útgáfu af alls konar svona bökum. Þessi útgáfu er mín uppáhalds en fyllingin er svo góð að það væri eiginlega hægt að borða hana á jólunum að mínu mat. Ég set rauðvín í sósuna sem gerir hana eitthvað svo hátíðlega og svo er kartöflumús líka í svo miklu uppáhaldi hjá mér.

Mér finnst þessi rétturinn vera fullkomin þegar það er kalt úti og tikkar í öll boxin yfir þennan svokallaða “comfort food”. Mér finnst líka einhvern veginn aldrei jafn skemmtilegt að kaupa gænmeti og á haustin þegar það er svo extra ferskt og mikið úrval í búðum, og því ákvað ég að hafa réttin stútfullan af fallegu grænmeti. Það má að sjálfsögðu nýta nánast hvaða grænmeti sem er í hann, sleppa einhverju eða skipta út eftir smekk hvers og eins. Ég set oft sveppi eða brokkolí út í ef ég á það til en mér finnst mikilvægast að það séu laukur, gulrætur og baunir í honum.

Uppistaðan í bökunni eru síðan linsubaunirnar en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær draga svo vel í sig bragð og finnst mér áferðin á þeim einhvern veginn betri en á flestum öðrum baunum. Ég notaði baunirnar frá Oddpods þar sem það er svo einfalt að geta bara hent þeim út á pönnuna beint úr pakkningunni. Einnig eru baunirnar frá Oddpods soðnar upp úr grænmetiskrafti en það finnst mér gera þær bragðbetri en aðrar baunir og hentar það sérstaklega vel í rétti eins og þennan.

IMG_9917.jpg

Ég mæli með að elda stóra böku, en þessi uppskrift dugar fyrir 4-5 fullorðna, þar sem hún er eiginlega bara ennþá betri daginn eftir.

Linsubaunafylling:

  • 2 pakkar brúnar linsur frá Oddpods

  • 2-3 msk ólífuolía

  • 1 laukur

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 3 gulrætur

  • 3 stilkar sellerí

  • 1 dl frosnar grænar baunir

  • 250 ml vatn + 1 msk hveiti hrist saman

  • 250 ml hafrarjómi

  • 1 sveppateningur

  • 1 msk dijon sinnep

  • 3 msk eða ein lítil dós tómatpúrra

  • 1-2 msk soyasósa

  • 1/2 dl rauðvín

  • 2 lárviðarlauf

  • salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera niður allt grænmeti í litla kubba.

  2. Steikið upp úr ólífuolíu þar til grænmetið fer að mýkjast

  3. Bætið baununum út í ásamt smá salti og pipar og steikið í nokkrar mínútur í viðbót á meðalhita.

  4. Bætið restinni af hráefnunum út í og hrærið vel saman. Leyfið suðunni að koma upp og sjóðið í u.þ.b. 5 mínútur. Smakkið til með salti og pipar

  5. Setjið í eldfast mót, útbúið kartfölumúsina og dreyfið henni jafnt yfir. Bakið við 200°C í 15 mínútur eða þar til kartöflumúsin verður fallega gyllt að ofan.

  6. Passið að taka lárviðarlaufin úr þegar bakan er borðuð.

Kartöflumús

  • 1 kg kartöflur

  • 150 gr smjörlíki eða vegan smjör

  • 1-2 dl haframjólk

  • vel af salti (eftir smekk)

Aðferð:

  1. Sjóðið kartöflurnar í u.þ.b. 20 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn þegar stungið er gaffli í þær.

  2. Afhýðið kartöflurnar og stappið saman með kartöflustappara eða setjið í gegnum kartöflupressu.

  3. Setjið kartöflurnar, smjörlíki og 1 dl af mjólk saman í pott og hrærið vel í á lágum hita. Bætið við salti og haframjólk eftir þörfum.

-Við mælum með að bera réttinn fram með fersku salati og hvítlauksbrauði en það má líka bera hann fram einan og sér.

- Þessi færsla er í samstarfi við OddPods á Íslandi -

 
Oddpods-logo---edited.png
 

Hollar hafrakökur með trönuberjum

IMG_9855.jpg

Ég held að það sé svo sannarlega komið haust hérna á litla skerinu okkar en síðustu daga höfum við fengið allan skalan af veðri sitt á hvað. Þegar það fór að snjóa í morgun fannst mér allt í einu ótrúlega raunverulegt að sumarið væri búið. Mér finnst það þó alls ekki vera svo slæmt þar sem oftast finnst mér fylgja haustinu mikil ró, rútína og kósýheit. Við Íslendingar erum kannski svolítið æst á sumrin og alltaf svo hrædd um að vera að missa af sumrinu, og þar er ég svo sannarlega ekki saklaus, svo mér finnst alltaf bara fínt þegar skólarnir fara af stað og meiri rútína kemst á lífið.

Ég er í fyrsta skipti í yfir 3 ár ekki í skóla þetta haustið og verð ég að segja að það er mjög skrítið en á sama tíma auðvitað mjög þægilegt. Ég er þó mest spennt fyrir því að vera ekki í prófatíð rétt fyrir jól og geta loksins undirbúið jólin að heilum hug mörgum vikum fyrir aðfangadag eins og ég vil helst gera.

IMG_9838.jpg

Haustinu fylgir alltaf mikil matarrútína á mínu heimili en mér finnst ég eiga mjög auðvelt með að detta úr rútínu hvað varðar eldamennsku og matarræði á sumrin. Alls ekki að ég sé á einhverju sérstöku matarræði eða neitt slítk, heldur á ég það til að elda lítið heima og vera lítið með undirbúin mat yfir sumartíman. Á haustinn verð ég alltaf ósjálfrátt duglegri að elda heima, skipuleggja matarinnkaup og nesti til að taka með í vinnu eða út í daginn.

Ég er alveg rosalega mikið fyrir sætindi og því finnst mér skipta virkilega miklu máli að kunna að gera alls konar sætindi sem eru holl og er auðvelt að nýta sem millimál yfir daginn eða til að grípa í þegar mig langar í eitthvað. Mér finnst einnig mjög gaman að eiga eitthvað til að bjóða uppá með kaffinu þegar ég fæ fólk óvænt í heimsókn. Hafrasmákökur eru þar í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær má nefnilega nýta sem morgunmat eða millimál og eru einnig fullkomnar til að grípa með sér á ferðinni.

IMG_9851-2.jpg

Ég elska að baka úr höfrum þar sem þeir eru stútfullir af trefjum og gefa svo ótrúlega gott bragð. Í þessar kökur nota ég einnig kókosmjöl og með þessi tvö innihaldsefni þarf lítið annað til þess að kökurnar verði ótrúlega bragðgóðar en á sama tíma nokkuð hollar. Ég elska að nota þurrkaða ávexti líkt og rúsínur eða tr0nuber í smákökurnar en það má að sjálfsögðu skipta því út fyrir súkkulaði eða bara sleppa því alveg.

IMG_9856.jpg

Hráefni:

  • 4 dl malaðir hafrar frá Til hamingju (hafrar settir í matvinnsluvél eða blandara og blandað þar til mjög fínt)

  • 1 dl heilir hafrar frá Til hamingju

  • 1 dl kókosmjöl frá Til hamingju

  • 4 msk möluð hörfræ frá Til hamingju

  • 1/2 tsk salt

  • 1 tsk lyftiduft

  • 150 gr mjúkt smjörlíki eða vegan smjör

  • 1 1/4 dl hlynsíróp

  • 1/2 dl haframjólk eða önnur plöntumjólk

  • 1 pakki þurrkuð trönuber frá Til hamingju

Aðferð:

  1. Hrærið saman haframjólkina og hörfræin í litla skál og setjið til hliðar

  2. Blandið restinni af þurrefnunum saman í skál og hrærið aðeins saman.

  3. Skerið smjörlíkið í litla kubba og bætið út í hörfræ blönduna ásamt sírópinu. Setjið saman við þurrefnin og hrærið þar til allt smjörlíkið hefur blandast vel saman og deigið orðið þykkt slétt deig.

  4. Leyfið deiginu að standa í 10 mínútur. Hitið ofnin í 180°C á meðan.

  5. Mótið kúlur í þeirri stærð sem hver og einn vill, ég notaði kúfulla matskeið af deigi fyrir hverja köku. Sléttið aðeins úr þeim. Bakið í miðjum ofni í 12-14 mínútur eða þar til þær verða fallega gylltar á könntunum.

-Njótið vel og ekki gleyma að tagga okkur á instagram þegar þið eruð að baka og elda réttina okkar :D

Júlía Sif

- Færslan er unnin í samstarfi við Til hamingju -

Heimagert sushi með vinkonunum

Eitt af því skemmtilegasta sem ég veit er að fá fólk í mat og hvað þá vinkonur mínar. Ég er lengi búin að vera með það á planinu mínu að fá þær til mín í heimagert sushi og lét loksins verða af því núna í kvöld. Sushi er einn af mínum uppáhalds mat en ég hef aldrei prófað að gera það heima áður.

IMG_9793.jpg

Ég rak augun í þessari fallegu vörur í Krónunni snemma í vor og ákvað þá strax að láta loksins verða af því að prófa að gera sushi heima. Ég hafði oft miklað þetta fyrir mér og hélt að það væri ægilegt vesen að gera þetta, en þegar ég sá þessar vörur allar saman á einum stað þá vissi ég að ég hlyti að geta þetta. Ég keypti því bara allt sem tengdist sushigerð sem ég sá í hillunum og skoðaði síðan vörurnar vel. Ég sá að aftan á hrísgrjónapakkanum eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig sjóða eigi grjónin rétt og hverju eigi að bæta út í þau. Það fannst mér mjög mikill plús og var þar með allur hausverkurinn farinn.

Ég var með alveg óteljandi hugmyndir um hvað ég gæti sett inn í rúllurnar en ákvað að gera í þetta skiptið þrenns konar rúllur og prófa þá meira næst. Ég vissi strax að mig langaði að prófa að nota einhvers konar vegan soyakjöt í eina og ákvað að kaupa vegan “kjúklinga”nagga og skera í strimla. Með þeim setti ég gufusoðna sæta kartöflu, avocado og smá vorlauk og bar þær síðan fram með chilli majónesi og guð hvað það koma út. Hinar gerði ég aðeins hefðbundnari en það má sjá lista yfir hvað ég setti í hverju rúllu neðst í færslunni. Næst langar mig klárlega að prófa að djúpsteikja til að líkja eftir svokölluðum eldfjallarúllum, en þær eru ótrúlega góðar!

Ég gerði eina og hálfa uppskrift af grjónum miðað við það sem stendur aftan á pakkanum og náði að gera 5 stórar rúllur úr því. Ég skar hverja rúllu í 8 bita og vorum við þá með 40 bita samtals eða um 20 bita á mann. Það var meira en nóg en myndi ég áætla um 14-16 bita á mann af svona stórum bitum fyrir hvern fullorðin næst.

IMG_9830.jpg

Þegar ég var að versla í Krónunni rak ég augun í óáfengt rósavín og ákvað að kippa einni flösku með þar sem mér fannst það fullkomið fyrir óléttu mig og ég bara varð að hafa það með hérna þar sem það var svo ótrúlega gott. Mæli alveg hiklaust með að kaupa þannig ef þið drekkið ekki áfengi en viljið hafa eitthvað extra gott að drekka.

IMG_9816.jpg

Það kom mér mikið á óvart hvað þetta var auðvelt og hversu vel rúllurnar heppnuðust. Ég “googlaði” smá og horfði á stutt myndband um hvernig best væri að rúlla og sá að það er best að hafa plastfilmu á milli hráefnana og sushimottunnar, rúlla síðan alveg ótrúlega þétt og loka rúllunni inn í plastfilmu svo hún sé lokuð alveg þétt saman. Ég gerði það og þegar ég tók rúllurnar úr plastinu voru þær alveg lokaðar og ekkert mál að skera þær í bita. Það er þó best að vera með mjög beittan hníf því annars er hætta á að kremja rúllurnar.

IMG_9814.jpg

Þrjár mismunandi sushi rúllur

  • Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningum á pakkanum

  • 1 pakki af nori blöðum eru 6 blöð

  • Ég bar sushíið fram með

    • Sushi engifer

    • Soyasósu

    • Wasabi

    • Shriracha sósu

    • Chilli majónes (hræra saman 1 dl af vegan majónesi + 1/2 tsk af chilli mauki (sambal oelek))

Rúlla #1

  • Vegan naggar

  • Avocado

  • Sæt kartafla (gufusoðið og leyft að kólna alveg)

  • Vorlaukur

  • Chilli majónes (sett ofan á eða dýft í)

Rúlla #2

Rúlla #3 (rúlluð öfugt svo hrísgrjónin voru utan á)

  • Smá sesam fræ til að stráutan á rúlluna

  • Gúrka

  • Avocado

  • Vorlaukur

Það má að sjálfsögðu breyta innihaldinu eins og hver og einn vill og setja nánast hvað sem er inn í rúllurnar. Þetta eru mínar hugmyndir eftir kvöldið en ég mun klárlega prófa mig áfram með alls konar fleiri hráefni á næstunni.

- Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna -

 
KRONAN-merki.png
 

Haustlegt kartöflusalat með Ceasar dressingu

IMG_9761.jpg

Ég held að það sé óhætt að segja að það sé komið haust og þar af leiðandi er fullt af fersku og góðu grænmeti í búðum akkúrat núna. Ég elska að gera góða rétti úr rótargrænmeti á haustinn og finnst það alltaf fylgjast haustinu á mínu heimili. Kartöflur eru eitt af þeim hráefnum sem er sérstaklega gott á haustinn að mínu mati og ef það er einhver matur sem ég held að ég gæti lifað alfarið á, þá eru það kartöflur. Ég bókstaflega elska kartöflur, hvort sem þær eru soðnar, ofnbakaðar, maukaðar í kartfölumús eða bara hvernig sem er.

IMG_9756.jpg

Einn af mínum uppáhalds réttum með kartöflum er kartöflusalat. Ég elska að hafa eitthvað í matinn sem passar með kartöflusalat til að geta haft það sem meðlætii. Þetta salat er engu líkt og það er svo gott að það er nánast hægt að borða það eitt og sér. Það má einnig bæta út í það t.d. linsubaunum og meira af salati og þá er það orðið máltíð út af fyrir sig. Ég hins vegar elska að hafa sem mest af kartöflum og sem minnst af einhverju öðru og ef ég á að segja alveg eins og er stelst ég oft í að setja afgang af salatinu ofan á brauð og borða það þannig.

IMG_9777.jpg

Salatið er einstaklega einfalt í undirbúningi, þar sem ég notast við Ceasar dressinguna frá Sacla Italia og þarf þar með ekki að krydda neitt aukalega nema mögulega setja smá salt. Það er þó best að smakka salatið til fyrst þar sem “reyktu bitarnir” eru einnig saltir.

IMG_9757.jpg

Hráefni

  • 500 gr kartöflur

  • Klettasalat, sirka 2 bollar

  • 2-3 litlir vorlaukar

  • 1 dl smokey bites frá Oumph

  • 1/2 dl ristaðar furuhnetur

  • salt ef þarf

  • 1/2 flaska vegan Ceasar sósa frá Sacla Italia

Aðferð:

  1. Skerið kartöflurnar í bita, stærðin má vera eftir smekk, og sjóðið í um 10 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn. Ég hef hýðið á kartöflunum en það má að sjálfsgöðu taka það af.

  2. Saxið niður vorlaukinn og klettasalatið.

  3. Steikið reyktu bitana í nokkrar mínútur á pönnu, takið til hliðar og ristið síðan furuhneturnar á sömu pönnu þar til þær verða fallega gylltar.

  4. Leyfið öllum hráefnum að kólna aðeins.

  5. Blandið öllu saman í skál og hellið dressingunni yfir. Hrærið vel saman og smakkið til hvort að þurfi að salta aukalega.

-Njótið vel og takk fyrir að lesa.

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi -

 
logo Sacla.jpg
 

Djúpsteiktir vegan mac and cheese bitar

djupsteiktir-mac-and-cheese-bitar-tilbunir-a-disk.jpg

Hæ!

Uppskriftin sem við deilum með ykkur í dag er hinn FULLKOMNI partýmatur. Djúpsteiktir vegan mac and cheese bitar. Svo dásamlega stökkir að utan og djúsí að innan. Bitarnir henta vel sem t.d pinnamatur, meðlæti, snarl eða kvöldmatur. Þeir myndu bókstaflega slá í gegn sem meðlæti með góðum hamborgara eins og þessum HÉR!

Hraefni-fyrir-mac-and-cheese-bita.jpg

Færslan er í samstarfi við Violife á Íslandi en við elskum ostinn frá þeim. Í uppskriftina ákvað ég að nota tvær týpur, Original flavor og Epic mature cheddar. Mér fannst þeir passa svo vel saman í ostasósuna. Það er þó hægt að nota hvaða ost frá þeim sem er. Það er örugglega geggjað að prófa að setja svolítið af rjómaosti líka. Möguleikarnir eru endalausir. Ég vissi að ég vildi nota Epic mature cheddar ostinn til að fá þetta gómsæta cheddar bragð. Ég sé sko ekki eftir því!

Hér í Piteå fæ ég ekki rifna ostinn frá Violife svo ég keypti hann í stykki og reif sjálf. Þið heima búið hinsvegar svo vel að geta keypt hann rifinn svo ég mæli með því. Epic mature osturinn fæst bara í stykkjum þó.

Þennan rétt er hægt að leika sér með og breyta eftir eigin höfði. Ég mæli auðvitað með því að ALLIR prufi að gera djúpsteikta mac and cheese bita, en það er auðvitað hægt að borða matinn beint úr pottinum eða færa hann í eldfast mót, strá yfir t.d. panko brauðraspi og baka í ofni. Ef þið veljið að baka hann í ofni eða borða beint úr pottinum er örugglega gott að bæta við t.d. brokkólí eða öðru grænmeti í hann!

mac-and-cheese-bitar-velt-uppur-jogurti.jpg

Við vitum öll hvað er gaman að koma fólki á óvart með spennandi nýjum réttum sem kannski flestum hefði ekki einu sinni dottið í hug að útbua. Þessir bitar eru akkúrat dæmi um svoleiðis mat. Matur sem stelur senunni við allskonar tilefni!

Djúpsteiktan mat tekur alltaf svolitla stund að útbúa en þrátt fyrir það er virkilega einfalt að útbúa djúpsteiktu mac and cheese bitana. Þeir eru einnig dæmi um mat sem gaman er að útbúa og okkur systrum þykir alltaf jafn spennandi að smakka eitthvað nýtt. Hlökkum mikið til að heyra hvað ykkur finnst!

Tilbunir-mac-and-cheese-bitar-opnir.jpg

Djúpsteiktir vegan mac and cheese bitar (sirka 30 stykki litlir bitar)

Hráefni:

Fyrir sjálfan mac and cheese réttinn:

  • 125 gr makkarónur

  • 20 gr smjörlíki

  • 20 hveiti

  • 3 dl vegan mjólk (ég notaði haframjólk)

  • 80 gr Violife ostur að eigin vali (ég notaði 40 gr original og 40 gr epic mature cheddar)

  • 1/2 tsk laukduft

  • 1/2 tsk hvítlauksduft

  • 2 msk næringarger

  • 1/2 tsk eplaedik

  • salt og pipar eftir smekk

Það sem þarf til að velta uppúr og djúpsteikja:

Blautt:

  • Sirka 500 ml hrein vegan jógúrt

  • 1 tsk eplaedik

  • Nokkrir dropar hot sauce (má sleppa en ég mæli með)

Þurrt:

  • 2 dl hveiti

  • 2 dl panko brauðrasp (eða venjulegt brauðrasp ef þið finnið ekki panko)

  • 1 tsk lyftiduft

  • 1 tsk salt

  • 2 tsk hvítlauksduft

  • 2 tsk laukduft

  • 3 tsk paprikuduft

  • 1 tsk oregano krydd

  • 1 tsk timían krydd

  • 1 tsk basilika krydd

  • 1 tsk hvítur pipar

  • svartur pipar eftir smekk

  • Olja að djúpsteikja í (ég notaði 1 líter)

Aðferð:

  1. Sjóðið makkarónurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum. Saltið vatnið vel.

  2. Bræðið smjörlíki í öðrum potti.

  3. Bætið hveiti út í og hrærið með píski. Leyfið hveitiblöndunni að eldast svolítið og hrærið í á meðan. Við viljum fá burtu bragðið af hráu hveiti en hveitiblandan á þó ekki að verða brún.

  4. Bætið mjólkinni út í sirka 1 dl í einu og hrærið ve á meðan. Þannig fáiði þykka og fína sósu.

  5. Bætið rifna ostinum, eplaediki, laukdufti, hvítlauksdufti, salti og pipar samanvið og hrærið þangað til osturinn er alveg bráðinn.

  6. Hellið vatninu af makkarónunum og bætið þeim út í sósuna ásamt næringargerinu. Saltið og piprið meira ef ykkur finnst þurfa. Þetta má vera svolítið braðgmikið.

  7. Leggið réttinn í box og setjið inn í ísskáp í klukkutíma.

  8. Takið út og myndið litlar bollur. Mér finnst gott að hafa bitana svona sirka 2 munnbita. Þannig fékk ég 30 kúlur. Leggið bollurnar á fat og setjið í frystinn í sirka hálftíma eða þar til bollurnar eru orðnar vel stífar. Þær þurfa ekki að frosna þó.

  9. Undirbúið djúpsteikinguna. Blandið saman jógúrti, eplaediki og sterku sósunni í djúpan disk.

  10. Blandið saman hveiti, panko brauðraspi, lyftidufti og öllum kryddunum í annan djúpan disk.

  11. Hitið olíuna í 180°c.

  12. Veltið bitunum í jógúrtblönduna og svo hveitiblönduna og djúpsteikið þar til bitarnir fá fallegan, dökkan gylltan lit.

  13. Berið fram með t.d. vorlauk og góðri sósu. Ég mæli með salsasósu eða pizzasósu.

Takk kærlega fyrir að lesa og vona að þið njótið!
Ekki gleyma að tagga okkur á Instagram ef þið prófið einhverja af réttunum okkar! <3

-Helga María

-Þessi færsla er í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
violife-logo-1.png
 

Tælensk núðlusúpa með rauðu karrý

IMG_9725.jpg

Eftir að hafa eytt þremur mánuðum í asíu fyrir nokkrum árum hefur asískur matur og þá sérstaklega tælenskur matur verið í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hugsa að ég gæti borðað núðlur, hrísgrjón og karrý á hverjum einasta degi án þess að fá leið á því. Í ferðinni áttaði ég mig á því hversu miklu betri asískar þjóðir eru í að nota krydd og grænmeti heldur en við og fann ég hvergi fyrir því að erfitt væri að vera vegan eða að borða ekki kjöt. Allir réttir eru stútfullir af góðu grænmeti, hrísgrjónum, núðlum og geggjuðum kryddum.

Ég gerði þau mistök að kaupa mér ekki krydd og kryddblöndur til að taka með heim, en ég fór hins vegar mikið að prófa alls konar kryddmauk í matargerð eftir að ferðinni lauk. Það er til fjöldin allur af góðum karrý og kryddmaukum hérna heima sem gera tælensku og asísku matargerðina einfalaldari en hægt er að hugsa sér. Það þarf þó að passa sig á því að oft má finna innihaldsefni í slíkum maukum sem ekki eru vegan eins og t.d. fiskisósur og fiskikraft.

IMG_9712.jpg

Í krónunni er einstaklega gott úrval af svona kryddmaukum og finnst mér ég finna eitthvað nýtt í nánast hverri einustu búðarferð. Ég get eitt góðum tíma í þessari deild búðarinnar að skoða allar þessar spennandi vörur. Maukinn og vörurnar frá Taste of Asia gripu strax athygli mína þegar ég sá þau fyrst snemma á þessu ári en tók ég eftir að flest maukin frá þeim innihalda 100% vegan innihaldsefni og henta mér því einstaklega vel.

Ég hef prófað mikið af þessum vörum en hefur rauða karrýmaukið alltaf verið til í skápunum hjá mér síðan ég smakkaði það fyrst. Það er ótrúlega bragðgott, og hentar fullkomlega í súpur, kássur eða bara á tófú og núðlur. Ég elska einnig hvað er gott úrval af góðum núðlum frá þessu merki, en lengi vel var nánast einungis hægt að fá “skyndinúðlur” og hrísgrjónanúðlur í felstum matvöruverslunum.

Í þessari færslu ætla ég að deila með ykkur einum af mínum uppáhalds réttum. Það er kókoskarrýsúpa með tófúi og Somen núðlum.

IMG_9743.jpg

Hráefni

  • 4 msk ólífuolía

  • 1 stór gulrót

  • 4-5 cm af blaðlauk

  • 1 rauð papríka

  • 2 hvítlauksgeirar

  • 1 cm ferskt engifer

  • 1 pakki tófú

  • Tófú marinering

    • 1/2 dl soyasósa

    • 4 msk ólífuolía

    • 1 tsk hlynsíróp

    • 1 tsk chilli mauk (sambal oelek frá Taste of Asia)

    • 1/2 tsk pressaður hvítlaukur

  • 1 krukka rautt karrýmauk frá Taste of Asia

  • 1 tsk chillimauk (sambal oelek frá Taste of Asia) má sleppa

  • 2 msk hlynsíróp

  • salt og pipar eftir smekk

  • 2 dósir kókosmjólk

  • 2 lítrar vatn

  • 2 grænmetisteningar

  • 1/2 pakki somen núðlur frá Taste of Asia

  • Límóna og ferskur kóríander til að bera fram með súpunni

Aðferð:

  1. Byrjið á því að þerra og skera niður tófúið. Blandið öllum hráefnum fyrir marineringuna saman í skál og setjið teningana út í. Veltið vel upp úr marineringunni og setjið til hliðar

  2. Skerið niður allt grænmeti, rífið engifer og pressið hvítlaukinn.

  3. Steikið grænmetið upp úr ólífuolíunni í stórum potti þar til það mýkist vel.

  4. Bætið rauða karrýmaukinu út í pottinn ásamt 1/2 dl af vatni og steikið áfram í nokkrar mínútur.

  5. Bætið kókosmjólkinni út í pottinn ásamt vatninu, grænmetiskraftinum, hlynsírópi og chillimaukinu.

  6. Leyfið suðunni að koma upp við vægan meðalhita og hrærið í af og til á meðan.

  7. Á meðan súpan sýður er gott að nota tíman til að steikja tófúið. Hitið pönnu, hellið tófúinu ásamt mareneringunni út á pönnuna og steikið á háum hita þar til það verður fallega gyllt á öllum hliðum.

  8. Þegar suðan er komin upp á súpunni er gott að smakka hana til og bæta við salti, pipar og grænmetiskraft ef ykkur finnst þurfa. Leyfið súpunni að sjóða í 15 mínútur.

  9. Bætið núðlunum út í og leyfið súpunni að sjóða í 3 mínútur í viðbót. Slökkvið undir og bætið tófúinu út í pottinn.

  10. Berið fram með límónusneið og ferskum kóríander fyrir þá sem vilja. Einnig er gott að hafa með baunaspírur og muldar salthnetur en það þarf ekki.

-Njótið vel!

- Færslan er unnin í samstarfi við Krónuna -

 
KRONAN-merki.png