Veganistur mæla með: Vítamínunum frá TERRA NOVA
/Við erum oft spurðar út í vítamín. ,,Þarf ekki að taka alveg óteljandi vítamín þegar maður er vegan? Takið þið ekki örugglega vítamín? Þið verðið nú að passa að fá öll vítamín sem þið þurfið." Það virðast margir breytast í næringarfræðinga þegar orðið vegan berst til tals. Yfirleitt er þetta fólk sem hefur annars engan áhuga á næringu og heilsu og því þurfum við oft að útskýra fyrir þeim að það sé alls ekki meira vesen fyrir grænkera að passa að þeir fái öll næringarefni. Báðar erum við hraustari eftir að við urðum vegan því við borðum mun fjölbreyttari mat en við gerðum áður. Við innbyrðum mikið magn af fersku grænmeti og ávöxtum og erum meðvitaðar um það hvað hollur matur skiptir miklu máli fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu. Vítamínskortur er því alls ekki eitthvað sem hægt er að tengja við vegan matarræði. Við erum öll misjöfn og eigum mis auðvelt með að upptöku vítamíns, hvort sem við borðum dýraafurðir eða ekki. Eins er mjög mismunandi hversu hollan mat fólk borðar og margir hafa engan áhuga á því að spá í næringu burtséð frá því hvort þeir eru vegan eða ekki.
Okkur þykir mjög mikilvægt að allir fylgist vel með matarræðinu sínu og reyni að borða hollt og fjölbreytt. Gott er að taki vítamín samhliða því til að auka líkur á betri helsu og vellíðan. Mikilvægt er þó að hafa í huga að vítamín koma alls ekki í staðin fyrir hollt og næringarríkt matarræði. Við systur tökum báðar eitthvað af vítamínum en pössum okkur alltaf fyrst og fremst að borða næringarríkan og fjölbreyttan mat. Á sama tíma og við veljum hráefnið sem við borðum vel, tökum við ekki inn hvaða vítamín sem er. Okkur finnst mikilvægt að velja hágæða vítamín sem við getum treyst að innihaldi náttúruleg efni og séu 100% vegan. Við tökum því inn vítamínin frá merkinu TERRA NOVA. Við höfum notað vörurnar þeirra í langan tíma, bæði vítamínin, græna duftið þeirra og rauðrófuduft til þess að drekka fyrir æfingar. Merkið fæst í Nettó og eru þau með mjög gott úrval af vítamínum og dufti frá merkinu á mjög góðu verði.
Okkur langaði aðeins að segja ykkur frá okkar uppáhalds vítamínum og hvers vegan við veljum þessi ákveðnu vítamín.
Hér fyrir ofan eru þau vítamín sem Júlía notar lang mest. Hún valdi þessi þrjú vítamín algjörlega útfrá sínu daglega lífi og henta þau henni alveg ótrúlega vel. Þessi vítamín eru:
Calcium/Magnesium: Þessi vítamín valdi ég þar sem magnesíum hjálpar við endurheimt eftir æfingar og eins og við vitum þurfa allir kalk fyrir beinin. Mér fannst þetta því mjög góð balnda þar sem ég æfi mjög mikið og var t.d. að æfa fyrir hálfmarathon í allt sumar sem ég hljóp núna í ágúst.
Probiotic complex: Þetta valdi ég þar sem að ég hef alltaf haft smá meltingarvandamál. Mér finnst ég geta haldið meltingarvandamálunum mínum mjög vel niðri með því að borða holla og hreina fæðu og hreyfa mig á hverjum degi. En mér finnst þó mjög gott fyrir mig að taka góðgerla samhliða hollu matarræði en þá næ ég að útiloka þessi áþægindi alveg líka á nammidögum ;)
Beetroot juice preworkout: Ég hef í þó nokkurn tíma drukkið rauðrófusafa fyrir æfingar en rauðrófusafinn inniheldur til dæmis efni sem hjálpa til við súrefnisupptöku í vöðvunum. Þegar ég fann þetta duft var ég ótrúlega glöð en mér finnst þetta miklu þægilegra en að kaupa rauðrófusafa í fernu þar sem hann skemmist frekar hratt þegar fernan hefur verið opnuð. Þetta pre workout er einnig laust við öll aukaefni, koffín og þess háttar en mér finnst mörg pre workout innihalda mikið af óæskilegaum efnum. Þetta preworkout inniheldur fleiri jurtir en bara rauðrófur og er blandan mjög úthugsuð en hún á til dæmis að stuðla að aukinni orku og styrk við æfingar og bæta ónæmiskerfið.
Auk þess tekur Júlía líkt og Helga d-vítamín, aðalega á veturna þó, og B12 vítamín frá sama merki.
Hérna eru vítamínin sem Helga tekur inn daglega og hafa hjálpað henni helling í sinni baráttu við vanvirkan skjaldkirtil.
B12
Ef það er eitthvað vítamín sem grænkerar þurfa að taka sérstaklega er það B12. Grænmeti og ávexti innihalda ekki B12 en það fæst úr bakteríunum sem lifa á grænmetinu. Þó er ekkert mál að fá vítamínið í jurtaformi og eru töflurnar frá Terra Nova virkilega góður kostur. Vert er að taka fram að það er mjög algengt að fólk glími við B12 skort, hvort sem það borðar kjöt eða ekki. Margir eiga erfitt með upptöku á vítamíninu og þurfa jafnvel að fá b12 sprautur þrátt fyrir að borða dýraafurðir í hvert mál. Skortur á b12 helst því ekki í hendur við það að vera grænmetisæta. Við mælum þó með því að grænkerar taki vítamínið inn til þess að fyrirbyggja skort. Helga er með vanvirkan skjaldkirtil og þarf því að passa sig að taka alltaf inn B12 því það er algengt að fólk með vanvirkan skjaldkirtil þjáist af B12 vítamín skorti.
D3
D3 vítamín er oft kallað sólarvítamínið. Húðin framleiðir vítamínið þegar hún verður fyrir áhrifum útfjólublárra geisla sólarljóss. Þar sem við Íslendingar búum við mikið myrkur yfir vetrartímann er virkilega mikilvægt að passa uppá það að taka D vítamín. D vítamín er ekki einungis mikilvægt fyrir beinin okkar heldur getur það fyrirbyggt skammdegisþunglyndi. Síðan við byrjuðum að taka inn D3 vítamín finnum við svakalegan mun á okkur yfir vetrartímann.
Full spectrum Multivitamin
Ég tek alltaf multivítamín. Full spectrum vítamínið frá Terra Nova er frábær kostur fyrir þá sem vilja geta fengið allt úr einni töflu. Yfir vetrartímann tek ég D3 töflurnar og B12 samhliða Full spectrum töflunum en á sumrin læt ég mér nægja að taka Full spectrum daglega, b12 annan hvorn dag og sleppi D3 töflunum nánast alveg þar sem Full spectrum inniheldur D3 í minna magni og ég reyni að nýta sólargeislana vel.
Njótið vel
-Veganistur