Hvít pizza með grænu pest

Hvít pizza með kúrbít, kastaníusveppum og vegan grænu pestói.

Síðustu mánuði hef ég verið mikið að gera svona “hvítar” pizzur þar sem ekki er notað pizzsósu heldur sýrðan rjóma sem hefur verið kryddaður með hvítlauk. Á þessa pizzu set ég sýðan kúrbít, kastaníusveppi og grænt pestó sem gerir hana að algjörri bragðupplifun. Við mælum með að baka pizzuna í pizzaofni eða á pizzasteini/pizzastáli en ef slíkt er ekki til staðar má að sjálfsögðu baka hana venjulega í ofni.

Hvít pizza með kúrbít, sveppum og grænu pestó

Hvít pizza með kúrbít, sveppum og grænu pestó
Fyrir: 2
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 5 Min: 5 Min
Æðisleg hvítlaukspizza með kúrbít, kastaníusveppum og grænu pestói frá sacla

Hráefni:

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hræra saman sýrðum rjóma, salti, hvítlauk, hvítlauksdufti og steinselju í skál.
  2. Fletjið út pizzadeig.
  3. Smyrjið sýrðum rjóma á botninn.
  4. Rífið ostin yfir og raðið kúrbít og sveppum yfir.
  5. Setjið rjómaost og grænt pestó yfir pizzuna með teskeið hér og þar. Stráið örlítið af salti og chilli flögur yfir.
  6. Setjið smá ólífuolíu yfir pizzuna um leið og hún kemur úr ofninum.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Bruchetta með hvítlauksbökuðum tómötum og rjómaosti


Gómsætur forréttur sem leikur við bragðlaukana í hverjum bita.

Í dag deilum við ykkur uppskrift af klassískum forrétti sem er svo dásamlega góður. Hvítlauksbakaðir tómatar á ristuðu súrdeigsbaguette með rjómaosti, parmesan, balsamik gljáa og ferskri basilíku. Alveg ótrúlega einfalt en svo æðislega gott. Réttin má bera fram bæði heitan eða kaldan og hentar því einstaklega vel á veisluborðið eða í matarboðin.


Bruchetta með heitum tómötum og rjómaosti

Bruchetta með heitum tómötum og rjómaosti
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 50 Min: 40 Min: 1 H & 40 M
Einfaldar tómatbruchettur með heitum tómötum, rjómaosti og hvítlauk. Fullkomið í brönsin, á veisluborðið eða sem forréttur.

Hráefni:

Aðferð:

  1. Skerið hvítlauksgeirana í þunnar sneiðar. Setið vel af ólífuolíu, tómatana, 2 tsk salt og hvítlaukinn í eldfast mót og bakið í ofni í 45 mínútur við 200 gráður.
  2. Skerið baguette brauðið þversum í tvennt. Hellið smá ólífuolíu yfir ásamt örlitlu salti og bakið á grill stillingu í ofninum við 220 gráður í 6-8 mínútur. Eða þar til fallega ristað.
  3. Smyrjið vel af vegan rjómaosti yfir hvora sneiðina, ég set sirka 1/2 dollu á hvort brauð.
  4. Raðið tómötunum og hvítlauknum jafnt yfir hvora sneið, stráið vegan parmesan yfir ásamt balsamik gljáanum og ferskri basilíku.
  5. Skerið í bita.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

Ítölsk samloka með grænu pestói

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af svokallaðri “pizzasamloku” sem er ótrúlega einfalt að gera frá grunni og er ómótstæðilega gómsæt. Samlokan er með ítölskum innblæstri, einföldu áleggi sem leikur við bragðlaukana.

Þessi skemmtilega samloka hefur verið mjög vinsæl á samfélagsmiðlum á síðustu misserum og langaði mig því að prófa að gera mína eigin og gera hana á vegan máta. Það er alls ekkert mál með græna pestóinu frá sacla og góðum vegan ostum.

Í samlokuna setti ég vegan rjómaost, grænt pestó frá Sacla Italia sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur, klettasalat, tómata, pikklaðan rauðlauk, vegan parmesan og balsamik edik. Græna pestóið er bragðmikið og passar fullkomlega með ferskum tómötunum, klettasalatinu og parmesaninum. Rjómaosturinn gefur samlokunni rjómakenndan grunn. Það má þó að sjálfsögðu leika sér að vild með fyllingu í samlokuna og nota hvað sem leynist í skápunum heima.

Fyrir ekki svo löngu keypti ég mér pizzastál en það hefur verið ein bestu kaup sem ég hef gert lengi og hefur sett pizzabaksturinn á heimilinu upp á nýjar hæðir. Það gerir heimagerðar pizzur svo ótrúlega góðar og baksturinn svo einfaldan. Þessa samloku þarf til dæmis ekki að baka nema í sirka 6-7 mínútur og verður botnin stökkur að utan og mjúkur að innan.

Ítölsk pestó samloka

Ítölsk pestó samloka
Fyrir: 1
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 10 Min: 1 H & 30 M: 1 H & 40 M
Dásamleg, einföld ítölsk samloka með grænu pestói. Skemmtileg loka til að bjóða uppá í matarboðum eða hvers konar hittingum eða til að brjóta upp á hversdagslegan kvöldmat.

Hráefni:

Pizzadeig f/ 1 samloku
Ítölsk pestó samloka
Pikklaður rauðlaukur

Aðferð:

Pizzadeig
  1. Hrærið þurrgerinu og sykrinum saman við volgt vatnið
  2. Bætið restinni af hráefnunum saman við og hnoðið saman í hrærívél eða höndunum
  3. Gerið kúlu úr deiginu og leyfið því að hefast í 40-60 mínútur.
  4. Slátið kúluna niður og hnoðið aðeins. Rúllið aftur í kúlu og leyfið því að hefast aftur í 15 mínútur. (Ef þið gerið meira en eina samloku í einu þá er það hér sem þið skiptið deiginu í jafn margar kúlur og samlokurnar eiga að vera og leyfið þeim síðan að hefast í 15 mínútur)
  5. Notið hendurnar til að "fletja" út deigið með því að þrýsta því út í kantana og í hringi og móta það þannig í hringlaga deig (hægt að sjá á instagram hjá okkur myndband)
  6. Setjið örlítið af ólífuolíu yfir botnin og brjótið hann saman
  7. Ég baka deigið á pizzastein/pizzastáli og þá þarf það einungis um 6-7 mínútur í ofninum. Ef deigið er bakað á venjulegri plötu verið búin að forhita ofninn í 220°C og bakið síðan bökuna í 18-20 mínútur eða þar til hún verður fallega gyllt að ofan.
Ítölsk pestó samloka
  1. Smyrjir vel af rjómaosti og grænu pestói inn í brauðið. Setjið restinni af hráefnunum í því magni sem hver og einn vill í samlokuna. Berið fram.
  1. Skerið laukinn niður í þunna strimla. Ekki saxa hann. Ég sker hann í tvennt og svo í strimla.
  2. Blandið sykri, vatni og ediki saman í pott og látið hitna þannig að sykurinn leysist upp.
  3. Setjið laukinn í hreina krukku og hellið vökvanum yfir.
  4. Látið standa í klukkustund.
  5. Laukurinn geymist í allt að 2 vikur í ísskáp.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla á Íslandi -

 
 

Bao buns með vegan asískum bbq "kjúkling"


Ótrúlega einfaldur réttur sem heillar alla upp úr skónum.

Í dag deilum við með ykkur þessari ótrúlega einföldu uppskrift af bao buns eða “gufusoðnum bollum, með spæsí bqq “kjúkling”, fersku grænmeti og kóríander. Þetta er réttur sem auðvelt er að “henda” saman á nokkrum mínútum en bragðast hins vegar eins og það hafi verið dundað í eldhúsinu í marga tíma. Það besta við þennan rétt er að hann hentar við hvaða tilefni sem er og ekki síst á veisluborðið. Í réttinn nota ég vegan kjúklingalundir frá VFC sem eru fullkomin stærð í bollurnar og svo ótrúlega bragðgóðar. Til að krydda bbq sósuna er síðan algjört möst að nota soyasósuna frá KIKKOMAN.


Spæsí barbíkjú bao buns með asísku ívafi

Fyrir: 2 fullorðnir (3 buns á mann)
Höfundur: Veganistur
Undirbúningstími: 5 MinEldunartími: 12 Min: 17 Min

Hráefni:

Spæsí bbq "kjúklingalundir"
Spæsí barbíkjú bao buns með asísku ívafi

Aðferð:

Spæsí bbq "kjúklingalundir"
  1. Bakið kjúklingalundirnar við 200°C í 12 mínútur
  2. Setjið á pönnu restina af hráefnunum og hitið að suðu, leyfið að "bubla" í 5-6 mínútur á vægum hita og hrærið í allan tíman. Passið að hafa ekki of háan hita þar sem bbq sósan getur auðveldlega brunnið við.
  3. Takið pönnuna af hellunni og hrærið lundirnar í sósunni þar til þær þekkjast alveg í sósunni.
Spæsí barbíkjú bao buns með asísku ívafi
  1. Gufusjóðið Bao buns samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunum.
  2. Útbúið kjúklingalundirnar, skerið rauðlaukinn þunnt niður og rífið gulrótina.
  3. Fyllið hverja "bollu" fyrir sig og berið fram með ferskum kóríander og hvítlauksmajónesi
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við VFC og KIKKOMAN

 
 

Vegan skonsur með smjöri og sítrusmarmelaði

-Samstarf-

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af nýbökuðum skonsum (e. scones) bornum fram með smjöri og sítrusumarmelaði. Skonsurnar eru virkilega einfaldar og fljótlegar en það tekur innan við 30 mínútur að útbúa þær og þær innihalda 5 hráefni sem flestir eiga alltaf til heima. Fullkomnar að bera fram sem morgunmat um helgar.

Skonsur eru mjög vinsælar hérna í Svíþjóð og einmitt oft bakaðar um helgar. Íslenska nafnið gæti eflaust ruglað einhvern þar sem við þekkjum skonsur sem þykkar pönnukökur. Þessar skonsur minna þó meira á brauð og er hægt að leika sér endalaust með deigið. Það er bæði hægt að hafa þær saltar eins og ég gerði núna eða bæta smá sykri í deigið og jafnvel súkkulaði. Eins má nota jógurt í staðinn fyrir mjólk. Ég hef smakkað sætar scones og þær voru alls ekki síðri.

Eins og ég sagði tekur enga stund að útbúa skonsur og í rauninni er best að hræra og hnoða deigið alls ekki of mikið. Þegar mjólkinni hefur verið bætt út í er best að hræra henni saman við þurrefnin hratt í mjög stutta stund og færa deigið svo yfir á eldhúsborðið og hnoða það létt saman. Það þarf alls ekki að líta fullkomlega slétt út (sjá myndirnar að ofan).

Deiginu skipti ég í tvennt og flet út tvær kökur sirka 2-3 cm þykkar með höndunum. Ég sker svo hverja köku í fjóra bita með hníf og sting í þær með gaffli.

Úr koma þessar gómsætu skonsur sem eru langbestar bornar fram nýbakaðar og volgar. Fullkomnar á morgunverðarborðið um helgina.

Færsla dagsins er í samstarfi við St. Dalfour, en þegar ég smakkaði sítrónu- og límónumarmelaðið frá þeim var það fyrsta sem mér datt í hug að það væri örugglega fullkomið á nýbakaðar skonsur. Ég dreif mig inn í eldhús og hófst handa við að prófa og viti menn, ég hafði rétt fyrir mér. Marmelaðið er dásamlega gott og þar sem það inniheldur sítrónur og lime hefur það einstaklega ferskt bragð. Ég smurði góðu vegan smjöri undir og toppaði með marmelaðinu og það var algjör draumur.

Takk fyrir að lesa og ég vona að þér líki uppskriftin

-Helga María

Vegan skonsur

Vegan skonsur
Fyrir: 6-8
Höfundur: Veganistur
Einfaldar og fljótlegar skonsur sem tekur innan við 30 mínútur að útbúa. Þær innihalda 5 hráefni sem flestir eiga alltaf til heima. Fullkomnar að bera fram sem morgunmat um helgar.

Hráefni:

  • 5 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk sykur
  • 60 gr kallt smjörlíki
  • 2 dl vegan mjólk að eigin vali (ég notaði sojamjólk)
  • Hitið ofninn í 250°c undir og yfir hita.
  • Hrærið þurrefnunum saman í stórri skál
  • Skerið niður smjörlíkið og bætið útí og blandið saman við með fingrunum svo deigið verði eins og mylsna.
  • Hellið mjólkinni út í og hrærið hratt og stutt saman. Ekki hafa áhyggjur þó deigið sé klístrað.
  • Stráið hveiti á borð og færið deigið yfir á það. Hnoðið létt i stutta stund. Deilið hveitinu í 2 hluta og mótið kúlu úr hverjum hluta.
  • Setjið smjörpappír á ofnskúffu og fletjið deigið út með höndunum í kringlóttar kökur sirka 2-3 cm að þykkt.
  • Skerið 4 hluta úr deiginu. Það þarf ekki að skera alveg í gegn (sjá mynd að ofan) og stingið í kökuna með gaffli. Bakið í miðjum ofninum í 10-15 mínútur eða þar til þær hafa fengið örlítið gylltan lit.
  • Berið fram með því sem ykkur lystir.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur


-Uppskriftin er unnin í samstarfi við St. Dalfour á Íslandi-

Rjómaostasnúðar með rauðu pestói

Í dag deilum við með ykkur dásamlegum rjómaostasnúðum með rauðu pestói. Þessir snúðar eru ótrúlega einfaldir en ekkert smá mjúkir og gómsætir. Þeir henta fullkomlega til að eiga í nesti í útileguna, skólan eða bara með kaffinu. Það má leika sér með þessa uppskrift á ótal vegu og hægt er að setja nánast hvað sem hugurinn girnist sem fyllingu í snúðana.

Ég elska að baka sætar kökur, muffins og snúða með kaffinu en oft gleymi ég hvað er ótrúlega gaman að baka ósætt bakkelsi, líkt og þessa dásamlegu snúða. Það er svo fullkomið í kaffitímanum eða í nesti, þegar manni langar ekki endilega bara í eitthvað sætt. Mér finnst einhvern veginn alltaf meiri matur í ósætu bakkelsi. Þessir snúðar eru akkúrat þannig, ég geri þá frekar stóra svo það sé hægt að borða einn og verða ágætlega saddur af honum.

Ég hef síðan ég var barn ELSKAÐ rautt pestó og borðaði það oft eintómt ofan á brauð þegar ég var krakki, sem er kannski örlítið furðulegt, en það skiptir svo sem ekki máli. Ég nota það þó mikið í dag til að bragðbæta alls kyns hluti og er rauða vegan pestóið frá Sacla Italia í mjög miklu uppáhaldi hjá mér, hvort sem það er í pastarétti, súpur, eða í baksturinn. Pestóið hentar fullkomlega með vegan rjómaosti og verða snúðarnir svo mjúkir og djúsí með þessari fyllingu.

Ég baka oft snúðana í eldföstu móti þar sem þeir koma svo fallega út en það má einnig baka þá staka á ofnplötu og hentar það kannski betur ef það á til dæmis að frysta eitthvað af þeim til að geyma. Ég geri oft minni snúða úr helmingnum af deiginu til að eiga í frysti og geta gripið þegar mér vantar eitthvað til að taka með mér eða ef ég fæ óvænta gesti. Það er ekkert þægilegra en að vera með bakkelsi í frysti sem er hægt að henda í ofninn í nokkrar mínútur þegar fólk kemur í heimsókn.

Rjómaostasnúðar með rauðu pestói

Rjómaostasnúðar með rauðu pestói
Höfundur: Júlía Sif
Undirbúningstími: 2 HourEldunartími: 20 Min: 2 H & 20 M

Hráefni:

  • 5 dl plöntumjólk
  • 100 gr vegan smjör eða smjörlíki
  • 1 pakki þurrger
  • 1 tsk sykur
  • 1/2 tsk salt
  • 11-12 dl hveiti
  • 200 gr vegan rjómaostur (t.d. Sheese eða oatly)
  • 1 krukka rautt vegan pestó frá Sacla Italia
  • 2 msk plöntumjólk
  • 1-2 msk beyglukrydd (t.d. sesamgaldur frá pottagöldrum)

Aðferð:

  1. Hitið ofnin í 220°C
  2. Byrjið á því að bræða smjörlíki og bæta síðan mjólkinni út í og saman þar til það er sirka við líkamshita.
  3. Stráið þurrgerinu yfir og sykrinum síðan yfir það og leyfið því að bíða í um 5 mínútur. Þurrgerið ætti aðeins að fara að freyða.
  4. Bætið saltinu og hveitinu saman við og hnoðið saman þar til allt deigið hefur losnað frá skálinnni. Byrjið á því að setja 11 dl af hveiti og bætið síðan út í eftir þörfum.
  5. Leyfið deiginu að hefast í skálinni í u.þ.b. 40 mínútur.
  6. Fletjið deigið út, smyrjið rjómaostinum yfir ásamt pestóinu. Rúllið þétt upp og skerið í bita í þeirri stærð sem hver og einn kýs.
  7. Raðið á plötu eða í eldfast mót og pressið aðeins niður á hvern og einn snúð. Leyfið þeim síðan að hefast í 20 mínútur í viðbót.
  8. Smyrjið smá plöntumjólk á hvern snúð og dreyfið beyglukryddinu yfir.
  9. Bakið í 17 til 20 mínútur eða þar til þeir verða fallega gylltir ofan á.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

- Þessi færsla er unnin í samstarfi við Sacla Italia á Íslandi -

 
 

Mjúkt og gott vegan bananabrauð með valhnetum

Hæhæ!

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að dásamlega góðu og dúnmjúku vegan bananabrauði með vanhnetum. Það er svosem alveg hægt að kalla þetta bananaköku þar sem það er mun meira í þá áttina, en að einhverri ástæðu hefur nafnið bananabrauð fests svo við höldum okkur við það. Ég ber mitt fram með góðu vegan smjöri og ætli það dugi ekki til að kalla það brauð?!

Hvort sem þú vilt kalla það bananabrauð eða bananaköku skiptir ekki miklu máli, það sem er mikilvægast er að bananabrauðið er dúnmjúkt og bragðast svoo vel. Í uppskriftina notaði ég valhnetur en viku seinna bakaði ég það aftur og skipti þeim út fyrir saxað dökkt súkkulaði. Ég get viðurkennt að mér fannst það ennþá betra með súkkulaði þó það sé að sjálfsögðu virkilega gott með hnetunum!

Ég er ein af þeim sem eiga oft til brúna banana heima og segjast alltaf vera á leiðinni að skella í bananabrauð en koma sér aldrei í það. Héðan í frá mun það ekki gerast aftur. Þessi uppskrift er svo einföld að það er eignilega hlægilegt. Það er hægt að deila deiginu í muffinsform ef maður vill baka það ennþá hraðar. En ég mun aldrei láta banana fara til spillis framar. Nú á ég nokkrar sneiðar af þessu gómsæta brauði í frystinum og það er ekkert jafn gott og að geta tekið út eins og tvær sneiðar þegar maður er í stuði.

Deigið í bananabrauðið er hrært með höndunum svo það er engin þörf á að nota hrærivél. Ég byrja á því að hræra saman sykur, olíu, mjólk, eplaedik, vanilludropa og stappaða banana og sigta svo þurrefnin saman við.

Að lokum bæti ég við niðurskornum valhnetum og hræri samanvið með sleikju. Það er ekkert mál að skipta valhnetunum út fyrir aðrar tegundir af hnetum eða fræjum, rúsínur eða súkkulaði eins og ég nefndi hér að ofan. Það má að sjálfsögðu líka sleppa þeim alveg, bananabrauðið verður alveg jafn gott þrátt fyrir það.

Takk innilega fyrir að lesa og ég vona að þér líki vel!

-Helga María

Vegan bananabrauð með valhnetum

Vegan bananabrauð með valhnetum
Höfundur: Helga María

Hráefni:

  • 4,5 dl hveiti (280 g)
  • 1 dl sykur (100 g)
  • 1/2 dl púðursykur (50 g)
  • 1 tsk matarsódi
  • 1,5 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 2 dl vegan mjólk
  • 1 tsk vanilludropar
  • 3 stórir 4 minni þroskaðir bananar
  • 1 msk eplaedik
  • 1 dl matarolía
  • 1 dl niðurskornar valhnetur (má sleppa eða skipta út fyrir t.d. aðrar hnetur, fræ, rúsínur eða súkkulaði)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175°c undir og yfir hita.
  2. Hrærið saman olíu, vanilludropa, eplaedik, sykur og púðursykur í skál.
  3. Stappið banana með gaffli og bætið út í skálina og hrærið saman við.
  4. Hrærið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt í aðra skál.
  5. Sigtið þurrefnin ofan í skálina með blautu hráefnunum og hrærið.
  6. Skerið niður valhnetur (eða annað ef þið viljið skipta þeim út. Má líka sleppa alveg) og hrærið varlega saman við með sleikju.
  7. Hellið deiginu ofan í brauðform klætt með smjörpappír og bakið í 50-60 mínútur eða þar til pinni sem stungið er í kemur hreinn út. Byrjið að fylgjast með brauðinu reglulega eftir 40 mínútur.
  8. Njótið!!
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið # veganistur

Gómsætt vegan hvítlauksbrauð með bökuðum hvítlauk og jurtum

Í dag deilum við með ykkur uppskrift að virkilega góðu ofnbökuðu hvítlauksbrauði með vegan smjöri, parmesanosti, bökuðum hvítlauk og ferskum jurtum. Einfalt og bragðgott sem meðlæti eða snarl. Hvítlauksbrauðið passar fullkomlega með góðu pasta eða súpu og mun slá í gegn í matarboðinu.

Færsla dagsins er í samstarfi við Violife á Íslandi og ég notaði nýja smjörið og prosociano ostinn frá þeim í hvítlauksbrauðið. Við erum alltaf jafn spenntar fyrir því að vinna með Violife því vörurnar þeirra eru í miklu uppáhaldi hjá okkur!

Í hvítlauksbrauðinu er bakaður hvítlaukur. Allir sem fylgjast með TikTok og Instagram reels hafa líklega séð ótal myndbönd þar sem fólk bakar hvítlauk í ofni, pressar geirana út með fingrunum og notar í allskonar rétti. Ég hef vanalega gert hvítlauksbrauð með því að pressa hvítlaukinn beint út í smjörið en ég bara varð að prófa að baka hann í ofninum fyrst og sjá hvernig það kæmi út.

Útkoman var virkilega góð og hvítlaukurinn fær örlítið mildara og sætara bragð sem gerir hvítlaukssmjörið einstaklega gott. Ég notaði tvo heila hvítlauka og fannst það mjög passlegt í þessa uppskrift.

Ég setti ferskar jurtir í hvítlaukssmjörið og ákvað að nota basíliku og blaðsteinselju sem passa báðar virkilega vel við hvítlaukinn. Það má skipta jurtunum út fyrir sínar uppáhalds. Timían er örugglega mjög gott í hvítlauksbrauð t.d.

Það er auðvitað hægt að gera hvítlauksbrauð á mismunandi vegu en mér finnst alltaf best að skera rákir í brauðið og passa að skera ekki alveg niður. Með því helst brauðið saman og ég treð hvítlaukssmjörinu og prosociano ostinum á milli sem gerir brauðið svo ótrúlega mjúkt og “djúsí” að innan en stökkt og gott að utan. Fullkomið!

Eins og ég sagði hér að ofan finnst mér gott hvítlauksbrauð passa virkilega vel með góðum pastarétti eða súpu. Ég mæli með að gera brauðið með t.d. þessu gómsæta pestópasta eða uppáhalds tómatsúpunni minni.

Takk innilega fyrir að lesa og ég vona að þér líki uppskriftin vel! <3

-Helga María

Gómsætt vegan hvítlauksbrauð

Gómsætt vegan hvítlauksbrauð
Fyrir: 3-4
Höfundur: Helga María
( 0 reviews )
Undirbúningstími: 10 MinEldunartími: 1 Hour: 1 H & 10 M
Virkilega gott ofnbakað hvítlauksbrauð með vegan smjöri, parmesanosti, bökuðum hvítlauk og ferskum jurtum. Einfalt og bragðgott sem meðlæti eða snarl.

Hráefni:

  • 1 stórt baguette
  • 150 gr vegan smjör frá Violife við stofuhita
  • 2 heilir hvítlaukar
  • 1/2 dl fersk blaðsteinselja
  • 1/2 dl fersk basílika
  • 1 msk ólífuolía (plús örlítið til að setja á hvítlaukinn fyrir ofninn)
  • 1/2 tsk salt
  • 2 msk rifinn vegan prosociano ostur frá Violife plús aðeins meira að toppa með (má sleppa eða hafa annan rifinn vegan ost í staðinn)
  • Chiliflögur eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c.
  2. Skerið toppinn af hvítlauknum, setjið á hann örlítið af salti og pipar og ólífuolíu og vefjið inn í álpappír. Bakið í 40-50 mínútur eða þar til hann hefur fengið fallegan lit.
  3. Setjið smjörið í skál ásamt restinni af hráefnunum og kreistið bakaða hvítlaukinn út í. Hrærið vel og passið að hvítlaukurinn blandist vel. Það er hægt að stappa hann aðeins fyrir svo hann maukist alveg örugglega.
  4. Skerið brauðið í sneiðar en skerið samt ekki alveg niður. Við viljum að brauðið haldist saman. Deilið hvítlaukssmjörinu í rifurnar og troðið aðeins meira af ostinum á milli. Smyrjið svo smjörinu sem safnast saman á köntunum ofan á brauðið.
  5. Bakið í 10-15 mínútur.
Prufaðir þú þessa uppskrift?
Taggaðu @veganistur.is á instagram og notaðu hashtaggið #veganistur veganistur

-Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Violife-

 
 

Vegan ostahorn með aspas og sveppum

IMG_0333-4.jpg

Í dag deilum við með ykkur uppskrift af gómsætum ostahornum með sveppa- og aspasfyllingu. Þessi ostahorn eru fullkomin til að taka með sér í ferðalagið eða bjóða uppá í veislum. Þau bragðast eins og uppáhalds heiti brauðrétturinn okkar og við erum vissar um að þau munu slá í gegn við allskonar tilefni.

IMG_0296-3.jpg

Svona horn er að sjálfsögðu hægt að leika sér endalaust með og breyta til hvað varðar fyllingu. Færsla dagisins er í samstarfi með Violife og í aspashornin notuðum við bæði hreina rjómaostinn þeirra og rifinn ost. Vegan ostarnir og rjómaostarnir eru svo fullkomnir í svona horn en Violife framleiða allskonar spennandi bragðtegundir. Við gætum t.d. ímyndað okkur að bæði hvítlauks- og jurtarjómaosturinn og chilirjómaosturinn séu æðislegir í svona horn. Af sneiddu ostunum væri svo örugglega æði að nota t.d. þann með sveppabragði og þann með “kjúklingabragði”.

Það er langt síðan við systur hittumst síðast og blogguðum saman. Ég (Helga) bý í Svíþjóð svo við erum vanar að þurfa að vinna svolítið i sitthvoru lagi. Núna er ég þó á landinu og því höfum við getað tekið okkur smá tíma í að blogga. Það er alltaf jafn gaman þegar við vinnum saman og það minnir okkur á það hversu dýrmætt það er að við rekum þessa síðu saman, sem í fyrstu átti bara að vera lítið “hobbí”, en er í dag orðið svo stór hluti af lífinu okkar.

IMG_0309.jpg

Við hlökkum til að heyra hvað ykkur finnst um aspashornin og hvort þau munu klárast jafn fljótt og þau gerðu hjá okkur. Eins megiði endilega deila með okkur ef þið prófið að gera aðra fyllingu í hornin og hvernig það kom út. Við elskum að fá nýjar og skemmtilegar hugmyndir.

IMG_0342-3.jpg

Ostahorn með aspas og sveppum

Hornin sjálf:

  • 8-10 dl hveiti (byrjið á 8 og bætið svo við eftir þörfum)

  • 1 pakki þurrger

  • 1 msk sykur

  • 1 tsk salt

  • 5 dl plöntumjólk

  • 100 gr smjörlíki

Aðferð:

  1. Bræðið smjörlíki í potti og bætið mjólkinni saman við. Mjólkin þarf ekki að hitna mikið, heldur vera við líkamshita.

  2. Hellið mjólkurblöndunni í stóra skál og stráið þurrgerinu saman við. Leyfið því að standa í nokkrar mínútur eða þar til það byrjar að freyða svolítið.

  3. Bætið restinni af hráefnunum útí.

  4. Bætið við meira hveiti ef þarf. Ég held ég hafi á endanum notað um 9 dl. Deigið má ekki vera of þurrt, þið eigið að geta stunduð hreinum fingri ofan í án þess að deig klessist við hann. Hnoðið deigið létt. Ef þið notið hrærivél er fínt að miða við að deigið sé tilbúið þegar það byrjar að losna frá skálinni.

  5. Leyfið deiginu að hefast í klukkutíma í skál með viskustykki eða plastfilmu yfir.

  6. Hitið ofninn í 200°c

  7. Skiptið deiginu í tvennt ef þið viljið hafa hornin frekar stór en í fernt ef þið viljið hafa þau minni (við gerðum stór) og fletjið út hvern helming fyrir sig í hring. Skerið niður í sneiðar (sjá mynd að ofan), setjið fyllingu á og stráið rifnum Violife osti yfir. Passið ykkur að setja ekki alltof mikið af fyllingu í hvert því það þarf að vera hægt að rúlla þessu upp án þess að allt velli úr. Rúllið upp frá breiðari endanum.

  8. Smyrjið með örlítilli vegan mjólk og stráið yfir einhverju sem ykkur þykir gott. Við notuðum sesamgaldur frá pottagöldrum en það er líka gott að strá yfir sesamfræjum, grófu salti eða jafnvel rifnum Violife osti.

  9. Bakið í 10-12 mínútur eða þar til hornin hafa fengið gylltan og fínan lit.

  10. Leyfið þeim að kólna svolítið áður en þau eru borin fram.

Aspas- og rjómaostafylling:

  • Olía til steikingar

  • 2 öskjur hreinn rjómaostur frá Violife

  • 1 dós grænn aspas plús 1 msk safi úr dósinni

  • 100 gr sveppir

  • 1 sveppakraftur

  • Salt og pipar ef þarf. Sveppakrafturinn er saltur svo smakkið til svo að þetta verði ekki of salt.

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu

  2. Saxið sveppina smátt og steikið á pönnunni

  3. Saxið aspasinn líka aðeins og bætið á pönnuna

  4. Myljið sveppakraftinn og bætið á pönnuna ásamt 1 msk af aspas safanum

  5. Takið af pönnunni og leyfið að kólna aðeins

  6. Setjið rjómaostinn í skál og bætið sveppa- og aspasblöndunni út í og hrærið saman.

  7. Bætið salti og pipar ef ykkur finnst þurfa.

Takk fyrir að lesa og njótið vel!

-Helga María og Júlía Sif

-Þessi færsla er í samstarfi við Violife á Íslandi-

 
violife-logo-1.png
 

Vegan tikka masala og einfalt pönnubrauð

IMG_1224-2.jpg

Ég er ekkert smá spennt að deila með ykkur þessari uppskrift, en þetta er einn sá besti réttur sem ég hef eldað lengi. Ég áttaði mig á því í dag að þetta er önnur uppskriftin í röð sem ég nota Oumph!, en ég elska vörurnar þeirra og nota mikið í minni daglegu matargerð. Uppskrift dagsins er af dásamlega góðu tikka masala og fljótlegu pönnubrauði. Ég vona innilega að ykkur muni þykja rétturinn jafn góður og mér. Ég er búin að elda hann nokkrum sinnum uppá síðkastið til að mastera uppskriftina og við Siggi erum sammála að hann sé nýtt uppáhald.

IMG_1161.jpg

Ég hef eytt gríðarlega miklum tíma í eldhúsinu síðustu vikur og prufað mig áfram með uppskriftir af bæði mat og bakstri. Það er fátt sem veitir mér jafn mikla gleði, sérstaklega nú þegar skólinn hefur færst yfir á netið og ég hitti vini mína ekki jafn oft. Ég hef því notið þess að elda, baka og taka langa góða göngutúra í vorsólinni.

Þetta þýðir að hausinn á mér er fullur af hugmyndum fyrir bloggið og tilfinningin um að ég hafi gert allar uppskriftir sem ég mun nokkurn tímann kunna að elda hefur loksins horfið. Eftir að við skrifuðum bókina okkar leið mér lengi eins og ég væri alveg tóm en nú líður mér eins og ég sé tilbúin að byrja á næstu bók hehe.. Við látum það þó bíða aðeins og reynum að vera duglegar að deila með ykkur uppskriftum hérna á blogginu þangað til.

IMG_1183-2.jpg

þessi uppskrift er ein af þeim sem henta bæði sem hversdagsmatur en líka í matarboðið (eftir samkomubannið að sjáfsögðu). Rétturinn krefst smá undirbúnings þar sem að Oumphið þarf að fá að marinerast aðeins en annars er hann virkilega einfaldur. Hann er bragðgóður og passar einstaklega vel með grjónum og pönnubrauði.

Færsla dagsins er í samstarfi við Hagkaup og þar fáiði allt sem þarf í uppskriftina. Í Hagkaup er mikið og skemmtilegt úrval af góðum vegan mat. Ég nota Oumph í réttinn, en það er hægt að skipta því út fyrir aðra tegund af vegan kjötlíki, tófú eða kjúklingabaunir. Í Hagkaup er úr ýmsu að velja svo það ættu allir að finna það sem hentar þeim.

IMG_1229.jpg

Ef þið eigið afgang af réttinum er virkilega gott að útbúa fljótlega tikka masala pizzu. Hana geri ég einfaldlega með því að setja tikka masala á pönnubrauð (uppskriftir hér að neðan) sem búið er að steikja og toppa með rauðlauk sem ég hef skorið þunnt. Þetta set ég í ofninn á 200°c í nokkrar mínútur eða þar til þetta hefur eldast í gegn og kantarnir á brauðinu orðnir örlítið krispí. Það þarf ekki að baka lengi þar sem þetta er allt eldað fyrir og því í rauninni nóg að hita. Mér finnst þó best ef botninn nær að verða svolítið “krispí". Svo toppa ég þetta með vegan sýrðum rjóma, grófu salti, kóríander, chili flögum og ólífuolíu.

IMG_1233-3.jpg

Vegan tikka masala (fyrir tvo til þrjá)

Hér að neðan er uppskrift af tikka masala og pönnubrauði. Með réttinum sauð ég svo hrísgrjón og toppaði matinn með fersku kóríander og vegan sýrðum rjóma.

Oumph í mareneringu:

  • Olía til steikingar

  • 1 poki Oumph the chunk (eða annað ókryddað vegan sojakjöt, t.d. Filébitarnir frá Hälsans kök)

  • 2 dl ósæt vegan jógúrt

  • 2 pressaðir hvítlauksgeirar

  • 2 tsk rifið engifer

  • 1 tsk chiliduft

  • 1 tsk cumin

  • 1 tsk turmerik

  • 2 tsk garam masala

  • 1 tsk salt

Aðferð:

  1. Leyfið Oumphinu að þiðna og setjið svo í stóra skál.

  2. Bætið jógúrtinni út í skálina ásamt hvítlauk, engifer og kryddum.

  3. Hrærið saman svo að jógúrtin og kryddin þekji alla Oumphbitana. Setjið plastfilmu yfir skálina eða færið matinn yfir í box og setjið í ísskáp í helst minnst tvo tíma. Ég mæli virkilega með því að leyfa bitunum að liggja í marineringu yfir nótt eða jafnvel gera þetta snemma jafndægurs ef þið ætlið að matreiða réttinn um kvöldið.

  4. Hitið olíu á pönnu og steikið bitana þar til þeir fá lit. Takið þá af pönnunni og leggið til hliðar. Ekki þvo pönnuna því sósan fer beint á hana.


Sósan:

  • Olía til steikingar

  • 1 meðalstór laukur

  • 2 pressaðir hvítlauksgeirar (1 ef þeir eru mjög stórir)

  • 2 tsk rifið engifer

  • 1.5 tsk garam masala

  • 1.5 tsk cumin

  • 1 tsk malað kóríander

  • 1 tsk túrmerík

  • 1 tsk chiliduft

  • 400 ml niðursoðnir tómatar (helst passata, s.s. alveg maukaðir)

  • 2.5 dl vegan matreiðslurjómi (mæli með iMat frá Oatly)

  • 1 tsk púðursykur

  • 1 tsk salt

Aðferð:

  1. Hellið aðeins meiri olíu á pönnuna.

  2. Saxið niður laukinn og setjið út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur eða þar til hann hefur mýskt aðeins.

  3. Bætið hvítlauk og engifer út á pönnuna og steikið í smá stund.

  4. Bætið kryddunum út á og hrærið þannig þau blandist vel við laukinn og steikið í sirka mínútu. (Ef þið ætlið að bera réttinn fram með hrísgrjónum er tilvalið að byrja að sjóða þau á þessum tímapunkti eftir leiðbeiningum á pakkanum.)

  5. Hellið tómötunum út á. Setjið örlítið vatn í botninn á krukkunni/dósinni til að ná restinni af tómötunum með á pönnuna. Leyfið þessu að malla í sirka 10 mínútur og hrærið reglulega í á meðan. Sósan á að þykkna svolítið og dekkjast.

  6. Hellið rjómanum og púðursykrinum út á pönnuna og blandið vel saman.

  7. Bætið bitunum út á og leyfið þessu að malla í sirka 10 mínútur. (Mér finnst gott að steikja pönnubrauðið á meðan)

  8. Toppið með fersku kóríander og vegan sýrðum rjóma (má sleppa). Berið fram með grjónum og pönnubrauði.


Einfaldasta pönnubrauð í heimi (4 stykki):

  • 2 dl hveiti plús smá til að setja á borðið þegar þið fletjið út

  • 1/2 tsk lyftiduft

  • 1/2 tsk salt

  • 3 msk ólífuolía

  • 1-2 dl vatn. Byrjið á því að setja 1 og sjáið hversu mikið þarf að bæta við

Aðferð:

  1. Hitið pönnu á frekar háum hita

  2. Blandið saman þurrefnunum.

  3. Hellið vatninu og olíunni saman við og blandið saman þar til þið fáið flott deig.

  4. Skiptið deiginu í fjóra hluta.

  5. Stráið smá hveiti á borðið og fletjið deigið úr.

  6. Steikið brauðið í nokkrar mínútur á hvorri hlið á þurri pönnu.


Takk fyrir að lesa og ég vona innilega að ykkur muni líka uppskriftin!

Helga María

 
hagkaup_orange_sv_meirasvona.png
 

-Þessi færsla er í samstarfi við Hagkaup og þar fáiði allt sem þarf í uppskriftina-


Vegan pizzasnúðar á tvo vegu

IMG_1137-2.jpg

Hæ!

Nú erum við loksins mættar aftur á bloggið eftir svolitla pásu. Mörg ykkar sem lesið færslurnar okkar fylgið okkur líka á samfélagsmiðlum og vitið því hvað við höfum verið að gera síðan um jólin. Við héldum meðal annars útgáfuhóf fyrir bókina okkar í janúar og fórum í allskyns viðtöl til að kynna hana. Ég (Helga) eyddi öllum janúar á Íslandi og það var æðislegt. Við náðum að gera svo margt skemmtilegt saman, bæði í tengslum við bókina og annað.

IMG_1024-2.jpg

Nú er ég hinsvegar komin aftur til Svíþjóðar og eins og staðan er núna er háskólanámið mitt kennt í fjarnámi sem er ekkert svakalega hentugt fyrir okkur sem erum í tónlistarnámi sem snýst mikið um að syngja og spila með öðru fólki. Ég hef verið lítil í mér uppá síðkastið og á þessum skrítnu tímum sakna ég fjölskyldunnar og á svolítið erfitt með alla óvissuna sem ríkir þessa stundina. Það huggar mig þó örlítið að finna hvað við stöndum öll mikið saman og ég reyni að muna að þetta ástand er tímabundið.

Ég hef eytt miklum tíma í eldhúsinu síðustu vikur og hef reynt að vera dugleg að sýna frá því á Instagram. Við erum einnig byrjaðar að gera matreiðslumyndbönd og þau finniði á Instagram TV og svo á YouTube þar sem við heitum Veganistur. Ég viðurkenni þó að ég hef saknað þess að blogga og er svakalega glöð að vera loksins komin með uppskrift handa ykkur.

Uppskrift dagsins er af þessum dásamlegu pizzasnúðum. Ég ákvað að gera bæði pizzasnúða og hvítlaukssnúða og guð minn góðurrr hvað þeir eru góðir. Færslan er í samstarfi við Hagkaup og þar fáiði allt sem þarf í snúðana. Í Hagkaup er gríðarlegt úrval af góðum vegan mat og ekkert smá gaman að prófa nýjar og spennandi vörur t.d. úr frystinum þeirra. Ég ákvað að nota Pulled Oumph! í snúðana mína en það er auðvitað hægt að nota eitthvað annað ef þið viljið. Ég mæli þó eindregið með því að þið prófið að nota Oumphið.

IMG_1057.jpg

Eins og ég sagði hér að ofan er ég rosalega glöð að vera loksins að blogga aftur og ég er búin að gera langan lista yfir það sem ég vil gera á næstunni. Ég hef verið svolítið mikið í bakstrinum uppá síðkastið en lofa því að það fer að koma meira af réttum hérna inn sem gott er að elda t.d. í kvöldmat. Þið megið líka alltaf senda okkur ef þið viljið sjá eitthvað sérstakt á blogginu hjá okkur.

Fyllingin í snúðana alls ekki heilög og lítið mál að breyta henni eins og maður vill. Ég hef líka útbúið snúða með sveppum, ólífum og sólþurrkuðum tómötum og þeir voru ekkert smá góðir. Í rauninni virkar að setja bara það sem manni þykir gott á pizzu.

fyrir ofninn.jpg

Hveeersu girnilegir?!

Ég ákvað á seinustu stundu að útbúa hvítlaukssnúða með og var ekki viss um að þeir myndu yfir höfuð heppnast vel. Þeir komu mér þvílíkt á óvart og smökkuðust dásamlega. Það var alveg fullkomið að gera báðar tegundirnar og borða saman.

hvítlaukssmjör.jpg
hrært smjör.jpg

Ég hef oft bakað hvítlauksbrauð heima og mér hefur aldrei þótt það jafn gott og það sem ég panta á veitingastöðum en mér þótti þessir snúðar það. Þeir urðu dúnmjúkir og góðir að innan og voru akkúrat eins og ég vildi hafa þá. Ég mæli því mikið með því að þið prófið.

hvítl. snúðar.jpg

Ég vona að ykkur líki vel og ef þið prófið að baka snúðana megiði endilega láta mig vita hvað ykkur fannst. Við elskum þegar þið eldið og bakið af blogginu og úr bókinni okkar og taggið okkur á instagram svo við sjáum afraksturinn. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um það og það gefur okkur mikinn kraft í að halda áfram að útbúa nýjar og spennandi uppskriftir. Síðan bókin okkar kom út höfum við fengið svo mikið af fallegum skilaboðum frá ykkur, við erum ykkur endanlega þakklátar.

En hér kemur uppskriftin loksins!!

IMG_1147.jpg

Pizzadeig:

Hráefni:

  • 320 ml vatn við líkamshita

  • 1/2 pakki þurrger (6 gr)

  • 1 tsk salt

  • 2 msk ólífuolía

  • 450-500 gr hveiti

Aðferð:

  1. Hellið vatninu í skál og stráið þurrgerinu yfir og leyfið því að leysast upp í vatninu

  2. Bætið salti og ólífuolíu út í skálina

  3. Bætið hveitinu við í skömmtum þar til auðvelt er að hnoða deigið án þess að það klessist. Ég bætið því við í skömmtum því það er alltaf hægt að bæta við ef þarf en alls ekki gott að setja of mikið.

  4. Hnoðið deigið og leyfið því svo að hefast í 90 mínútur.

Ég skipti þessu deigi í tvennt og gerði pizzasnúða úr helmingnum og hvítlaukssnúða úr restinni. Ef þið ætlið bara að gera pizzansúða þá tvöfaldiði uppskriftina af fyllingunni.


Pizzasnúðar:

Hráefni:

  • Helmingurinn af pizzadeiginu

  • Pizzasósa eftir smekk

  • Rifinn vegan ostur eftir smekk. Það er mjög misjafnt hversu mikinn ost fólk vill hafa, en ég notaði Violife og setti sirka 150 grömm á pizzasnúðana og svipað á hvítlauks.

  • Hálf lítil rauð paprika

  • hálfur lítill rauðlaukur

  • Hálfur poki af pulled Oumph!

  • Vegan rjómaostur eftir smekk. Ég notaði påmackan frá Oatly

  • Þurrkað oregano

  • Þurrkuð basilika

  • Gróft salt

  • Fersk basilika til að toppa snúðana með

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°c

  2. Fletjið deigið út og passið að hafa svolítið hveiti á borðinu svo deigið festist ekki við það.

  3. Smyrjið eins mikilli sósu og þið viljið á deigið. Mér finnst gott að setja vel af henni.

  4. Stráið ostinum yfir, því næst Oumphinu, og svo grænmetinu.

  5. Setjið rjómaostinn á. Mér finnst best að taka smá með skeið og setja litlar klípur yfir allt deigið.

  6. Stráið kryddunum yfir.

  7. Rúllið upp og skerið í snúða. Það komu sirka 13 snúðar hjá mér og þá tel ég með þessa ljótu úr endunum.

  8. Raðið á ofnsplötu með smjörpappír og bakið í 12-15 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir vel gylltir að ofan. Ég byrjaði að fylgjast með mínum eftir svona 10 mínútur.

Hvítlaukssnúðar:

Hráefni:

  • Hinn helmingurinn af pizzadeiginu

  • 100 gr. vegan smjörlíki

  • 2 hvítlauksgeirar

  • Rifinn vegan ostur (ég setti sirka 150 gr.)

  • 1 msk þurrkuð steinselja

  • 1 -2 msk saxaður graslaukur

  • Spínat eftir smekk. Ég raðaði bara yfir deigið en mældi ekkert sérstaklega (sjá mynd)

  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið smjörlíkið í skál (best að hafa það við stofuhita svo auðvelt sé að hræra það og smyrja)

  2. Pressið eða rífið hvítlaukinn út í og hrærið saman við smjörlíkið ásamt steinseljunni og graslauknum.

  3. Saltið aðeins ef þarf.

  4. Fletjið deigið út og smyrjið hvítlaukssmjörinu á.

  5. Stráið ostinum yfir.

  6. Raðið spínatinu yfir.

  7. Rúllið upp og skerið niður.

  8. Bakið í 12-15 mínútur eða þar til snúðarnir eru orðnir vel gylltir að ofan. Ég byrjaði að fylgjast með mínum eftir svona 10 mínútur.

Takk fyrir að lesa

Helga <3

 
hagkaup_orange_sv_meirasvona.png
 

-Þessi færsla er í samstarfi við Hagkaup og fást öll hráefnin þar-

Hafra- og speltbrauð með fræjum

IMG_1511-7.jpg

Við fengum skilaboð um daginn þar sem við vorum beðnar að gera fleiri uppskriftir af góðu brauði. Við elskum gott brauð og þess vegna er kannski svolítið skrítið að á blogginu finnist bara tvær brauðuppskriftir, en það eru heimagerðar tortillur og svo ernubrauð. Ernubrauðið er alveg ótrúlega gott, en maður þarf að plana svolítið fram í tímann þar sem deigið þarf að hefast yfir nótt, eða í allavega 8 klst. Stundum fæ ég skyndilega löngun í að baka gómsætt brauð, en nenni ekki að bíða í margar klukkustundir, og þá geri ég þetta gómsæta hafra- og speltbrauð sem ég ætla að deila með ykkur í dag. Þessi uppskrift er ekkert smá einföld og góð og tekur enga stund að gera. 

IMG_1355-2.jpg

Ég vann um stund á veitingastað í Gautaborg og bakaði svipað brauð, sem var virkilega vinsælt. Brauðið innihélt nokkurskonar súrmjólk, sem ég hef skipt út fyrir vegan jógúrt, og svo voru allskonar hnetur í því en ég ákvað að hafa fræ í staðinn því kærastinn minn er með ofnæmi fyrir flestum hnetum. Ég get ekki borið brauðið saman við það sem ég bakaði á veitingastaðnum, þar sem það var ekki vegan og ég smakkaði það aldrei, en ég er viss um að þetta er alveg jafn gott. Uppskriftin er alls ekki sú sama, en hitt brauðið var innblástur við gerð þessa brauðs. 

Ef ég fengi að ráða myndi ég útbúa hlaðborð af mat á hverjum morgni. Ég elska að hafa allskonar að velja úr og þetta brauð er einmitt fullkomið fyrir helgarbrönsinn. Nýbakað brauð, allskonar álegg, nýlagað kaffi, góður appelsínusafi, grautur og ávextir... er hægt að biðja um eitthvað betra?? 

IMG_1490-3.jpg
IMG_1504-2.jpg

Í dag er úrvalið af góðu vegan áleggi orðið endalaust. Hægt er að fá allskonar vegan smjör, osta, skinkur, ótrúlega margar tegundir af hummus, smurosta.. og lengi mætti telja. Ég átti svolítið erfitt með að ákveða hvað ég vildi hafa á brauðinu fyrir færsluna og ákvað á endanum að gera tvær útgáfur. Á sneiðina til vinstri setti ég vegan rjómaostinn frá Oatly, avókadó, sultaðan rauðlauk sem ég keypti úti í búð (Ica fyrir ykkur sem eruð í Svíþjóð), sítronusafa, chilli explosion, gróft salt og svartan pipar. Á hægri sneiðina setti ég svo hummus, kirsuberjatómat, frosinn graslauk og gróft salt. Grauturinn sem er í bakgrunni er svo "overnight oats" með túrmerik og fl. Þið megið endilega láta mig vita ef þið viljið fá uppskrift af grautnum, en ég geri hann daglega og fæ bara ekki nóg. 

IMG_1519-7.jpg

Hafra- og speltbrauð með fræjum

  • 3,5 dl gróft spelt

  • 1,5 dl fínt spelt

  • 2 dl grófir hafrar

  • 1 dl graskersfræ

  • 1/2 dl sólblómafræ

  • 1,5 tsk salt

  • 2 tsk lyftiduft

  • 1 msk olía

  • 3 dl hrein vegan jógúrt

  • 2 dl heitt vatn (bætið við hálfum dl ef þetta verður of þykkt. Deigið á samt að vera þykkt, svolítið eins og slímugur hafragrautur hehe)

  • Gróft salt og fræ til að strá yfir brauðið

  1. Stillið ofninn á 180°c.

  2. Blandið saman þurrefnunum.

  3. Hrærið saman við öllu nema vatninu.

  4. Bætið vatninu við og sjáið hvernig deigið er eftir 2 dl. Ef ykkur finnst það of þykkt, bætið við 1/2-1 dl í viðbót.

  5. Smyrjið brauðform og hellið deiginu í

  6. Bakið í 45-60 mínútur. Það fer rosalega eftir ofnum hversu lengi brauðið þarf að baka. Ofninn minn er frekar lélegur og býður ekki upp á blástur og það tekur alveg rúmlega klukkustund að baka brauðið í honum. Hinsvegar tók það mig 45 mínútur í öðrum ofni um daginn. Brauðið á að vera aðeins gyllt að ofan, en brauðið mitt á myndunum er ekki gyllt, því ég var óþolinmóð og tók það aðeins of snemma út í þetta skiptið.

  7. Ég leyfi brauðinu að kólna aðeins áður en ég sker það, en mér finnst samt gott að hafa það volgt. 

Njótið!! 

Helga María <3

Tacoveisla - Heimagerðar taco pönnukökur með Anamma-bitum, ostasósu og hrásalati

IMG_3873.jpg

Þessi dásamlega uppskrift varð til í síðustu viku og sló algjörlega í gegn hjá mér og vinum mínum. Ég hef alltaf verið mikið fyrir taco og finnst virkilega gaman að leika mér með hráefnin. Í vetur komst ég upp á lag með að baka mínar eigin tortilla vefjur og ég reyni að nýta tækifærið og gera það þegar ég hef smá tíma til að dunda mér við matargerðina. Heimabakað brauð nær einhvernveginn aldrei að valda manni vonbrigðum. 

IMG_3777-2.jpg

Þessa dagana erum við í samstarfi við Anamma á Íslandi og er þetta önnur færslan sem við vinnum í samstarfi við þau. Mér fannst tilvalið að nota bitana þeirra í þessa uppskrift og það kom að sjálfsögðu æðislega vel út. Við notum báðar vörurnar frá Anamma mikið, og er það því mikill heiður fyrir okkur að vinna með þeim. Þau leggja mikið upp úr því að útbúa vandaðar og góðar vegan matvörur, auk þess sem þeim er annt um umhverfið. Nýlega uppfærðu þau allar uppskriftirnar sínar og eru vörurnar því enn betri en áður. Ég var ekkert smá glöð að sjá hvað bitarnir voru fullkomnir í þennan rétt.

Taco hefur uppá svo margt að bjóða því það er algörlega hægt að aðlaga því sínum smekk. Við höfum báðar leikið okkur endalaust með það hvað við setjum í vefjurnar/skeljarnar og hérna að neðan sjáið þið mína uppáhalds samsetningu.

IMG_3857.jpg

Uppáhalds samsetningin mín:

  • Heimagerðar tortillur eða tortillur frá Santa Maria

  • Santa Maria salsasóssa

  • kál

  • Gúrka

  • Tómatar

  • Anamma bitar

  • Kartöflur ofnbakaðar með salti, pipar og smá olíu

  • Avocado

  • Heimagerð ostasósa

  • Heimagert hrásalat

  • Kóríander

IMG_3866-2.jpg

Mexíkóskir anamma bitar

  • Bitar frá Anamma

  • Olía til steikingar

  • Laukur

  • Santa Maria Taco kryddblanda

  • Vatn

Aðferð:

  1. Steikið bitana og laukinn upp úr olíunni þar til þeir hafa fengið gylltan lit

  2. Bætið taco kryddinu og vatni við samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.

Heimagerðar tortillur:

  • 1 bolli hveiti

  • 1/2 tsk lyftiduft

  • Örlítið salt

  • 3 msk olía

  • 1/3 bolli vatn

Aðferð:

  1. Blandið þurrefnunum saman í skál

  2. Bætið olíu og vatni út í og hnoðið saman.

  3. Skiptið deginu í 6 litlar kúlur, fletjið út í mjög þunnar pönnukökur og steikið á þurri pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið

 

Heimagerð ostasósa

  • 1/2 bolli niðursneiddar kartöflur (afhýddar)

  • 1/4 bolli niðursneiddar gulrætur

  • 1/2 bolli kasjúhnetur

  • 1 tsk gróft sinnep

  • 2 sneiðar niðursoðið jalapeno + örlítið af safanum úr krukkunni

  • 3-4 msk næringarger

  • 1/2 til 3/4 haframjólk

  • salt

Aðferð:

  1. Afhýðið kartöflurnar og skerið niður ásamt gulrótunum. Gufusjóðið eða sjóðið í vatni í 10 mínútur.

  2. Setjið restina í blandara og blandið þar til sósan er silkimjúk (Ef ekki er notaður mjög kraftmikill blandari er gott að leggja kasjúhneturnar í bleyti í soðið vatn í sirka klukkustund áður en sósan er blönduð.)

 

Hrásalat

  • Hvítkál

  • Gulrætur

  • Vegan majónes

  • Örlítið eplaedik

Aðferð:

  1. Skerið hvítkálið mjög smátt og rífið gulræturnar niður.

  2. Blandið majónesinu og edikinu saman við.

Vonum að þið njótið 
-Veganistur

anamma.png

-Þessi færsla er unnin í samstarfi við Anamma á Íslandi-

Pönnubrauð

IMG_1978.jpg
IMG_1985.jpg

Heimabakað brauð getur sett punktinn yfir i-ið þegar kemur að ýmsum máltíðum. Það er því virkilega hentugt að kunna að gera einfalt og fljótlegt brauð til að hafa með matnum. Ég komst fyrir nokkru upp á lagið með að gera pönnubrauð en það er einstaklega þægilegt þar sem þarf hvorki að hefa það né baka í ofni.  Hráefnunum er einfaldlega skellt saman og brauðið steikt í nokkrar mínútur á pönnu. Þetta brauð passar fullkomlega með alls konar pottréttum og súpum.

IMG_2011.jpg

Hráefni:

  • 4 dl spelt hveiti

  • 2 dl vatn

  • örlítið salt

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnunum saman og bætið við meiru hveiti ef deigið er blautt.

  2. Skiptið deiginu í 6 litlar kúlur.

  3. Fletjið kúlurnar út og steikið í nokkrar mínútur á heitri þurri pönnu.

  4. Gott er að pensla brauðið með vegan hvítlaukssmjöri um leið og það kemur af pönnunni en það er alls ekki nauðsynlegt.

-Veganistur

 

Ernubrauð

Þetta einfalda brauð er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Það er fullkomið fyrir veislur, matarboð eða bara hversdagslega. Það besta við brauðið er bæði hvað það er ótrúlega bragðgott og hversu ódýrt og einfalt er að búa það til, en einnig hvað það býður uppá marga möguleika. Það er nefnilega hægt að leika sér endalaust með það. Okkur þykir til dæmis rosalega gott að bæta í deigið ólífum, hvítlauk og sólþurrkuðum tómötum (sem er fullkomið með allskonar pastaréttum), en einnig er gott að bæta við uppáhalds fræjunum sínum eða jafnvel hvítlauksdufti og karrý. 

IMG_0623-5.jpg

Hráefni:

  • 1/2 líter volgt vatn

  • 3 tsk þurrger

  • 1 msk salt

  • 600 gr hveiti

  • Olía til að pennsla yfir og gróft salt til að dreifa yfir

Aðferð:

  1. Setjið volgt vatn í skál og dreyfið þurrgerinu yfir. Leyfið þessu að standa í 5 mínútur áður en haldið er lengra.

  2. Bætið hveitinu og saltinu útí. (Ef þið ætlið að bæta einhverju í brauðið er best að bæta því útí á þessu stigi, áður en deigið er hrært saman.)

  3. Hrærið deigið með sleif þar til hveitið er alveg blandað, sem sagt ekkert þurrt hveiti eftir

  4. Setjið plastfilmu eða poka yfir skálina og leyfið henni að standa í ísskáp í 8 klukkustundir eða yfir nótt.

  5. Hellið deiginu beint á plötu (ekki móta það), pennslið með olíu og dreyfið vel af grófu salti yfir. Bakið við 200°C í 50 mínútur eða þar til brauðið er gullið að ofan.

Njótið vel
-Veganistur

Kryddbrauð

Suma daga langar mig að baka eitthvað gott en er samt varla í stuði til þess. Svoleiðis daga er ég vön að skella í uppáhalds súkkulaðikökuna mína því hún er svo hlægilega einföld. Það kemur samt fyrir að mann langar í eitthvað annað en súkkulaðiköku og í dag var svoleiðis dagur. Mig hefur lengi langað að prufa að baka kryddbrauð svo ég lét loksins vaða. Útkoman varð æðisleg og ég trúi því ekki að ég hafi ekki gert þetta áður.

Ég reyni að forðast það að borða glútein svo ég notaðist við glúteinlaust hveiti. Ég hef verið að prufa mig áfram með glúteinlausan bakstur og ég verð að segja að það hefur komið mér skemmtilega á óvart. Kryddbrauðið kom úr ofninum mjúkt og undursamlega gott á bragðið.  Ég hef aðallega verið að nota hveitiblöndu frá Toro hérna erlendis en á Íslandi fæst meðal annars glúteinlaust hveiti frá Doves farm sem hefur vakið mikla lukku. 

Þessi uppskrift er virkilega einföld og er tilvalin til þess að leyfa krökkum að spreyta sig í bakstrinum.
Það tekur enga stund að útbúa deigið og einu áhöldin sem þarf eru:
stór skál
desilítramál
teskeið
sleif
brauðform

Kryddbrauðið er ekki einungis gott á bragðið heldur fyllist húsið af unaðslegum ilmi. Mér finnst það best volgt með vegan smjöri. Þetta verður klárlega bakað aftur á næstunni. 

Ég vil taka það fram að þó ég notist við glúteinlaust hveiti og haframjöl er ekkert mál að skipta því út fyrir venjulegt hveiti og haframjöl. 

Hráefni:

  • 3,5 dl glúteinlaust hveiti. Hveitið frá Doves farm fæst í Nettó og er mjög vinsælt. Ef þið eruð að nota venjulegt hveiti ætti að vera nóg að nota 3 dl

  • 3 dl glúteinlaust haframjöl. Ég mæli með haframjölinu frá Semper

  • 4 tsk kakó

  • 1 tsk engifer (krydd, ekki ferskt)

  • 1 tsk negull

  • 2 tsk matarsódi

  • 2 og 1/2 dl púðursykur

  • 3 dl jurtamjólk að eigin vali

  1. Hitið ofninn í 200°c 

  2. Blandið öllu saman í stóra skál

  3. Smyrjið brauðform með vegan smjöri eða penslið með olíu

  4. Hellið deiginu ofan í og bakið í 40-50 mínútur. 

  5. Leyfið brauðinu að kólna í nokkrar mínútur áður en þið fjarlægið það úr forminu. 

Ég vona að þið njótið
Helga María